Morgunblaðið - 03.07.1987, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1987
Bandaríkin:
íhaldsmeirihluti
í hæstaréttinum?
-val Reagans mætir andúð demókrata
Washington, Reuter.
REAGAN Bandaríkjaforseti til-
nefndi á miðvikudag Robert
Bork i embætti dómara við
Hæstarétt Bandaríkjanna. Bork
þykir mjög íhaldssamur í skoðun-
um og Reagan hefur nú sögulegt
tækifæri til að koma á meirihluta
íhaldsmanna i réttinum, sem hef-
ur mikilvægu hlutverki að gegna
í löggjöf landsins.
Búist er við að tilnefning Borks
í stað hins fijálslynda dómara, Lew-
is Powell, sem nýlega lét af
embætti, muni þyrla upp miklu
pólitísku moldviðri. Hún þarf stað-
festingu öldungadeildar þingsins,
en þar eru demókratar í meirihluta
og búist er við að þeir samþykki
ekki val Reagans umyrðalaust.
Reagan sagði, er hann tilkynnti
tilnefningu Borks, að hann deildi
með sér þeirri skoðun, að persónu-
legt álit og skoðanir dómara ættu
Robert Bork
ekki að ráða í túlkun þeirra á stjóm-
arskránni.
Bork, sem nú er dómari við áfrýj-
Indland:
Skemmdarverk ollu
gaslekanum í Bhopal
- segir Union Carbide
Bombaj', Reuter.
FORRAÐAMENN bandaríska
fyrirtækisins Union Carbide
segjast vita deili á verkamanni,
sem hafi verið valdur að eitur-
gaslekanum, sem varð í verk-
smiðju fyrirtækisins í Bhopal á
Indlandi síðla árs 1984 og varð
2.352 manns að bana.
Blaðafulltrúi xyrirtækisins, Ro-
bert Berzok, sagði í gær að greint
yrði frá nafni starfsmannsins fyrir
rétti. Hann sagði að naðurinn
hefði bóst eiga óuppgerðar sakir
við ýrirtækið og því gripið til
þess að vinna skemmdarverk, með
þeim rifleiðingum að auk hinna
rúmlega tveggja þúsunda, sem
létust, biðu 200.000 tjón á heilsu
sinni.
Berzok sagði að starfsmaðurinn
hefði dælt vatni í geymslutank,
sem hefði valdið því að eiturský
myndaðist. Hann hefði verið einn
að verki, en nokkrir starfsmenn
aðrir hefðu hylmt yfír með honum.
„Við erum þess fullvissir að um
skemmdarverk var að ræða, og
við teljum að sannanimar, sem við
höfum, muni verða okkur til hjálp-
ar í málarekstrinum við Indveija,"
sagði Berzok. Ándverska stjómin,
sem hefur höfðað mál á hendur
Union Carbide vegna eiturgaslek-
ans, heldur því xram að staðhæf-
íngar :;yrirtækisins um
skemmdarverk eigi við engin rök
að styðjast.
Indveijar hafa krafist þriggja
milljarða Bandaríkjadala (120
milljarða króna) í skaðabætur til
526.000 kröfuhafa. Union Carbide
hefur hins vegar ’joðist til að
greiða milli 300 og 350 milljónir
dala (1.200-1.500 milljónir króna).
unardómstól, er einna best þekktur
fyrir hið umdeilda hlutverk sitt er
hann rak saksóknara í Watergate-
málinu úr embætti árið 1973, eftir
að yfírmaður dómsmálaráðuneytis-
ins og aðstoðarmaður hans sögðu
af sér fremur en að bera ábyrgð á
brottrekstrinum. Hann þykir einn
mest áberandi og gáfaðasti tals-
maður strangrar löggjafar og hefur
gagnrýnt samþykktir hæstaréttar-
ins um aukið fijálslyndi í löggjöf-
inni, til dæmis um heimild til
fóstureyðingar. Fyrirrennari Borks
þótti hins vegar fijálslyndur og réð
atkvæði hans oft úrslitum í réttin-
um er dæmt var um viðkvæm
þjóðfélagsmál.
