Morgunblaðið - 03.07.1987, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 03.07.1987, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JUU 1987 51 Furðulegur úrskurð- ur út af árekstri Þórarinn Björnsson skrifar: A vegum tryggingafélaganna eru átta, ég segi og skrifa átta, lögfræð- ingar sem úrskurða eða réttara sagt dæma í málum út af árekstrum bifreiða. Geta tryggingafélögin Þessir hringdu Ef lum leit að fíkniefnum D.G. hringdi: „Öll þessi umræða um vímuefni og neyslu þeirra undanfarið hefur vakið mig til umhugsunar. Það virðast allir vilja leggja sitt af mörkunum til að hjálpa þessum ungmennum en það er eitt sem mér fínnst ekki hafa komið nægi- lega vel fram. Þótt það sé auðvitað ágætt að hjálpa ungmennunum og reyna að koma í veg fyrir að þau ánetjist fíkniefnunum þá fyndist mér nær að leggja meiri áherslu á að reyna að koma í veg fyrir að fíkniefnin komist inn í landið. Það getur auðvitað bara gerst með skipum og flugvélum af því að við eigum engin landa- mæri að öðru landi og ætti því að vera hægt að gera gaumgæfi- lega leit í þeim við komuna til landsins. Ef þetta þykir of dýrt þætti mér koma til greina að sam- tök sjálfboðaliða eins og til dæmis Vímulaus æska hjálpuðu til. Annað mál og óskylt eru fjór- hjólin. Ég var úti á landi um daginn og sá þá fólk á nokkrum þeirra að spæna upp landið. Ég skil ekki af hvetju er leyft að flytja þessi tæki inn. Það er vitað að þeir sem eru að kaupa þau ætla að nota þau og skemma með þeim landið. Það virðast margir hafa áhyggjur af rollunni af því að hún skemmi landið en ég held að það sé mikilvægara að banna innflutning á þessum fjórhjólum." Óleyf ilegar lax- veiðar Gamall laxveiðimaður hringdi: „Mig langar að koma á fram- færi fyrirspum til veiðimálastjóra og sýslumannsins á Blönduósi. Ætla þeir að líða það lengur að megnið af þeim laxi sem dreginn er upp úr Blöndu sé kræktur? Það er brot á landslögum og verður að stöðva.“ Texta á allt sjónvarpsefni Guðrún hringdi: „Mig langar til að taka undir með þeim sem hafa verið að skrifa og biðja um að láta texta allt sjón- varpsefni. Mér finnst að heymar- lausir eigi skilyrðislaust að njóta sama réttar og þeir sem heyra. Það er sorglegt að sjá heymar- lausa ganga út þegar íslenskst efni er sýnt í sjónvarpinu, hvort sem það eru fréttir, fræðsluefni eða annað.“ Koparhúð á barnaskó Guðbjörg hringdi og vildi fá að vita hvar hægt væri að fá setta koparhúð á bamaskó. Þeir sem hafa einhveija vitneskju um það eru beðnir að hafa samband við Velvakanda. Óvíst hvenær heiti lækurinn er opinn 2963-4777 hringdi: „Ég er ein af þeim sem fer oft í heita lækinn í Nauthólsvík og veit um marga sem ferðast langar leiðir, jafnvel með strætisvögnum, til að fara í lækinn. Þess vegna þykir mér hart að það er ómögu- legt að vita hvenær það er vatn í læknum og hvenær ekki. Það er í lagi að loka læknum til dæmis á nóttunni þegar hætta er á ein- hveijum vandræðum út af honum en mér finnst að það eigi að leyfa fólki að njóta hans á daginn og um helgar. Sérstaklega þegar veðrið er eins gott og undanfarið. Ég hef reynt að tala við fólk hjá hitaveitunni um þetta en það hefur ekki gengið greiðlega. í fyrsta lagi virðist erfitt að ná í réttan aðila og þegar það hefur tekist þá er helst að heyra að þetta komi hitaveitunni ekkert við og að það eigi jafnvel að loka læknum. Það ætti varla að vera ómögu legt að setja upp símsvara sem hægt væri að hringja í óg fá upp- lýsingar um það hvort vatn sé í læknum ef ekki er hægt að hafa vatn í honum á ákveðnum tímum. engu breytt, sama að hve furðu- legri niðurstöðu þessir kumpánar komast og enginn hefur höfðað mál gegn þeim enn svo að ég viti. Eg sé mig tilneyddan til að segja frá árekstri sem sonur minn varð fyrir á aðfangadag síðustu jóla. Hann var að keyra á nýjum Skoda sem ég hafði lánað honum og yngri bróður