Morgunblaðið - 03.07.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 03.07.1987, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1987 52 —'— • Þessi mynd gæti veriA táknræn fyrir leikmenn Víðis og FH í sumar. Þeim hefur ekki tekist að skora nema þrjú mörk í leikjum sínum til þessa og virðist stundum sem ósýnilegur veggur komi í veg fyrir að boltinn fari yfir marklínuna. 53 leikmenn hafa skorað mörkin 95 FLESTIR vilja sjá mikið af mörk- um þegar þeir fara á völlinn og í flestum leikjum sumarsins hefur ekki þurft að kvarta undan markaleysi. Ef fá mörk hafa verið skoruð hafa leikirnir engu að síður verið ágætlega leiknir og fjörugir — svona fiestir hverjir. í þeim 35 leikjum sem búnir eru hafa verið gerð 95 mörk, eða 2,71 mark að meðaltali í leik. Þessi 95 mörk hafa 53 leikmenn séð um að skora. Tveir hafa reynd- ar verið svo óheppnir að skora í eigið mark og teljast þeir að sjálf- sögðu með. Ægir Kárason frá Keflavík skoraði sjálfsmark þegar Valur vann ÍBK 7:1 í 2. umferðinni og hitt sjálfsmarkið gerði Arnar F. Jónsson úr KA þegar þeir gerðu 1:1 jafntefli við Völsung á Akureyri í 6. umferðinni. Vonandi verða þeir heppnari næst þegar þeir skora mark. Flest mörk voru gerð í 2. umferð en þá lá boltinn 17 sinnum í netinu en í næstu umferð á eftir skoruðu leikmenn aðeins 8 mörk og eru það fæst mörk í einni umferð til '’pessa. Flest mörk í einum leik voru gerð í leik Vals og ÍBK í 2. umferð en þá vann Valur 7:1. Það eru aðeins tveir leikir þar sem ekkert mark hefur verið gert og hefur Víðir verið annar aðilinn í þeim báðum. Fyrst gerðu þeir 0:0 jafntefli við FH í 3. umferð og síðan aftur gegn Völsungi í þeirri fimmtu. Það kemur ef til vill ekki á óvart að Víðir og FH skuli hafa gert Morgunblaðið/Skapti • Hörður Benónýsson í góðum höndum! Hann hefur skorað fjögur mörk fyrir Völsung í sumar; en hér eru þaö samstarfsmennirnir hjá fyrirtækinu BS-málverk á Húsavík og Völsungs-liðinu sem hampa hon- um. Frá vinstri: Skarphéðinn ívarsson, Björn Olgeirsson, Sigurður lllugason og Pétur Pétursson. (BS-málverk er málningafyrirtæki í eigu Björns Olgeirssonar og Sigurðar lllugasonar!) Aðsókn hefur aukist f rá því ífyrra EF við skoðum hversu margir áhorfendur hafa mætt á leiki sumarsins kemur f Ijós að tals- verð aukning hefur orðið á frá því í fyrra. Núna hafa 34.222 áhorfendur séð þá 35 leiki sem búnir eru og eru það 977,77 áhorfendur að meðaltali á leik. Borið saman við tölur frá síðasta keppnistímabili, allt tímabilið, sést að aukningin er talsverð. Þá komu að meðaltali 627,27 áhorfendur á leik en nú eru þeir þeir 977,77 talsins. Það eru aðeins sjö leikir í sumar þar sem áhorfendur hafa verið færri en meðaltalið var í fyrra. í 3. umferð voru þrír leikir þar sem áhorfendur voru færri. Á leik FH og Víðis mættu 285 áhorfendur, 417 sáu leik ÍBK og Þórs og á Húsavík komu 550 áhorfendur á völlinn til að sjá Skagamenn leika við Völsung. Síðan í 3. umferð hefur verið einn leikur í hverri umferð þar sem áhorfendur hafa verið færri en meðaltalið var í fyrra. í 4. umferð sáu 540 áhorfendur leik Víðis og Fram, 253 sáu leik FH og Vals í 5. umferð, 552 mættu á leik FH og Vals í þeirri sjöttu og 472 á leik Völsungs og FH í sjöundu umferð. Það komu flestir á leiki sjöttu umferðar í sumar, eða 5.807 áhorf- endur, en fæstir voru þeir á leikjum fjórðu umferðarinnar, 3.907. Flest- ir áhorfendur komu á leik Fram og Vals í síðustu umferð, 2.420 tals- ins, en á leik FH og Vals í fimmtu umferð komu aðeins 253 áhorf- endur. Fyrstu umferð sáu 4.796 áhorf- endur, 5.676 sáu næstu umferð á eftir og á þriðju