Fijálslynd kvennasamtök og fé-
lög, sem beijast fyrir sem mestu
fijálsræði borgaranna, hafa brugð-
ist hart við og kallað tilnefningu
Borks „tilraun Reagans til að hafa
áhrif á líf Bandaríkjamanna í fram-
tíðinni,“ og segjast munu þrýsta á
þingið að leggjast gegn henni.
Demókratar eru líka velflestir á
móti tilnefningunni. Edward
Kennedy, öldungadeildarþingmað-
ur, sem einnig situr í dómsmála-
nefnd þingsins, var ekki að skafa
utan af hlutunum er hann sagði:
„Bandaríki Roberts Bork eru land,
þar sem konur yrðu neyddar til að
láta eyða fóstri í skuggalegum bak-
húsum, svartir yrðu skildir frá
hvítum á veitingastöðum, óprúttnir
lögreglumenn mættu bijóta upp
hurðir borgaranna að nóttu til, þró-
unarkenningin yrði ekki kennd í
skólum . . . og hurðum alríkisrétt-
anna yrði skellt á fíngur milljóna
borgara."
Allt þetta fjaðrafok á að mestu
leyti ástæðu :;ína að rekja til þess,
hversu mikilvægu pólitísku hlut-
verki Hæstiréttur Bandaríkjanna
gegnir, ólíkt því sem gerist víða
annars staðar. Það var til dæmis
hæstirétturinn en ekki þingið, sem
ákvað að dauðarefsing skyldi tekin
upp að nýju og að fóstureyðingar
brytu ekki í bága við stjómar-
skrána, :;vo dæmi séu nefnd. Ýmsir
embættismenn segja því að allt
fjaðrafokið sé ekki meira en við sé
að búast, þegar útlit er fyrir að
íhaldsmenn nái meirihluta í þessari
mikilvægu valdastofnun.
Lenturheilu oghöldnu
HINN ellefu ára gamli John Kevin Hill, sem sagt var frá hér í
blaðinu fyrir nokkrum dögum, gefur merki með þumalfingrunum
að lokinni vel heppnaðri flugferð. Hann varð yngsti flugmaður-
inn til að fljúga þvert yfir Bandaríkin. í baksýn er einshreyfils
Cessna-farkostur kappans og kennari hans, Mike Fields.
Svíþjóð:
Eltingaleikur við
okunnan kafbát
Stokkhólmi, Reuter.
SKIP sænska flotans eltust í
íyrrinótt við fyrirbæri, nem var
Éalið vera ókunnur Iiafbátur og
yörpuðu að því djúpsprengjum.
í gær töidu flotamenn að bátur-
snn væri genginn Deim tir greip-
um.
ERLENT
OPEC-samtökin eflast a ný
SÚ samstaða, sem kom fram á fundi OPEC, samtaka olíuútflutn-
ingsríkjanna, í Vínarborg í síðustu viku kom umheiminum á
óvart. Ekki eru mörg ár síðan olíuverð hækkaði upp úr öllu
valdi, en lækkaði svo á ný, þannig að það varð lægra en nokkru
sinni í áratugi. Olíutunnan, sem kostaði 30 dollara 1985, komst
niður í 9 dollara á síðasta ári. Frá þvi í janúar sl. hefur olíuverð-
ið hins vegar haldizt nokkuð stöðugt eða um 18 dollara hver
tunna. Er þetta mjög í samræmi við það, sem forystumenn OPEC
sögðu fyrir í desember sl. um þróunina á þessu ári.
Fundurinn nú kann einmitt að sinum. Saudi-Arabía hefur á ný
vera óræk sönnun þess, að
OPEC-samtökin séu á ný orðin
sá aðili, sem mestu ráði um heims-
markaðsverð á olíu. Allt frá árinu
1980, er olíuverðið komst upp í
allt að 40 dollara tunnan, hafa
samtökin verið meira eða minna
lömuð af innbyrðis deilum og svik-
um, að því er snerti þá fram-
leiðslukvóta, sem aðildarríkin
samþykktu sjálf. Afleiðingin varð
mikil offramleiðsla, sem olli olíu-
verðslækkuninni.
Nú er svo að sjá, sem OPEC
hafí aftur náð tökum á málum
náð forystunni í samtökunum og
tekið að sér það hlutverk, að koma
jafnvægi á með því að auka eða
minnka framleiðsluna, eftir því
sem þörf krefur til þess að mæta
eftirspum og halda uppi olíuverð-
inu.
