Morgunblaðið - 03.07.1987, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 03.07.1987, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1987 53 Einkunnagjöf Morgunblaðsins: Birkir Kristinsson markvörður stigahæstur í KVÖLD hefst áttunda umferðin í 1. deildinni í knattspyrnu og verða þá tveir leikir. Eins og lesendum Morgunblaðsins mun kunnugt höfum við gefið leik- mönnum og dómurum einkunn eftir hvern leik. Við skulum líta aðeins á meðaleinkunn efstu manna að afloknum sjö um- ferðum. Rétt er að taka fram að flestir þeir sem eru í efstu saetunum hafa leikið alla leiki liös síns, en ef þeir hafa misst einhvern leik úr er fjöldi þeirra leikja sem þeir hafa leikið skráðir fyrir aftan eink- unnina. Þeir leikir þar sem menn hafa komið inná sem varamenn eru ekki taldir með þegar meðal- einkunnin er reiknuð. Það er markvörður Skaga- manna, Birkir Kristinsson, sem hefur forystuna í einkunnagjöf- inni eftir sjö umferðir. Hann hefur leikið alla leiki ÍA í deildinni og hefur meðaleinkunnina 3,43. Einkunnaspjaldið hans er: 4-3-3- 3-3-4-4. Góður árangur hjá Birki í sumar og hefur hann sjaldan eða aldrei verið betri. Pétur Pétursson hjá KR er í öðru sæti. Hann hefur hlotiö meðaleinkunnina 3,29 og eink- unnaspjaldið hans er: 1-4-4-4-4- 4-2. Pétur Ormslev er í þriðja sæti með 3,14 í meðaleinkunn. Einkunnaspjaldið hans er: 3-3-4- 3-2-2-5. Efstu menn eru annars: Birkir Kristinsson, ÍA....3,43 Pétur Pétursson, KR.......3,29 Pétur Ormslev, Fram.......3,14 GunnarOddsson, ÍBK........3,00 Ólafur Þórðarson, ÍA....3,00/6 Haraldur Ingólfsson, ÍA ....3,00/5 Þorsteinn Guðjónsson, KR ..2,86 JónGrétarJónsson, Val .....2,86 Guðni Bergssori, Val......2,86 SævarJónsson, Val ........2,86 Halldór Halldórsson, FH...2,71 Páll Ólafsson, KR.........2,71 Þorgrímur Þráinsson, Val ....2,71 Sveinbjörn Hákonarson, ÍA ..2,71 Guðm. ValurSigurðss., Þór .2,60/5 lan Flemming, FH..........2,57 Ágúst MárJónsson, KR ......2,57 Andri Marteinsson, KR.....2,57 Sigurjón Kristjánsson, Val ...2,57 Friðrik Friðriksson, Fram.2,57 Viöar Þorkelsson, Fram....2,57 Pétur Arnþórsson, Fram ...2,57 JanusGuðlaugsson, Fram ...2,57 Baldvin Guðmundsson, Þór .2,57 64 gul spjöld og 3 rauð: Eru þeir grófustu og þeir prúðustu frá IMorðurlandi? Þórsarar hafa fengið fiest spjöldin en KA og Völsungur fæst O Pótur Ormslev og . . . . . . Jón Grótar Jónsson hafa báðir fengið 5 í einkunn í sumar. Tveir með fimm TVEIR leikmenn hafa fengið 5 í einkunn hjá okkur í sumar. Jón Grétar Jónsson úr Val og Pétur Ormslev úr Fram. Jón Grétar fékk 5 í einkunn fyrir leik sinn með Val gegn ÍBK í 2. umferð þegar Valur vann 7:1. Þar lék Jón frábærlega vel, skoraði eitt mark og lagði upp nokkur til við- bótar. Pétur Ormslev fékk 5 í einkunn hjá okkur fyrir leik sinn gegn Val í sjöundu umferðinni en þar lék hann betur en nokkru sinni í sum- ar og reyndar stóð Framliðið sig mjög vel í þeim leik. Pétur var þó yfirburðarmaður í liðinu og var bókstaflega allt í