Morgunblaðið - 03.07.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.07.1987, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1987 t Móðir okkar tengdamóðir og amma, GUÐBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR, Dalalandi 7, lóst 18. júní sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinn- ar látnu. Þökkum auðsýnda samúð. Þorgeir Halldórsson, Lára Hansdóttir, Hrafn Þorgeirsson, Halldór Þorgelrsson, Guðný Halldórsdóttir, Arndis Þorgeirsdóttir. t Faðir okkar, GUÐMUNDUR GUÐFINNSSON, fyrrverandi skipstjóri frá Keflavík, siðast til heimilis á Hrafnistu i Hafnarfirði, lést 2. júlí sl. í Borgarspítalanum. Guðný Magnea Guðmundsdóttir, Þorgerður Jóhanna Guðmundsdóttir, Guðmundur Guðmundsson. t Ástkaer eiginmaður minn, faöir, tengdafaðir og afi, EIRÍKUR ÁGÚST GUÐNASON skólastjóri, Strembugötu 14, Vestmannaeyjum, sem lést 26. júní, veröur jarðsunginn frá Landakirkju, laugardag- inn 4. júlí kl. 16.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Hjartavernd eða sjúkrahús Vestmannaeyja. Fyrir hönd annarra vandamanna, Gunnhildur Bjarnadóttir, Anna Guðný Eiríksdóttir, Egill Jónsson og barnabörn. t Móöir mín , fósturmóðir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, GUÐRÚN EIRÍKSDÓTTIR, Flateyri, verður jarðsungin frá Flateyrarkirkju á morgun, laugardaginn 4. júlí kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeir sem vildu minnast hinnar látnu eru beðnir að láta líknarstofnanir njóta þess. Guðfinna Hinriksdóttir, Grelpur Guðbjartsson, Haraldur Jónsson, Gróa Björnsdóttir, Benjamín Oddsson, Guðrún Kristjándóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Minning: Inga Nilsen Beck Fædd 31. janúar 1898 Dáin 22. júní 1987 í „nóttlausri voraldar veröld" okkar, þegar móðir náttúra skartar sínu fegursta skrúði og loftið ómar af lífsins söng, er öldruð atgervis- kona kölluð til hinztu ferðar og lögð í mjúklátan faðm íslenzkrar mold- ar. Henni höfðu erfið orðið árin síðustu, er þrek var þorrið og and- ans máttur eyddur, lífsgleðin létta og tápið trausta áttu þar ekki leng- ur sinn örugga bólstað, sem kærkominn gestur getur síðasti svefninn, komið til þreyttra og þjáðra, þegar svo er ástatt orðið. Hún átti hins vegar ófölskvaða, einlæga trú á eiiífðarlandið bjarta handan móðunnar miklu, sem mörgum hefur reynzt sem skínandi ljós á leiðarenda. Inga átti að baki farsæla ferð um lífíð, hún var hæfileikarík kona með hispurslausa framgöngu og sannarlega sópaði að henni, hrein- skilin en sanngjöm og sagði óhikað kost og löst á hveijum hlut. í einkalífi var hún mikil gæfu- manneskja, þar sem eiginmaðurinn átti sinn ómetanlega þátt, allt þar til yfir lauk. í erfiðleikum og veik- indum undangenginna ára hefur Kristinn verið óþreytandi, ýmist í heimsóknum yfír á Norðfjörð eða alúðarhollri umhyggju heima fyrir. Inga átti eftirtektarverða starfs- sögu, bæði sem húsmóðir, þar sem gestrisnin góð og veitular viðtökur einkenndu rausnarheimili með sterku svipmóti húsfreyjunnar, en einnig á öðrum vettvangi. Inga var í eðli sínu mikil félagsvera og naut samskipta við annað fólk, naut þess einnig að veita þar lið, er liðsinnis var þörf og veikindi eða aðrir erfíð- leikar gjstu frændfólk eða granna. Ung stúlka tók hún að sér vanda- samt viðfangsefni, þar sem var umsjá símstöðvar á Reyðarfírði. Síðar hleypti hún að vísu heimdrag- anum og fór til heimalands föður síns til að kynnast lífí frændþjóðar sinnar, en einnig til að sækja sér hagnýta menntun. En eftir heim- komuna veitti hún símstöðinni forstöðu um nær tvo áratugi. Inga naut þess að fást við þann starfa, þar sem