Morgunblaðið - 03.07.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 03.07.1987, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1987 ^54 Gott hlaup Erlings ERLINGUR Jóhannsson náfti sínum besta árangri í 800 metra hlaupi til þessa á móti í Árósum f Danmörku f fyrrakvöld. Erlingur hljóp vegalengdina á 1.49,5 mfn. og er það annar besti árangur íslendings til þessa — íslandsmet Jóns Diðrikssonar er 1.49,2. Erl- ingur hefur bœtt sig mikið f sumar; átti f vor best rúmar 1.53 *jfcrmfn. Sigurður Einarsson sigraði í spjótkasti á sama móti í fyrra- kvöld, kastaði 76,60 metra. Öll kost Sigurðar voru um 76 metrar. Vestur-Þjóðverjinn Wolfram Gambke varð annar með 75,54 metra (en gamla spjótinu kastaði hann venjulega um 90 metra) og þriðji danski methafinn Kenneth Petersen með 71,26 m. Detari til Frankfurt UNGVERSKI knattspyrnumaður- inn Lajos Detari hefur verið seldur frá Honved f Búdapest til vestur-þýska liðsins Eintracht Frankfurt fyrir um 80 milljónir króna. Þetta er mesta verð sem greitt hefur verið fyrir ungversk- Opna írska: an leikmann til þessa; metið áður voru 12 milljónir. Hingað til hafa ungverskir knattspyrnumenn ekki fengið leyfi til að leika er- lendis fyrr en eftir þrítugt. Detari er hins vegar aðeins 24 ára að aldri og er reiknað með að „30 ára reglan" verði úr gildi felld síðar á þessu ári. Morgunblaöiö/KGA. • Fulltrúar Akureyrarfélaganna voru báðir bjartsýnir er Ingólfur Hannesson, íþróttafréttamaður, rab- baði við þá f beinni útsendingu á Rás 2 strax eftir að Ijóst var að iiðin mœttust í 16-liða úrslitunum. Vinstra megin er Benedikt Guðmundsson, fyrrum formaður Þórs, og til hœgri Sœmundur Óskarsson, formaður KA-klúbbsins f Reykjavík. 16-liða úrslit bikarkeppni KSÍ: KA og Þór mætast! Brand og Langer efstir OPNA frska golfkeppnin hófst í gœr í Portmarnock. Efstu menn eftir fyrsta keppnisdag eru eftir- taldir: 67- Gordon J. Brand, Bretlandi og Bern- hard Langer, Vestur-Þýskalandi. 68- Bob Shearer, Ástraliu og Ken Brown, Bretlandi. 69- Rodger Davies, Ástraliu og Sam Tor- j^ance, Bretlandi. 70- John Bland, Suður-Afríku, Sandy Lyle, Bretlandi, Jaime Gonzales, Brasiliu, Mats Lanner, Svíþjóð, Magnus Sunesson, Svíþjóð, Des Smith, irlandi. Rás 2: Vítakeppni RÁS 2 ætlar að bregða aðeins á leik f dag og hafa vrtaspyrnu- keppni milli fjögurra efstu liða 1. deildar. Keppnin verður við nýja útvarpshúsið og hefst klukkan 11.30. Markvörður verður Ög- mundur Kristinsson sem áður varði mark Víkings. KA OG ÞÓR, sem leika f 1. deild- arkeppninni f knattspyrnu í kvöld á Akureyri, drógust saman f 16-liða úrslitum bikarkeppninnar, er dregið var f gærl Leikurinn fer Michael Gross: Besti tími ársins í 100 m flugsundi MICHAEL Gross náði f gær besta tíma ársins í 100 m flugsundi í undanrásum á vestur-þýska meistaramótinu. Hann synti á 54.15 sek. Það er greinilegt á frammistöðu Gross á mótinu að hann hefur alveg náð sér af meiðslum á hægri öxl, sem hrjáð hafa hann að undanförnu og komu f veg fyrir að hann gæti búið