Morgunblaðið - 03.07.1987, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 03.07.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1987 43 Haraldur Ogmunds son - Minning Fæddur 3. ágúst 1914 Dáinn 26. júní 1987 í dag verður Halli vinur minn jarðsunginn frá Áskirkju. Með fá- tæklegum orðum vil ég minnast hans. Halli var fæddur í Hafnarfírði en fluttist 6 ára til Reykjavíkur. Foreldrar hans voru hjónin Margrét Jóhannsdóttir, Jóakimssonar frá 111- ugastöðum __ í Fnjóskadal og Ogmundur Olafsson frá Merkinesi í Höfnum. Hann var af Víkingslækj- arætt. Þau hjón áttu fjóra syni, Kolbein, Jóhann, Ólaf og Harald. Hafa þeir allir fengist við smíðar. Þá eiga þeir bræður hálfsystur, Margréti og Guðnýju, eru þær bú- settar á Akureyri. Faðir Halla var smiður og hafði verkstæði á Laufásvegi 2. Var hann góður og duglegur smiður og af- kastamikill. Hann smíðaði m.a. alla glugga í Landspítalann. Þegar Halli er á fjórtánda ári deyr móðir hans. Hafði það að von- um mikil áhrif á hann. Kreppan skall á um svipað leyti og hætti faðir hans rekstri á verkstæðinu og fluttist norður til Akureyrar. Halli var í sveit hjá móðurafa sínum á sumrin. Hann veikist heiftarlega af berklum um þetta leyti og liggur lengi milli heims og heljar. Lá hann m.a. í átta sólarhringa með háan hita og nærðist ekki. Læknir sá er stundaði hann úrskurðaði eftir þá legu að drengurinn mundi ekki lifa af næstu nótt. Faðir hans reið þá fram að Kristnesi á fund Margrétar frá Öxnafelli. Strax um nóttinna byijar heilsa Halla að lagast. Þegar hann komst loksins á fætur hafði hann misst hárið og heymina og staulaðist áfram á hækjum. „Það var glæsilegt ungmenni sem þú hefðir séð þá,“ sagði hann eitt sinn við mig. Heilsan fór smám saman batnandi, en það tók hann átta ár að ná fullri heilsu. Læknar á Akur- eyri töldu að þessi bati væri krafta- verk. Suður til Reykjavíkur kemur hann um 2_2 ára aldur og fer að vinna hjá Ólafí bróður sínum við smíðar. Á aðfangadag jóla 1939 giftist hann Margréti Sigurjónsdóttur frá Kirkjuskógum í Miðdölum í Dala- sýslu. Eignuðust þau þijú mann- vænleg börn. Kristín er elst, gift Stefáni Ámasyni múrara Reykjavík, Reynir múrari, nú leigubílstjóri, er giftur Jónu Gunn- laugsdóttur, einnig búsettur í Reykjavík, og Hrefna, búsett í Bandaríkjunum. Halli og Margrét slitu samvistir eftir 11 ára sambúð. Halli fór nú að vinna hingað og þangað við síld á sumrin en smíðar og í fiski á vetuma. Dvaldist hann m.a. 5—6 sumur á Bakkafirði og átti þar trillu og lifði, að eigin sögn, áhyggjulausu lífi. Um 1960 kemur hann alkominn aftur til Reykjavíkur og fer að vinna hjá áhaldahúsi Reykjavíkurborgar við smíðar. Fr hann þar í 10 ár. Þá liggur leið hans til ýmissa smiða, lengst hjá Ármannsfelli. Hjá þeim er hann við að byggja þijá skóla, Ármúla-, Breiðholts- og Fellaskóla. Árið 1975 gerist hann baðvörður við íþróttahús Fellaskóla um leið og það er opnað og er þar til vors 1984. Þar var hann í hópi glaðra félaga. Af öllum öðrum ólöstuðum hafði Halli ekki hvað síst áhrif á að skapa þann góða anda er ríkt hefur meðal starfsfólksins. I mars 1986 gengst hann undir lungnaaðgerð. Hann náði aldrei fullum bata eftir aðgerðina og lést á Landspítalanum eftir langa og erfíða legu. Halli var í eðli sínu ekki mann- blendinn en glettinn og