Morgunblaðið - 03.07.1987, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1987
Fréttabann um
hvalveiðimálið
Frá Jóni Ásgeiri Sigurðsayni, fréttaritara MorgunblaðBÍns i Bandarflgunum
BLATT bann hefur verið lagt
við samskiptum starfsfólks hjá
bandaríska sjávarútvegsráðu-
neytinu við fjölmiðla. Því fæst
ekkert svar við þeirri spurningu
hvort ályktanir fundar Alþjóða
hvalveiðiráðsins í Bournemouth
gætu haft í för með sér viðskipta-
þvinganir gegn íslendingum.
„Hann svarar ekki símhringing-
um frá íslenskum fjölmiðlum,"
sagði ritari Dan McGovem hjá lög-
fræðideild bandaríska sjávarút-
vegsráðuneytisins, það er að segja
National Oceanic and Atmospheric
Administration (NOAA) í Wash-
ington, er fréttaritari Morgunblaðs-
ins óskaði eftir viðtali í gær.
Starfsmaður hjá alþjóðafiskveiði-
deild NOAA, en sú deild hefur með
hvalveiðimál að gera, sagði frétta-
ritara að blátt bann hafi verið lagt
við því að rætt sé við íjölmiðla.
Ritari dr. Anthony Calio, sem er
fulltrúi Bandaríkjanna í Alþjóða
hvalveiðiráðinu og yfirmaður
NOAA, kvað hann upptekinn á
fundi en sagði hann hringja aftur,
sem hann gerði ekki.
Blaðamaður Morgunblaðsins
óskaði tvívegis eftir viðtali við dr.
Calio eða aðra sendinefndarmenn
Bandaríkjanna meðan á ársfundi
Alþjóða hvalveiðiráðsins stóð en
fékk afsvar í bæði skiptin. Þá var
honum tjáð í símtali við bandaríska
viðskiptaráðuneytið að enginn þar
gæti svarað spumingum sem vörð-
uðu þetta mál.
Bandaríkjaþing samþykkti árið
1978 lagaákvæði um ráðstafanir til
stuðnings alþjóðasamþykktum um
vemd fiski- eða hvalastofna.
„Pelly-ákvæðið" leggur viðskipta-
ráðherra þá skyldu á herðar, að
tilkynna forsetanum hvalveiðar og
verslun sem þykja „rýra árangur"
alþjóðasamþykkta. Forsetanum er
heimilað að grípa til innflutnings-
banns á fískafurðum frá viðkom-
andi landi og gefnar frjálsar
hendur. Ronald Reagan getur
ákveðið algjört innflutningsbann
gegn viðkomandi ríki, alls engar
refsiaðgerðir og allt þar á milli.
Til að herða á um framkvæmdir
samþykkti Bandaríkjaþing nokkru
síðar annað lagaákvæði, sem nefn-
ist „Packwood-Magnusson ákvæð-
ið“. Þar er viðskiptaráðherra gert
að fylgjast grannt með öllum veið-
um sem gætu falið í sér brot á
alþjóðlegum samþykktum og hraða
þar að lútandi ákvörðunum. Um
það, hvort fyrirhugaðar hvalveiðar
Islendinga þykja brjóta í bága við
samþykktir Alþjóða hvalveiðiráðs-
ins í Boumemouth á dögunum, fást
ekki upplýsingar vegna frétta-
bannsins í Washington.
Morgunblaðið/Kr. Ben.
Ahöfnin á Sandvík GK 325 að hreinsa rækjuna eftir besta hal vertíðarinnar á rækjumiðunum við Eldey
í gær. Talið frá vinstri: Þorsteinn skipstjóri, Brynjólfur, Sævar og Arnar.
Grindavík:
Sjómenn telja Eldeyjar-
svæðið ónýtt vegna ofveiði
Kvóti bátanna skertur um þriðjung
Grindavik.
Eldeyjarsvæðið, eitt gjöfulasta
rækjusvæði landsins i gegnum
árin, er ónýtt vegna ofveiði eftir
því sem sjómenn í Grindavík full-
yrða, en veiði þar í sumar hefur
verið hreinasta hörmung þrátt
fyrir góðar gæftir.
Fiskifræðingar telja ástæðuna fyr-
ir lélegri veiði aðra, en, samt er stofn
rækjunnar svo lltill að sjávarútvegs-
ráðuneytið hefur ákveðið að skerða
kvóta bátanna, sem hafa rækjuveiði-
leyfi, um þriðjung frá í fyrra.
