Morgunblaðið - 03.07.1987, Blaðsíða 10
MORGUNBtAÐIÐr FÖSXUOAGUR ,3-4ÚÚ 1987
10r
Sumartónleikar í Skálholtskirkju:
Sembaltónlist einnkenn-
andi fyrir barokktímabilið
-segir Hedwig Bilgram, semballeikari frá Þýskalandi
Hedwig Bilgram, semballeikari
HINIR árlegu Sumartónleikar
í Skálholtskirkju hefjast nú um
helgina með því að Hedwig
Bilgram og Helga Ingólfsdóttir
flytja barokktónlist á sembal
og orgel. Hedwig Bilgram er
prófessor við Tónlistarháskól-
ann í M“unchen og kennir þar
bæði sembal— og orgelleik, en
Helga nam semballeik hjá
henni á sínum tíma. Hedwig
Bilgram vann tónlistarkeppni
þýsku útvarpsstöðvanna árið
1959 og síðan hefur hún komið
fram víða um heim og er, með-
al annars, kunn af samstarfi
við hinn þekkta barkktúlkanda
Karl Richter. Hún hefur einnig
unnið mikið með flautuleikar-
anum Jean—Pierre Rampal og
trompetleikaranum Maurice
André og leikið með þeim inn
á hljómplötur. Hin síðari ár
hefur hún enn fremur snúið sér
að þriðja hljóðfærinu, „Ham-
merklavier,“ sem er 18. aldar
píanó, og haldið á það fjölda
tónleika. Goethe stofnunin,
menningarstofnun Þýskalands
hefur styrkt komu Hedwig
Bilgrams hingað. Sembal er
hljóðfæri sem fremur lítið hef-
ur farið fyrir hér á íslandi og
því kjörið tækifæri að spyrja
Hedwig um sögu þess og sér-
stöðu.
„Þetta er ævagamalt hljóð-
færi,“ sagði Hedwig Bilgram."
„En þótt það sé mjög gamalt, þá
var mest samið fyrir það á árunum
1580 til 1750. Þetta hljóðfæri
virðist mjög líkt píanói, en mis-
munurinn á þeim er sá, til dæmis,
að inni í píanóinu eru litlir hamrar
sem slá á strengi þess, en inni í
sembalhljóðfærinu voru fugls-
flaðrir sem struku strengina. Nú
til dags eru hinsvegar ekki notað-
ar fuglsfjaðrir, heldur sérstakt
afbrigði af plasti."
Nú leikið þið Helga Ingólfs-
dóttir barokkverk á tónleikum
ykkar í Skálholti. Er sembalið
dæmigert barokkhljóðfæri?
„Tónsmíðar fyrir sembal eru
að miklu leyti frá barokktímanum
sem hófst um 1650. Hinsvegar
var mikið 'farið að semja fyrir það
upp úr 1580, á endurreisnartí-
manum. Flest þeirra verka eru frá
Englandi, Frakklandi, Spáni, ít-
alíu og eitthvað frá Þýskalandi,
vegna þess að í þeim löndum var
mjög sterk hefð fyrir semballeik,
sérstaklega Englandi, en þar var
endurreisnartíminn hápunktur
tónsmíða í Bretlandi. í dag eru
til tvær safnbækur með sembal-
verkum frá Englandi, „Fitz Will-
iam Virginal Book“ og „My Lady
Newell’s Book.“ í þessum tveimur
bókum eru eingöngu verk frá
endurreisnartímanum.
Svo einkennilega vill til að við
Iok endurreisnar á Englandi, lögð-
ust tónsmíðar að mestu leyti
niður. Á barokktfmanum voru þar
aðeins tvö tónskáld sem hafa haft
einhverja þýðingu. Það voru Purc-
ell og H“andel, sem var reyndar
þjóðverji, en bjö í Bretlandi. Þess-
ir tveir menn hafa skilið eftir sig
barokktónlist, en eftir þeirra tíma
var eiginlega ekki samið neitt
markvert í Bretlandi fyrr en eftir
1850.
