Morgunblaðið - 03.07.1987, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1987
íslensk rokktónlist
á Bandaiíkj amarkað
Hljómlatan Geyser fær meðmæli eins áhrifa-
mesta tónlistartímarits Bandaríkjanna
Hljómplötuútgefendur og
tónlistarmenn hafa jafnan litið
löngunaraugum til Bandarikja-
markaðar, enda er hann stærsti
piötumarkaður í heimi. Eitt
sem er nokkuð einkennandi
fyrir hann er að það þykir er-
fitt fyrir útgáfur utan Banda-
ríkjanna að fá þar inni og er
dreifingin oftast helsti höfuð-
verkurinn.
íslensk hljómplötufyrirtæki
hafa mörg gert tilraunir til að ná
þar fótfestu og einna lengst á því
sviði hefur hljómplötuútgáfan
Steinar hf. náð með plötur með
Mezzoforte, þó heldur hafi vantað
uppá herslumuninn. Það þóttu því
nokkur tíðindi þegar út var gefin
í Bandaríkjunum safnplata með
íslenskri rokktónlist er bæri nafn-
ið Geyser með dreifíngu um öll
Bandaríkin á vegum risafyrirtæk-
isins Capitol. Tónlistin á plötunni
er tekin upp á vegum hljómplötu-
fyrirtækisins Gramm sem síðan
gerði samning við bandaríska fyr-
irtækið Enigma um útgáfu vestra.
Síðan gerðist það fyrir skömmu
að tónlistartímaritið Billboard,
sem er eins konar málgagn hljóm-
plötuiðnaðaríns í Bandaríkjunum
og mjög áhrifamikið sem slíkt,
gat sérstaklega um plötuna og
mælti með henni. Blaðamaður
leitaði því til Ásmundar Jónsson-
ar, framkvæmdastjóra Gramms-
ins, og bað hann að segja frá
aðdraganda þessarar útgáfu.
„Segja má að þessi plata eigi
sér fímm ára aðdraganda að ég
kynntist stofnanda og eiganda
Enigma, sem þá var smáfyrir-
tæki, en hann kom hingað til lands
til að kynna sér íslenska tónlist
sem hafði fengið góða umfjöllun
í Bretlandi, meðal annars vegna
þess sem hljómsveitimar Þeyr og
Purrkur Pillnikk voru að gera og
einnig hafði hann heyrt plötuna
Northem Lights Playhouse, sem
var safnplata með framsækinni
rokktónlist þessara ára, en platan
sú var gefín út í Bretlandi. Þá
strax lýsti hann áhuga sínum á
að gefa út plötu með Þey á vegum
Enigma, en hann hafði einmitt
flutt töluvert af íslenskum plötum
inn til Bandaríkjanna á vegum
dreifíngarfyrirtækis sem hann rak
með öðmm. Síðan gerist það í
fyrra að hann kom að máli við
mig og lagði til að gefnar yrðu
út tvær plötur. Annars vegar þessi
safnplata, með hljómsveitum frá
þeim tíma að hann kom hér og
fram til ársins 1986, og síðan
plata með Þey, sem hefur lengi
verið uppáhaldshljómsveit hans.“
Nú er safnplatan komin út,
hvenær er platan með Þey
væntanleg?
„Hún er væntanleg með haust-
inu. Það er allri vinnu við hana
lokið, búið er að hanna umslag
og öll hljómbönd em komin í hend-
ur Enigma.
Nú er verið að vinna að því að
gefa einnig út plötu með Kukli,
en það er skemmra á veg komið.“
Hvað er þetta mikil útgáfa?
„Eg myndi ætla að þetta sé
upphafíð á stóm skrefí. Eina að-
fínnslan er sú að verið sé að gefa
út hljómsveitir sem ekki em ieng-
ur til. Útgáfan sem slík er þó
mjög stór og getur vart stærri
verið að mínu mati. Enigma er
eitt stærsta „independent" (fyrir-
tæki sem standa utan við stóm
útgáfufyrirtækin og temja sér
önnur vinnubrögð, innskot Á.M.)
