Morgunblaðið - 03.07.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.07.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1987 33 Morgunblaðið/KGA Bílahaugur á víðavangi Afskráðum bílum fjölg- ar um nærri helming ÞAÐ SEM af er þessu ári hafa verið afskráð 3.923 ökutæki, sem er aðeins 125 færri en allt siðasta ár. Árið í fyrra voru afskráð 4.048 ökutæki. Að sögn Heiðars Viggóssonar hjá bifreiðaeftirlitinu er farið fram að þeir sem afskrá bíla geri grein fyr- ir hvað um þá verður, en hann sagði jafnframt að erfítt væri að fylgjast með því hvað um afskráða bíla yrði. Aleng skýring er að menn fari með þá á ruslahaugana, en einnig fer töluverður §öldi á partasölur. Heiðar sagði að vafalaust væri ein skýring á aukningu afskráðra bifreiða sú hve innflutningur hefði aukist, en einnig gerði bifreiðaeftir- litið meira af því en áður að afskrá illa farna tjónabfla hjá tryggingafé- lögunum. Það væri gert til að tryggja að þeir færu ekki í umferð aftur fyrr en að lokinni sérskoðun. Kaupmanna- samtökin: Reglurnar hefta sam- keppni og framboð á innfluttum vörum I ályktun frá Kaupmannasam- tökum íslands, Félagi íslenskra stórkaupmanna og Verslunar- ráði íslands varðandi grænmetis- mál segir að nýjar starfsreglur landbúnaðarráðuneytisins um grænmetismál hefti samkeppni og eðlilegt framboð á innfluttum vörum. Einnig kemur fram í ályktuninni að innlend grænmetisframleiðsla njóti nú þegar verulegrar tolla- vemdar auk fjarlægðarvemdar þannig að reglur af þessu tagi ættu að vera óþarfar. Samtökin gera það að tillögu sinni að raunverulegum grænmetis- markaði verði komið á hér á landi í líkingu við nýstofnaða fiskmark- aði. Slíkur markaður myndi, að mati samtakanna, leiða til þess að framboð og eftirspum tryggði lágt vömverð og betri nýtingu hráefnis. Lausafjárhlutfall innláns- stofnana hækkað úr 7% í 8% - Gert til að stemma stigu við aukningn útlána SEÐLABANKINN hefur ákveðið hækkun á lausafjár- hlutfalli innlánsstofnana úr 7% í 8% af ráðstöfunarfé. Er þetta gert til að stemma stigu við útlánaþenslu og efla ör- yggi bankakerfisins. Þá hefur einnig verið haf in almenn sala ríkisvíxla hjá Seðlabanka og ríkisféhirði. í frétt frá Seðlabankanum segir að peningamagn og útlán hafí að undanfömu aukist mikið, sem stafar m.a. af greiðsluhalla ríkis- sjóðs og erlendum lánum. Banka- stjóm Seðlabankans telji brýnt að spoma gegn þeirri eftirspumar- þenslu sem af þessi hlýst og í því sambandi sé nauðsynlegt að raun- vextir séu enn um sinn tiltölulega háir. Því verði að telja eðlilegar þær vaxtahækkanir banka og sparisjóða sem fram hafa komið INNLENT L \Á að undanfömu. Hækkun lausafjárhlutfallsins kemur að hálfu leyti fram í júlí- mánuði og að öllu leyti fram frá og með 1. ágúst. Jafnframt em gerðar lítilsháttar breytingar á reglum um lausafjárhlutfall í ljósi reynslunnar þá §óra mánuði sem þær hafa gilt. í frétt Seðlabankans segir að bankar og sparisjóðir hafi með fáum undantekningum, haldið lausafé sínu ofan lágmarks- ins. Sala ríkisvíxla hófst 2. júní síðastliðinn til innlánsstofnana og nam sala 830 milljónum króna og