Morgunblaðið - 03.07.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.07.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1987 Sfmamynd/Nordfoto Við afhendingu afreksmerkjanna í gær. Frá vinstri: Jörgen Laursen, Iiðþjálfi, Claus T. Eriksen, lið- þjálfi, Preben A. Andersen, skipherra á Vædderen, Arne Fröge, liðþjálfi, Jan Rasmussen, liðsforingi, og Hörður Helgason, sendiherra Islands í Kaupmannahöfn. Þyrluáhöfn Vædderen sæmd afreksmerki - vegna björgnnarafreks er Suðurland fórst á jólanótt 1986 Kaupmannahöf n. í GÆR voru skipsmenn af danska eftirlitsskipinu Vædderen heiðr- aðir við hátíðlega athöfn á heimili íslensku sendiherrahjónanna, Söru og Harðar Helgasonar, á Krathusvej í Charlottenlund. For- seti íslands, Vigdís Finnbogadótt- ir, gat því miður ekki komið til Danmerkur til að afhenda heið- ursmerkin vegna stjórnmála- ástandsins heima. Athöfnin fór fram í garði sendi- herrabústaðarins í blíðskaparveðri og voru þar margir gestir, yflrmenn sjó- hersins, fulltrúar dönsku konungs- hirðarinnar og fslendingar búsettir hér í Höfn. Hörður Helgason, sendi- herra, las ávarp forseta íslands þar sem hún flytur hinum hughraustu sjómönnum þakkir íslensku þjóðar- innar fyrir afrekið ájóladaginn í fyrra og minnir á tryggð Islendinga við þá, sem hafa sýnt þeim vináttu. Þá sæmdi sendiherrann Preben A. And- ersen, skipherra, riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu og Jan Rasmus- sen, flokksstjóra, Ame Fröge, yfirlið- þjálfa, og Claus T. Eriksen og Jörgen Laursen, liðþjálfa, afreksmerki hins íslenska lýðveldis ásamt heiðursskjali þar sem segir: „Forseti íslands gjörir kunnugt að ég hef sæmt (skipveija af Vædderen) afreksmerki hins íslenska lýðveldis úr silfri fýrir frá- bæra björgun skipverja af ms. Suðurlandi þegar skipið fórst 300 sjómílur austnorðaustur af Langanesi 25. desember 1986." Preben A. Andersen, skipherra, þakkaði fyrir hönd þeirra fimmmenn- inganna hinn mikla heiður, sem forseti íslands og íslenska þjóðin hefði sýnt þeim, og kvaðst taka við hinni óvenjulegu sæmd í nafni allrar áhafnarinnar. Fögnuðu gestir vel boðskap forsetans og ræðu skipherra. Vegleg blómakarfa barst björgun- armönnunum frá ættingjum Kristins Más Harðarsonar, skipveija á Suður- landi, með blessunar-óskum og þakklæti. Voru þeir mjög hrærðir yfír þeirri hugulsemi_ og báðu fyrir innilegar kveðjur til fslands. Yfirmaður dönsku eftirlitsskip- anna, Ib R. Michelsen, og yfírhöfuðs- maður og yfírmaður flugþjónustu sjóvama, I. Bönkel Jensen, sögðust fagna mjög með skipveijunum af Vædderen á þessum hátíðisdegi. Það væri ánægjuefni þegar svo vel tækist til, flogið hefði verið langt frá skipinu við erfiðar aðstæður. Þá væri einnig gleðilegt þegar þakklæti kæmist til skila á svo eftirminnilegan hátt. Þetta væri líka í fyrsta sinni hér að öll áhöfn þyrlu væri sæmd heiðursmerkj- um. Oft gleymdust vélstjórarnir og einatt aðeins munað eftir flugstjóran- um. í dag var Kristof Glamann, pró- fessor, einnig sæmdur fálkaorðunni, en hann er formaður Carlsbergssjóðs- ins. Afhenti Hörður Helgason, sendi- herra, orðuna fyrir hönd forseta íslands. Glamann var lengi prófessor í sögu við Hafnarháskóla, en sinnir nú eingöngu formannsstöðunni við sjóðinn og er það umfangsmikið starf. Saknaði prófessor Glamann Vigdísar forseta við þetta tækifæri, eins og raunar allir viðstaddir, en forsetinn heimsótti Carlsbergssjóðinn fyrir fáum árum. Sjóðurinn var stofnaður árið 1876 og hefur styrkt fjölmarga íslendinga og íslensk málefni, en Steindór