Morgunblaðið - 03.07.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.07.1987, Blaðsíða 29
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1987 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1987 Ti.lAf. i-.mT ^ ,-r-t ^ r # t x-. .rr. ^ 29 «=*---H * Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, síml 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. Velmegnn og menning Fléstar þjóðir keppa að tveimur megin markmið- um: menningu og velmegun. í fjölbreyttu og flóknu samfélagi líðandi stundar og næstu framtíðar hvflir ásókn ein- staklinga og þjóða eftir þessum keppikeflum ekki sízt á menntun og þekkingu. Það var fyrst og fremst aukin menntun og þekking þjóðar- innar, meðal annars verk- menntun og vélvæðing í atvinnulífinu, sem margfaldaði verðmæti í þjóðarbúinu á tutt- ugustu öldinni og leystu fátæktarfjötrana af þjóðinni. Þær þjóðir heims, sem lengst hafa náð í almennri menntun, fagmenntun, vísindalegum rannsóknum og þekkingu yfir- höfuð, státa jafnframt af blómlegastri menningu og mestri almennri hagsæld. Háskóli íslands er „flagg- skip“ íslenzka fræðslukerfisins og gegnir stóru og mikilvægu hlutverki í framsókn þjóðar- innar til betrí daga, í margs konar merkingu þeirra orða. „Skilningur á mikilvægu starfi háskólans vex í þjóðfélaginu og þá einnig stuðningur við hann. Þessi aukni skilningur og stuðningur kemur fram í ýmsum myndum, bæði frá samtökum, fyrirtækjum og einstaklingum. Mikilsverður er stuðningur Reykjavíkurborg- ar, en bæði borgarstjóri og borgarstjóm hafa sýnt mikinn áhuga á að efla háskólann og samstarf við hann,“ sagði Sig- mundur Guðbjamarson, rekt- or, á háskólahátíð fyrir skemmstu, en liðið skólaár út- skrifaði háskólinn 529 kandid- ata. Rektor nefndi sérstaklega Líftæknihús, sem reist verður fyrir afmælisgjafír Reykjavík- urborgar og Rannsóknarráðs ríkisins [75 ára afmæli háskól- ans 1986], og tæknigarð, sem byggður verður í samvinnu Reykjavíkurborgar, Þróunar- félags fslands, Félags íslenzkra iðnrekenda, Tækni- þróunar hf. og Háskóla ís- lands. Verður aðstaðan í tæknigarðinum leigð út til rannsókna og þróunarstarfa, en háskólinn eignast húsnæðið á 20 ámm. „Merkasta afmælisgjöfín sam háskólinn fékk var fyrir- heit ríkisstjómarinnar um að fjórfalda fjárveitingar í Rann- sóknarsjóð háskólans úr 5. m. kr. í 20 m. kr. á næstu fjórum ámm . . . Þakka ég mennta- málaráðherra, Sverri Her- mannssyni, vasklega fram- göngu í þessu máli og ágætt samstarf," sagði rektor í hátíð- arræðu sinni. Rektor vék í ræðu sinni að helztu gagnrýnisatriðum á há- skóla á Vesturlöndum. Þeir væm ásakaðir fyrir að leggja of mikla áherzlu á þjálfun há- skólakennara og vísinda- manna, en of litla áherzlu á að þjálfa framkvæmda- og at- hafnamenn, sem þori að taka áhættu í þjóðarbúskapnum. Háskólar væm of íhaldssamir og leggi ekki næga áherzlu á að mæta framtíðarþörfum samfélagsins. Hann vék jafn- framt að helztu vandamálum skólanna: takmörkuðu fjár- magni, ónógri getu til að mæta akademískum