í Þýskalandi myndaðist hins-
vegar sterk tónlistarhefð á
baroktfmanum. Einnig í Frakkl-
andi. Þó held ég að Þýskaland
hafi átt fleiri tónskáld sem skiptu
einhverju máli. En það eru ekki
bara þessi lönd sem halda uppi
heiðri barokktónlistarinnar, því
frá þessum tíma eru fleiri mjög
mikilvæg tónskáld. Ég get nefnt
Scarlatti sem dæmi. Hann var
ítalskur en bjó á Spáni þar sem
hann var kennari ísabellu prins-
essu. Hann skrifaði hvorki meira
né minna en 555 sónötur, aðallega
fyrir þessa prinsessu. Hluta af
þeim samdi hann sem æfíngar
fyrir prinsessuna. Vérk hans eru
mjög frumleg og áhugaverð, létt
og gáskafull. Ég er alveg sérstak-
lega hrifín af sónötum hans.“
Hver eru sérkenni barokktón-
listar?
„Tónlistin er samin eftir mjög
ströngum reglum. Hljómstyrkur-
inn hækkar í þrepum, en ekki í
bogum eins og píanótónlist.
Hrynjandin er mjög sérstök og fer
eftir mjög ákveðnum reglum. Það
hefur auðvitað verið samið eftir
mismunandi formum fyrir semba-
lið, eins og önnur hljóðfæri.
Konsert er þó dæmigert bar-
okkform. En barokkkonsertamir
fylgja mjög ströngum reglum. í
þeim skiptast þættirnir mjög jafnt
á milli hljómsveitar og sembals.
Til dæmis kemur fyrst þáttur fyr-
ir hljómsveit, síðan er sóló, þá
aftur hljómsveit og aftur sóló, og
svo framvegis. Síðan eru til kon-
sertar sem eru eingöngu fyrir
sembal. Þar má nefna „ítalska
konsertinn" eftir Bach. Á sembal-
inu eru tvö hljómborð, þar sem
þú hefur eitt á píanóinu. Þessi
konsert Bachs er þannig að það
sem er hugsað sem hljómsveitar-
leikur er spilað á neðra hljómborð-
ið, en einleikurinn á það efra.
Bach, sem að mínu mati er alb-
esta barokktónskáld sem uppi
hefur verið, var mikill áhugamað-
ur um konserttónlist. Hann
endurskrifaði mikið af konsertum
eftir Vivaldi,_ ýmist fyrir sembal
eða orgel. Ástæðan var sú að
hann vildi læra þær reglur sem
önnur tónskáld settu sér við
tónsmíðar.
Fuga er einnig dæmigerð tón-
list frá barokktímabilinu og enn
í dag er verið að semja fúgur.
Þó fínnst mér bestu verkin hafa
verið samin á barokktímanum.
Frá rómantíska tímabilinu eru
engin sembalverk til. Þá var sa-
mið fyrir píanó og sembalið
gleymdist hreinlega í 150—170
ár. Það var ekki fyrr en um 1920
sem aftur var farið að smíða þetta
hljóðfæri, en menn smíðuðu þá
aðeins ónákvæmar eftiríkingar af
gömlu hljóðærunum. Síðustu árin
hefur þetta breyst mikið og nú
orðið eru hljóðfærin mjög góð og
námkvæm eftirsmíð af uppruna-
legu hljóðfærunum. Hljóðfærin
sem við Helga leikum á í Skál-
holti eru alveg sérstök. Helga á
annað þeirra sjálf og Tónlistar-
skólinn í Reykjavík hitt.“
Leikið þið eingöngu barokkverk
á tónleikunu?
„Á fyrri tónleikunum leik ég
ein, verk fyrir sembal og orgel
eftir Bach, Buxtehude, Walther
og Böhm. Þeir eru alljr þjóðverjar
frá barokktimanum. Á seinni tón-
leikunum leikum við Helga saman
sembalverk, fyrst eftir Carlton og
Tomkins sem eru enskir höfundar
frá endurreisnartímanum, þá átta
pólska dansa, einnig frá endur-
reisn. Síðan konsert eftir Bach
og að lokum konsert eftir Krebs.