Steindórsson frá Hlöðum vann í fyrra við að safna upplýsingum um fjárveitingar úr sjóðnum til Is- lendinga og gagnsemi þeirra. Pró- fessor Kristof Glamann studdi íslendinga með ráðum og dáð í hand- ritamálinu. Stjómarmenn Carls- bergssjóðsins bera íslensk málefni mjög fyrir bijósti og veittu nú síðast fé til útgáfíi nýju dönsk-íslensku orðabókarinnar, sem út mun koma eftir þijú ár. -G.L. Ásg. Laxnessþing hefst á morgun: Laxness hefur gef ið íslandi rödd í heiminum - segir sænski fræði- maðurinn og þýðand- inn Peter Hallberg LAXNESSÞING, á vegum Félags áhugamanna um bókmenntir og bókaútgáfunnar Vaka/Helgafell, verður haldið á Hótel Esju á morg- un, laugardag, og hefst klukkan tíu fyrir hádegi. A þinginu verða flutt fjölmörg erindi um Halldór Kiljan Laxness og verk hans, auk þess sem Halla Margrét Árnadótt- ir syngur lög sem gerð hafa verið við ljóð Halldórs og hópur leikara flytur kafla úr leikritum sem hafa verið gerð eftir skáldsögum hans. Meðal þeirra sem flytja erindi um Laxness og verk hans er Svíinn Peter Hallberg, sem er íslendingum að góðu kunnur, þar sem hann hefur rannsakað verk Laxness, meira en nokkur annar. Auk fjölmargra greina hefur Hallberg skrifað tvær bækur um verk Halldórs Laxness. Heitir önnur þeirra „Vefarinn mikli,“ og fjallar um fyrstu verk nóbelsskálds- ins. Hin síðari heitir „Hús skáldsins," og ijallar um skáldsögur Laxness frá því um 1940 og fram að Brekkukot- sannál. Bókmenntaþing af þessu tagi er nýjung hér á landi og Peter Hall- berg, sem býr í Svíþjóð, en er nú á íslandi vegna þingsins, sagði í spjalli við Morgunblaðið: „Ég held að þetta þing um Halldór Laxness hafi geysi- lega mikið gildi. Það er nauðsynlegt til að menn geti gert sér grein fyrir hversu mikla þýðingu Laxness hefur haft, ekki bara sem rithöfundur, held- ur líka sem skáld og manneskja, í íslensku þjóðlífi. Hann hefur lifað með þjóð sinni, íslendingar á þessari öld hafa alist upp með honum og hann hefur kannski, eins og enginn annar, gefið íslensku þjóðinni rödd í heiminum. Auðvitað hafa fleiri haft mikla þýð- ingu, en mér fínnst Halldór alveg sérstakur. Með því að lesa bækur hans, vita menn miklu meira um ís- land og öðlast skilning á landinu og sögu þess. Það eru fáir sem hafa sameinað í bókum sínum eins mikið af íslensku eðli og íslenskum við- Morgunblaðið/Börkur Peter Hallberg horfum og hann hefur gert í gegnum árin.“ Sem fyrr segir hefst þingið á Hót- el Esju klukkan tíu og lýkur klukkan 17.30. í erindi sínu fjallar Peter Hall- berg um höfundinn Halldór Laxness og köllun hans, og veltir jafnframt fyrir sér ummælum og skrifum Hall- dórs sjálfs um skáldskap sinn. Aðrir sem flytja erindi á þinginu eru Svan- hildur Oskarsdóttir sem ræðir um eftirlætisbók sína, Ámi Siguijónsson flytur erindi sem hann nefnir „Fjör- vit, flugsýn og loftsýn. Punktar um Sölku Völku". Þá verður Sveinbjöm I. Baldvinsson með spjall undir yfír- skriftinni, „Að skrifa — eftir Lax- ness.“ Bergljót Kristjánsdóttir heldur fyrirlestur um beinfætta menn, bjúg- fætta, kiðfætta, kringilfætta og tindilfætta. Matthías Viðar Sæ- mundsson talar um skáldsöguna „Vefarann mikla frá Kasmír," Tómas R. Einarsson fjallar um eftirlætisbók sína og að lokum flytur Dagný Kristj- ánsdóttir erindi um ástina og óhugnaðinn í Gerplu. Frummælendur munu svara fyrir- spumum eftir að hvert erindi hefur verið flutt og í lok Laxness þingsins verða pallborðsumræður undir stjóm Halldórs Guðmundssonar. Þar munu fyrirlesarar sitja fyrir svörum og ræða um verk Halldórs