kröfum, skammtímasjónarmiðum, sem sett væm fram á kostnað langtímamarkmiða, tilhneig- ingu til stöðnunar og of litlum stuðningi við undirstöðurann- sóknir. Þrátt fyrir gagnrýni og vandamál, sem við væri að kljást, taldi rektor ekki ástæðu til að óttast hagsmunaárekstra í háskólastarfí hér á landi, til dæmis að hagnýtar rannsóknir vaxi á kostnað undirstöðu- rannsókna, sem væm eitt af meginverkefnum háskóla. Rektor sagði orðrétt: „Við lifum í þekkingarþyrst- um heimi þar sem þekking og fæmi eru í vaxandi mæli verzl- unarvara. Við leitum fjár- stuðnings hjá stjómvöldum, sem leitast einnig við að styrkja atvinnulf og efnahag landsmanna. Það er því eðli- legt að við reynum að miðla öðmm af þeirri þekkingu sem við höfum aflað, að háskólinn stuðli að hagnýtingu þekking- ar í landinu eftir því sem kostur er. Eftir sem áður hafa háskólakennarar rannsóknar- frelsi og velja sjálfír þau viðfangsefni sem þeir glíma við.“ Sem fyrr segir em menntun og þekking þau vopn sem bezt duga íslenzkri þjóð á vegferð- inni inn í framtíðina. Meðal annars af þeim sökum á það að vera keppikefli landsmanna að efla Háskóla íslands og gera hann betur í stakk búinn til að sinna sínu mikilvæga hlutverki. Frá vinstri: James Polk frá NBC-sjónvarpinu sem stýrði umræðunum, James Atwater skólastjóri blaða- mannaskólans við Missouri-háskóla, Jim Savage ritstjóri hjá Miami Herald og Jim McGhee rannsóknar- Með bandarísk- um rannsóknar blaðamönnum Tíðindamaður Morgunblaðsins sækir ársþing samtaka bandarískra rannsóknarblaðamanna Frá Jótii Ásgeiri Sigurdssyni, fréttaritara Morgunblaðsins f Bandarilgunum „Þetta er ijóminn úr bandarískri blaðamannastétt," sagði banda- rískur kunningi minn, þegar við stóðum úti á grasflöt fyrir utan Biltmore-hótelið í Phoenix og virt- um fólkið fyrir okkur. Þama á flötinni voru saman komin nokkur hundruð blaðamanna í hanastéls- boði að loknum öðrum degi ársþings bandarískra rannsóknarblaða- manna. Ársþingið þótti með eindæmum vel heppnað og liggja ýmsar ástæð- ur til þess. Eitt kvöldið sátu fyrir svörum blaðamennimir sem ljóstr- uðu upp um ósannsögli Gary Hart og annað kvöld vitnuðu þeir skríbentar stórblaðanna sem skrifa um íran-Kontra-hneykslið. Þama töluðu bæði þrautreyndir blaða- menn og háttskrifaðir prófessorar um allt það sem mestu máli skiptir í blaðamennsku. Og aUðvitað var kjaftað um heima og geima í hléum og á kvöldin. Við vorum tveir frá Norðurlöndunum, Hans Maanson fréttastjóri Svenska Dagbladet, og undirritaður, en örfáir útlendingar sóttu þingið í Phoenix. Hættur sem steðja að blaðamönnum Hvemig sneiða blaðamenn hjá hættum í starfinu? Einn morguninn skýrðu nokkrir rannsóknarblaða- menn frá reynslu sinni og drógu ályktanir. Það datt á dúnalogn í salnum, þegar Tim Reiterman sagði frá reynslu sinni af rannsókn á of- beldi í starfi sértrúarsafnaðar Jim Jones árið 1978. Tim starfaði hjá Associated Press og hélt ásamt öðmm blaðamönnum og bandaríska þingmanninum Leo Ryan til Guy- ana að hitta Jones og söfnuðinn að máli. Guyana er eyríki í