hrókur alls fagnaðar í vinahópi. Hann var hnitt- inn í svörum og gerði þá oftast grín af sjálfum sér. Hann var einn- ig góður hagyrðingur en fór dult með það. Fyrstu kynni okkar Halla vom haustið sem íþróttahús Fellaskóla var tekið í notkun. Þó þijátíu ára aldursmunur væri á okkur urðum við brátt miklir mátar og samvinna okkar var mjög góð. Kynnin urðu smám saman að mikilli vináttu sem hélst allt til hinstu stundar. Eftir að Halli hætti að vinna höfðum við samband nær daglega. Kom það þá oft fyrir þegar annar hringdi að hinn var að taka upp símann til þess sama. Daginn sem hann dó var ég staddur í miðborg Reykjavík- ur og var á leið í ferðalag út úr borginnni. Fékk ég þá hugboð um að ég mætti ekki fara úr borginni án þess að hitta Halla. Þegar ég kem á spítalann hafði hann dáið fyrir stuttri stundu. Þannig sendum við iðulega hugskeyti okkar á milli. Eftir að hann lést fannst vísa til mín í gögnum hans. Ekki skrifa um mig hrós öðrum til að sýna. En leggja máttu litla rós á líkkistuna mína. Við höfðum oft talað um það í meira gríni en í alvöru að sá okkar sem yrði eftir þegar hinn yfírgæfí þetta tilverustig mundi kveðja hinn með nokkrum línum. Það geri ég nú. Hina óskina mun ég uppfylla. Þegar ég nú kveð í hinsta sinn minn kæra vin, bið ég Guð að blessa minningu hans. Aðstandendum öll- um votta ég mína dýpstu samúð. Hvíli Halli í friði. Sigvaldi Ingimundarson Soffía K. Sigmjóns- dóttir hjúkrunar- fræðingur - Minning Hlutur hjúkrunarfræðinga í blóð- bankastarfsemi hefur frá upphafí verið mikill og er enn. Á áratugnum 1950—1960 fór starfsemi blóð- banka að verða flóknari og kveðja varð til ýmsa sérþjálfaða starfs- menn. Þessi þróun hefur haldið áfram. Hér á landi hafa nokkrir hjúkrunarfræðingar öðlast þjálfun og starfsreynslu í alhliða blóð- bankastörfum. Þeir hafa frá stofn- un Blóðbankans lengst af verið burðarásar blóðbankastarfseminn- ar. Ein þeirra, Soffía Kristín Sigur- jónsdóttir lést 4. júní sl. 70 ára að aldri. Hún var fædd 21. ágúst 1916 á Eskifirði. Foreldrar hennar voru Siguijón Einarsson, sjómaður á Eskifírði, og Sigríður Jónsdóttir, dóttir Jóns Jónssonar bónda á Rannveigarstöðum í Álftarfírði. Soffía var tvígift. Fyrri maður hennar var Guðmundur Ólafsson, verslunarmaður í Reykjavík. Þau eignuðust 5 börn, 4 syni og dóttur. Tveir synir þeirra létust í æsku. Síðari maður Soffíu var Jóhann Pétursson, fyrrum vitavörður á Hornbjargsvita. Soffía lauk hjúkrunamámi frá Hjúkrunarskóla Islands 1942. Hún starfaði við Kleppsspítala 1942, Sjúkrahús Hvítabandsins og Sjúkrahús Sólheima. Árið 1968 réð- ist hún til starfa í Blóðbankanum og var þar samfellt í 18 ár eða þar til fyrir tæpu ári er hún veiktist af þeim sjúkdómi, sem varð hennar banamein. Við Soffía urðum sam- starfsmenn í Blóðbankanum 1972, þegar ég réðst til forstöðumanns- starfs í stjómartíð Magnúsar Kjartanssonar heilbrigðismálaráð- herra. Ég naut frá upphafi mikils stuðnings frá samstarfsmönnum. Soffía var meðal þeirra, sem ég gat alltaf reitt mig á bæði utan og inn- an venjulegs vinnutíma. Þessi stuðningur var mikilsverður og reyndar ómissandi til að koma í kring ýmsum breytingum í blóð- bankastarfseminni, sem sífellt hafa verið í gangi þau ár, sem við störf- uðum saman. Meðan Guðmundur heitinn Þórð- arson læknir vann í