mannleg samskipti voru í öndvegi, stjómunarhæfíleikar og lipurð fóru saman, og starfíð átti mæta vel við eðliskosti hennar, létta og hressa lund og hæfíleikann til að gera hlutina fljótt og vel og fumlaust. Algengt var það ekki þá, að konur væru í slíkum ábyrgðar- stöðum, en að vonum var Inga á undan sinni samtíð í því. Símaþjónusta þá við ófullkomnar aðstæður var erfítt hlutverk og ekki ævinlega þakklátt, en undravel mun hafa verið úr öllu leyst og aldr- ei kom það betur í Ijós en á umrótsárum hemámsins, þegar álag varð gífurlegt, en öllu ætíð vel til skila haldið. Þá komu sér vel farsælir fylginautar Ingu í lífinu, góðar gáfur, fæmi í fagi, atorku- semi og athyglin skörp og glöggt auga fyrir úrræðum, er vanda bar að. Hiklaust og rösklega var til verka gengið og lífsmottó hennar var að gera allt sem allra bezt og eiga verkalok sem allra fyrst. Inga nam hannyrðir í Noregi og vönduð handavinna, þar sem fegurð og fínleiki réðu voru henni ætíð afar dýrmætt viðfangsefni, þar sem kunnátta og hæfíleikar fengu til fulls að njóta sín. Mér er hún minnisstæðust sem eldri kona, hlý og einlæg en ákveð- in, skemmtileg og fróð og fylgdist vel með öllu. Margt ágætt samtal átti ég við hana, ekki sízt er hún hringdi til mín til að ræða tiltekin mál, sem við reyndum að kryfja til mergjar. Hún myndaði sér ákveðnar skoð- anir og einarðlega fylgdi hún þeim eftir, en var jafnan tilbúin að endur- meta þær í ljósi nýrra staðreynda. Inga Nilsen var fríð kona og yfír henni ákveðinn þokki, hún bar sig vel, var höfðingjadjörf og hrein- skiptin við alla. Fjarri sé það mér að rekja náið lífsferil hennar, enda myndi bæði það og mörg orð um hana sjáifa hafa verið henni lítt að skapi. En örfá ævibrot þó. Fædd var hún á Eskifírði 31. janúar 1898, elzt bama foreldra sinna. Foreldrar hennar voru hjónin Kristín ísleifsdóttir frá Tunghaga á Völlum, af austfirzku kjamakyni, og Nils Nilsen, norskur maður, sem hingað kom 1895. Hann var beykir að iðn, mun hafa lagt á margt gjörva hönd, en m.a. mun hann hafa verið umboðsmaður norskra viðskiptaaðila hér. Systkini Ingu voru Guðbjörg, Nils og fósturbróðir, er Þór hét. Öll eru þau látin. Inga ólst upp í foreldrahúsum, fyrst á Eskifírði, síðan á Seyðisfirði og þaðan fermd- t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, HALLDÓRA ÞÓRÐARDÓTTIR, sem lést á heimili sínu, Höfðabraut 3, Hvammstanga, 30. júní, verður jarðsungin frá Hvammstangakirkju laugardaginn 4. júlí kl. 11.00. Þórður Skúlason, Elfn Þormóðsdóttir, Hólmfríður Skúladóttir, Þorvaldur Böðvarsson og barnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug við andlát og útför SIGURÐAR P.TRYGGVASONAR, Lœkjargötu 3, Hvammstanga. Ásdís Pálsdóttir, Gunnar Sigurður Sigurðsson, Elsa Óskarsdóttlr, Tryggvi Sigurðsson, Steinunn Ástvaldsdóttir, Páll Sigurðsson, Halldóra ívarsdóttir, Kristinn Sigurðsson, Guðný Sigurðardóttlr og barnabörn. Lokað eftir hádegi í dag vegna jarðarfarar. Skúlason & Jónsson h/f., Bíldshöfða 18. Sigrún S. Péturs- dóttir — Minning Fædd 21. júní 1922 Dáin 31. maí 1987 Laugardaginn 6. júní sl. var jarðsungin frá Sauðárkrókskirlqu Sigrún Sigríður Pétursdóttir að við- stöddu miklu fjölmenni. Hún var fædd 21. júní 1922, dóttir hjónanna Sigríðar Sigtryggs- dóttur og Péturs Hannessonar póstmeistara. Siddý fæddist og ólst upp hér á Sauðárkróki, og hér varð hennar starfsvettvangur til hinstu stundar. Hún var mikil atorkukona, og hafði óþijótandi áhuga á félagsmálum og naut þess að leggja hönd að þar sem hún sá að barist var fyrir góð- um málefnum, og um þá hönd munaði. Snemma aðhylltist hún stefnu