Karíbahafi norðan Suður-Ameríku. Tim Reiterman lýsti því hvemig þingmaðurinn og margir af félögum hans vom skotnir til bana á flugvell- inum, en sjálfum tókst honum að sleppa særður inn í fmmskóginn. Söfnuður Jones taldi 911 manns, sem vom myrtir eða frömdu alls- heijar sjálfsmorð í kjölfar þessara atburða. Tim sagði að menn hefðu haft misjafna vitneskju um Jones og jafnvel verið hótað ofbeldi áður en lagt var upp til Guyana. Hann ráð- lagði blaðamönnum að taka allar hótanir alvarlega, skrá þær og láta vita um þær hjá blaðinu, eða jafn- vel lögreglu ef svo ber undir. Á fundinum var blaðamönnum al- mennt ráðlagt að aðgreina sig sem best má frá stríðandi aðilum, klæð- ast ekki eins og innfæddir, bera einungis tæki viðkomandi starfínu en aldrei vopn og vera ekki á stöð- ugu flakki milli stríðsaðilanna. Aðrir blaðamenn sögðu frá reynsíu sinni af stríðsfrétta- mennsku og gáfu hollráð. Alex Drehsler sagði frá ferðum sínum um Afganistan. Hann kvað mikil- vægt að kunna slangur í málinu, hafa góðan og traustverðugan túlk og lesa sig vandlega til um menn- ingu landsins. Hann sagði frá norskum blaðamanni sem móðgaði múdsjaheddina með því að ganga þá af sér fyrsta daginn í fjalllendi. Þeir hefndu sín með því að hella úr vatnspelanum hans næsta dag, sögðu þetta hálftíma ferð og mars- éruðu síðan í sjö tíma. Það tók Norðmann þennan langan tíma að komast í takt við landsmenn. Blaðamenn myrtir í Mexíkó Tuttugu og fímm innlendir blaða- menn hafa verið myrtir í Mexíkó í stjómartíð núverandi forseta sem tók við 1982, sagði mexíkanski blaðamaðurinn Femando Cantu, einn af fáum útlendingum á þinginu í Phoenix. I landinu er ströng mið- stýring, forsetinn er kóngur, og þrískipting valdsins hjóm eitt. Þar er 100 prósent verðbólga, gengið hefur fallið gífurlega að undanfömu og almennt kaup dugir ekki fyrir lífsnauðsynjum. Blöðin eru í eigu manna sem standa í ýmsum öðrum viðskiptum að auki og hafa því fíölmargra hagsmuna að gæta, þau njóta hárra ríkisstyrkja og ríkið ræður yfir dreifíngunni. Það kveður því ekki við mikla gagnrýni í blöðum og sjónvarpið þegir af því að ella missa sjónvarpsstöðvar starfsleyfín. Rannsóknarblaðamennska fyrir- finnst ekki í Mexíkó, hún er stór- hættuleg. Mexíkanskir blaðamenn lifa við sultarlaun, fá 120 dollara eða 4.800 krónur á mánuði, og langflestir lifa því á aukagreiðslum frá þeim sem fjallað er um, öðru nafni mútum. Sumir hafa jafnvel verið drepnir fyrir að þiggja ekki mútur. Margir blaðamenn í Mexíkó ganga með byssu á sér. Eiturlyfjabransinn er stórhættu- legur, mexíkanskir blaðamenn koma ekki nálægt honum og reynd- ar ekki þeir erlendu heldur. Samt sem áður eru erlendir blaðamenn tiltölulega hólpnir í höfuðborginni. Femando ráðlagði útlendingum að tilkynna heimaritstjórn sem oftast, hvert þeir ætli og hvenær þeir komi aftur á hótelið. Sú regla gildir að mati annarra almennt um ferðalög blaðamanna í þriðja heiminum. Uppruni Samtaka rann- sóknarblaðamanna Hættumar er líka að fínna í blaðamannastarfínu í