útgáfufyrirtæki í heiminum og er
því til viðbótar með dreifingar-
samning við Capitol sem er utan
við hinn eiginlega „independent"
markað og nær yfír öll Banda-
ríkin. Yfírleitt hefur dreifíngin hjá
þessum sjálfstæðu fyrirtækjum
verið á austurströndinni og vest-
urströndinni en ekkert þar á milli
sem er ansi stórt gat. Capitol
spannar þetta allt.“
Hefur þú einhveijar spurnir
af því hve mikið verður lagt í
að kynna þessar íslensku plöt-
ur?
„Þetta fær sömu kynningu og
annað sem Enigma gefur út og
sú kynning er auðvitað marg-
þætt. Þeir vinna yfírleitt lengur
með hveija plötu en stóm fyrir-
tækin. Það er byijað á að koma
efninu í fjölmiðla og þar fram
eftir nótunum. Fyrstu viðbrögð
ráða síðan því hvað framhaldið
verður en tónlistin er góð og
stendur vel fyrir sínu. Tónlistar-
mynbönd em síðan hluti af þessu,
en þau em til, þá helst sem hlut-
ar úr kvikmyndinni Rokk í
Reykjavík og álíka."
Þú nefndir áðan þann van-
kanta að hljómsveitirnar sem
verið er að gefa út eru ekki
lengur til. Það veldur eðlilega
erfiðleikum við að fylgja plöt-
unum á eftir, en hvað með þær
hljémsveitir sem til hafa orðið
uppúr t.d. Þey og Kukli? Á
þessi útgáfa eftir að gefa þeim
einhverja möguleika?
„Það er verið að kanna það og
ekki hægt að segja neitt ákveðið
Ásmundur Jónsson
að svo komnu. Við höfum kynnt
Enigma Sykurmolana til dæmis,
en að mati Enigma er Þeyr
klassísk hljómsveit sem ekki hafi
náð eins langt á alþjóðavettvangi
og hún átti skilið."
Hveiju býst þú við af þessari
útgáfu og hvað verður mikið
gefið út til að byrja með? Gæti
salan nái þijátíu til fjörutíu
þúsund eintökum?
„Það er erfitt að segja um
hveiju má reikna með, það eru
engar sérstakar væntingar. Þetta
er fyrst og fremst kynning á því
sem hér var að gerast á tónlistar-
sviðinu og um leið mjög gott
tækifæri til að vekja áhuga á
nýrri hljómsveitum.
Við þetta má síðan bæta að
þessar plötur munu síðan verða
gefnar út í Evrópu, Kanada og
Japan. Reyndar er þegar búið að
gefa Geyser út í Evrópu. Þannig
að þetta er ekki eingöngu
bandarísk útgáfa, þetta er heims-
útgáfa. Þó er dreifíngin í Evrópu
ekki eins víðtæk og í Bandaríkjun-
um.“
Nú gat tónlistartímaritið
Billboard um plötuna fyrir
skömmu og mælti sérstaklega
með henni. Áttir þú von á
slíkum viðtökum?
„Nei ég átti ekki von á því. Þar
sem Billboard er leiðbeinandi fyrir
verslanir og dreifíngaraðila f
Bandaríkjunum, leiðbeinandi á því
hvað þeir ættu að kaupa, þá eru
þetta ótrúleg meðmæli. í hverri
viku mælir Billboard sérstaklega
með tíu til fímmtán plötum af
þeim hundruðum sem gefnar eru
út í viku hverri í Bandaríkjunum."
Heldur þú að þetta eigi ekki
eftir að hafa einhver áhrif á
sölu á plötunni?
„Eflaust bæði á sölu og líka
hefur þetta í för með sér aukna
umfjöllun gagnrýnenda og blaða
almennt."
