Morgunblaðið - 03.07.1987, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1987
Fimm prósent tollur
lagður á saltf isk
ÚTFLYTJENDUR flatts saltfisks
þurfa nú að greiða 5% innflutning-
stoll á fisk sem þeir flytja til
Efnahagsbandalagsríkja.
Samkvæmt GATT-samkomulag-
inu um tollamál er ríkjum utan EB
úthlutaður 25.000 tonna tollfrjáls
innflutningskvóti á flattan saltfisk til
Efnahagsbandalagsríkjanna. Nú er
búið að fylla upp í þennan kvóta.
Magnús Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Sambands íslenskra
fiskframleiðenda, sagði í samtali við
Morgunblaðið að EB hefði ákveðið
að veita kvóta fyrir 40.000 tonn til
viðbótar en bandalagið myndi leggja
5% toll á þann fisk. Ef fyllt verður
upp í þennan kvóta verður greiddur
13% tollur á allan umframfisk.
Magnús kvaðst ekki eiga von á að
þessi tollamál yllu okkur miklum erf-
iðleikum á þessu ári. „Þetta hefur
vissa erfiðleika í för með sér en á
ekki að draga úr sölu,“ sagði hann
að lokum.
ÍSNÓ í Kelduhverfi:
Þreföldu seiðamagni sleppt
ÍSNÓ í Kelduhverfi sleppti á þessu
ári 60.000 seiðum en það er þref-
alt magn miðað við í fyrra. Þegar
er búið að framleiða 100 tonn af
eldislaxi og var hann seldur á
Bandaríkjamarkað. Verðið sem
fékkst var 10—11 Bandarílgadalir
á kflóið. í hafbeit eru þegar komn-
ir vel á annað hundrað laxar en
þeir voru tuttugu á sama tíma í
fyrra.
í stöð ÍSNÓ í Vestmannaeyjum var
sleppt 100.000 seiðum en þar er ætl-
unin að slátra 50.000 löxum í haust.
Ekki hefur enn verið ákveðið hvert
sá lax verður seldur.
ÍSNÓ hefur einnig opnað á ný
seiðaeldisstöð á Öxnavegg í Ölfusi,
þar sem á þessu ári verða framleidd
200.000 seiði sem ætlunin er að
sleppa í stöðinni í Vestmannaeyjum
næsta vor.
Skipholt 50C,
Forstjóri Rannsóknastofnunar bygg-
ingariðnaðarins:
VEÐUR
Heímild: Veðurstofa Islands
/ DAG kl. 12.00: ? ^ (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gaer)
VEÐURHORFUR í DAG, 03.07.87
YFIRLIT á hádegi i gœr: Yfir landinu er grunnt lægðardrag að
eyðast. Lægðasvæðið suður- og suövestur í hafi þokast austnorð-
austur.
SPÁ: Útlit er fyrir austan- og suðaustanátt á landinu, víðast golu
en kalda við suðurströndina. Á suðaustur- og austurlandi verður
súld eða lítilsháttar rigning en þurrt á norður- og vesturlandi. Hiti
á bilinu 7 til 10 stig á suöaustur- og austurlandi og á annesjum
fyrir norðan en annars 10 til 15 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
LAUGARDAGUR: Austanátt og fremur hlýtt í veðri. Rigning um
sunnan- og austanvert landið en víðast þurrt á norður- og vestur-
landi.
SUNNUDAGUR: Hæg breytileg átt og fremur hlýtt áfram. Skúrir
um sunnanvert landið en víða þurrt fyrir norðan.
Q
N: / Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- 10 Hitastig:
10 gráður á Cels
stefnu og fjaðrirnar • V Skúrir
Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig. * V Él
Léttskýjað / / / / / / / Rigning = Þoka
/ / / — Þokumóða
Hálfskýjað * / * 5 5 5 Súld
Skýjað / * / * Slydda / * / oo Mistur
* * * -r Skafrenningur
Alskýjað * * * * Snjókoma * * * K Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 ígær að ísl. tíma hltl veéur Akureyri 11 alskýjað Revkiavík 12 skýjað
Bergen 11 alskýjað
Helsinki 18 lóttskýjað
Jan Mayen 6 skýjað
Kaupmannah. 19 léttskýjað
Narssarssuaq 1* skýjað
Nuuk 8 rígning
Osló 20 úrkomafgr.