Blóðbankanum, lagði hann dijúgan skerf til starfs- þjálfunar Soffíu í blóðflokkarann- sóknum. Þau höfðu samráð um margt viðvíkjandi blóðbankastarf- seminni. Þegar líða tók á sjöunda áratug- inn efldist rannsóknalið Blóðbank- ans verulega. Þar munaði mest um þátttöku líffræðinga í rannsóknar- störfunum. Sumir þeirra höfðu ekki, svo sem vænta mátti, reynslu af hagnýtum rannsóknarstörftim. Það hvíldi því á Soffíu heitinni öðrum fremur að veita þessu nýja háskólamenntaða starfsliði þjálfun við rannsóknar- störfín. Það fór vel á með Soffíu og þessu unga fólki. Ekkert kyn- slóðabil eða vanmat truflaði sam- vinnu og góðan starfsanda. Vegna kunnáttu, reynslu og myndugleika hvíldi á Soffíu um langt árabil mikið starf vegna sam- skipta við lækna sjúkrahúsanna. Þeir voru misjafnlega skilningsríkir á möguleika Blóðbankans til að sinna ólíkum pöntunum til blóð- lækninga af ýmsu tagi og á ýmsum tímum. Það sló stundum í brýnu. Slíka árekstra var reynt að jafna og nýta til að koma í kring bættum samskiptum. Þeir læknar voru til, sem létu í ljós þakklæti til Soffíu fyrir að hafa komið þeim í skilning um, hvernig standa á að verki til að Blóðbankinn nýttist sem best í sjúkrahússtörfunum. Soffía var vinnuþjarkur og hlífðarlaus við sjálfa sig. Það vakti undrun manns, hve vel hún bar ald- urinn. Kjarkur hennar og reisn, meðan hún tókst á við lífshættuleg- an sjúkdóm sinn, var aðdáunarverð- ur. Sá skapstyrkur og það æðruleysi sýndi best, hvílíkan mann við áttum að starfsfélaga í Soffíu heitinni. Við samstarfsmenn í Blóðbank- anum sendum bömum Soffíu og öðrum nánum ættingjum og vinum innilegar samúðarkveðjur. Ólafur Jensson Margrét Jóns- dóttir - Minning Fædd 21. september 1906 Dáin 26. júní 1987 Eitt af því undursamlega í þessu lífí er að eiga góðar minningar og þá ekki síst frá æsku sinni. Við fráfall Margrétar Jónsdóttur eiginkonu Ragnars Jakobssonar frænda mins, rifjast þessir tímar upp í huga mér enda mikill vinskap- ur foreldra minna við þessi góðu hjón alla tíð. Á Flateyri lifðu þau sitt blóma- skeið, eignuðust fjóra syni sem þar nutu umhyggju góðra foreldra á myndar- og rausnarheimili. Ragnar hafði í mörg ár mikil umsvif í at- vinnulífí Flateyrar og var heimili þeirra um margt stærra í sniðum en almennt gerist. Hlutverk Mar- grétar var því mikið, sem hún leysti af hendi með sóma. Hún var mjög félagslynd og tók mikinn þátt í félagsmálum staðarins um langan tíma. Ég minnist með þakklæti þess tíma og hve gott var þar að koma, og alla tíð síðan hef- ir hlýja og góðvild þeirra hjóna ríkt í garð minnar fjölskyldu. Margrét var mikil lánsmanneskja í sínu lífi. Hún átti góðan mann og áttu þau langa og farsæla ævibraut saman og voru hvort öðru stoð er á reyndi. Árið 1973 knúði sorgin þeirra dyr, er elsti sonurinn Jóhann, lög- fræðingur, lést í blóma lífsins, aðeins 39 ára að aldri, frá konu og tveim bömum. Voru þau þá flutt til Reykjavíkur og nutu umhyggju hinna sonanna og tengdadætranna, sem reyndust þeim eins og best var á kosið. Svo veit ég að einnig mun verða nú, elsku Ragnar minn, og megi minningin um góða konu færa ykk- ur styrk. Ég vil þakka Margréti alla vináttu og tryggð og bið guð að blessa minningu hennar. Eirný Sæmundsdóttir Tengdamóðir okkar, Margrét Jónsdóttir lést þann 26. júní s.l., á 