Morgunblaðið - 03.07.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.07.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1987 31 Sölutölur Coldwater í Bandaríkjunum fyrstu 6 mánuði ársins: Sjávarafurðasalan var 17% minni en í fyrra Hráefnisskortur fyrst og fremst ástæðan COLDWATER, dótturfyrirtæki Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna í Bandaríkjunum, seldi sjávarafurðir fyrir 111,2 milljónir bandaríkjadollara eða 4,34 milljarða islenskra króna fyrstu 6 mánuði ársins. Þetta er 1% minna söluverðmæti en á sama tima á siðasta ári. Sölumagnið fyrstu 6 mánuðina var 59 milljónir punda sem er 17% minna en í fyrra. Mikill hráefnisskortur er fyrst og fremst ástæðan fyrir þessum samdrætti og sagði Magn- ús Gústafsson forstjóri Coldwater að fyrirtækið hefði selt 30% minna magn af þorskflökum í síðasta mánuði en í fyrra vegna hráefnisskorts. Fyrirtækið seldi á tímabilinu 26,2 milljónir punda af unnum vörum fyrir 42,3 milljónir dollara eða 1,65 milljarð króna. Þetta er 7% minnkun á sölumagni en 11% aukning í söluverðmæti. Fyrir- tækið seldi 27,8 milljónir punda af fiskflökum fyrir 57,6 milljónir dollara eða 2,25 milljarða króna. Þetta er 24% minna magn en fyr- irtækið seldi fyrstu 6 mánuðina 1986 og 8% minnkun á söluverð- mæti miðað við þann tíma. Magnús Gústafsson forstjóri Coldwater sagði í samtali við Morgunblaðið að tilfinnanlegur skortur hefði verið alla þessa 6 mánuði á bæði hráefni fyrir vinnsluna og flökum til að selja, þó mismikill eftir tegundum. Al- varlegastur hefði þó verið skortur- inn á þorski sem til dæmis í síðasta mánuði gerði það að verk- um að fyrirtækið seldi aðeins 30% af þeim þorskflökum sem seld voru sama mánuði í fyrra. Magnús sagði góðu fréttimar vera þær að aðeins hefði lifnað yfir framleiðslu fyrir Bandaríkja- markað þótt það væri ekki nóg. Fyrirtækið væri birgðalaust og því tæki dálítinn tíma að ná jafn- vægi aftur en vonandi tækist það að lokum því svo virtist sem hag- kvæmni þess að framleiða fyrir Ameríku væri viðunandi ef að- stæður leyfðu. Magnús sagði að umtalsverðar verðhækkanir hefðu orðið á fisk- afurðum undanfarið í Banda- ríkjunum og þær hefðu hækkað langt umfram aðra matvöm. „Því miður hefur það ekki komið ís- lendingum nægilega til góða vpoma þess hve dollarinn hefur verið að veikjast. Nú hefur hann hinsvegar styrkst aftur og virðist ætla að verða stöðugri. Því er vonandi að lögð verði áframhald- andi áhersla á að framleiða fyrir þennan markað og við komumst í gegnum þetta eins og aðra erfíð- leika," sagði Magnús Gústafsson. Sölutölur Iceland Seafood fyrstu 6 mánuði ársins: Söluverðmæti sjávar- afurða jókst um 14,1% Flakasalan dróst saman vegna skorts á þorskflökum frá íslandi SÖLUVERÐMÆTI sjávarafurða hjá Iceland Seafood, dótturfyrir- tæki Sambandsins í Bandaríkjunum, jókst um 14,4% fyrstu sex mánuði þessa árs miðað við sama tíma á síðasta ári og var heildar- söluverðmætið 85,4 milljónir bandaríkjadollara eða 3,33 milljarðar islenskra króna. Heildarsölumagnið dróst hinsvegar saman um 2,8% og munar þar mestu um 4% samdrátt í sölu á flökum. Ey- steinn Helgason forstjóri fyrirtækisins segir að talsvert vanti á að hægt sé að sinna föstum viðskiptavinum vegna skorts á þorsk- flökum frá íslandi. 1986. Á sama tíma seldi fyrirtæk- ið 16,2 milljónir punda af físk- flðkum fyrir 32,27 milljónir dollara eða 1,26 milljarð icróna sem er 17,1% veltuaukning en 4% samdráttur í sölumagni. ! júnímánuði einum seldi fyrir- Iceland Seafood seldi á þessu tfmabili 34,3 milljónir punda af verksmiðjuframleiddri vöru fyrir 50 milljónir dollara eða 1,95 millj- arð ísl. króna sem er 20,7% veltuaukning frá síðasta ári. Sölu- magnið er það sama og á árinu tækið sjávarafurðir fyrir 15 millj- ónir dollara eða tæpar 600 milljónir króna. í samtali við Morgunblaðið sagði Eysteinn Helgason forstjóri Iceland Seafood um afkomuna að salan í verksmiðjuframleiddum vörum hefði staðið í stað þrátt fyrir miklar hækkanir á verði. Hinsvegar væri meiri barátta við flakasölu sem heldur hefði dregist saman. Fyrirtækið hefði að vísu fengið sinn skerf og ríflega það af markaði fyrir ufsa, karfa og grálúðuflök og og getað þjónað þeim markaði vel. Aðra sögu væri að segja um þorskflakamark- aðinn því vegna skorts á flökum frá islandi vantaði fyrirtækið verulega upp á að geta sinnt föst- um viðskiptavinum sem það vildi þjóna og hefði því þurft að vísa mörgum frá. „Verðin fyrir blokk og flök eru nú mjög sterk á Bandaríkjamark- aði og eftirspumin mikil,“ sagði Eysteinn, „og bað er mjög mikil- vægt nú á þessum næstu þremur mánuðum sem hafa undanfarin ár verið bestu þorskveiðimánuð- umir á íslandi að sem allra mestur hluti vinnslunnar fari í pakkning- ar á Bandaríkjamarkað ef 'rið eigum að halda þeim markaði sem hefur verið íslendingum mikil- vægastur gegnum árin.