Sjálfstæðisflokksins, og var einn af stofnendum sjálfstæðiskvennafé- lags Sauðárkróks, þar sem hún starfaði allt meðan kraftar entust, og var um árabil í stjórn félagsins auk þess sem hún gegndi ýmsum öðrum trúnaðarstörfum fyrir sjálf- stæðisfélögin á Sauðárkróki. Siddý var baráttukona sem aldrei lagði árar í bát þó að á móti blési, og með glaðværð sinni og dugnaði hreif hún með sér þá sem næstir voru. Þannig voru erfíðleikamir yfírstignir og vandamálin leyst. Slíka félaga er gott að muna. Um leið og Siddý eru þökkuð öll hennar ágætu störf, vottum við eft- irlifandi eiginmanni, Áma Þor- bjömssyni, svo og syni þeirra hjóna Þorbimi og fjölskyldu hans, og öðr- um ástvinum Siddýjar dýpstu samúð. Sjálfstæðisfélögin á Sauðár- króki. ist hún. Þá lá leiðin á Fáskrúðsfjörð og með foreldrum sínum flutti hún til Reyðarfjarðar og þar var svo heimili hennar æ síðan. 1917 sækir Inga um starf símstöðvarstjóra, þá aðeins 19 ára og sýnir það vel, hversu þessi unga stúlka átti hvoru tveggja, eigið áræði og annarra traust, því al- gengt var það ekki á þeirri tíð, að svo ungum stúlkum væri slíkur trúnaður falinn. En ungu stúlkuna fysti að fara út á frændslóðir og til Noregs fer hún árið 1920 og er þar í þijú ár. Hún var þar vetrarlangt í Berg- ens industriskole for kvinder og minntist þeirrar dvalar með mikilli ánægju æ síðan og þar nam hún hannyrðir eins og þær gerast vand- aðastar og vandasamastar. Handavinnuáhugi hennar var enda ríkur alla tíð og hún hafði af því óblandið yndi að fást við þá iðju, því fínni og listrænni, því betra. Heimkomin til íslands aftur tekur hún fljótt við sínum fyrri starfa og stöðvarstjóri var hún allt til ársins 1943. En á þessum tíma verða straumhvörf í lífi hennar. 26. september 1931 gengur hún í hjónaband með Eyjólfí Kristni Beck og reyndist það báðum gjöf- ult gæfuspor. Kristinn er sonur þeirra miklu sæmdarhjóna Þuríðar Eyjólfsdóttur og Kristins Beck bónda á Kollaleiru, sem ég minnist ávallt með mikilli virðingu og ein- lægum hlýhug. Þau Kollaleiru- systkini hafa reynzt einkar farsælir þjóðfélagsþegnar, en auk Kristins eru nú Qórar systur á lífi. Faðir Ingu hafði á sínum tíma reist íbúðarhúsið Sunnuhvol, mikið hús á mælikvarða þess tíma og þar bjuggu ungu hjónin fyrst, en síðar keyptu þau Valhöll og bjuggu þar æ síðan. Kristinn, maður Ingu, lagði gjörva hönd á margt, iðn hans var jámsmíði, en þekktastur er hann sem bifreiðastjóri, en akstur stund- aði hann um áratugi við sérstakar vinsældir, enda einstakur öðlingur og skemmtilegur með afbrigðum, en sú farsældarsaga verður ekki frekar rakin hér. Þau hjón eignuðust eina dóttur Kristínu, húsmóður í Reykjavík, hennar maður er Sigurður Jónsson, tannlæknir. Þau eiga tvö böm, Ingu og Jón Öm. Sérlega góð kynni af þeim hjónum hafa fært mér heim sanninn um hið góða vegnanesti úr foreldrahúsum, sem Kristín fór með út í lífið. Inga átti við mikla vanheilsu að stríða síðustu árin. Hlaut m.a. slæm beinbrot og varð að dvelja langdvöl- um á sjúkrahúsum af þeim sökum. Síðustu árin var hún á Fjórðungs- sjúkrahúsinu í Neskaupstað og þar andaðist hún 22. júní sl. Með Ingu Nilsen er horfín hug- þekk kona, sem á að baki bjarta og góða sögu. Með hlýrri þökk er hún kvödd hinztu kveðju af sam- ferðafólkinu. Fjölskylda mín sendir Kristni, Kristínu og aðstandendum öðrum einlægar samúðarkveðjur. Það slær ljósum leiftrum á langa braut, sem lýsa inn á þau ódáinslönd, sem hún trúði á. Minningin kær merlar á veg okk- ar og einkum þeirra er henni voru kærastir. Blessuð sé sú minning Ingu. Helgi Seljan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.