meðalstaða ríkisvíxla í júnímánuði Séra Sigurður Sigurðar son kjörinn formaður Selfossi. Á FUNDI Prestafélags íslands, sem haldinn var í Borgarnesi 22. júní, var Sigurður Sigurðarson, sóknarprestur á Selfossi, kjörinn formaður félagsins. Úr stjórn gengu þeir séra Guðmundur Þor- steinsson og séra Geir Waage en þeir hafa báðir gegnt for- mennsku í félaginu. Stjóm félagsins skipa nú séra Sigurður Sigurðarson formaður, séra Valgeir Ástráðsson varaform- aður, séra Vigfús Þór Árnason ritari, séra Jón Dalbú Hróbjartsson gjaldkeri og séra Flóki Kristinsson meðstjómandi. Geir Waage, fráfarandi formað- ur, rakti í skýrslu sinni þau áföll sem ýmsar kirkjulegar stofnanir hafa orðið fýrir undanfarið. Varaði hann við of mikilli bjartsýni um starfsaðstæður presta í náinni framtíð um leið og hann hvatti til markvissari vinnubragða á ýmsum sviðum. Nokkrar umræður spunnust um aðild félagsins að BHMR og var stjóminni falið að skipa nefnd til að gera úttekt á því máli fyrir næsta aðalfund. Á fundinum var hvatt til þess að starfsmenn ríkisins sýndu samstöðu í lífeyrismálum. Fram kom á fundinum áhugi fundarmanna um að endurskipu- leggja nokkuð starf félagsins og var í því sambandi rætt um nauð- syn þess að stjórnin hefði starfs- mann. Hingað til hafa stjómarmenn sjálfir annast alla framkvæmd fé- lagsstarfsins. — Sig. Jóns. 632 milljónum króna. Víxlamir eru seldir að frádregnum forvöxt- um sem nú eru 24% á ári sé lánstími 45-90 dagar, en 20,5% af styttri lánum. Lágmarkstími er 15 dagar. Kaupendur ákveða lánstíma innan þessa ramma og fjárhæð að lágmarki 500 þúsund krónur. Vextir nýrra víxla eru breytanlegir án fyrirvara að ákvörðun fjármálaráðuneytisins. Morgunblaðið/Siguröur Jónsson. Séra Sigurður Sigurðarson, sóknarprestur á Selfossi, form- aður Prestaféiags íslands. Fóru flikk flakk og genguá höndum einn kílómetra NOKKRAR stelpur úr fimleika- félaginu Björk fóru nýlega einn kílómetra gangandi á höndum og í flikk flakk stökkum. Afrek þetta unnu stelpurnar á Thors- plani í Hafnarfirði og var það liður í fjáröflun þeirra til utan- landsfarar. „Þær ætla að vera í æfíngabúð- um í Lúxemborg í þijár vikur í júlí og voru búnar að safna áheit- um,“ sagði þjálfarinn Hlín Ámadóttir er blaðamaður Morg- unblaðsins spurði hana um tilgang þessara fimleika á Thorsplani. Hún kvað stelpumar vera á aldr- inum frá ellefu upp í fímmtán ára og sagði að í vetur hefðu þær haft kínverskan þjálfara sem væri nú í Kína en hitti þær í Lúxem- Frá vinstri: Arnfríður, Lára Sif, Hrönn, Hlín þjálfari, Linda, Eva ÚUa og Gígja. borg. „Það þarf verulega æfíngu til að ganga svona langa vegalengd á höndum,“ sagði Hlín. Það var ekki að heyra á fim- leikameyjunum að þær væru þreyttar þegar kflómetrinn var að baki. „Þetta var svolítið erfítt," sagði ein þeirra og fleiri tóku undir það. Aðspurðar um hve lengi þær hefðu æft fímleika kváðust sumar hafa æft í fjögur ár og aðrar allt upp í tíu ár. Gengið á höndum. Morgunblaðið/Einar Falur . --------------------------------------- |-----------------1 Flikk flakk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.