Bandaríkjun- um. Nægir að minna á mafíuna, eiturlyf, aðra glæpi, svindl og svínarí. Raunar voru það voveifleg- ir atburðir sem þjöppuðu rannsókn- arblaðamönnum saman í öflug 3.000 manna samtök. Bob Greene hjá Newsday dreif ásamt öðrum í myndun þessara samtaka fyrir tólf árum. Hann útskýrði í Phoenix hvað það var sem hrinti samtökunum af stað. Fyrir ellefu árum var Don Bol- les, blaðamaður í Phoenix, myrtur, vegna þess að hann vann að frá- sögn um glæpastarfsemi í Arizona. Þetta var fyrsta morðið á venjuleg- um blaðamanni hjá viðurkenndu blaði í Bandaríkjunum. Nýstofnuð samtök rannsóknatblaðamanna héldu fyrir tilviljun ársþing í Phoen- ix skömmu eftir morðið, og ákváðu forráðamenn þeirra að efna til ein- staks samstarfs rannsóknarblaða- manna. Það var safnað liði hvaðanæva úr Bandaríkjunum, til að taka upp þráðinn þar sem Bolles hafði horfíð frá. Tilgangurinn var ekki að fínna morðingja Don Bolles, sagði Bob Greene, heldur að láta engan ganga þess gruflandi, að morðhótanir eða morð á blaðamönnum verði til þess eins, að margefla rannsóknina. í sex mánuði unnu fímmtíu blaða- menn úr öllum landshomum að rannsókn á glæpastarfsemi í Ariz- ona. Niðurstöðumar voru birtar sem greinaflokkur í fjölmörgum blöðum víðsvegar um Bandaríkin. Og um miðjan júní síðastliðinn var aftur komið saman til ársþings í Phoenix, tíu árum síðar. Bruce Babbitt, nýhættur fylkis- stjóri Arizona sem stefnir á útnefn- ingu Demókrataflokksins til forsetaframboðs, sagði í hádegis- verðartölu á blaðamannaþinginu í Phoenix, að þetta samstarf blaða- manna úr flestum fylkjum Banda- ríkjanna hafí haft gífurleg áhrif til batnaðar í Arizona. Fréttin sem felldi Gary Hart Rannsóknarblaðamenn gengu ekki of langt í Gary Hart-málinu, sagði Jim McGhee, einn af blaða- mönnum Miami Herald, á ráðstefn- unni í Phoenix. Þvert á móti sjáum við sífellt fleiri dæmi þess, að það er ekki nærri nógu mikið gert af slíku. Það var ekki bandarískt blað sem hratt íran-Kontra-hneykslinu af stað, heldur „þessi skítasnepill í Líbanon“ eins og Reagan orðaði það. Hefðum við elt uppi heimildar- menn innan geimferðastofnunar- innar NASA, í stað þess að bukta okkur og beygja, spurði Jim McGhee, hvar væri þá Challenger- geimfeijan í dag? blaðamaður hjá sama blaði. Þegar frétt Miami Herald komst fyrst í hámæli og bent var á ýmis göt í rannsókn blaðamannanna, fannst undirrituðum þetta heldur klén og losaraleg blaðamennska. En eftir að hafa hlýtt á þá Jim Savage og Jim McGhee, sannfærð- ist ég um að þeir voru vissir í sinni sök, þegar ákveðið var að prenta fyrstu fréttina. Þeir sögðu í Phoen- ix að vissulega hefði verið álq'ósan- legt að reyna allar venjulegar aðferðir rannsóknarblaðamennsku til þrautar. Á hinn bóginn þótti ljóst hvað var á seyði þegar fylgst var með ferðum Donnu Rice, auk þess sem sjálfstæður vitnisburður lá fyr- ir og efnisatriði höfðu verið borin undir Gary og aðra viðkomandi þessu máli. Kynlíf Gary Hart skipti í sjálfu sér engu máli, sögðu þeir Miami Herald-menn. Hefði hann verið