umferð komu 3.939 áhorfendur. Fjórðu umferð- ina sáu 3.907, þá fimmtu 4.305, en í næstu umferð var sett met, þá komu 5.807 áhorfendur og á síðustu umferð komu 5.792. markalaust jafntefli því þessi lið hafa aðeins gert þrjú mörk hvort um sig það sem af er deildinni. Hér á eftir fer listi yfir marka- hæstu leikmenn deildarinnar: Björn Rafnsson, KR............4 HeimirGuðmundsson, ÍA.........4 Hörður Benónýsson, Völsungi ....4 Pétur Pétursson, KR...........4 Sigurjón Kristjánsson, Val....4 Óli Þór Magnússon, ÍBK.....4/1 GunnarOddsson, ÍBK............3 HalldórÁkelsson, Þór..........3 Pétur Ormslev, Fram ..........3 Tryggvi Gunnarsson, KA.........3 Jónas Róbertsson, Þór........3/2 Magni Blöndal Pétursson, Val..2 Guðni Bergsson, Val ..........2 ValurValsson, Val.............2 Hlynur Birgisson, Þór.........2 IngvarGuðmundsson, ÍBK........2 Jónas Hallgrímsson, Völsungi...2 Aðalsteinn Víglundsson, ÍA.....2 Sveinbjörn Hákonarson, ÍA.....2 Valgeir Barðason, ÍA..........2 Haraldur Ingólfsson, ÍA.......2 Morgunblaðsliðið-7. umferð i ÞRÍR níliðar að norðan eru í liðinu hjá okkur að þessu sinni, tveir Þórsarar, Jónas Róbertsson og Guðmundur Valur Sigurðsson, og einn Vöisungur, Jónas Hallgrímsson. Guðni Bergsson úr Val er nú í liði vikunnar í fimmta sinn og er hann nú jafn Pétri Péturssyni hjá KR en hann er ekki í liðinu hjá okkur i' þessari umferð. Birkir Kristinsson ÍA (3) Ormarr Örlygsson Fram (2) Jónas Róbertsson Þór (1) Janus Guðlaugsson Fram (2) Guðni Bergsson Val (5) Guðmundur Valur Sigurðsson Þór (1) Pétur Ormslev Fram (4) Heimir Guðjónsson ÍA (3) Ólafur Þórðarson ÍA (3) Jónas Hallgrímsson Völsungi (1) Halldór Áskelsson Þór (2) Eysteinn bestur? DÓMARAR í knattspyrnu eru alltaf á milli tannanna á fólki og eins og allir vita þá situr besti dómarinn f makindum . uppi í stúku og fylgist með leikn- um. Sá sem er að dæma verður hinsvegar að taka ákvörðun á sekúndubroti og þó hann sjái síðar að hann hafi ef til vill ver- Eysteinn Guðmundsson............................8-7-8 GuðmundurHaraldsson...............................8-7 Þorvarður Björnsson...............................8-6 Sveinn Sveinsson .............................8-7-8-4 Magnús Theódórsson..............................7-5-8 Bragi Bergmann.................................. 6-7 Eyjólfur Ólafsson ..............................6-6-6 Friðgeir Hallgrímsson ............................5-7 Óli Olsen..................................... 7-4-6 Kjartan Ólafsson..................................6-5 BaldurScheving...........................'.......7-3-6 Þóroddur Hjaltalín................................3-7 MagnúsJónatansson.................................5-4 Ólafur Lárusson ....................................8 Gísli Guðmundsson...................................7 ið of fljótur á sér eða ekki gert rétt er orðið of seint að breyta því. Við höfum gefið dómurum ein- kunnir fyrir frammistöðuna í öllum leikjum 1. deildar í sumar og hér á eftir fer listi yfir þá, ein- kunnir þeirra og meðaleinkunnir. 7.67 7.50 7,00 6,75 6.67 6.50 6,00 6,00 5.67 5.50 5,30 5,00 4.50 8,00 7,00 HEIMALEIKIR ÚTILEIKIR SAMTALS Leikir u J T Mörk U J T Mörfc Mörk Stifl VALUR 7 3 0 0 11 2 2 1 1 5 3 16: 5 16 KR 7 3 0 0 10 0 1 2 1 4 4 14 4 14 ÍA 7 2 0 1 7 6 2 0 2 5 5 12 11 12 FRAM 7 1 1 2 3 5 2 1 0 5 2 8 7 11 KA 7 1 1 2 3 4 2 1 0 3 1 6 5 11 ÍBK 7 1 2 0 4 2 2 0 2 10 14 14 16 11 ÞÓR 7 2 0 1 7 2 1 0 3 3 10 10: 12 9 VÖLSUNGUR 7 1 1 2 7 7 1 1 1 2 3 9 10 8 VÍÐIR 7 0 2 2 3 6 0 2 1 0 5 3: 11 4 FH 7 0 1 3 1 5 0 0 3 2 9 3 14 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.