Morgunblaðið - 03.07.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.07.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1987 Fjársöfnun til styrktar hjúkrunarheimili aldraðra: Á áttræðisaldri og ætlar að hjóla til Reykjavíkur ÁHUGAMANNAHÓPUR um að koma upp hjúkrunardeild við Fjórðungssjúkrahúsið mun í næstu viku afhenda deildina full- búna til reksturs. Þessu grettis- taki hefði ekki verið lyft nema með fulltingi stofnana og ein- staklinga og til að hefja enn frekari fjáröflun ætlar 71 árs gamall maður, Jón Kristinsson, sem veitt hefur áhugamanna- hópnum forstöu, að hjóla nærri 600 km leið frá Akureyri til Reykjavíkur. Jón ætlar að leggja af stað sunnudaginn 12. júlí og koma við á helstu stöðum á leiðinni og jafn- framt safna áheitum til styrktar hjúkrunardeildinni, sem kölluð hef- ur verið Sel II. Efnt var til fréttamannafundar í gær á sjúkrahúsinu vegna þessarar fyrirhuguðu fjáröflunarleiðar Jóns, en að sögn Halldórs Jónssonar, framkvæmdastjóra Fjórðungs- sjúkrahússins, datt andlitið af þeim læknum, sem sæti eiga í áhuga- mannahópnum með Jóni þegar hann kunngjörði fyrirætlan sína. Jón hefur hins vegar farið að öllu með gát og æft sig reglulega fyrir hjólreiðina miklu, en hann mun að hírindum leggja um 100 km að baki á hverjum degi og meðal annars hefur hann tvívegis hjólað til Dalvíkur. Frá Akureyri Sölukönnun íbúða á Akureyri: Flugfélag Norð- urlands kaupir Twin Otter 300 FLUGFÉLAG Norðurlands hef- ur fest kaup á nýrri tegund af Twin Otter-flugvél og átti hún að hefja áætlunarflug síðdegis í gær. Flugfélagið átti tvær Twin Otter 200-flugvélar fyrir, en hin nýja er af gerðinni Twin Otter 300 og er öllu kraftmeiri en þær eldri. Kaupverðið var 23 milljón- ir króna. Sigurður Aðalsteinsson, fram- kvæmdastjóri Flugfélags Norður- lands, sagði í samtali við Morgunblaðið að tímabært hefði verið orðið að festa kaup á nýrri vél því verkefnin hefðu verið orðin það mörg að erfítt hefði verið að sinna þeim öllum. „Það er árstíðabundið hversu mikið er að gera en yfír sumartí- mann höfum við oróió að halda vel á spöðunum til að anna verkefnum og má í því sambandi sérstaklega nefna verkefni sem okkur hafa boð- ist á Grænlandi," sagði Sigurður. „Við höfum sem betur fer ekki þurft að neita mörgum verkefnum en kaupin á þessari flugvél munu gera okkur fært að anna því sem við höfum tekið að okkur." Flugvélag Norðurlands keypti sína fyrstu Twin Otter-vél árið 1976 og bætti síðan annarri við nokkru síðar. Þær taka 19 farþega og sagði Sigurður að meiningin væri að end- umýja eldri vélamar á næstu 18 mánuðum. Flugfélag Norðurlands á nú sex flugvélar, sem sinna áætlunar- og leiguflugi og að auki á fyrirtækið tvær kennsluflugvélar. Húsnæði hefur hækkað um- fram almennar verðhækkanir stað á Akureyri. Útborgunarhlut- fall er enn lægst á Suðumesjum af þeim þremur markaðssvæðum sem reglulega birtast upplýsingar um í Markaðsfréttum Fasteigna- mats ríkisins. Tiltölulega hátt hlutfall er á yfirteknum lánum í íbúðviðskiptum á Suðumesjum. Fermetraverð á Akureyri og Suð- urnesjum hefur hækkað 5% meira en verð í Reykjavík á milli um- ræddra tímabila. Hlutfall einbýlis- húsa í sölukönnuninni var 15% í Reykjavík, 27% á Akureyri og 38% á Suðumesjum. Fjórðungssjúkrahúsið: Nokkrum deild- um lokað í sumar Fjórðungssjúkrahúsið mun loka einni deild svo til alveg í