Morgunblaðið - 03.07.1987, Blaðsíða 56
niBRunnBóT
-AFÖRYGGISASTÆÐUM
Nýjungar
í 70 ár
ALHLIÐA PRENTWÓNUSTA
S GuðjónÓLhf.
91-272 33 I
FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1987
VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR.
Þorsteinn fékk umboðið í gær:
Ný ríkisslj órn tek-
urviðá miðvikudag-
Þorsteinn Pálsson,
verðandi
forsætisráðherra, á
fundi Vigdísar
Finnbogadóttur, forseta
Islands, kl. 16 í gær, þar
sem forsetinn afhenti
honum umboð til
myndunar ríkisstjórnar
Sjálf stæðisf lokks,
Alþýðuf lokks og
Framsóknarflokks.
ÞORSTEINN Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gekk á fund
forseta íslands kl. 16 í gær og tók við formlegu umboði til sljóm-
armyndunar öðru sinni, frá því stjórnarmyndunartilraunir hófust.
Verulegur skriður komst á lokakafla þessara stjórnarmyndunar-
viðræðna í gærkveldi, þegar samkomulag formannanna þriggja
tókst i kaupleiguíbúðamálinu og ákvörðun var tekin um boðun
flokksstjórnar-, flokksráðs- og miðstjórnarfunda flokkanna á
sunnudag kl. 16.
„Þessi stjómarmyndun á að vera
komin langleiðina, en það getur
auðvitað tekið einhvetja stund að
Tvö börn
misnotuð
Rannsóknarlögregla ríkisins
hefur nú til rannsóknar mál sem
. varðar kynferðisleg afbrot gegn
^veimur ungum bömum.
Að sögn Boga Nilssonar, rann-
sóknarlögreglustjóra, er ekki úti-
lokað að fleiri böm gætu tengst
máli þessu. Hann vildi ekki segja
til um hvort einn eða fleiri fullorðn-
ir ættu hlut að máli, en sagði sama
eða sömu aðila hafa verið að verki
í báðum tilfellum. Bogi varðist allra
frekari fregna af málinu, en rann-
sókn þess er vel á veg komin.
Bensín
-hækkar
BENSÍN hækkaði í gær úr 30,60
krónum í 31 krónu litrinn, en það
jafngildir 1,3% hækkun.
Gasolía hækkaði samtímis um
6,5% eða úr 7,70 í 8,20 krónur
lítrinn. Að sögn starfsmanna Verð-
lagsstofnunar eru þessar hækkanir
vegna erlendra verðhækkana.
ganga frá lokaatriðum. Ég vona að
það sé ekki mikið eftir,“ sagði Þor-
steinn Pálsson eftir fund sinn með
forseta í gær.
Fundahöld stóðu yfir megnið af
deginum í gær, í húsakynnum Al-
þingis. Nefndin sem vinnur að
frágangi málefnasamnings fundaði
í Þórshamri í gær og á miðnætti
sögðust nefndarmenn ætla halda
áfram vinnu fram eftir nóttu. Þau
Friðrik Sophusson og Jóhanna Sig-
urðardóttir unnu að samkomulagi
í kaupleiguíbúðamálinu í gær og
endanlegt samkomulag tókst milli
formannanna þriggja í húsakynnum
Alþingis á tólfta tímanum í gær-
kveldi.
Þingflokksfundir Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknarflokks hófust
kl. 21 í gærkveldi og var þar unnið
áfram með þau mál sem eftir er
að ná lokasamkomulagi um.
Formennirnir náðu jafnframt
samkomulagi um að boða til flokks-
ráðsfundar Sjálfstæðisflokksins,
flokksstjómarfundar Alþýðuflokks
og miðstjómarfundar Framsóknar-
flokks á sunnudag kl. 16. Verði
myndun þessarar ríkisstjómar sam-
þykkt á þeim fundum verða þing-
flokksfundir haldnir í framhaldi
þeirra funda, þar sem ráðherraefni
flokkanna verða ákveðin. Þá er
stefnt að því að ríkisráðsfundur
verði haldinn á miðvikudag í næstu
viku, þar sem ríkisstjórn Þorsteins
Pálssonar taki við völdum. Þetta
staðfesti Þorsteinn Pálsson í sam-
tali við Morgunblaðið um miðnætti
í gær eftir samtal við fni Vigdísi
Finnbogadóttur, forseta íslands.
Lífshættulegur leik-
ur bama í Ellidaánum
LÖGREGLAN stöðvaði um tíu-
leytið í gærkvöldi hættulegan
leik sex 10-12 ára drengja í EU-
iðaánum fyrir ofan flúðirnar við
gömlu Árbæjarbrúna.