ein- hleypur og við komist á snoðir um að hann væri hommi, þá hefðum við ekkert aðhafst, því það væri engin frétt, sagði Jim Savage. Mergur málsins var sá að frambjóð- andi í eitt af valdamestu embættum heims reyndi að skapa af sér ímynd sem stóðst ekki samanburð við hátt- emi hans. Gary Hart varð uppvís að lygum og það var tilefni um- fjöllunar Miami Herald. Jim McGhee lýsti því hvemig þeir tóku viðtal við Gary Hart síðdegis á laugardag, daginn áður en fréttin birtist. Frambjóðandinn var óviðbúinn og þeir baunuðu á hann spumingum um sambandið við Donnu Rice. Það var þessi viður- eign sem sannfærði þá um að þeir hefðu réttar upplýsingar um sam- band skötuhjúanna. Jim sagði að fyrstu tíu mínútumar í viðureign af þessu tagi skiptu sköpum, sé viðmælandinn á undanhaldi sé rétt að spytja hann beint og af hörku. Ég ræddi við ýmsa félaga úr blaðamannastétt eftir þennan fund og sýndist sitt hvetjum. Sumir vom ekki sáttir við afskipti fjölmiðla af persónulegum málum af þessu tagi, öðmm þóttu vinnubrögðin forkast- anleg en þeir vom líka margir sem höfðu fulla samúð með þeim Miami Herald-mönnum. Segja má að þeir hafí í vissum skilningi verið heppn- ir, því að eftirleikurinn, fleiri hjákonur og afsögn Gary Hart, staðfesti fyrstu fréttina rækilega. Áhrif meiðyrðamála Fyrsti dagur þingsins i Phoenix var helgaður umfjöllun um meið- yrðamál. I Bandaríkjunum teljast það meiðyrði, þegar sannast að blaðamaður hafí „virt sannleikann að vettugi", skrifað af ósanngimi og gegn betri samvisku, og jafn- framt skaðað persónulegan orðstír þess sem höfðar málið. Að undanfömu hefur málsóknum gegn fjölmiðlum og blaðamönnum fjölgað verulega, og þótt sjaldnast sé um sakfellingu að ræða, hefur kostnaður vegna meiðyrðatrygg- inga aukist, vegna þess að dómstól- ar hafa stórhækkað skaðabætur. Ennfremur hefur sjálfsábyrgð meiðyrðatryggingar hækkað úr 10.000 krónum í 200.000 krónur. Bill Marimow hjá Philadelphia Inquirer og Jeff Klein lögfræðingur Los Angeles Times héldu því fram að góðir, reyndir og heiðarlegir blaðamenn séu alls ekki sakfelldir í meiðyrðamálum. Vandi blaða- manna er samt sem áður sá, að málaferli em tímafrek og þar eð sakfellingum hefur ekki fjölgað, eru þessi mál oft hrein tímasóun frá sjónarhóli blaðamannsins. í umræðutíma á Phoenix-þinginu kom fram að menn telja verulega hættu á að öll þessi málaferli skaði vinnuskilyrði fjölmiðla. Ritstjómir skirrast að taka hart á málum, heimildarmenn þagna og það fækk- ar aðsendum greinum og lesenda- bréfum. í desember síðastliðnum var 24 blaðamönnum hjá rannsókn- ardeild CNN-sjónvarpsins sagt upp störfum, og aðalástæðan þau meið- yrðamál sem höfðuð hafa verið gegn CNN sem er eitt af stóru sjón- varpsfyrirtækjunum í Bandaríkjun- um. Að læra af mistökum í pallborðsumræðum las Joel Brinkley frá New York Times upp fréttaklausu sem birtist í blaðinu í ágúst 1985 og innihélt flest það sem kom á daginn þegar uppvíst varð um íran-Kontra-hneykslið í nóvem- ber 1986. Hvemig stóð á því að þessi frétt sofnaði, spurði