Meiri samstaða um
olíuverðið
Hisham Nazer, hinum nýja olíu-
málaráðherra Saudi-Arabíu, hefur
í kyrrþey tekizt að tryggja stuðn-
ing við olíumálastefnu sína bæði
innan og utan samtakanna.
Helztu olíuútflutningsríkin, sem
standa utan samtakanna, eins og
Sovétríkin, Mexíkó, Noregur og
Egyptaland, hafa látið í ljós vilja
um samvinnu við OPEC. Jafnvel
Bandaríkjastjóm hefur sagt, að
hún muni ekki gagnrýna OPEC
og er ástæðan sú, hve illa hið lága
olíuverð hefur leikið olíuiðnaðinn
í Bandaríkjunum.
Eftir sem áður standa OPEC-
samtökin frammi fyrir ýmsum
óleystum vandamálum. írakar
neita t.d. að standa við þann
kvóta, sem þeim er æjtlaður, svo
lengi sem stríðið við írani varir.
Þeir síðamefndu hafa hins vegar
mestan áhuga á þvf, að dregið
verði verulega úr olíuframleiðslu
aðildarríkjanna - og þá einkum
annarra en þeirra sjálfra - í von
um hærra heimsmarkaðsverð.
Njóta þeir þar stuðnings Líbýu
og Alsírs. Þetta gæti valdið mikl-
um deilum síðar, en eins og er,
þá hefur þetta ekki orðið tilefni
sundrungar innan OPEC.
Á fundi OPEC-ríkjanna, sem
lauk í Vínarborg á laugardag, náð
ist samkomulag um nokkru minni
olíuframleiðslu, en upphaflega
hafði verið ákveðið fyrir síðari
hluta þessa árs. Nú er áformað,
að heildarframleiðsla aðildarríkj-
anna 13 verði 16,6 millj. tunnur
á dag tímabilið júlí - desember,
en áður hafði verið gert ráð fyrir,
að hún yrði 18,3 millj. tunnur. I
kjölfar þessa hækkaði t.d. olíu-
verðið á skyndimarkaðinum í
London á mánudag og komst upp
í 20 dollara tunnan. Var þetta
almennt talið tákn um þá skoðun,
að taka bæri alvarlega tilraunir
OPEC-ríkjanna til þess að halda
uppi olíuverðinu í heiminum.
Eltingaleikurinn iiófst síðla kvölds
á miðvikudag, er nýliðar í flotanum,
sem voru við æfíngar innst í Hels-
ingjabotni, ;irðu varir við „óróleika
í vatninu." Embættismenn segja að
síðustu daga hafi menn þóst sjá
merki um ferðir útlends kafbáts á
þessu svæði, í grennd við bæinn
Töre.
Hin árlega „kafbátavertíð" hefst
í Svíþjóð þegar vetrarísinn bráðnar.
Frá því að vertíðin hófst, hafa flot-
anum borist lilkynningar um ferðir
kafbáta nær daglega, oftast xrá
almennum borgurum. Fyrir hálfum
mánuði báru tuttugu sjónarvottar
að þeir hefðu :;éð sjónpípu kafbáts
í skeijagarðinum nálægt Stokk-
hólmi.
í gær sagði Svenska dagbladet
að flotinn hefði náð myndum af
erlendum kafbáti í síðustu viku, á
svipuðum slóðum og eltingaleikur-
inn átti sér stað nú. Herinn hefur
neitað að segja nokkuð um málið.
Nýr lands-
stjóri á Macau
Macau, Reuter.
CARLOS Monjardino, fyrver-
andi sjávarauðlindaráðherra
Portúgals, mun taka við lands-
stjórastarfi á Macau af Joaquim
Pinto Machado, sem hefur
gegnt því undanfarið ár.
I frétt um málið segir, að Mario
Soares forseti Portúgals muni á
næstu dögum kunngera þetta
opinberlega. Pinto Machado hefur
átt í útistöðum við undirmenn sína
og sinnazt við flesta ráðgjafa og
embættismenn í Macau á því ári
sem hann hefur verið landsstjóri.
Afsögn hans á dögunum kom því
ekki á óvart.