Morgunblaðið - 03.07.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.07.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1987 23 Olíklegt að Englendingar kaupi fisk á íslenzku fiskmörkuðunum - segir Peter Lowell, framkvæmdastj óri Brekkes Food í Grimsby Morgunblaðið/Ámi Sæberg Köttur ífóstri Þær Þóra og Sif komu á ritstjóm Morgimblaðsíns með kött sem þær fundu á Ránargötunni fyrir viku. Kötturinn er lítill og svart- ur högni með hvita flekki, hálfgerður kettlingur. Þeir sem kannast við kisu geta vitjað hennar hjá Sif á Bárugötu 5, 2. hæð. Síminn hjá Sif er 29104. Ekki er annað að sjá en að kötturinn sé hinn ánægðasti í dúkkuvagninum hjá Þóru og Sif. Sæmdur finnsku ljónsorðunni „ÞAÐ er varasamt fyrir fisk- kaupendur hér í Englandi að ætla sér að kaupa fisk á mörkuð- unum á íslandi. Þar er fiskurinn meðhöndlaður mikið. Honum er fyrst landað, ísinn hreinsaður frá, síðan er hann veginn og sett- ur í sérstaka kassa eða kör og ísaður aftur. Við alla þessa með- höndlun minnkar geymsluþol fisksins of mikið til þess að hann þoli flutning sjóleiðina til Eng- lands. Þvf tel ég að enskir fiskkaupendur haldi sig við heimamarkaðinn í stað þess að leita á íslenzku markaðina. Það er ólíklegt að Englendingar kaupi fisk á islenzku mörkuðun- um,“ sagði Peter Lowell, fram- kvæmdastjóri Brekkes Food Ltd. í Grimsby, í samtali við Morgun- blaðið. Sápa sett í Geysi GEYSISNEFND hefur ákveðið að setja sápu i Geysi í Haukadal á morgun, laug- ardag, kl. 15. Ef veður leyfír má búast við gosi nokkru síðar að því er fram kemur í frétt frá nefnd- inni. Brekkes Food hefur starfað í um það bil eina öld að viðskiptum með matvæli, einkum fisk. Morgunblað- ið hitti Peter Lowell að máli í Grimsby fyrir nokkru og ræddi við hann um stöðuna á fískmörkuðun- um, breytingar og horfur. Peter sagði að mikil aukning hefði orðið á fisksölu og fískvinnslu í Hull síðustu misserin. Markaðurinn þar og flestir fiskverkendur hefðu farið á hausinn fyrir nokkrum árum. Síðan hefði verið byggt á nýjum grunni, fiskurinn komið þar inn á tóman markað og haft úrslitaáhrif á afkomu fiskverkenda þar. Þessi aukning hefði að hluta til orðið á kostnað markaðsins í Grimsby og væri nú svipað af físki selt á báðum stöðum. Peter sagði, að markaðamir í Grimsby og Hull væru fyrst og fremst fyrir vinnslu og sölu á fersk- um fiski, en með vaxandi framboði hefði hlutur fiskvinnslu, einkum frystingar orðið meiri. Mestu máli skipti engu að síður að fiskurinn væri ferskur og gæði mikil og fram- boð jafnt. Slöknuðu gæðin og framboð færi fram úr eftirspum hlyti verð að lækka. Síðustu þrjá mánuði hefði -fiskframboð frá Is- landi verið mikið og markaðurinn því fyllst. Það, sem væri umfram þarfír ferskfiskmarkaðsins, færi því í frystingu og til söltunar í öðrum löndum. Nú væru Kanadamenn að byija þorskveiðar af miklum móði og því væri framboð af smáum fiski mikið, bæði þaðan, úr Norðursjó og af íslandsmiðum, en stærri þorskinn vantaði. íslendingar hefðu farið illa út úr verkföllunum í jan- úar, þar sem mikið af fiski hefði þá verið flutt ísað utan, meira en markaðurinn hefði þolað með góðu móti. „Það er aðeins ein leið fyrir selj- endur að ná hæsta mögulega verðinu. Það er að gæði séu nægi- leg og framboð jafnt og stöðugt. Sveiflur í framboði hafa ætíð nei- kvæð áhrif. Verðið má heldur ekki verða of hátt fyrir ffystihúsin hér, því þá minnkar kaupgeta markaðs- ins verulega. Við útflutning á físki verða menn að hafa það hugfast, að ekki má hafa öll eggin í sömu körfunni. Ákveðin skipting verður að vera á milli útflutnings á frystum fiski, ferskum og söltuðum og viss sveigjanleiki þar á milli í samræmi við þarfir markaða hveiju sinni og verð á þeim. Sala á ferskum físki til dæmis umfram þarfir ferskfisk- markaðsins hefur auðvitað áhrif á sölu á frystum físki, þar sem um- fram magnið fer til frystingar í markaðslöndunum. Annars er önn- ur leið í ferskfisksölu en uppboðs- markaðarnir. Þegar stöðugleiki er kominn á, opnast greið leið fyrir sölu fisksins á föstu verði. Sú leið er gjaman farin af þjóðum í nálægð markaðsins. Seljendur þar fylgjast með verði á markaðnum frá degi til dags og semja svo við kaupendur um ákveðið verð og fiskurinn er kominn, jafnvel daginn eftir," sagði Peter Lowell. FORSETI Finnlands, Mauno Koivisto, hefur sæmt Njörð P. Njarðvík, dósent og rithöfund, riddarakrossi 1. flokks hinnar finnsku Ljónsorðu fyrir margra ára störf hans að menningar- samskiptum Finnlands og íslands, ekki síst á sviði bók- mennta, þar sem Njörður hefur kynnt, þýtt og gefið út f innskar og finnlandssænskar bækur. Ambassador Finnlands, Anders Huldén, afhenti Nirði heiðurs- merkið mánudaginn 29. júní sl. og þakkaði honum um leið fyrir margháttuð störf hans í þágu finnsk-íslenskra menningarsam- skipta, að því er segir í frétt frá fínnska sendiráðinu. ÞETTA ER BEIÐNITIL ÞIN UM STUÐNING án .JL. .ÆL. nán md _agin m. Happdrættismiðar hafa verið sendir á öll heimili í landinu. Vinsamlega greiðið miða sem fyrst. SJÁLFSBJÖRG HJÁLPAR FÖTLUÐUM HJÁLPUM SJÁLFSBJÖRG )m byggíngarhappdrætti íIÉ SJÁLFSBJARGAR 1987 Þú getur fengíð vinning - fatlaðir vinna örugglega ---------------------------------------------------,-------------------------------- —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.