Joel Brin- kley. Ástæðan er sú að á þeim tíma var ríkisstjóm Ronalds Reagan óbifanleg og enginn áhugi á því að fylgja þessu eftir. Brinkley sagði að blaðamenn gætu að verulegu leyti kennt sjálfum sér um og und- ir það álit tóku blaðamenn Newsweek, Washington Post, Los Angeles Times og Wall Street Jour- nal. _ „Ég viðurkenni eins og félagar mínir hér, að við brugðumst í íran- Kontra-málinu," sagði John Walcott frá Wall Street Joumal í pallborðs- umræðum um það mál. „En við eigum ekki að velta okkur upp úr mistökunum, heldur læra af þeim. Og þá spyijum við, hvemig í ósköp- unum var hægt að halda fjölmiðlum svo lengi frá þessu máli?" Ein af ástæðunum var sú, að mati Walcotts, að hjá stjómvöldum hafði enginn maður yfírsýn, enda var öll vitneskja vísvitandi deilda- skipt. Ennfremur hefur Reagan- stjómin unnið markvisst að því að leggja hindranir í veg fyrir rann- sóknarblaðamenn. Loks hefur stjórnin spilað á samkeppni fjölmiðl- anna og matað jámenn sína á völdum upplýsingum, en svelt hina. Þetta staðfesti Richard Sandza frá Newsweek, sem sagði að þrír helstu heimildarmenn í stjómarherbúðum neituðu að tala við blað hans um íran-Kontra-málið. John Walcott áminnti blaðamenn að leiðast ekki til almennrar dóm- hörku í umfjöllun um þetta mál eða önnur. Við megum ekki láta hefni- gimi ráða skrifum okkar, sagði Walcott, og var góður rómur gerður að máli hans. Rick Atkinson frá Washington Post lýsti svipað og aðrir þeim vanda að halda athygli lesenda við íran-Kontra-málið. Því hefur blað hans öðru hveiju birt samantektir og yfírlit til að auðvelda lesendum að fylgjast með. En blaðamenn eiga ekki heldur auðvelt með að halda skipan á þeim reiðinnar býsnum af upplýsingum sem þegar liggja fyr- ir. Washington Post hefur komið upp viðamikilli tölvuskrá um allt þetta mál. Rick Atkinson kvað sam- keppni fjölmiðla til góðs og hlyti hún að stuðla að því að sannleikur- inn liti dagsins ljós. Á þinginu í Phoenix var fjallað um fjöldann allan af öðrum hliðum blaðamennsku, eins og samskipti við heimildarmenn, lögin um upp- lýsingaskyldu stjómvalda, tölvu- bankanotkun, aðferðir við sjónvarp og útvarp, og síðast en ekki síst siðfræði blaðamennsku. En frá þeim verður ekki greint að sinni. Salurinn var þéttskipaður þegar rætt var um fréttaflutning af Gary Hart. Morgunbiaðið/JÁs Aukning í flutningfum Heijólfs: Ákveðið að fjölga ferðum V estmannaeyj um. VERULEG aukning hefur orðið í flutningum Herjólfs fyrstu sex mánuði þessa árs. Um mánaða- mótin hafði Heijólfur flutt 22.733 farþega en þeir voru 20.372 sömu mánuði í fyrra. Aukningin er því 11,6%. Aukningin hefur orðið meiri á bifreiðum og vörum. Þannig flutti Heijólfur 5.034 bifreiðar fyrstu 6 mánuði ársins á móti 4.412 í fyrra, sem er 14% aukning. Vöru- flutningar hafa aukist um 18,5%, eða úr 6.171 tonni í fyrra í 7.312 tonn nú. Vegna þessara auknu flutninga hefur ferðum skipsins verið fjölg- að. Það fer sína föstu áætlunar- ferð hvem morgun úr Eyjum og frá Þorlákshöfn um hádegið og meðan