Morgunblaðið - 03.07.1987, Blaðsíða 42
*42
noA' T tt*tt n mxo t mn » TfTT#TT^rtr>t*
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 3. JULI 1987
Minning:
Birgir Harðarson
framkvæmdastjóri
Kveðja frá Round
Table-félögum:
í dag kveðjum við vin okkar og
félaga, Birgi Harðarson. Birgir
gekk í félagsskap okkar Round
Table nr. 2 við stofnun hans árið
1974. Snemma kom í ljós að þar
fór góður drengur er Birgir var, sem
hafði einkunnarorð Round Table að
leiðarljósi, tileinka — aðhæfa —
bæta.
Við sem nutum samvista Birgis
í RT eigum honum mikið að þakka
fyrir hans léttu lund og kátínu.
Ævinlega var hann reiðubúinn til
starfa fyrir klúbbinn og með sinni
glaðværu famkomu og frískleika
hafði hann hvetjandi áhrif á okkur
félagana.
Á þessari stundu verður manni
ósjálfrátt hugsað til baka. Og á
mann leyta minningar liðinna ár,
ýmis atvik af fundum og öðrum
samverustundum. Stundir er maður
skynjar nú að ekki voru nýttar til
fulis og maður hlýtur að spyija
hversvegna Birgir?
Fljótlega valdist Birgir til forystu
fyrir Round Table-hreyfinguna á
íslandi. Hann var landsformaður
árin 1977—1978 og ferðaðist hann
víða á vegum hreyfingarinnar. Hvar
sem hann fór innanlands sem er-
lendis var hann okkur félögunum,
landi sínu og þjóð til mikils sóma.
Fertugir þurfa félagar að hætta
í Round Table, en ekki hvarflaði
að okkur að við þyrftum að kveðja
vin okkar og félaga, Birgi Harðar-
son, með þessum hætti.
Guð blessi minningu Birgis Harð-
arsonar, en hún mun lifa í hjörtum
þeirra er til hans þekktu.
Ástvinum öllum vottum við okkar
r ’ innilegustu samúð.
Ég horfi yfir hafið
um haust af auðri strönd,
í skuggaskýjum grafið
það skilur mikil Iönd.
Sú ströndin stijála og auða,
er stari ég héðan af,
er ströndin stríðs og nauða,
er ströndin hafsins dauða,
og hafið dauðans haf.
En fyrir handan hafið
þar hillir undir land,
í gullnum geislum vafið
það girðir skýjaband.
Þar gróa í grænum hlíðum
með gullslit blómin smá,
í skógarbeltum blíðum
- í blómsturlundum fríðum
má alls kyns aldin sjá.
(Vald. Briem)
Brynjólfur Steingrímsson,
landsformaður Round Table,
Örn Pálsson,
formaður Round Table nr. 2.
Smám saman höggvast skörð í
vinahópinn, þann 20. júní sl., varð
Birgir Harðarson bráðkvaddur í
New York, er hann var á ferðalagi
með fjölskyldu sinni.
Á þessari stundi er hugurinn full-
ur þakklætis vegna góðra minninga
við nám, störf og leik. Störf sín og
nám rækti Biggi af alúð, en á ungl-
ingsárum unnum við saman hjá
i föður mínum, Ingimar Haraldssyni
byggingameistara, og voru meðal
verkefna Landspítalinn og Verzlun-
arskóli íslands við Grundarstíg, en
á vetrum stunduðum við nám við
þann sama skóla.
Biggi lagði metnað í öll sín störf,
sama hvert viðfangsefnið var, en
þó alvara væri í verkum hans, þá
var ávallt grunnt í glettnina og hlý-
leikann. Þó fjarlægðir hafi skilið
okkur að síðari ár, þá urðu fagnað-
arfundir er fundum bar saman. Eg
kveð góðan vin með vissu um endur-
fundi.
Fjölskyldu og ættingjum votta
ég samúð.
Haraldur E. Ingimarsson
I dag er til moldar borinn Birgir
Harðarson, framkvæmdastjóri Eim-
skips (Iceland Steamship Inc.),
Bandaríkjunum.
Á unglingsárum kynntumst við
lauslega. Birgir var nokkrum árum
á undan mér í Verslunarskólanum.
