Morgunblaðið - 03.07.1987, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 03.07.1987, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1987 55 Auðveldur sigur á bronsliðinu frá HM Einar varði 20 skot og ísland varð í þriðja sæti Frá Steinþóri Guðbjartssyni, blaðamanni Mc ÍSLENSKA landsliðiö í handknatt- leik er frábœrt, Bogdan er ein- stakur. Liðið sigraði heimsmeist- ara Júgóslavfu og bronslið Austur-Þýskalands frá HM og auk þess Noreg, tapaði ósann- gjarnt fyrir Sovétmönnum og hafnaði í þriðja sœti á mótinu sem lauk í Bitola í gœrkvöldi. Árangur, sem allir geta verið stoltir af. í gærkvöldi lék liðið við Austur- Þýskaland um þriðja sætið og mátti bronsliðið frá HM í Sviss iinblaðtlns, I Júgóslaviu. þakka fyrir að tapa ekki með meiri mun. Okkar strákar komu til leiks ákveðnir í að sigra, baráttan var fyrir hendi, vörnin eins og hún á að vera og Einar Þorvarðarson hreint frábær í markinu. Sóknar- leikurinn var köflóttur og var það reyndar einkennandi fyrir marga leiki á mótinu. Liðið náði mjög góðum kafla, datt niður, en náði sér aftur á strik, þegar mest lá við. Strákarnir byrjuðu með látum og eftir fimm mín. var staðan orð- in 5:0. Um miðjan fyrri hálfleik gekk ekkert upp í sókninni og Þjóð- verjarnir söxuðu á forskotið, en okkar menn réttu úr kútnum fyrir leikhlé. Seinni hálfleikur byrjaði frekar illa hjá íslandi, strákarnir skoruðu ekki mark í tíu mínútur og Þýskir náðu að jafna leikinn. En þá hristi íslenska liðið af sér slenið, spurn- ing var aðeins hve stór sigurinn yrði, það náði mest sex marka for- ystu, en slakaði á undir lokin og sigraði örugglega með þriggja marka mun. Einar Þorvarðarson lék í mark- inu allan tímann nema hvað Brynjar Kvaran reyndi að verja víta- skot, þegar leiktíminn var búinn. Einar stóð sig frábærlega, varði 20 skot, þar af mörg úr opnum færum og eitt vítakast. „Þetta gekk mun betur en gegn Spánverjunum. Stemmningin var í lagi, við vorum ákveðnir og ætluðum að sigra. Ég er að sjálfsögðu ánægður með minn hlut, en liðsheildin er sterk og vörnin var góð,“ sagði Einar í samtali við Morgunblaðið eftir leik- inn. Bogdan skipti ört inn á og kon^ breidd íslenska liðsins Þjóðverjun- um í opna skjöldu. Kristján lék loks af eðlilegri getu, Þorgils Óttar sýndi að hann er einn af bestu línu ■ mönnum heims, Alfreð var sterkur og Sigurður Sveinsson skoraði helming marka sinna með hægri! Strákarnir ætluðu að standa sig, þeir brugðust engum og tilviljun ein réð því að liðið hafnaði ekki ofar. Heppnissigur Sovémanna SOVÉTMENN voru heppnir gegn Spánverjum, fengu gef- ins víti á síðustu sekúndu leiksins, jöfnuðu og sigruðu þar með í Júgóslavíumótinu. Spánverjarnir voru mun betri, spiluðu hraðan og skemmtilegan handbolta sem kom Sovétmönnum spánskt fyrir sjónir! Staðan í hálfleik var 13:10 fyrir Sovétmenn en Spánverjar fóru á kostum í byrj- un seinni hálfleiks, skoruðu sjö mörk í röð og staðan breyttist í 17:13 þeim í vil. Sovétmenn náðu að jafna 22:22, þegar þrjár mínútur voru eftir, en Serrano kom Spáni aftur yfir. Fögnuður áhorfenda var mikill og þeir púuðu á Sov- átmenn, sem reyndu hvað þeir gátu til að jafna. Þjálfari Spánar var manna æstastur og fékk að sjá rauða spjaldið, en tíminn leið og sigur Spánar virtist í höfn. Tvær sekúndur eftir og Sarovarov fór inn úr horninu en Zuniga varði. Öllum til mikill- arfurðu dæmdu Júgóslavnesku dómararnir vítakast og Valusk- as jafnaði leikinn. Sovétmenn töpuöu ekki leik á mótinu, en gerðu jafntefli við Júgóslava og Spánverja. Liðiö er mjög gott, eins og reyndar öll landsliðin í