Fréttaritari Morgunblaðsins var á
ferð um veiðisvæðið I gær og fór um
borð í þijá báta frá Grindavík,
Sandvík GK, Sigurþór GK og Ólaf
GK. Sjómennimir, sem flestir hafa
stundað þennan veiðiskap I mörg ár,
voru á einu máli um að veiðin hefði
aldrei verið svo léleg.
Þorsteinn Óskarsson, skipstjóri á
Sandvíkinni GK, fullyrti að eina skýr-
Vextir lána hækka
almennt á næstunni
ingin væri ofveiði því alltof margir
bátar fengju að veiða á þessu svæði.
„Nú er verið að skerða kvótann
hjá okkur um 27 tonn, úr 90 tonnum
í 63 tonn. Eins og útlitið er í dag
tel ég okkur fullherta að ná þessum
60 tonnum svo engin þörf er á skerð-
ingunni enda er síðasta hal gott
dæmi. Við toguðum í 7 tíma og gef-
ur það 50 kassa sem er besta halið
til þessa á vertíðinni. í fyrra fengum
við þetta magn venjulega eftir
tveggja tíma tog,“ sagði Þorsteinn
og hélt áfram að hreinsa drasl úr
rækjunni.
Haft var samband við Ingvar
Hallgrímsson, fiskifræðing, en hann
tók þátt í rannsóknum á svæðinu
áður en veiðar voru leyfðar, en eins
og kunnugt er af fréttum þá leidduu
þessar rannsóknir í ljós of mikla
seiðagengd á svæðinu og þær voru
bannaðar í upphafi um þijár vikur.
Ingvar sagðist ekki trúa því að svo
stöddu að ofveiði væri orsök lélegrar
veiði við Eldey, en sá möguleiki hefði
samt verið ræddur meðal fiskifræð-
inga er fullyrðingar sjómannanna
voru bomar undir hann.
„Þegar veiðum lauk í fyrra var
engin þurrð af rækju á svæðinu, en
því er hins vegar ekki að neita að
rækjumagn er minna en undanfarin
ár og því er stofninn lítill sem orsak-
ar mjög sennilega skerðingu á kvóta
bátanna.
Aðalástæðan fyrir lélegri veiði nú
er sú, að á þeim tíma, sem veiði er
skást, var mikil seiðagengd á svæð-
inu og hætt er við að rækjan hafi
fælst af svæðinu. Breiðafjarðarbátar
fengu góða veiði í Faxaflóa, undan
Jöklinum á svæði sem er búið að
vera lélegt í mörg ár. Hver veit nema
þar hafi Eldeyjarrækjan verið á ferð.
Einnig er möguleiki á því að hún
færi sig í kaldari sjó, en sjórinn er
óvenju hlýr,“ sagði Ingvar og bætti
við að fískifræðingar mundu fylgjast
vel með svæðinu og reyna að finna
rétta skýringu.
- Kr. Ben.
Áhöfn Rauðanúps segir upp
Astæðan er óánægja
með f iskverð
^ Raufarhöfn.
ÁHÖFNIN á Rauðanúpi ÞH 160
frá Raufarhöfn sagði upp störfum
fyrir skömmu vegna óánægju með
fiskverð. Uppsagnarfrestur er lið-
inn hjá undirmönnum, en yfir-
menn hafa þriggja mánaða
uppsagnar frest.
Óvíst er hvort skipið heldur úr
höfn á tilsettum tíma þar sem sam-
komulag hefur ekki náðst í þessari
deilu. Aðspurður sagði Hólmsteinn
Björnsson, framkvæmdastjóri, að
þessi mál þyrftu skoðunar við í heild
sinni um allt land þó svo að einstaka
aðilar næðu einhveiju samkomulagi
sín í milli. Meira vildi Hólmsteinn
ekki tjá sig um málið að sinni.
- Helgi
AÐRIR bankar munu sennilega
fylgja í fótspor Iðnaðarbankans
sem um mánaðamótin hækkaði
verulega vexti óverðtryggðra
útlána og einnig aðra vexti.