Laxness við þinggesti. Stjómandi þingsins er Ástráður Eysteinsson. Könnun Félagsvísindastofnunar: Morgunblaðið al- gengast daglega í öllum aldurshópum NOKKUR munur er á því eftir aldurshópum hvaða blöð koma fyrir augu manna og jafnframt er munurinn mismikill eftir blöð- um. Þetta kemur fram í könnun Félagsvísindastofnunar, en áður hefur verið sagt frá helstu niður- stöðum hennar í Morgunblaðinu. Dagblöðin sem könnunin náði til voru Alþýðublaðið, Dagur, DV, Morgunblaðið, Tíminn og Þjóðvilj- inn. Spurt var hversu oft blöðin kæmu fyrir augu fólks. Alþýðublað- ið hefur mesta útbreiðslu meðal hinna eldri. Til dæmis sjá aðeins 2% þeirra yngstu (18-23 ára) blaðið ýmist daglega eða oft, en 11% fólks á aldrinum 50-59 ára. Dagur hefur meiri útbreiðslu meðal þeirra sem eru yfír þrítugu en þeirra sem yngri enij en munurinn er ekki mikill. Utbreiðsla DV er mest meðal fólks á aldrinum 18-23 ára og 40-49 ára, en 46-47% fólks í þessum ald- urshópum sjá blaðið daglega. Morgunblaðið hefur þó vinninginn í þessum aldurhópum sem öðrum. því 52% fólks 18-23 ára sjá blaðið daglega og 66% þeirra sem eru á aldrinum 40-49 ára, en það er jafn- framt fjölmennasti aldurshópurinn sem sér Morgunblaðið á degi hveij- um. Tímann ber oftar fyrir augu þeirra sem eldri eru og sama gildir um Þjóðviljann, en munurinn þar er ekki eins skýr og hjá Tímanum. Á töflum 1-6 sést nánar hvernig skiptingin er eftir aldri. Könnun þessi var gerð í tengslum við alþingiskosningamar í vor og svipuð könnun var gerð árið 1983. Hluti þeirra sem svömðu nú tók einnig þátt í fyrri könnuninni, en í þeim hópi er enginn á aldrinum 18-23 ára, því þeir höfðu ekki kosn- ingarétt árið 1983. Þegar svarend- um frá 1983 var bætt við úrtakið í ár varð þessi hópur hlutfallslega of lítill. Til að bæta úr þessu em svör þessa aldurshóps látin vega þyngra. Því er reiknaður heildar- fjöldi svarenda 1844, þó svo að byggt sé á svömm 1745 einstakl- inga. Tafla 1 Hversu oft sérðu Alþýðublaðið? Skipt eftir aldri. Hlutföll. 18-23 24-29 30-39 40-49 50-59 60-80 ára ára ára ára ára ára Daglega 1 2 3 4 9 4 Oft 1 2 2 2 2 4 Sjaldan 34 34 33 35 38 38 Aldrei 64 62 62 59 51 54 Alls 100% 100% 100% 100% 100% 100% Tafla 2 Hversu oft sérðu Dag? Skipt eftir aldri. Hlutföll. 18-23 24-29 30-39 40-49 50-59 60-80 ára ára ára ára ára ára Daglega 6 4 9 8 8 8 Oft 3 4 5 5 4 4 Sjaldan 10 12 15 14 14 15 Aldrei 81 80 71 73 74 73 Alls 100% 100% 100% 100% 100% 100% Tafla 3 Hversu oft sérðu DV? Skipt eftir aldri. Hlutföll. 18—23 24-29 30-39 40-49 50—59 60—80 ára ára ára ára ára ára Daglega 46 38 40 47 41 29 Oft 34 31 26 24 26 22 Sjaldan 18 30 31 25 27 39 Aldrei 2 1 3 4 6 10 Alls 100% 100% 100% 100% 100% 100% Tafla 4 Hversu oft sérðu Morgunblaðið? Skipt eftir aldri. Hlutföll. 18-23 24-29 30-39 40-49 50-59 60-80 ára ára ára ára ára ára Daglega 52 51 57 66 64 65 Oft 23 19 20 11 11 11 Sjaldan 21 27 19 19 18 19 Aldrei 4 3 4 4 7 5 Alls 100% 100% 100% 100% 100% 100% Tafla 5 Hversu oft sérðu Tímann? Skipt eftir aldri. Hlutföll. 18-23 24-29 30-39 40-49 50-69 60-80 ára ára ára ára ára ára Daglega 6 5 8 14 16 15 Oft 3 10 7 8 8 12 Sjaldan 44 47 42 42 46 41 Aldrei 47 38 43 36 30 32 Alls 100% 100% 100% 100% 100% 100% Tafla 6 Hversu oft sérðu Þjóðviljann? Skipt eftir aldri. Hlutföll. 18-23 24-29 30-39 40-49 50-59 60-80 ára ára ára ára ára ára Daglega 8 8 12 13 16 17 Oft 6 7 9 8 6 6 Sjaldan 36 44 37 39 37 37 Aldrei 50 41 42 40 41 40 Alls 100% 100% 100% 100% 100% 100%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.