keppninni fyrir utan það norska. Spánverjarnir leika ekki ósvipað og Júgóslavar, en eru mun ákveðnari og eiga örugg- lega eftir að standa sig vel í Seoul, en liðið hafnaöi í öðru sæti á þessu móti. Símamyndir frá Prilep iJúgóslsavíu/Júlíus Sigurjónsson • Einar Þorvardarson var frábœr í markinu í gœrkvöldi og varði 20 skot. Á myndinni reynir Dirk Schnell að skora úr opnu fœri af línunni en Einar er réttur maður á réttum stað. Á innfelldu myndinni er íslenska landsliðið, sem stóð sig frábærlega á mótinu í Júgóslavíu, sem lauk í Bitola í gærkvöldi. Hér fagna leikmenn þjálfarar og formaður HSÍ náðum áfanga, en fjarverandi eru Þorbjörn Jensson, sem komst ekki í markið á settum tíma, og Davfð Sigurðsson, stjórnarmaður HSÍ, sem var í Prilep á sama tíma að taka leik Júgóslavíu og unglingaliðs Júgóslavíu upp á myndband. „Anægður og líður mjög vel „ÉG ER mjög ánægður með þenn- an sigur og lokastöðu okkar í mótinu, mér líður mjög vel,“ sagði Bogdan landsliðsþjálfari eftir leikinn í gærkvöldi. „Við vissum að við vorum að taka þátt í sterkasta móti ársins og þess vegna hefði fimmta sæti ekki verið svo slæmt í raun. En strákarnir sýndu hvers þeir eru megnugir, yngri leikmennirnir, Karl, Júlíus, Jakob og Geir, stóðu sig mjög vel, Einar var stórkostleg- ur í markinu í þessum úrslitaleik um þriðja sætið og Kristján var Kristján! Með öðrum oröum, frá- bær liðsheild og góð barátta. Það er segin saga í svona stór- mótum að öll lið eiga einn slæman dag og þess vegna geta í raun allir sigrað alla. Við duttum niður á móti Spáni og Sovétmenn sömu- leiðis, en hinu má ekki gleyma að Páll og Atli léku ekki með gegn Sovétmönnum vegna meiðsla og slíkt getur skipt máli varðandi end- anlega röð,“ sagði Bogdan. Þorgils Óttar „VIÐ höfum sýnt aö viö getum náö árangri. Flestir leikmennirnir hafa spilað saman í 4-5 ár, liðiö er mjög samstillt og hópurinn samstæður og árangurinn á þessu móti er f einu oröi sagt frábær,“ sagöi Þorgils Óttar Mat- hiesen, fyrirliði landsliðsins, í gærkvöldi. „Þetta var mjög sterkt mót, fimm ólympíulið, og leikirnir skemmtilegir. Okkar lokatakmark er að sjálfsögðu góð staða á sjálf- um ólympíuleikunum, en til að svo megi verða, verðum við að æfa stíft og ná toppi á réttum tíma. Júgóslavíumótið var liður í undir- búningnum, við æfðum vel í júní og æfingarnar hafa skilað sér. “ Jón Hjaltalín „ÉG ER mjög hreykinn. Strákarnir hafa staðið sig frábærlega vel,“ sagöi Jón Hjaltalfn formaður HSÍ. „Við áttum þriðja sætið á mót- inu fyllilega skilið því við töpuðum mjög ósanngjarnt gegn Sovét- mönnum. Það er Ijóst að æfingarnar í sumar hafa skilað þeim árangri sem til var ætlast og jafnvel meira en það, og Bogdan hefur enn einu sinni sýnt og sannað, að hann kemur liðinu í rétt form á réttum tíma.“ Isl.-A-Þýskal. 27 : 24 5:0, 5:3, 6:3, 6:5, 7:5, 7:6, 10:6, 10:9, 11:9, 11:10, 13:10, 13:11,14:11, 14:14, 15:14, 15:15, 17:15, 17:16, 19:16, 19:17, 21:17, 21:18, 22:18, 22:19, 24:20, 26:20, 26:22, 27:22, 27:24. Mörk íslancU: Kristján Arason 7/1, Alfreð Gíslason 5/3, Þorgils Óttar Mat- hiesen 4, Július Jónasson 2, Jakob Sigurðsson 2, Sigurður Gunnarsson 2, Sigurður Sveinsson 2, Páll Ólafsson 1, Kar! Þráinsson 1, Guðmundur Guðmunds- son 1. Mörk A-Þýskalands: Pletz 6/2, Winsel- mann 5, Schnell 3, Strauch 3, Wigrin 2/1, Hauck 1, Pysall 1, Fuhrig 1, Kreuz 1 og Rothenburger 1. I kvöld TVEIR leikir veröa í 1. deildinni f knattspyrnu f kvöld. Á Akureyri mætast KA og Þór og f Garðinum Vföir og ÍA. Báðir leikirnir hefjast kl. 20.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.