Hefur þú einhveijar spurnir
af því hvernig platan hefur
gengið?
„Það liggur ekkert fyrir um það
enn sem komið er og verður vart
ljóst fyrren líða tekur á haustið."
Viðtal: Árni Matthíasson.
Fískeldísstöð
rís í Húsafelli
FIMM manns vinna nú við að
reisa laxeldisstöð í Húsafelli.
Framkvæmdir hófust í fyrra og
er búið að taka hluta stöðvar-
innar í notkun.
Þau sem réðust í þetta verk
heita Þorsteinn Guðmundsson,
Snorri Kristleifsson, Vilborg Pét-
ursdóttir, Bergþór Kristleifsson og
Hrefna Sigmarsdóttir. Að þeirra
sögn fóru þau fyrst og fremst út
í þetta til þess að skapa sér at-
vinnu. Ekkert þeirra er lært á
þessu sviði en Bjami Ásgeirsson
hefur veitt þeim sérfræðiaðstoð.
Þorsteinn og Snorri gerðu áður
út þungavinnuvélar og tækin
koma að góðum notum. Landið
leigja þau af Kristleifi Þorsteins-
syni, föður Bergþórs.
Síðastliðið vor byijuðu þau að
bora eftir heitu vatni i Selgili. Þar
voru áður heitar uppsprettur og
Orkustofnun staðsetti holuna.
Fyrst af öllu þurfti að leggja veg
inn allt gilið. Snorri sagði að ál-
famir hefðu verið þeim hliðhollir
og allt hefði gengið vel þrátt fyrir
hrakspár. Borholan er 400 metra
djúp og upp úr henni koma 26
lítrar á sekúndu af 76 gráðu heitu
vatni. Lögnin niður að stöðinni er
2,5 km að lengd og hana gerðu
eigendumir sjálfír. Kalda vatnið
sem stöðin þarf á að halda sprett-
ur upp undan hrauninu og rennur
í átt að stöðinni. Því er ekki þörf
á neinum dælum. Aðstæður í
Húsafelli em sem sagt allar hinar
ákjósanlegustu fyrir fískeldisstöð.
Búið er að ganga frá vatnslögn-
um og seiðaeldi er hafíð en húsið
er ekki frágengið að fullu. Byijað
var að byggja síðastliðið haust og
á eftir að steypa helminginn af
gólfínu í eldissalnum og innrétta
skrifstofu, kaffistofu, verkstæði
og rannsóknarstofu. Eldið er á
frumstigi. Að sögn Snorra voru
keypt laxahrogn í haust og þau
vom klakin út á Laxeyri. Seiðin
vom síðan sett í ker. Þau fengu
svo kviðpokaseiði í hendumar sem
sett vom í ker. Um helmingur
keijanna er kominn í gagnið og í
þeim em um 300 þúsund seiði.
Þegar seiðin em búin með kvið-
pokann þarf að fara að gefa þeim.
Á hveijum degi þarf að fóðra seið-
in, athuga hitastigið á vatninu og
hreinsa kerin. í framtíðinni er
ætlunin að klekja út hrognum á
staðnum og byggja útiker fyrir
stærri seiði. Slík uppbygging tekur
mörg ár að sögn Snorra.
Eigendur fiskeldisstöðvarinnar
talið frá vinstri: Snorri Krist-
leifsson, Hrefna Sigmarsdóttir,
Bergþór Kristleifsson og Þor-
steinn Guðmundsson. Á myndina
vantar Vilborgu Pétursdóttur.
Kostnaðurinn við laxeldisstöð-
ina í Húsafelli er ekki mikill miðað
við aðrar stöðvar vegna þess að
eigendumir hafa unnið að þessu
sjálf. Snorri giskaði á að þetta
væri ódýrasta stöðin á landinu og
kostaði uppkomin svipað og hönn-
unin á sumum stöðvum.
Þegar er búið að taka um helming keijanna í notkun.