Við kynntumst betur, þegar við
kenndum við sama skóla á árunum
1971 til 1972.
Leiðir okkar lágu aftur saman í
maí 1985, þegar Birgir fluttist til
Bandaríkjanna sem framkvæmda-
stjóri Eimskips í Bandaríkjunum,
við yfirtöku félagsins á skrifstofu
A.L. Burbanks í Norfolk, Virginíu.
Á þeim árum voru flutningamir
frá Bandaríkjunum í lágmarki, en
um þessar mundir er staðan allt
önnur.
Birgir var hollur starfsmaður.
Hann var alltaf tilbúinn til þess að
greiða úr vandamálum viðskipta-
vina, jafnt kunnugra sem ókunn-
ugra, án tafar. Hann var einn af
uppáhaldsfélögunum í íslendingafé-
laginu hér í Hampton Roads.
Birgir virtist heilsuhraustur alla
tíð. Fyrir nokkmm vikum fannst
mér hann fölari í andliti en venju-
iega. Mér fannst einnig á tali hans,
að hann væri að reyna að búa sig
betur undir framtíðina.
Við hittumst í síðasta sinn þann
17. júní sl. Við vomm viðstaddir
fánahyllinguna hjá „Saclant", fór-
um síðan í hádegisverð með öðmm
félögum Islendingafélagsins, síðan
fómm við á skrifstofu mína. Ég gat
ekki séð, að neitt amaði að Birgi.
Birgir ákvað fyrir löngu að taka
þátt í 17. júní hátíðarhöldum Islend-
ingafélagsins í New York, sem
haldin vom í Rye laugardaginn 20.
júní sl.
Það er ótrúlegt, hversu mikið
hann hlakkaði til ferðarinnar. Ég
bað um skýringu. Hann trúði mér
fyrir því, að hann yrði að kynnast
strákunum betur þama uppfrá.
Birgir náði á fund strákanna.
Hann sagði þeim, að eitthvað í
bijóstholinu væri eins og það ætti
ekki að vera. Um kvöldið var honum
boðin keyrsla út á jámbrautarstöð-
ina, en Birgir afþakkaði með öllu.
Hann bar því við, að hann hefði
gott af því að labba í þessu ágætis
veðri.
Hann þurfti að hvfla sig nokkmm
sinnum á leiðinni. Hann lést úr
hjartaslagi í lestinni á leiðinni til
„Grand Central“-jámbrautarstöðv-
arinnar í New York-borg aðeins
fertugur að aldri.
Ég votta sambýliskonu Birgis,
Hörpu Guðmundsdóttur, Ingi-
björgu, dóttur, Bimi, stjúpsyni, og
Guðbjörgu, stjúpdóttur, foreldmm
og ömmu ásamt öðmm vinum og
vandamönnum einlæga samúð.
Sverrir Hauksson
Látinn er löngu fyrir aldur fram,
Birgir Harðarson, framkvæmda-
stjóri Eimskips í Norfolk í Virginíu
í Bandaríkjunum, aðeins fertugur
að aldri.
Birgir hafði hringt til mín 15.
júní síðastliðinn til að segja mér,
að hann ætlaði að vera í New York
ásamt öðm fólki helgina 19. — 21.
júní og að hann ráðgerði að taka
þátt í 17.júní hátíðahöldum íslend-
ingafélagsins í New York, sem áttu
að fara fram þann 20. júní í Rye í
Westehestersýslu við New York.
Við hörmuðum, að við skyldum
ekki geta hist vegna fjarvem
minnar þessa helgi.
Birgjr kom á hátíðina þann 20.
júní ásamt konu sinni Hörpu Guð-
mundsdóttur og dóttur sinni Ingi-
björgu og tók þátt í fagnaðinum.
Hann lést í lestinni á leiðinni í borg-
ina efir hátíðahöldin. Mikill harmur
er kveðinn að hans nánustu, sem
syrgja góðan dreng er féll alltof
snemma frá.
Birgir var fæddur 18. águst 1946
og em foreldrar hans Hörður Guð-
mundsson og Ingibjörg G. Þórðar-
dóttir sem bjuggu á Patreksfirði.