sig eins vel undir þetta mót og hann vildil í fyrradag náði hann einmitt besta tfma ársins f 200 skriðsundi, eins og sagt var frá f blaðinu f gær. fram í næstu viku, miðvikudaginn 8. júlí, þannig að það verður skammt stórra högga á milli á Akureyrarvelli! Bikarmeistarar Akurnesinga fá Keflvíkinga í heimsókn, Valsmenn leika í Grindavfk, Fram mætir ÍR á „úti- velli“ og KR fer til Eyja. Drátturinn var annars þannig í heild, og dagsetningar leikjanna fylgja með: FH-Völsungur...................8. júlí Grindavík-Valur................9. júlí ÍA-ÍBK.........................8. júlí KA-Þór.........................8. júlí (R-Fram........................8. júlí Víðir-Þróttur Nesk.............8. júlí Reynir Sandg.-Leiftur.....8. júlí ÍBV-KR.........................9. júlí Ólafur Jóhannesson, starfsmað- ur mótanefndar, dró FH fyrst upp úr hattinum, og Guömundur Hilm- arsson, fyrirliði FH, dró síðan miða með nafni Völsungs. Eiríkur Helga- son, í mótanefnd KSÍ, dró síðan Val og fulltrúi Vals dró Grindavík — sá leikur snýst við; Grindavík fær heimaleik þar sem liðið leikur í 3. deild. Því næst dró Eiríkur nafn KA úr hattinum og Sæmundur Óskarsson, formaður KA-klúbbs- ins, dró því næsta miöal Það vakti síðan mikla lukku meðal við- staddra þegar sást hvað Sæmund- ur hafði dregið: „Þór" sagði Eiríkur hátt og snjallt í beinni útsendinga á Rás 2. Síðan hélt drátturinn Úrslit á Wimbledon-mótinu í tennis á Eng- landi í gær: Undanúrslit (einliðaleik kvenna 1- Martina Navratilova, Bandar. — 3-Chris Evert, Bandar. 6:2, 5:7, 6:4. 2- Steffi Graf, V.-Þýskal. — 5-Pam Shriver, Bandaríkjunum 6:0, 6:2. Tvíliðaleikur i kvennaflokki 3- KI. Kh.-Kilsch, V.-Þýskal./Hel. Sukova, Tékkósl. — 9-Kathy Jordan/Anne Smith, Bandaríkjunum 7:6, 7:6. 6-Svetlana Parkhomenko/Larisa Savc- áfram. ÍR fékk Fram á heimavöll, Laugardalsvöll, sem reyndar er heimavöllur beggja liða, Víðirdróst á undan Þrótti en fer austur þar sem Þróttur leikur í 3. deild; sama gerðist með næsta leik: Leiftur dróst á undan Reyni en leikið verð- ur í Sandgerði. Þá voru aðeins tvö lið eftir og IBV fékk heimaleikinn gegn KR. Tvfliðaleikur f karlaflokki 7-Ken Flach/Robert Seguso, Bandar. — 1-Guy Forget/Yannick Noah, Frakklandi 7:6, 4:6, 4:6, 6:3, 6:4. 4-Stefan Edberg/Anders Jarryd, Sviþjóö — Carl Limbergerr/Mark Woodforde, Ástr- alíu 6:3, 3:6, 6:3, 6:4. 3-Andres Gomez, Ekvador/Slobodan Zivojinovic, Júgóslavíu — Darren Cahill/ Mark Kratzmann, Ástrlíu 2:6, 7:6, 6:7, 7:6, 7:5. Úrslit á Wimbledon henko, Sovétr. — 1-Martina Navratilova/ Pam Shriver, Bandar. 