Krebs var þýskur og frægasti
nemandi Bachs. Tónlist hans er í
rauninni ekki barokk, heldur er
hún fremur dæmigerð fyrir rokko-
kótímabilið.
Ég hlakka mjög mikið til þess-
ara tónleika. Helga var nemandi
minn fyrir 20 árum og það er
mér alveg sérstök ánægja að fá
tækifæri til að halda tónleika með
henni."
Fyrri tónleikar Hedwig Bilgram
hefjast á laugardaginn klukkan
15.00. Seinni tónleikamir, þar
sem hún leikur með Helgu, hefj-
ast klukkan 17.00. Á sunnudag
klukkan 15.00 verða síðan seinni
tónleikar laugardagsins endur-
fluttir og klukkan 17.00 er síðan
messa og er prestur séra Guð-
mundur Oli Ólafsson í Skálholti,
en listamenn sjá um tónlistar-
flutning. Áætlunarferðir eru báða
dagana í Skálholt. Farið er klukk-
an 13.00 fráUmferðarmiðstöðinni
í Reykjavík, og til baka frá Skál-
holti klukkan 18.15.
, ssv
Grasnyljaferð Hins ís-
lenska náttúrufræðifélags
HIÐ íslenska náttúrufræðifélag
fer grasnytjaferð sunnudaginn
5. júlí. Farið verður kl. 11 frá
BSÍ að sunnanverðu. Áætlað er
að koma til baka á milli kl. 18
og 19.
Byijað verður á að fara í Grasa-
garðinn í Laugardal, en þar er
auðvelt að skoða og læra að þekkja
plontur. Síðan verður farinn Blá-
fjallahringurinn og áfram suður
með sjó til að leita fanga við
ströndina.
Hefðbundnar grasnytjar, söl,
fjallagrös, tejurtir o.fl. heyra nú
að mestu sögunni til. Þessi ferð
er ætluð til að rifja þetta upp og
bæta við tegundum sem nytja má.
og Björn Gunnlaugsson. Þetta er
í fyrsta sinn sem Hið íslenska
náttúrufræðifélag fer slíka ferð
og er ekki að efa að ferðin verður
Leiðbeinendur verða líffræðing-
arnir Eva Guðný Þorvaldsdóttir
fróðleg og skemmtileg. Allir eru
velkomnir.
(Fréttatilkynning)
Frá sumarsýningu Svarts á hvítu.
Svart á hvítu:
Sumarsýmng
1 SUMAR verður í Gallerí Svörtu
á hvitu samsýning á verkum nokk-
urra ungra myndlistarmanna. Frá
opnun gallerísins í nóvember sl.
hefur hver einkaýningin rekið
aðra en nú verður hinsvegar Iögð
rækt við að kynna sem flesta af
þeim listamönnum sem hafa verk
sín til sölu í galleríinu og vekja
athygli á þvi mikla úrvali mynda
sem hægt er að skoða i kjallara
gallerisins.
Gallerí Svart á hvítu hefur lagt
áherslu á að sýna verk ungra mynd-
listarmanna. Meðal listamanna sem
eiga verk á þessari sýningu eru:
Páll Guðmundsson, Jóhanna
Yngvadóttir, Magnús Kjartans-
son, Aðalsteinn Svanur Sigfússon,
Brynhildur Þorgeirsdóttir, Georg
Guðni, Valgarður Gunnarsson,
Grétar Reynisson, Kees Vesser,
Gunnar Örn, Pieter Holstein, Sig-
urður Guðmundsson, Jón Axel og
Hulda Hákon.
Meðan sumarsýningin stendur
yfír verður reglulega skipt um mynd-
ir.
Þetta er sölusýning og geta kaup-
endur tekið verkin með sér strax að
kaupum loknum.
Gallerí Svart á hvítu er opið
alla daga nema mánudaga kl.
14.00-18.00.