Morgunblaðið - 03.07.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1987
21
Finnur Magnússon, sænsk-
menntaður þjóðháttafræðingur,
fjallaði um „vinnugleði" íslendinga
— það var kominn tími til, við ætt-
um Evrópumetið í lengd vinnuviku.
Finnur athugar hvað mótaði af-
stöðu íslenskra verkamanna til
vinnunnar, með því að kanna að-
stæður verkamanna á Eyrarbakka
og Stokkseyri á árunum 1880 til
1940. Finnur telur að hugmyndir
um vinnuna tengist hugmyndum
manna um sjálfsvirðingu.
Kirsten Harstrup, danskur
mannfræðingur, notar fomsögum-
ar til að kanna heimsmynd íslend-
inga. Kirsten varð tíðrætt um
rannsóknir íslendinga á eigin þjóð,
og þá staðreynd að mannfræðingar
hafa á undanfömum tíu ámm lagt
æ meiri áherslu á rannsóknir á eig-
in samfélögum. Kirsten telur Is-
lendinga hafa mjög ákveðnar
hugmyndir um skilin milli sjónar-
homs þess manns, sem „stendur
fyrir utan“ og þess sem er innan-
garðs. Flestir íslensku mannfræð-
inganna starfa heima og flestir
námsmenn gera rannsóknir á ís-
landi. Sumir útlendu fræðimann-
anna virtust hafa áhyggjur af
þessari þróun og bentu á að glöggt
er gests augað.
En rannsóknir Gísla Pálssonar á
sambúð manns og sjávar og Ingu
Dóm Bjömsdóttur á íslenskum kon-
um sem giftust erlendum hermönn-
um í síðari heimsstyijöldinni benda
til hins gagnstæða. Þeim hefur tek-
ist vel að nýta sér þá kosti sem
felast í því að vera innfæddur og
tilheyra samfélaginu, en geta jafn-
framt „greint skóginn fyrir tiján-
um“. Islenskir mannfræðingar
dvelja ámm saman við nám í útlönd-
um, kynnast þar annarri menningu
og læra að horfa á samfélag sitt
„utanfrá".
Undir lok ráðstefnunnar dró
Halldór Stefánsson, sem starfar í
Japan, saman efni umræðnanna.
Hafi tilgangur ráðstefnunnar verið
að komast að heildamiðurstöðu og
finna eitthvað sem kalla mætti
íslenska mannfræði, mistókst það
ætlunarverk.
Mikið var rætt um framtíð mann-
fræðinnar og hvernig mætti gera
hana „sýnilegri". Haraldur Ólafs-
son, sem rannsakar nú hugmynda-
heim veiðimannsins, með því að líta
á refi og refaskyttur, benti nemend-
um á að þeir þyrftu ekki að kvíða
framtíðinni — þeir gætu að minnsta
kosti alltaf farið á þing ef ekki
annað. Fáar fræðigreinar geta stát-
að sig af sv -> stóru hlutfalli fyrrver-
andi þingmanna í sínum röðum og
vaknar sú spuming hvort val Har-
aldar og annarra á rannsóknarefni,
endurspegli reynsluna af þing-
setunni?
Gísli Pálsson og Paui Durren-
berger hlutu lof fyrir vel skipulagða
ráðstefnu og kvöddust menn kátir
og samrýndir, þrátt fyrir að ekkert
samkomulag hefði orðið um „mann-
fræði íslands".
Texti: Ragnhildur Vig-
fúsdóttir/JÁS
Fjölskyldu-
hátíð á
Kumbara-
vogi
STJÓRN Kumbaravogsheimilis-
ins, þar sem nú eru rúmlega 60
vistmenn, efnir til fjölskylduhá-
tíðar á sunnudaginn kemur, 5.
júlf.
Hefst hátíðin kl. 14.30 með
móttöku og verður þá flutt hug-
vekja sem sr. Úlfar Guðmundsson,
prestur heimilisins, flytur. Kaffi-
veitingar verða og fjöldasöngur.