6:2, 6:4. Wimbledon-tennismótið: Navratilova og Graf í úrslitum í einliðaleik MARTINA Navratilova, Banda- ríkjunum og Staffl Graf, Vestur- Þýskalandi mætast í úrslitaleik Wimbledon-mótsins f einliða- leik kvenna á morgun, laugar- dag. Navratilova sigraði í gær Chris Evert og Graf lagði Pam Shriver að velli. Gömlu erkifjendurnir Navratil- ova og Evert áttust við í hörku- leik, sem var jafn og spennandi, en meiri athygli vakti þó viður- eign Graf og Shriver. Graf bókstaflega lék sér að banda- rísku stúlkunni. Sendi hana út og suður og lék hreint frábær- lega. Graf vann fyrra settið 6:0 og það síðara 6:2. Það er því Ijost að allt stefnir í skemmtilegan úrslitaleik á morgun. Graf og Navratilova mættust einmitt í úrslitaleik opna franska meist- aramótsins á dögunum og þá sigraöi Graf eftirminnilega. Hún er aðeins 18 ára að aldri og óvön að leika grasi fram að þessu, en Simamynd/reuter • Steffi Graf þrumar yfir netið gegn Shriver. hefur þó ekki látiö það á sig fá. Sagði reyndar eftir leikinn í gær að hún kynni ágætlega við sig á grasi, og reiknaði alveg eins meö því að hún ætti eftir að verða góð á grasi! Tennissérfræðingar eru örugglega sammála því. Sigri Martina Navratilova á morgun í úrslitaleiknum jafnar hún eða bætir þrjú met. í fyrsta lagi met sem Björn Borg, Svíþjóð, á — hann lék 41 leik án taps í Wimbledon-keppninni á árunum 1976-1981, en sigur hennar í gær var sá 40. í öðru lagi: vinni hún verður það í sjötta skipti í röð — en hún á reyndar metið (fimm sinnum) ásamt frönsku stúlkunni Suzanne Lenglen, og síðast en ekki síst verður það hennar áttundi sigur í einliðaleik á mótinu. Hún hefur sem sagt sjö sinnum orðið Wimbledon- meistari í einliðaleik en Helen Wills Moody varð átta sinnum meistari á sínum tíma. Báðar léku þær Navratilova og Evert sérlega vel í gær, en sú fyrrnefnda þó ívið betur og Símamynd/Reuter • Martina Navratilova í leikn- um í gær. sigraði sanngjarnt. Leikurinn var hraður og skemmtilegur, hart var barist — en stöku sinnum sást þó greinilega að þær stöllur eru miklar vinkonur. Enda sagði Navratilova eftir leikinn: „Það dregur mikið úr ánægju minni yfir að sigra að hún skyldi þurfa að tapa!" Síðan bætti hún við: „Og Chris sagði við mig á eftir: ég vona að ég hafi ekki þreytt þig of mikið fyrir úrslitaleikinn — ég meina, að segja svona...!" Þær vinkonur hafa mæst 73 sinn- um í gegnum árin og Navratilova hefur nú sigrað 39 sinnum. Hún sagði um leikinn í gær: „Ég held þetta hafi verið besti leikur sem við höfum nokkurn tíma mætst í, hann var mjög vel leikinn af beggja hálfu. Eins og áður sagði lék Steffi Graf frábærlega gegn Shrivers. Fyrra settið stóð aðeins í 18 mínútur og þótti beinlínis niður- lægjandi fyrir bandarísku stúlk- una. Uppgjafir Graf voru stórkostlegar, fastar og ná- kvæmar. Af öllum kven-tennis- leikurunum hefur Shrivers verið sú besta hvað varðar að verjast uppgjöfum en í gær náði hún ekki að sýna þá hlið sína. Graf var að vonum ánægð á eftir, en sagði að reynsla Navra- tilovu kæmi til með að skipta miklu máli í úrslitaleiknum. „Hún er ein besta tenniskona sögunn- ar — ef til vill sú besta — frábær íþróttakona," sagði Graf. Pam Shriver sagði eftir viðureignina við Graf: „Ég trúi því varla að hún sé ekki nema 18 ára — svona gífurlega sterk." Engu að síður sagðist hún frekar veðja á Navr- atilovu í úrslitaleiknum, „en þó ekki nema nokkrum þýskum mörkum!" I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.