“ Ráðningastofa Reykjavíkurborgar; Ekkert atviimuleysi meöal skólafólks EKKERT atvinnuleysi drðist vera Iijá skólafólki í mmar ef vekið er mið af því hvernig ’íáðn- íngaskrifstofu Reykajvíkurborg- Fisksölur í Bretlandi: Enner selt á lága verðinu TVÖ skip seldu afla sinn i Bretlandi í gær, meðalverð var á bilinu 44 til 46 krónur. Dagrún ÍS lauk við að selja afla sinn í Grimsby og lækk- aði verðið lítillega frá degin- um áður. Seld voru 229 tonn á 10,2 milljónir. Meðalverð aflans var 44,44 kr. á kg, en þorsks 44,04. Þórshamar GK seldi 98 tonn í Hull á 4,5 milljónir. Meðalkílóverð aflans var 45,67 og svipað fyrir þorsk- inn. ar hefur gengið að útvega skólafólki vinnu. Gunnar Helgason, forstöðumað- ur ráðningastofunnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að frá 1. aprfl s.l. hefðu 982 iátið skrá sig ’njá þeim en í fyrra voru þeir 1140. Hann sagði að allir skráðir væm nú komnir í vinnu og að ekki hefði reynst erfítt að fínna vinnu fyrir skólafólkið. Flestir þeirra sem skráðu sig hjá Ráðningastofu Reykjavíkurborgar fengu vinnu hjá borginni en nokkr- um var þó útveguð vinna annars staðar. Sýning á dúkskurð- armyndum SÝNING á dúkskurðarmyndum eftir þijá unga, norska myndlist- armenn verður opnuð í Nýlista- safninu föstudaginn 3. júlí. Myndlistarmennimir em Gutt- orm Nordö, Anne Kraft og Knut Nerby. Þau em öll búsett í Þránd- heimi og eiga það meðal annars sameiginlegt að tengjast útkomu tímaritsins „E1 Djarda" sem oft stendur fyrir uppákomum bæði í heimasveit sinni svo og annars stað- ar. Sýningin stendur til 12. júlí. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 2. júlí FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hnsta Lngsta Meðal- Magn Heildar- /erð /erft verð (lestir) verft (kr.) Þorskur 38,50 25.00 31,50 85,5 2.707.000 Ýsa 54,00 30,00 50,33 5,4 274.000 Xarfi 15,00 13.80 19,33 42,4 608.000 Koli 15,00 15,00 15,00 1,3 20.000 Ufsi 18,20 12,00 17,72 12,8 228.000 Lúða 95,00 80,50 88,48 1,4 120.000 Annað — — 14,44 6,0 87.000 Samtals 26,06 155,2 4.043.000 Aflinn í gær var að mestu leyti úr togaranum Víði. í dag 3. júlí verða seld 20 tonn af þorski og 20 tonn af ýsu og karfa frá Eini hf. Eitthvað verður selt af færafiski, svo 150-300 kg af eldis- laxi. Greifarnir á Austurlandi HLJÓMSVEITIN Greifamir, sem er á tónleikaferð nm landið, er nú stödd á Austf jörðum. Þetta er s fyrsta sinn aem iljómsveitin >pilar S þessum andsfjórðungi. X rréttatilkynningu frá Greifun- um segir að í þessari tónieikaferð sé verið að kynna efni nýrrar hljóm- plötu sem er væntanleg í búðir innan skamms. Platan heitir Sviðs- mynd og á henni eru fjögur lög. í nóvember er væntanleg á markað breiðskífa frá hljómsveitinni. Greifamir munu spila á dansleik í V alaskjálf föstudagskvöldið 3. júlí. Arni Benediktsson, formaður verðlagsráðs sjávarútvegsins: Kröfur sjómanna voru 10% hækkun „ÉG vil staðfesta það að ítrustu kröfur sjómanna og útgerðar- manna á síðustu fundum verð- lagsráðs, áður en fiskverðið var gefið fijálst, voru 10% á allt verð,“ sagði Arni Benediktsson hjá sjávarafurðardeild Sam- bandsins og formaður Verðlagsr- áðs, um þau ummæli Guðjóns A. Kristjánssonar í Morgunblaðinu í gær að svo hefði ekki verið, heldur hefði sjómenn og útgerð- armenn einnig krafist breytinga á frádráttar- kúrfu. Ámi gat þess, að hugmyndir um breytta kúrfu hefðu komið fram í fyrstu umræðum, þar sem menn viðra ýmsar hugmyndir. „Eins og mái þróuðust var það iokatillaga útgerðarmanna og sjómanna í Verðlagsráði 10% hækkun á allar tegundir. Brytingar á kúrfu voru þar ekki inni í dæminu," sagði Ámi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.