hans þennan dag. Þeir voru að koma ofan úr Breiðholti og ætl- uðu að snúa við á næstu gatnamót- um. Það hafði verið slydda um daginn og síðan frost. Þegar þeir voru komnir rétt norður fyrir Elliða- árbrú sjá þeir að gatnamót eru framundan og við þau vegaskilti hulið snjó og klaka svo að engin leið var að sjá hvað á því stóð. Nokkru áður höfðu þeir fært sig yfir á vinstri akrein. Þegar þeir sjá umferðarskiltið gefur sonur minn stefnuljós til vinstri og dregur úr hraða til þess að fara út og skafa snjóinn og klak- ann af skiltinu en var ekki farinn að beygja. Skipti þá engum togum að ungur piltur á sendiferðabíl kom aðvífandi og keyrði aftan á bílinn minn og henti honum fleiri metra áfram og eyðilagði hann. Síðan kom unglingurinn út úr sendiferðabíln- um og spyr son minn hvort hann viti ekki að það sé bannað að taka U-beygju hér. (Hvernig átti sonur minn að sjá í gegnum snjó og klaka? Kannski geta lögfræðingar það?) Síðan vatt stráksi sér að skiltinu og krafsaði af því snjóinn áður en lögreglan kom á staðinn. Hinn furðulegi úrskurður lög- fræðinganna er að sonur minn hafi ekki mátt hægja á sér á aðalbraut, hvaðan svo sem þeir hafa það, og að hann hafí ekki mátt beygja þarna en það var hann ekki búinn að gera. Hann hafði fullan rétt til að athuga umferðarmerkið hvað svo sem átt- menningarnir segja. Þessi úrskurð- ur setur í mínum augum svartan blett á þá og hefði fermingarbarn fengið stóran mínus fyrir að gera slíka villu á prófi. Menn sem eru vel að sér í um- ferðarmálum hafa lýst furðu sinni á þessum vinnubrögðum en lög- fræðingarnir úrskurðuðu að sonur minn hefði verið í órétti að hálfu. Enginn þeirra sem ég hef sýnt skýrslur um þetta og teikningar af árekstrarstað hefur heyrt um þvílíkan úrskurð. Vita þessir lög- fræðingar ekki hver er skylda bifreiðastjóra sem ekur á eftir öðru ökutæki? Þeir ættu að læra um- ferðarlögin áður en þeir dæma aðra. Ég spyr líka hvað var sendiferðabif- reiðin að gera á vinstri akrein og á það miklum hraða að bílstjórinn gat ekki stöðvað bílinn í tæka tíð? Ég hef skömm á hveijum þeim sem fer með rangt mál þegar hann veit betur. Ég er 75% öryrki og hef ekki efni á svona skelli. Ég hef borið þetta mál undir lög- fræðing og hann sagði mér að sonur minn hefði verið í fullum rétti en réð mér frá því að höfða mál þar sem það gæti tekið eitt til tvö ár og kostað yfir eitt hundrað þúsund krónur. Auk þess sé óvíst hvað komi út úr því þegar svo margir lögfræðingar standi saman. Þetta er þokkalegt þjóðfélag sem við Is- lendingar lifum í. Að lokum sé ég mig knúinn til að segja frá símtali sem ég átti við einn af þessum áttmenningum og kom þessum skrifum af stað. Ég talaði fyrst við hann á föstudegi og var hann þá kurteisin uppmáluð og sagðist skyldu athuga málið. Þegar ég síðan náði tali af pilti aftur á mánudeginum hreytti hann því í mig að ég skyldi vera þakklát- ur fyrir að sonur minn hefði ekki verið úrskurðaður í fullum órétti. Þetta varð til þess að mér þótti nóg komið. ^ Heimilistæki^ Míele 1 annað er mála- miðlun. X! JÓHANN ÓLAFSSON & CO J k J 43 Sundaborg - 104 RaykjaviV - Simi 688588 W Sambyggðar trésmíðavélar ry«M ^Laugavegi29. Simar 24320 — 24321 — 24322 T-Xöfóar til XTL fólks í öllum starfsgreinum! NÚ GETURÐU GRILLAÐ ALLT ÁRIÐ UM KRING Meco útigrillin eru alveg einstök í sinni röð. Yfirhitinn, sem myndast með lokuðu grilli gefur matnum þennan sanna grill-keim. Þú sparar grilltíma, notar færri kol og nærð betri árangri I matargerðinni. . Að grilltíma loknum lokarðu einfaldlega fyrir loftstrauminn og slekkur þannig í kolunum, sem þú getur síðan notað við næstu grill-máltíð. Meco grillin bjóða upp á þægi- lega fylgihluti svo sem teina, borð, hitaskúffu og snúningsmótor. Maturinn er munngæti ur Meco! heimilistæki hf. Sætúni8sími691515.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.