Hann varð stúdent frá V.í. 1968
og viðskiptafræðingur frá Háskóla
íslands 1972. 1973 réðst Birgir í
þjónustu Útflutningsmiðstöðvar
iðnaðárins og urðum við þá sam-
starfsmenn í nokkur ár. Ekki vissi
ég þá að við væmm skyldir, en það
kom í ljós seinna.
Hann gekk í öll venjuleg störf
hjá Ú.I. og varð brátt mætasti
starfsmaður. í byijun vann hann
sérstaklega að markaðsmálum
íslenskra fyrirtækja í Færeyjum,
og sá um undirbúning og þátttöku
í húsgagnasýningum. Birgir skipu-
lagði samkeppni um merki fyrir
Útflutningsmiðstöðina 1974. En
aðalverkefni hans var að starfa með
fyrirtækjum, sem framleiða ýmsar
vömr fyrir sjávarútveg. Á þessum
ámm var útflutningur þessara fyr-
irtækja að byija og má segja, að
þá hafi verið lagður eins konar
grunnur að því sem seinna varð.
I starfi sínu hjá Útflutningsmið-
stöðinni kom sá eiginleiki Birgis
fljótt í ljós, sem ég hygg að hafi
orðið honum að drýgstu veganesti
á lífsleiðinni. Þetta vom frábærir
hæfileikar til að semja við fólk og
beita lagni þannig að allir yrðu að
lokum ánægðir. Við þetta þurfti oft
að sýna þrautsegju og útsjónar-
semi, og ég man að stundum fannst
okkur hlutimir ekki ganga eins
fljótt og við vildum. En reynslan
kenndi okkur, að vandasömum sam-
skiptum við fyrirtæki og stofnanir
var vel fyrir komið í höndum Birgis
Harðarsonar.
Birgir starfaði hjá Útflutnings-
miðstöðinni í næstum 4 ár en 1976
fannst honum tími til kominn að
skipta og nú hóf hann störf hjá
kaupfélagi Ámesinga á Selfossi.
Þar vann hann fyrst og fremst við
að endurskipuleggja starfsemi
smiðjanna sem kaupfélagið rekur.
Veturinn 1979/80 hóf Birgir
störf hjá Eimskipafélagi íslands.
Hann naut sín þar í starfi og hlaut
verðskuldaðan frama.
Fundum okkar Birgis bar aftur
saman þegar hann gerðist fram-
kvæmdastjóri Eimskips í Norfolk, í
Bandaríkjunum vorið 1985. Það
urðu fagnaðrfundir og ákveðið að
taka upp þráðinn að nýju. Margs
er að minnast en ég vil aðeins nefna
einarðlegan stuðning hans við
stofnun Islensk-ameríska verslun-
arráðsins. Hann hvatti menn til
dáða í þessu sambandi og tók sjálf-
ur þátt í stofnfundinum í feb. 1986.
Þá var haldinn fundur nokkurra
fyrirtækja í Bandaríkjunum í janúar
síðastliðnum. Þar bað ég hann að
hafa framsögu um flutningamál og
standa fyrir svömm við fyrirspum-
um. Þetta leysti hann af hendi með
mikilli prýði.
Birgir Harðarson var maður sem
vildi koma hlutunum áfram með
velvild og lipurð, án þess að ganga
á hlut annarra. Mikill harmur er
kveðinn að samstarfsfólki hans,
sem sér á bak velviljuðum stjóm-
anda. En mestur er þó harmur og
söknuður Hörpu, Ingibjargar og
annarra ástvina hans.
Við Sigríður sendum þeim öllum
innilegar samúðarkveðjur.
New York, í júní 1987.
Úlfur Sigurmundsson
Við vinnufélagar og vinir Birgis
Harðarsonar á skrifstofum Eim-
skips í Norfolk og New York viljum
kveðja hann með örfáum orðum.
Þegar skrifstofa Eimskips í
Bandaríkjunum var stofnuð í júní
1985 var Birgir ráðinn sem yfir-
maður hennar. Vann hann ötullega
að uppbyggingu skrifstofunnar og
miðlaði þekkingu sinni og reynslu
af íslensku atvinnulífí til annarra
starfsmanna.