sumaráætlun er í gildi, fram til 15. september, fer skipið aukaferðir síðdegis á föstudögum og sunnudögum. Þá fer Heijólfur aukaferð á fímmtudögum fram yfir Þjóðhátíð. Magnús Jónasson, fram- kvæmdastjóri Heijólfs, sagði að vegna sífellt aukinna umsvifa væri orðið knýjandi að flýta nýsmíði fyrir Heijólf, fá stærra og hraðskreiðara skip. Sagðist Magnús vænta þess að með haust- inu verði útboðsgögn tilbúin og að útboð gæti farið fram fyrir áramót. -hkj. Arnarflug: 5 ár frá upphafi millilandaflugs FIMM ár verða liðin frá því Arn- arflug hóf áætlunarflug frá íslandi til Evrópu á morgun, laugardaginn 4. júlí. Amarflug var stofnað þann 10. apríl árið 1976 af um 700 einstakl- ingum og fyrirtækjum. Frá stofnun félagsins var talið að frumskilyrði fyrir áframhaldandi flugrekstri væri að fá áætlunarleyfi til milli- landaflugs, segir í frétt frá Amar- flugi, án þess yrði ekki hægt að reka félagið með því jafnvægi og stöðugleika sem nauðsynlegur þætti í flugrekstri. í desember árið 1976 sótti Amar- flug um leyfí til áætlunarflugs frá Islandi til fímm borga í Evrópu. Borgimar voru Kaupmannahöfn, Dublin, Amsterdam, Dússeldorf og Zúrich. Sex ámm síðar eða í mars árið 1982 fékk Amarflug formlégt leyfí til áætlunarflugs til Amster- dam, Zúrich og Dússeldorf sem síðar fluttist yfír til Hamborgar að ósk Amarflugs. Fyrsta áætlunarferð félagsins milli landa varð að veruleika þann fjórða júlí 1982 til Zúrich í Sviss. Stokkseyri og Höfn í Hornafirði: Aðgerðir gegn umferð fjórhjóla Á HÖFN hefur umferð fjórhjóla verið bönnuð og á Stokkseyri hefur fjórhjólaeigendum verið úthlutað sérstöku svæði til notk- unar. Tjömeshreppur mun einnig hafa bannað notkun fjór- hjóla. Á fímmtudag í síðustu viku sam- þykkti hreppsnefnd Hafnarhrepps í Homafírði að banna umferð fjór- hjóla í bæjarlandinu og er verið að athuga með leiksvæði fyrir þessi hjól. Um 30 fjórhjól eru skráð í hreppnum og að sögn lögreglunnar á Höfn einhver fjöldi óskráðra. Nokkuð hefur borist af kvörtunum vegan fjórhjólanna; má m.a. geta þess að kindur, sem reknar höfðu verið á afréttar, flúðu af þeim sök- um ágangs fjórhjóla. Ákvörðun hefíir verið tekin af hreppsnefnd Stokkseyrarhrepps um sérstakt fjórhjólasvæði i Stokks- eyrarmýrinni. Samkvæmt upplýs- ingum Lárusar M. Bjömssonar sveitarstjóra er gert ráð fyrir því að hreppsnefndin banni umferð Qórhjóla annars staðar en á þessu svæði. Að sögn Lárusar hafa verið vandræði vegna hjólanna. Vitað væri um tvö slys og nokkuð um nattúruspjöll, t.d. á lífríki fjörunnar og vamargarðinum. Skák: Hannes og Þröstur á heimsmeist- aramót TVEIR íslendingar, þeir Hannes Hlífar Stefánsson og Þröstur Þórhallsson, verða meðal kepp- enda á heimsmeistaramóti ungl- inga í skák sem hefst á Filippseyjum um miðjan júIS. Guðmundur Sigurjónsson stór- meistari verður fararstjóri og aðstoðarmaður piltanna tveggja. Taflmennskan hefst 19. júlí og verða tefldar 13. umferðir. Mótinu lýkur síðan með verðlaunaafhend- ingu 3. ágúst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.