öllu. NORÐANMENN virðast vera mjög misgrófir ef marka mó fjölda þeirra spjalda sem leikmenn lið- anna þriggja af Norðurlandi hafa fengið f leikjum 1. deildar f sum- ar. Þór hefur fengið flest spjöld en Völsungur og KA fæst. Alls hafa dómarar dregið gula spjaldið 64 sinnum úr vasa sínum og þrívegis hafa þeir þurft að fara f hinn vasann og ná í það rauða. Leikmenn Þórs frá Akureyri hafa oftast fengið að sjá spjöldin. Dóm- arar á leikjum þeirra hafa 11 sinnum séð ástæðu til að sýna þeim gula spjaldið og tvívegis hef- ur leikmanni verið vikið af leikvelli í sumar. Nóa Björnssyni og Hlyn Birgissyni hefur hlotnast sá vafa- sami heiður. Þórsarar hafa fengið gult spjald í hverjum einasta leik og mest hafa þeir fengið þrjú gul og eitt rautt í einum leik. Skagamenn og FH-ingar eru í næsta sæti hvað varðar fjölda spjalda. Leikmönnum þessara liða hefur níu sinnum verið sýnt gula spjaldið. Skagamenn hafa fengið spjald í hverjum leik og í tveimur leikjum hafa þeir fengið tvö spjöld. FH-ingar hafa hins vegar leikið tvo leiki án þess að fá spjald en í ein- um leik fengu þeir að líta það gula þrívegis og tvisvar hafa þeir fengið tvö spjöld. KR-ingar eru næstir. Leikmenn þeirra hafa átta sinnum fengið gult spjald og í tveimur leikjum hafa þeir sloppið við spjald, en í þremur leikjum hafa þeirfengiðtvö slík. Suðurnesjaliðin, ÍBK og Víðir, hafa bæði fengið að sjá gula spjaldið sjö sinnum. Víðismaður hefur að auki einu sinni verið vikið af leikvelli en það var Daníel Ein- arsson sem reyndi það. Þeir hafa leikið einn leik án þess að fá spjald og tvisvar hafa þeir fengið tvö spjöld í leik. Hvað nágranna þeirra varðar frá Keflavík hafa þeir leikið tvo leiki án þess aö vera spjaldað- ÞAÐ sem af er keppnistímabilinu hafa 163 leikmenn tekið þátt í leikjum 1. deildar. FH-ingar hafa notað flesta leikmenn það sem af er sumri, nítján talsins, en Þór, KR og Valur hafa notað fæsta, fimmtán hvert féiag. Liðin hafa notað svipaðan fjölda ir og einu sinni hafa þeir fengið þrjú spjöid í leik. Fimm sinnum hafa leikmenn Vals fengið að sjá það gula en þeir hafa leikið þrjá leiki án þess að fá spjald en einu sinni fengu þeir tvö spjöld í einum og sama leiknum. Prúðustu liðin virðast vera Völs- ungur og KA. Hvort lið hefur fengið gula spjaldið tvívegis og bæði hafa þau leikið fimm leiki án þess að fá spjald. Já, þeir virðast prúðii*- leikmennirnir á Norðuriandi, ef við undanskiljum Þór, og tvísýn keppni framundan hjá þeim. leikmanna eins og sést af því sem að framan segir. Þór hefur notað 19 leikmenn, Skagamenn, Keflvík- ingar og Framarar eru næstir með 17 leikmenn hvert félag, Víðir, Völsungur og KA hafa öll notað 16 leikmenn og Valur, KR og Þór hafa notað 15. • Þó svo leikmenn 1. deildar hafi fengið að líta gula spjaldið 64 sinn- um og það rauða í þrígang f sumar er ekki þar með sagt að dómararnir hafi verið eins spjaldaglaðir og þessi hér. FH hefur notað f lesta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.