Morgunblaðið - 03.07.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.07.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1987 27 Mitterand í Finnlandi: Aukin tengsl Finna við Vestur-Evrópu Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgoinblaðsins í Helsinki FRANCOIS Mitterand, Frakk- landsforseti segist vilja beita sér fyrir því, að tryggð verði öflug þátttaka Finnlands og annarra EFTA-ríkja að samstarfi Vest- ur-Evrópu. Eftir að leiðtoga- fundi Evrópubandalagsins lauk, fór Mitterand i tveggja daga opinbera heimsókn til Finnlands. Heimsóknin hefur verið túlkuð sem staðfesting á því að Frakkar ætli ekki að gleyma þeim Vestur Evrópuríkjum, sem eru ekki inn- an EB. Undanfarið hafa ýms ríki, sem ekki ætla sér að ganga í EB, þar á meðal Finnland, haft áhyggjur af því, hvaða möguleika þau hafi í samskiptum sínum við EB eftir árið 1992. Frakkar hafa verið talsmenn sameiningar Evrópuríkja, en þeir segja, að ekki megi einangra eða gleyma ríkjum, sem vilja eindregið teljast til Vestur-Evrópu. Milli Frakka og Finna eru engin samskiptavandamál, enda notuðu þeir Mitterand og Koivisto ekki nema örfáa klukkutíma til form- legra viðræðna. Þar kom meðal annars fram, eins og búizt hafði verið við, að afstaða Finna og Frakka til öryggismála Evrópu er mjög ámóta. Frakkar hafa áður varpað fram þeirri hugmynd, að afvopnunarviðræður nái einnig til þjóða, utan hemaðarbandalaga. Er þá átt við Finnland, Sviþjóð, Aust- urríki og Sviss. Þó svo Frakkar hafi alla tíð verið í Atlantshafs- bandalaginu hafa þeir allar götur frá valdatíma de Gaulle rekið sjálf- stæða stefnu gagnvart Banda- ríkjunum. Efnahagsleg og tæknileg sam- skipti Finna og Frakka hafa aukizt mjög að undanfömu. Heimsókn Mitterands nú dró dám af þessu. Hann skoðaði meðal annars Nokia- verksmiðjumar, þar sem rafeinda- búnaður er framleiddur. Nokia hefur eflt samstarf við franska að- ila í seinni tíð. Þá hafa Frakkar áhuga á að nýta sér þekkingu og kunnáttu Finna á sviði ýmiss konar tækni. Það var ekki hvað sízt fyrir atbeina Mitterands, að Finnar ko- must í Eurekasamstarfíð. Reuter • • Okukeppni með sólarorku Þessi sérstæða bifreið, sem er knúin sólarorku, er ein þeirra bifreiða, sem þátt taka í ökukeppn- inni „Tour de Sol“. Mynd þessi var tekin í fyrradag, er bifreiðin fór um götur Ztirich í Sviss á öðrum degi keppninnar, en hún á að standa yfir í 6 daga. KASKÓ -ÁVÖXTUN SíÖasta vaxtatímabil gaf ársávöxtun sem svarar24,51 % Ávöxtun fyrir síðasta vaxtatímabil KASKÓ-reikningsins (apríl-júní) var 5,6%. Það þýðir miðað við sömu verðlagsþróun fyrir heilt ár 24,51% ársávöxtun. KASKÓ - öryggislykill Sparifjáreigenda. V€RZLUNflRBflNKINN -váutut með fiét!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.