Á stuttum tíma varð hann vel
þekktur í viðskiptalífinu hér. Það
var sama hvar Birgir kom hann
eignaðist alls staðar vini og verður
hans saknað af öllum sem honum
kynntust. Birgir var virkur í íslend-
ingafélaginu hér í Hampton Roads
og tó_k einnig þátt í starfsemi ann-
arra Íslendingafélaga í nágrenninu,
m.a. Washington og New York.
Birgir var góður yfírmaður. Það
áttu allir auðvelt með að ræða við
hann um sín vandamál og ef hann
þurfti að beita aga eða hækka róm-
inn gætti hann þess alltaf að skilja
fólk eftir með bros á vör.
Gagnvart okkur starfsmönnum
Eimskips í Bandaríkjunum, íslensk-
um sem bandarískum, var hann
vinur í vinnu og utan vinnu. Við
munum sakna hans.
Elsku Harpa, Inga og Bjössi og
aðrir aðstandendur. Við sendum
ykkur okkar innilegustu samúðar-
kveðjur og biðjum góðan Guð að
veita ykkur styrk í sorg ykkar.
Vinnufélagar á skrifstofum
Eimskips í Bandaríkjunum í
Norfolk og New York.
Þau sviplegu tíðindi bárust hing-
að að Birgir Harðarson, forstöðu-
maður skrifstofu Eimskips í
Bandaríkjunum, hefði orðið bráð-
kvaddur að kveldi laugardagsins
20. júní er hann var staddur ásamt
fjölskyldu sinni í New York. Fregn-
ina bar að mjög óvænt. Hann hafði
verið á ferð hér heima í Reykjavík
fyrr í mánuðinum, glaður og hress
og ekki kennt sér minnsta lasleika.
Því er kveðinn sár harmur að öllum
sem til þekkja þegar maður í blóma
lífsins er kvaddur brott með svo
sviplegum hætti.
Birgir Harðarson var fæddur á
Patreksfirði 18. ágúst 1946 og var
því aðeins fertugur að aldri, þegar
hann féll frá. Foreldrar hans voru
Hörður Guðmundsson og Ingibjörg
G. Þórðardóttir. Að loknu stúdents-
prófi frá Verzlunarskólanum árið
1968 hóf Birgir nám í viðskipta-
fræðum við Háskóla íslands og
útskrifaðist þaðan árið 1972.
Við Birgir höfum unnið lengi
saman og þekkst enn lengur. Við
hófum báðir störf hjá Eimskip árið
1980, en áður vorum við ráðgjafar
hjá Útflutningsmiðstöð iðnaðarins.
Frá þessum tíma minnist ég margra
góðra stunda sem seint munu
gleymast, því Birgir var glaðvær
að eðlisfari og gaman að umgang-
ast hann.
Að háskólanámi loknu fékk Birg-
ir styrk frá Sameinuðu þjóðunum
til að kynna sér útflutningsmál og
sölustarfsemi á erlendum mörkuð-
um og dvaldist í Genf í 6 mánuði
í þessu skyni. Hann hóf sóðan störf
hjá Útflutningsmiðstöðinni við
stofnun hennar árið 1972. Fyrir
þann tíma höfðu margar skýrslur
verið skrifaðar um útflutnings-
möguleika íslensks iðnvarnings og
fullvinnslu íslenskra afurða til út-
flutnings en lítið orðið úr fram-
kvæmdum. En við þessi tímamót
urðu viss þáttaskil.
Hjá Útflutningsmiðstöðinni vann
Birgir með fjölda íslenskra iðnfyrir-
tækja að þróun og markaðssetningu
tækja til útflutnings. Má þar m.a.
nefna framleiðendur ýmissa fisk-
veiðatækja. Birgir vann þar mikið
og gott starf og öðlaðist traust
þeirra sem hann starfaði fyrir. Jafn-
framt öðlaðist hann á þessum árum
mikilvæga reynslu sem nýttist hon-
um vel síðar.
Árið 1976 fluttist Birgir ásamt
fjölskyldu sinni á Selfoss og tók við
rekstri bílasmiðju Kaupfélags Ár-
nesinga sem hann veitti forstöðu
til ársloka 1979, er hann réðst til
Eimskips.
