Morgunblaðið - 03.07.1987, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1987
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
FJórir af þessum köppum munu reyna við sœti i landsliðinu um helgina. Þeir eru, talið frá vinstri: Sigur-
björn Bárðarson á Kalsa, Guðni Jónsson á Þyrli og Atli Guðmundsson, sem verður með annan hest en
hann situr á myndinni. Lengst til hægri er svo Hinrik Bragason á Lúkasi, en til hliðar við hann er
Sveinn Jónsson, sem verður yfirdómari á heimsmeistaramótinu.
Úrtaka fyrir heimsmeistaramótið í hestaíþróttum:
Islandsmethafinn Leistur
verður meðal þátttakenda
Úrtaka fyrir Heimsmeistara-
mót í hestaíþróttum verður
haldin í dag á Viðivöllum i
Reykjavík. Fram að þessu hafa
mótin verið kölluð Evrópumót
en þar sem Kanada er nú aðili
að mótinu þykir ekki annað við
hæfi en nefna það heimsmeist-
arakeppni. Verður keppnin
haldin í Austurríki um miðjan
ágúst. Úrtakan stendur yfir í tvo
daga og fá keppendur tvær um-
ferðir í hverri keppnisgrein.
Notast er við ákveðinn lykil við
val keppnissveitar Islands en nú
sem áður verða sjö knapar og hest-
ar í sveitinni. Lykillinn er á þessa
leið: Fyrsti hestur er sá stigahæsti
úr tölti, fimmgangi, skeiði og
hlýðnikeppni. Annar er sá stiga-
hæsti úr tölti, fjórgangi, hlýðni-
keppni og víðavangshlaupi. Þriðji
hestur er sá stigahæsti úr tölti og
fimmgangi. Fjórði hestur sá stiga-
hæsti úr tölti og ijórgangi. Fimmti
hestur sá stigahæsti úr fimmgangi
og skeiði. Sjötti hestur er skeið-
hestur sem náð hefur tíma undir
24 sekúndum í úrtökunni en einnig
þarf hann að hafa náð tíma undir
23 sekúndum á kappreiðum á þessu
ári. Sjöundi hesturinn er kallaður
prósentuhestur og er hann valinn
af þeim hestum sem eftir eru og
er það sá hestur sem hæstu stiga-
hlutfalli hefur náð úr einni keppnis-
grein.
Skráningu lauk á mánudag og
eru skráðir til leiks 19 knapar með
27 hesta en h\jer knapi má vera
með 3 hesta í fýrri umferð en seinni
daginn má hver knapi aðeins vera
með 1 hest. Verða keppendur því
að meta það hver af þeirra hestum
stendur best að vígi eftir fyrri dag-
inn.
Meðal keppenda eru bestu knap-
ar landsins og mörg þekkt keppnis-
hross. Má þar nefna leist frá
Keldudal sem er tvöfaldur Islands-
methafi í skeiði og hefur hann verið
mjög sigursæll f skeiðinu allt írá
því hann byrjaði feril sinn. Af þeim
hestum sem skráðir eru til ieiks
virðast aðeins tveir þeirra eiga
möguleika á skeiðhestasætinu, en
það er auk Leists Spói sem Reynir
Aðalsteinsson keppir á. Knapi á
Leist verður Eiríkur Guðmundsson.
Einnig eru skráð til leiks fjögur
kynbótahross, tveir stóðhestar og
tvær hryssur, en heimilt er að senda
fjögur kynbótahross á mótið. Skip-
uð hefur verið þriggja manna
dómnefnd sem mun dæma þessi
fjögur hross og skipa hana Þorkell
Bjamason, Leifur Jóhannesson og
Helgi Eggertsson. Verða hrossin
að ná 7,90 í einkunn til að komast
á mótið og er þessi iágmarksein-
kunn sett af íslendingum sjálfum
því ekki þykir við hæfi annað en
senda góð hross þar uem íslending-
ar hafa afgerandi í'oiystu í ræktun
íslenskra hrossa. Keppnin hefst
klukkan níu báða ciagana og ef að
líkum lætur verður mikill taugatitr-
ingur og spenna í loftinu á Víðivöll-
um þessa tvo daga því sæti í
landsliði íslands í hestaíþróttum
hafa verið mjög eftirsótt.
fire$tone
Torfæruhjólbarðar
sem skila
þérá leiðarenda
Þessir hjólbarðar hafa verið marg-
prófaðir við erfiðustu aðstæöur og
útkoman er stórkostleg. Þeir eru
þrælsterkir og gripmiklir (torfæru-
akstri en samt þýðir og hljóðlátir á
malbiki.
Fáanlegir á mjög hagstæðu
verði.
Stærðir:
215/75 R 15
235/75 R 15
30x9.50 R 15
31x10.50 R 15
32x11.50 R 15
33x12.50 R 15
255/85 R 16
JÖFUR HF
NÝBÝLAVEGI 2
KÓPAVOGI
SÍMI 42600
Sýning frá háskólabókasafninu í Uppsölum:
Uppsala-Edda og
Silfurbiblían merk-
ustu gripirnir
SÝNING bóka, handrita og mynda frá háskólabókasafninu í Uppsöl-
um stendur nú yfir í stofu 201 í Ámagarði. Er hún helguð íslenskum
rannsóknum í Uppsölum fyrr og síðar. Á sýningunni getur að líta
marga dýrgripi, þar á meðal tvö kver úr handrit Uppsala-Eddu og
opnu úr Silfurbiblíunni. Sýningin er skipulögð af Carl-Otto von
Sydow og hitti blaðamaður Morgunblaðsins hann að máli fyrir
skömmu í Árnagarði.