Læknir heimilisins, Magnús Sig-
urðsson, flytur hugleiðingu. Rætt
verður um þann möguleika að
stofna vina- og aðstandendafélag
Kumbaravogsheimilisins. Munu
þau Erla Friðriksdóttir hjúkmna-
rforstjóri og Kristján Friðbertsson,
forstöðumaður heimilisins, hafa
framsögu um það mál.
Stjórn Kumbaravogsheimilisins
væntir þess að aðstandendur vist-
manna og velunnarar heimilisins
komi því við að koma á þessa fjöl-
skylduhátíð og taka þátt í dagskrá
hennar.
Vestfirskir fisk-
kaupendur:
Leita upp-
lýsinga um
fiskverð
„VIÐ erum ekki tilbúnir til þess
að trúa því að við séum með
lægsta fiskverðið, en þessa
stundina erum við að verða okk-
ur úti um upplýsingar um
fiskverð annarsstaðar," sagði
Konráð Jakobsson, formaður
Félagfs fiskvinnslustöðva á Vest-
fjörðum, í samtali við Morgun-
blaðið.
Sjómenn á norðanverðum Vest-
fjörðum hafa hótað að hætta að
sigla á mánudaginn ef ekki semst
um hærra fiskverð við fiskkau-
pendur en þeir ákváðu einhliða
fyrir skömmu. „Þegar upplýsing-
arnar liggja fyrir ákveðum við
hvað við gerum en við erum ekk-
ert órólegir fyrr en þetta kemur
til framkvæmda," sagði Konráð.
Jocelyn Brown 1 Evropu
BANDARÍSKA söngkonan Joce-
lyn Brown er nú stödd á íslandi
og mun koma fram á veitmga
húsinu Evrópu við Borgartún.
Hún mun skemmta bæði föstu-
dags- og laugardagskvöld, 3. og
4. júlí.
I fréttatilkynningu frá veitinga-
húsinu Evrópu segir að Jocelyn
Brown hafi hafið feril sinn sem
söngkona aðeins fjögurra ára göm-
ul er hún gekk til liðs við gospel-
söngflokk ömmu sinnar. Seinna
sneri hún sér að popptónlistinni og
hefur sungið bakraddir hjá ýmsum
frægum tónlistamönnum.
Jocelyn hóf sólóferil sinn árið
1984 er hún gerði frægt lagið
„Somebody Elseá Guy“ og segir í
fréttatilkynningunni að í dag sé hún
mjög eftirsótt söngkona í Banda-
ríkjunum.
Söngskemmtanir Jocelyn Brown
í Evrópu um helgina munu hefjast
Bandaríska söngkonan Jocelyn
Brown.
á miðnætti föstudagskvöld og um
kl.1.30 á laugardagsnóttina.
Philips sjónvöcp
20” með þráðlausn
fjarstýringu
skráning á skjá á öllum stillingum,
Litir: Svart og grátt.
VERÐ AÐEINS KR.
20” án fjarstýringar
Frábserlega hagkvæm kaup í urvalstæki.
Mvnd og tóngæði í sérflokki. 8 stoöva
nflnni. Stafræn (digital) skranmg a s )
öllum stillingum, ofl. ofl.
Litir: Hnota og grátt.
VERÐ AÐEINS KR.
16” ferðasjónvarp an
fjarstýringar
-^^Tí^stööva minni. Stunga
i m ^hæeymyart6Unnbyggtloftnet,ofl.ofl.
= Litir: svart og gratt.
VERÐ aðeins kr.
líaM^staNnn
ofl. Litur: svart og grátt.
VERÐ AÐEINS KR
MEÐ
SPENNUBREYTIAÐEINSKR. 31.980."
HeimilistæW hf
1 ■■■íTaFNARSTWET. 3-SIM.: 69 15 2!
SÆTÚNI 8-SÍMI: 69
tfð í SOMMtífUfit