Stokkhólmur 20 léttskýjað
Þórshöfn 12 skýjað
Algarve 29 hálfskýjað
Amsterdam 18 skýjað
Aþena 29 heiðskfrt
Barcelona 28 léttskýjað
Berlín 22 skýjað
Chicago 18 alskýjað
Feneyjar 32 þokumóða
Frankfurt 23 skýjað
Glaskow 16 skýjað
Hamborg 19 léttskýjað
Las Palmas 26 léttskýjað
London 20 skýjað
Los Angeles 17 alskýjað
Lúxemborg 21 hálfskýjað
Madrfd 32 hálfskýjað
Maiaga 26 skýjað
Mallorca 29 léttskýjað
Mlami 26 skýjað
Montreal 18 alskýjað
NewYork 20 rigning
Parfs 22 skýjað
Róm 18 léttskýjað
Vín 24 skýjað
Washington 24 þokumóða
Winnipeg 15 alskýjað
Skipholt 50c
stenst allar kröfur
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi frá Hákoni Ólafs-
syni, forstjóra Rannsóknastofn-
unar byggingariðnaðarins:
„Vegna umræðna sem orðið hafa
nýlega um skýrslu Rannsóknastofn-
unar byggingariðnaðarins um
ástand þolhönnunar bygginga vill
undirritaður taka eftirfarandi fram:
Ein af byggingum þeim sem til
umræðu voru var nýbygging í Skip-
holti 50c. Ég hef rætt við hönnuði
byggingarinnar, yfirfarið burðar-
þolsteikningar af húsinu svo og
kannað húsið sjálft og vil að því
loknu lýsa því yfir að það er vandað
og stenst fyllilega kröfur sem gerð-
ar eru um burðarþol og jarðskjálfta-
þol af byggingaryfírvöldum.
Jafnframt harma ég þá óréttmætu
gagnrýni sem hönnuðir hússins
hafa orðið fyrir.“
Vestmannaeyiar:
Fiskverð hefur hækkað
um 13-14% frá áramótum
V estmannaeyj um.
EKKI hafa orðið stórvægilegar breytingar á fiskverði í Vestmanna-
eyjum frá því fiskverð var gefið frjálst um miðjan síðasta mánuð.
Fiskkaupendur í Eyjum höfðu þegar um síðustu áramót byijað að
greiða 10% hærra verð, en gildandi verðlagsráðsverð, fyrir allan
fisk sem fór í 1. flokk. Almennt er talið að fiskverð í Eyjum sé nú
13—14% hærra að meðaltali en var um síðustu áramót.
Helstu breytingar frá því að fisk-
verð var gefíð fijálst eru þær, að
nú er greitt hærra verð fyrir stóran
þorsk, 5 kg. og yfir, og einnig hef-
ur verð á þorski 2—5 kg. hækkað
nokkuð. Þá munu frystihúsin al-
mennt greiða hærra verð fyrir
milliufsa og stóran karfa.
Fjögur afbrigði af fiskverði virð-
ast vera í gildi í Eyjum. Sigurður
Einarsson, forstjóri Hraðfrysti-
stöðvarinnar, sagðist hafa útbúið
verðskrá fyrir þá fímm báta, sem
hann gerir út, og gildi hún út júlí-
mánuð. „Við leggjum mikið uppúr
að fískurinn sé flokkaður og dag-
merktur um borð í bátunum og
greiðum hærra verð fyrir það.
Mesta hækkunin kemur á stóran
þorsk og milliufsa. Þessar hækkan-
ir koma til viðbótar þeim 10%, sem
við höfum greitt frá áramótum fyr-
ir 1. flokks fisk,“ sagði Sigurður
Einarsson.
Fiskiðjan, Vinnslustöðin og
Frystihús FIVE, sem meðal annars
fá físk af togurum Samtogs sf.,
greiða öll sama verð fyrir fiskinn.
Þau hækkuðu verð á 1. flokks fiski
um 10% um áramótin og hafa nú
hækkað frekar verð fyrir þorsk,
ufsa og karfa, mest fyrir stóran
þorsk.
ísfélag Vestmannaeyja, sem
kaupir físk af togurum Bergs/Hug-
ins sf. og Hafnar hf., mun greiða
mjög svipað verð fyrir fiskinn og
önnur frystihús greiða. Þá mun
fiskverkunin Klif vera með sérstaka
verðskrá í gildi.
Ekki er annað að heyra en sæmi-
legur friður sé um þetta fískverð,
en það mun fljótlega verða tekið
til endurskoðunar og þá með tilliti
til fenginnar reynslu.
— hkj.
Goðafoss:
Fjórir skip-
verjar
játa smygl
SMYGLIÐ um borð í Goðafossi
reyndist vera 468 2ja pela flöskur
af rússnesku vodka og 11 3ja pela
flöskur af viskí. Fjórir skipverjar
hafa gengist við varningnum.
Eins og sagt var frá í Morgun-
blaðinu í gær fundu tollverðir
smyglvaming um borð í Goðafossi,
sem var að koma til landsins frá
Murmansk, með viðkomu í Noregi.
Skipið kom til Hafnarfjarðar á þriðju-
dag og fundu tollverðir þá megnið
af smyglvamingnum á milli þilja í
lestum. Á miðvikudag fór Goðafoss
frá Hafnarfirði til Grindavíkur og við
áframhaldandi leit um borð í skipinu
þar fannst einnig nokkuð magn af
áfengi, sem var falið í landfesta-
tromlum. Fj'órir skipveijar hafa játað
smyglið.