Morgunblaðið - 03.07.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1987
45
+
Frá Cork til
Reykjavíkur
á sjö dögum
Það tók áhöfn seglskútunnar
Stella Maris aðeins sjö daga að
sigla hingað til íslands frá Cork á
Suður-írlandi. Þeir sigldu þessar
1000 sjómílur á 45 ft seglskútu sem
þeir smíðuðu sjálfir og gekk ferðin,
að sögn Michael Coleman, skipstjóra
skútunnar, mjög hratt og að mestu
leyti slysalaust.
Það tók tvo menn fjögur ár að
smíða skútuna sem er öll hin ramm-
gerðasta, úr viði og stáli.
Coleman skipstjóri sagði að þeir
hefðu siglt til Spánar í fyrra og hefðu
þeir þá reynt að koma Spánveijum í
skilning um að það hefði verið heilag-
ur Brendan sem fann Ameríku á
undan Kólumbusi. Nú væru þeir
komnir til að verja afrek heilags
Brendans fyrir íslendingum, sem eins
og kunnugt er halda því fram að
Leifur „heppni“ Eiriksson hafi verið
fyrstur. Heilagur Brendan var írskur
munkur sem ýmsir vilja meina að
hafi, ásamt reglubræðrum sínum,
siglt á skinnbátum yfir Atlantshafið
til meginlands Ameríku snemma á
sjöttu öld, fyrstur Evrópubúa.
Annars voru þeir félagar á Stellu
fyrst og fremst í skemmtiferð og jafn-
framt fýsti þá að kynnast frændum
sínum hér uppi á íslandi. Þeir komu
hingað á sunnudeginum 28.júní og
gerðu ráð fyrir að verða í eina viku.
Coleman skipstjóri sagði að þeir
hefðu eingöngu notast við segl á leið-
inni hingað og ræstu aðeins vélina
til að komasti út úr höfninni. Ferðin
gekk sem fyrr segir mjög vel fyrir
sig, nema hvað þeir komust í hann
krappan rétt utan við Vestmannaeyj-
ar. Þar skall á þá stormur og var
hvassviðrið svo mikið að skútan lagð-
ist á hliðina. En allt fór vel að lokum
og skútan komst á réttan kjöl. íram-
ir urðu að hætta við lendingu í Eyjum
að þessu sinni en komust heilu og
höldnu til Reykjavíkur.
KYNNINGARKVÖLD I
Laser tískan
Aðgangur ókeypis
til kl. 24.00.
Morgunblaðið/Bjami
Áhöfn írsku skútunnar Stella Maris í Reykjavíkurhöfn. Frá vinstri:
Michael McCarthy, Michael Coleman skipsstjóri og Fintan O’Leary.
/ Hljómsveítín Glæsír er nú mætt tíl
; Ieíks á ný og leíkur af sínni alkunnu
; snílld fyrír dansí til kl. 03.00 í nótt.
Opnað kl. 22.00
Snyrtílegur klæðnaður - Aldurstakmark 20 ára.
VEITINGAHÚSIÐ í GLÆSIBÆ SÍMI 686220
VERIÐ VELKOMIN!
SIGTl'JN
PINULÍTIÐ ROKK
PÍNULÍTILL
PÍNULÍTILL
PÍNULÍTIÐ DISCO.
SAMASEM GÓÐ STEMMING
(zOEXJR
IGÖTT
I
nHTOft-
\ie&-
p)órf(jsrf>-
OPNUNARTÍW*
iöstudaga og íaugardaga
ALDURSTAKMARK 20 ARA m {Skilríki nauðsynleg)
SNYRTILEGUR KLÆÐNAÐUR
BAR-DANS-ORIENTAL MATUR, S 10312, Laugav.116. OPIÐ ALLA DAGA- ÖLL KVOLD.
m
<£> ro ui co Gódan daginn!
Tríó Andra
Backmann
leikur létta danstónlist
frá kl. 22.00.