Raunar hækkuðu sumir bankarn-
ir sina vexti um mánaðamótin en
ekki til jafns við Iðnaðarbankann
sem hækkaði meðal annars vexti
á óverðtryggðum skuldabréfum
úr 24,5% í 29,5%. Ekki er þó víst
hækkað undanfarið því verðbólgan
hefði verið meiri en reiknað var
með. Samt hefðu vextir Iðnaðar-
bankans verið hærri en Seðlabank-
inn átti von á. Hinsvegar yrði
verðbólgan vonandi minni næstu
mánuði en hún hefði verið að und-
anfömu og þótt vextir bankanna
hækki í kjölfar hækkana Iðnaðar-
bankans stæði það ekki lengi.
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SIF
Skemmdir
áþyrlu
Gæslunnar
SMÁVÆGILEGAR skemmdir
urðu á stærri þyrlu Landhelgis-
gæslunnar TF-SIF seinnihluta
gærdagsins er hún lenti á Sand-
skeiði eftir æfingaflug.
Bandaríkin:
Laumufarþegi frá
íslandi í þýsku skipi
að hinir bankamir hækki útláns-
vextina jafn mikið og Iðnaðar-
bankinn á næsta breytingardegi
sem er 11. júlí.
Bankamenn sem Morgunblaðið
ræddi við í gær voru sammála um
að óverðtryggðu vextimir hefðu
undanfarið verið heldur lágir og
slík lán hefðu verið talsvert ódýrari
en verðtryggð lán. Einnig hefðu
þeir ekki getað haldið í við verð-
bólguna meðan bankamir bjóða nú
innlánsreikninga með verðbótar-
ákvæði fari verðbólgan uppfyrir
vextina eins og hefur gerst undan-
farið.
í samtali við Morgunblaðið sagði
Jóhannes Nordal seðlabankastjóri
að þar vildu menn bíða og sjá hver
þróunin yrði í kjölfar þessara vaxta-
hækkana og hvemig markaðurinn
tæki við þeim áður en þeir legðu
dóm á þær. Það kæmi Seðlabankan-
um þó ekki á óvart að vextir hefðu
Landhelgisgæslunni barst í
gær tilkynning um að laumufar-
þegi frá íslandi væri um borð í
þýska vöruflutningaskipinu
Jamme Wehr sem hélt úr
Reykjavíkurhöfn i fyrrakvöld
áleiðis til Evrópulanda.
Tilkynningin mun hafa komið frá
skosku strandgæslunni í Aberdeen
í gegnum þýskan togara, Mond, en
hvernig upplýsingamar um laumu-
farþegann bárust togaranum er
óvíst og ekki náðist til hans aftur.
Gylfi Geirsson, varðstjóri hjá Land-
helgisgæslunni, sagði að skoska
strandgæslan hefði talað um „lítinn
strák, sem hefði fundist í kæli-
gámi“.
Haft var strax samband við
Jamme Wehr, en skipveijar vildu
ekkert kannast við málið og gáfu
„loðin svör“, eins og lögregluvarð-
stjórinn í Reykjavík orðaði það I
samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi.
Varðstjóri sagði að fímmtán ára
danskrar stúlku væri saknað síðan
í fyrradag. Hún hefði strokið frá
Upptökuheimilinu í Kópávogi og
væri verið að svipast um eftir henni
í borginni. Þá væm líkur á að hún
væri um borð í skipinu þar sem
grunur léki á að hún vildi komast
frá íslandi sem fyrst. Skipið er
væntanlegt í breska höfn eftir
nokkra daga og sagði varðstjóri að
þá gengi breska lögreglan úr
skugga um hvort farþegi væri um
borð eða ekki.
Skúli Jón Sigurðarson, deildar-
stjóri rannsóknardeildar Loft-
ferðaeftirlitsins, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær, að þyrlan
hefði í lendingu á Sandskeiði í gær
snert jörðina með belgnum með
hjólin uppi. Sú snerting hefði verið
næg til þess að botninn skemmd-
ist lítillega auk þess sem nokkur
loftnet, sem væru í sambar.di við
leiðsögu- og fjarskiptabúnað vél-
arinnar, hefðu brotnað af.
Skúli sagði að skemmdir vélar-
innar væru ekki fullkannaðar og
óvíst hve mikið tjónið væri. Vél-
inni var strax flogið til Reykjavík-
urflugvallar þar sem hún var
skoðuð. Páll Halldórsson, flug-
stjóri vélarinnar, sagðist búast við
að þyrlan færi í hefðbundið eftir-
litsflug strax í dag þrátt fyrir
óhappið.