Carl-Otto von Sydow er forstöðu-
maður handritadeildar háskóla-
bókasafnsins í Uppsölum. Hann
átti frumkvæðið að því að setja upp
sýninguna í tengslum við komu
sænsku konungshjónanna til ís-
lands.
Hann talar ágæta íslensku, sem
hann segist hafa byrjað að læra
1983 eftir fyrstu ferð sína til ís-
lands. „Ég byijaði á að lesa
kennslubók í íslensku eftir Ingegárd
Fries. Ég hlusta einnig á þrenns
sem síðar gaf Uppsalaháskóla biblí-
una, keypti Silfúrbiblíuna fyrir 500
ríkisdali af hollenskum bókaverði.
Hann hafði verið bókavörður
Kristínar Svíadrottningar sem hafði
fengið biblíuna er Svíar hertóku
Prag á síðasta ári þijátíu ára
stríðsins árið 1648, en þangað hafði
hún komið frá Rínarlöndum.
Á meðan við göngum um salinn
segir Carl-Otton sögu handrita og
bóka sem flest tengjast íslandi á
einhvem hátt.
*
Morjjunblaðið/Þorkell
Carl-Otto von Sydow ásamt starfsmönnum Stofnunar Arna Magnús-
sonar. Við hUð hans stendur Halla Kjartansdóttir, þá Margaret
Cormack, Magnús Hauksson og Hermann Bjarnason
konar hljóðsnældur og held ég að
það hafi hjálpað mér mikið með
framburðinn. Auk þess hef ég verið
í tímum hjá Þorsteini Haukssyni í
Uppsölum" sagði hann.
Gestum sýningarinnar gefst
kostur á að skoða nokkra af merk-
ustu gripum háskólabókasafnsins í
Uppsölum. Má þar fyrst nefna
merkasta íslenska handritið sem
varðveitt er á safninu. Þetta er
Uppsala-Edda sem er rituð um
1300 og er elsta handrit Snorra-
Eddu sem til er. Frumrit Snorra-
Eddu sem talið er ritað um 1220
er glatað.
„Það var Brynjólfur Sveinsson
Skálholtsbiskup sem átti þetta
handrit," sagði Carl-Otto. „Árið
1639 gaf hann það dönskum sagn-
fræðingi, S. H. Stephanius. Eftir
að Stephanius lést komst handritið
og allt bókasafn hans í eigu Magn-
us Gabriel De la Gardie ríkiskansl-
ara Svía. De la Gardie gaf svo
Uppsalaháskóla handritið ásamt
Silfurbiblíunni árið 1669.“
Carl-Otto hefur greinilega gam-
an af að fræða fólk um það sem
fyrir augu ber á sýningunni. Það
kom vel í ljós þegar hann kom að
Silfurbiblíunni sem talin er vera
mesti dýrgripur safnsins. í Áma-
garði er tvíblöðungur úr sjálfu
handritinu til sýnis. Silfurbiblían
dregur nafn sitt af því að hún var
skrifuð á gotnesku í upphafí 6. ald-
ar með silfurbleki á purpuralitt
bókfell. Á nokkrum stöðum var
skrifað með gullbleki, en eins og
gefur að skilja er handritið mjög
upplitað af elli.
„Biblían hefur verið ljósmynduð
með sérstakri tækni sem gerir mál-
fræðingum kleift að lesa hana. Hún
er ómetanleg öllum sem leggja
stund á germönsk málvísindi vegna
þess að hún er skrifuð á gotnesku,
móðurtungu allra germanskra
mála,“ sagði Carl-Otto.
Magnus Gabriel De la Gardie,
Hann bendir á fagurlega skreytt
austurlenskt handrit, en slík hand-
rit fóru að berast til Svíþjóðar í lok
17. aldar. Bókin ijallar um ástar-
sögu Jalal og Jamal. Höfundur
sögunnar dó um 3.520, en bókin var
skrifuð og skreytt af Ali soldáni á
fyrstu árum 16. aldar. Sagði Carl-
Otto að bókin væri einn mesti
dýrgripur háskólabókasafnsins í
Uppsölum.
Þama getur einnig að líta ljós-
prentun af svokallaðri Keisarabiblíu
frá miðri 11. öld. Nafnið hlaut hún
vegna þess að Hinrik keisari III lét
gera hana í Echtemachklaustrinu,
sem nú tilheyrir Lúxemburg. Það
vom prentarar Uppsalaháskóla sem
gáfu út biblíuna ljósprentaða á 350
ára afmæli safnsins árið 1970. Ein-
takið sem hér er sýnt var fengið
að láni hjá Landsbókasafni íslands.
Hér hefur aðeins verið stiklað á
stóm, því fjöldi annarra handrita
er á sýningunni. Auk þess er þar
úrval ljósprentaðra fuglamynda eft-
ir Olof Rudbeck yngri (1660-1740),
en hann teiknaði alla sænska fugla
sem kunnir vom á hans tíma. Ein
fmmmynd er á sýningunni og er
hún af svartspætu. Carl-Otto sagði
að hann hefði ákveðið að hafa þess-
ar myndir sýningargestum til
fróðleiks og augnayndis. Honum
fannst að án þeirra hefðu veggirnir
verið svolítið tómlegir.
Áhugi Carl-Ottos á Islandi, og
þá sérstaklega íslenskri tungu og
málvemd, leynir sér ekki. Hann var
á leiðinni norður í land og þar ætl-
ar hann að dvelja á íslenskum
sveitabæ í nokkrar vikur til þess
að ná betri tökum á íslenskunni.
„Mér finnst leiðinlegast hvað ég
uppgötvaði ísland seint," sagði
Carl-Otto. „Ég hefði gjamam viljað
kynnast því fyrr, því það er mun
auðveldara að læra mál þegar mað-
ur er ungur“.
Sýningin verður opin til loka júlí-
mánaðar.