Fyrstu starfsárin hjá Eimskip var
hann forstöðumaður þeirrar deildar
félagsins, sem rekur siglingar til
meginlands Evrópu og Bretlands.
Deildin var þá nýstofnsett í kjplfar
breytinga á skipulagi félagsins og
fékk Birgir það hlutverk að móta
þennan rekstur. Fórst honum það
vel og farsællega úr hendi.
Þegar Eimskip opnaði eigin skrif-
stofu í Norfolk í Bandaríkjunum
árið 1985 var Birgir valinn til að
veita þeirri skrifstofu forstöðu.
Þetta var ábyrgðarstarf og erfítt
hlutverk sem krafðist kunnáttu,
dugnaðar og hæfni til að aðlagast
nýjum starfsháttum.
í Bandaríkjunum eignuðust Birg-
ir og Harpa fallegt heimili og á ég
mjög góðar minningar frá sam-
verustundum á heimili þeirra. Fyrir
þessar stundir þakka ég nú.
Birgir kynntist mörgum á
lífsleiðinni og var alls staðar vel lið-
inn og naut mikils trausts. Endur-
spegluðust kostir Birgis í
samskiptum hans við samstarfsfólk
og félaga innan Eimskips.
Með Birgi er genginn góður
drengur og þótt starfsferill hans
yrði allt of stuttur skilaði hann
góðu lífsstarfi og voru miklar vonir
bundnar við framtíð hans.
Aldraðri móður Birgis, Ingi-
björgu Þórðardóttur, Hörpu
Guðmundsdóttur, Ingibjörgu og
Bjössa og öðrum ástvinum votta
ég innilega hluttekningu.
Jafnframt færi ég innilega sam-
úðarkveðju frá vinum og samstarfs-
fólki hjá Eimskip.
Þórður Magnússon
Minning:
Gabríella O.E.
Þorsteinsdóttír
Fædd 22. maí 1930
Dáin 20. júní 1987
Hversu óvægin og miskunnar-
laus geta örlögin orðið? Eftir mikil
og margvísleg áföll í lífinu og alls
kyns erfíðleika hefur systir mín,
Gabríella Oddrún Eyfjörð Þor-
steinsdóttir, kvatt okkur svo alltof,
alltof fljótt og horfið á vit fegurra
lífs.
Milli okkar hefur ætíð verið ein-
staklega náið samband, sá strengur
okkar á milli, sem hefur gert okkur
hvora annarri svo kæra.
Mikill og sár er söknuðurinn eft-
ir sanna systur og einlæga vinkonu
um leið. Sjálf var hún systir mín
boðin og búin til aðstoðar og hjálp-
ar við öll tækifæri, hún var búin
þeim kostum að vilja sífellt vera
að veita öðrum af ástúð sinni og
umhyggju, að miðla kærleik sínum
til þeirra sém mest þurftu á að
halda.
Hennar starf og æðsti vettvangur
var á heimilinu, en þar vann hún
líka ómældar vinnustundir, börnin
hennar nutu sinnar ástríku móður,
sem allt gott vildi gera fyrir þau
og öllu fórna svo þau mættu eiga
sem allra besta framtíð.
Börnin mín fóru ekki varhluta
af móðurkærleika hennar og þeirri
mildi, sem hún var svo auðug að.
Fyrir það hlýt ég að þakka heilum
huga nú og það gera bömin mín í
hljóðri þökk.
Ævistarfið var erfitt, enda börnin
mörg, en aldrei var æðrast og öllu
komið í heila höfn.
Hún var ein þeirra sem kallast
mega hetjur hversdagslífsins, í
þrotlausri fórnfýsi sinni og ein-
stakri elju í annarra þágu, því um
sjálfa sig hugsaði hún ætíð síðast.
En ég hlýt að minnast hennar
sem ástríkrar systur alla tíð.
Við hjónin sendum eiginmanni
hennar, Ragnari Axelssyni, og
bömum hennar öllum innilegar
samúðarkveðjur.
Við þökkum af alhug allar góðar
stundir og biðjum Guð að blessa
minningu hennar, svo bjarta' og
heiðríka.
Jenný S. Þorsteinsdóttir