81. aldursári. Margrét fæddist 21. september 1906. Foreldrar hennar vom hjónin Kristjana Kristjánsdóttir og Jón Jakobsson, bóndi á Eyri við Seyðis- fjörð í ísafjarðardjúpi. Hún ólst þar upp með systrum sínum, Jóhönnu og Kristínu, sem báðar eru látnar og bróður, Kristjáni fyrrverandi skólastjóra í Hnífsdal, sem lifír syst- ur sínar. Þrátt fyrir takmarkaða skóla- göngu, eins og títt var á þeim tíma til sveita, annaðist hún kennslu við Súðavíkurskóla í mörg ár áður en hún gifti sig. Þann 13. apríl 1933 vom Mar- grét og eftirlifandi eiginmaður hennar, Ragnar G.R. Jakobsson, gefín saman í hjónaband í kirkjunni á Eyri. Þá hafði Ragnar stofnað til eigin atvinnurekstrar á Flateyri við Önundarfjörð. Á báti sínum, Reyni, sótti hann brúði sína og flutti til Flateyrar. Á heimili þeirra dvöldust foreldrar Ragnars, þar til þeir lét- ust. Eftir að atvinnustarfsemi Ragn- ars jókst að umfangi dvöldu oft aðkomumenn, sem unnu að sérstök- um verkefnum, um lengri og skemmri tíma á heimili þeirra. Margir þessara manna urðu að sér- stökum heimilisvinum. Margrét var mikil húsmóðir og nutu hæfileikar hennar sín vel á mannmörgu og glæsilegu heimili. Hún var ákaflega fjölhæf og féll aldrei verk úr hendi. Hún hafði unun af tónlist, spilaði á píanó og hafði góða söngrödd. Hannyrðir léku í höndum hennar og kunni hún skil á flestu þar að lútandi, enda bar heimilið það með sér. Þrátt fyr- ir miklar annir fann hún sér tíma til þáttöku í félagsstörfum. Hún var í stjóm Kvenfélagsins Brynju, for- maður skólanefndar og í sóknar- nefnd um árabil. Á Flateyri fæddust synimir fjór- ir: Jóhann, Ámi, Kristján og Krist- inn. Jóhann lést árið 1973, aðeins 39 ára að aldri. Var það þeim mik- ið áfall og varð hann öllum harmdauði. Bamabörn Margrétar og Ragn- ars em 12 og bamabamabömin 5. Árið 1954 flutti fjölskyldan til Reykjavíkur. Þegar við komum til sögunnar, bjuggu þau á Háteigsvegi 14. Það þurfti ekki löng kynni við Margréti til að sjá myndarskap hennar og dugnað. Vinum þeirra hjóna og ættingjum hélt hún veglegar veislur og var það góður skóli fyrir okkur tengdadætumar að fylgjast með, hvemig hún vann og læra af henni. Margrét var náttúruunnandi og á góðviðrisdögum naut hún þess að fara upp í sveit, og vildi þá helst hafa alla með í för. Oft vissum við varla af fyrr en við vomm komnar, með alla fjölskylduna, í einhveija lautina í nágrenni borgarinnar og Margrét búin að slá upp veislu. Þetta em ógleymanlegar stundir og hefur óefað stuðlað að sam- heldni okkar. Mjög kært var með Margréti og Ragnari alla tíð og fundum við vel hve mikils þau mátu hvort annað. Við teljum okkur lánsamar að hafa átt svo yndisiega tengdamóður og að leiðarlokum viljum við þakka henni samfylgdina. Blessuð veri minning hennar. Tengdadætur Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birt- ingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðs- ins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðs- ins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn. látni ekki ávarpaður. Ekki em tekin til birtingar fmmort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Megin- regla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Hótel Saga Simi12013 Blóm og skreytingar við öll tœkifœri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.