Öryggisvörður frá Securitas
hafði tilkynnt um drengina til lög-
reglunnar eftir að hann hafði orðið
"^eirra var, þar sem þeir notuðu
straumharða áuu aum uukuui s kon-
ar sundlaug, syntu í henni og sigldu
um á gúmbátum. Veltu þeir nokkr-
um sinnum bátunum og fóm á
bólakaf. Áin er ísköld og varasöm
á þessum stað og leikir sem þessir
því lífshættulegir þó að fyrir snar-
ræði öryggisvarðarins og lögregl-
unnar hafi tekist að afstýra slysi í
þetta skiptið.
Morgunblaðið/Bjami
Menntamálaráðuneytið hefur veitt 22 sumarbúðaleyfi:
Fimm sumarbúð-
um synjað um leyfí
Nokkrar starfandi án leyfa
Menntamálaráðuneytið hefur nú veitt 22 aðilum leyfi til rekstrar
sumarbúða eða sumardvalarheimilis i ár. Þar verða vistuð samtímis
tæplega 770 börn, en námskeiðin eru mismunandi löng á þessum
stöðum. Átta umsóknir eru óafgreiddar, en fimm umsækjendur fá
ekki starfsleyfi í sumar. Vitað er til að starfandi eru staðir án leyfa.
Þeir staðir sem fengið hafa leyfi
eru Ásaskóli í Gnúpverjahreppi,
Ástjöm í Kelduhverfi, Bifröst í
Borgarfirði, Dæli í Staðarhreppi,
Eiðar í Eiðaþinghá, Glæsibær í
Skagafírði, Hafralækjarskóli í S-
Þingeyjarsýslu, Hlíðardalsskóli,
Hólavatn í Saurbæjarhreppi, Klepp-
jámsreykir í Reykholtsdal, Kjarn-
holt II í Ámessýslu, Laugagerðis-
skóli í Hnappadalssýslu, Riftún í
Ölfusi, Skúfslækur í Villingaholts-
hreppi, Sveinatunga í Norðurárdal,
Tunga í Svínadal, Úlfljótsvatn í
Grafningi, Vatnaskógar í Hvalíjarð-
arstrandarhreppi, Vestmannsvatn í
Aðaldal, Vindáshlíð ! Kjósarhreppi,
Vík í Skagafírði og Ölver í Mela-
sveit.
Að sögn Svandísar Skúladóttur,
dagvistarfulltrúa í menntamála-
ráðuneytinu, hafa allir sem snúið
hafa sér til bamavemdarráðs og
ráðuneytisins með tilskilin vottorð
fengið leyfí. Hún sagði að átta
umsóknir væru óafgreiddar, en í
flestum tilfellum vantaði aðeins
herslumuninn, til dæmis vottorð
sem hefðu ekki borist enn. Hins
vegar hefði bamavemdarráð ekki
séð sér fært að taka til umfjöllunar
fímm umsóknir, vegna aðstæðna á
þeim stöðum. Þessum fímm aðilum
hefur verið synjað um leyfi.
Guðrún Hreiðarsdóttir, lögfræð-
ingur bamavemdarráðs, sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær að
vitað væri um staði sem starfandi
væru án leyfís, en ekki lægi fyrir
hve margir þeir væru. Ástandið
væri mjög mismunandi og þeim
verstu yrði lokað. Til þess hefði
bamaverndarráð heimild.
Að sögn Bergsteins Gizurarson-
ar, brunamálastjóra, er úttekt
stofnunarinnar á sumardvalarheim-
ilum ekki að fullu lokið. Hann sagði
þetta vera mikið verk sem tæki
tíma, en hann væri mjög ánægður
með hverja stefnu þessi mál hefðu
tekið. Það yrði að gera strangar
kröfur til staða sem önnuðust böm
og óvita og helst hefði hann viljað
fara yfír alla heimavistarskóla á
landinu. Það yrði hins vegar ekki
gert fyrir haustið.
Bmnamálastjóri sagðist líta svo
á að niðurstöður úttektarinnar ættu
að vera opinber plögg sem þeir sem
á þyrftu að halda gætu kynnt sér.
Seðlabanki íslands:
Lausafjárhlutfall
banka hækkað um 1%
LAUSAFJARHLUTFALL inn-
lánsstofnana hefur verið hækkað
úr 7% í 8% af ráðstöfunarfé, til
að stemma stigu við útlánum.
Jafnframt hefur verið hafin al-
menn sala á ríkisvíxlum.
Seðlabankinn telur nauðsynlegt
að raunvextir verði enn um sinn
tiltölulega háir, en að undanförnu
hefur peningamagn og útlán aukist
mikið, sem stafar m.a. af greiðslu-
halla ríkissjóðs og erlendum lánum.
Seðlabankinn telur að við þessu
verði að sporna og því verði að telja
eðlilegar þær vaxtahækkanir banka
og sparisjóða sem fram hafa komið
að undanfömu.
Sjá frétt á bls. 33.