sumar vegna þess að ekki hefur tekist að fá hjúkrunarfólk á allar deildir til afleysinga. Nokkrum öðrum deildum verður einnig lokað um stuttan tíma. Að sögn Halldórs Jónssonar, fram- kvæmdastjóra sjúkrahússins, er ennþá verið að leita að starfs- fólki svo hægt verði að hafa reksturinn sem eðlilegastan. Deildin, sem lokuð verður í sum- ar, er svokölluð B-deild, en það er kvensjúkdóma- og langlegudeild. Fæðingardeildin mun hins vegar taka á móti sjúklingum, sem nauð- synlega þurfa á umönnun kvensjúk- dómadeildarinnar að halda, en 15 sjúklingum af langlegudeild verður komið fyrir á öðrum deildum á tíma- bilinu 19. júlí til 5. september. Nokkrum öðrum deildum verður lokað um tíma. Göngudeild var lok- að þann 26. júní og verður lokuð til 15. ágúst og Speglunardeild verður lokuð 26. júlí til 5. septem- ber. Ráðstafanir þessar eru gerðar í samræmi við þær horfur, sem voru í maí, um hversu margt sumar- afleysingafólk fengist, en að sögn Halldórs eru þeir ennþá að leita að fólki til að taka að sér hjúkrunar- störf og munar um hveija mann- eskju. Fjórmenningarnir á meðan á keppni stóð. Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir Hamborgarakappát á Ráðhústorgi Á góðviðrisdögum er oft efnt til margvíslegra uppákoma á Ráðhústorgi þeirra Akur- eyringa og þegar blaðamaður Morgunblaðsins átti þar Ieið um, einn sólríkan dag i síðustu viku, kepptust menn við að troða i sig hamborgurum við góðar undirtektir gesta og gangandi. Þegar betur var að gáð höfðu dagskrárgerðarmenn Hljóðbylgj- unnar fært sig út í góða veðrið með hljóðnema sína og efndu til hamborgarakappáts í samvinnu við veitingastaðinn Crown Chick- en á Akureyri. Leikurinn var í því fólginn að fengnir voru fjórir keppendur og áttu þeir að inni- byrða svo mikið sem flóra hamborgara á sem stystum tíma og máttu þeir drekka eins mikið af Pepsi eins og þeir vildu. Leikur- inn fór þannig að lokum, að einum Qórmenninganna tókst að sigra með því að borða fjóra 70 gramma hamborgara með salati og sósu á aðeins 4,28 mínútum og geri aðr- ir betur — það var sem sagt rúm mínúta á hvem hamborgara. Til nokkurs var að vinna því verð- iaunin voru 5.000 krónur. SÖLUVERÐ íbúðarhúsnæðis á Akureyri hækkaði 4-5% meira en nam almennum verðhækkun- um á einu ári, frá síðari hluta árs 1985 til síðari hluta árs 1986, samkvæmt niðurstöðum sölu- könnunar Fasteignamats ríkis- ins. Þá hefur útborgunarhlutfall hækkað lítillega og óverðtryggð lán hafa lækkað. Athyglisvert er hið lága hlutfall óverðtryggðra lána, en sá siður tíðkast á Akureyri að útgefín skuldabréf seljanda á kaup- anda eru verðtryggð á meðan slíkt er viðast óalgengt. Samskonar könnun var gerð á íbúðarverði í Keflavík og Njarðvík. Söluverð íbúðarhúsnæðis þar hækk- aði um 3% miðað við fast verðlag frá síðari helmingi árs 1985 til síðari helmings árs 1986, og er sú hækkun svipuð og átt hefur sér VÍÐA í innsveitum Eyjafjarðar er heyskapur nú kominn vel veg. Ævarr Hjartarson ráðunautur Búnaðarsambands Eyjaíjarðar sagði í samtali við Morgunblaðið að bændur fyrir innan Akureyri væru margir langt Komniren norð- ar í Eyjafirði eins og á Árskógs- strönd og i Svarfaðadal væru menn varla byijaðir að slá. Ævarr kvað heyskapinn hafa gengið vel fram að síðustu helgi en undan- famir dagar hefðu verið votviðras- amir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.