Morgunblaðið - 03.07.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.07.1987, Blaðsíða 44
44 1 LlOl.« IIUÖAðÍífíiÖ^ ,il! MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1987 félk í fréttum Rjómapönnukökukappát íslenskra kvenna í Luxemborg. Formaður félags íslendinga í Luxemborg, María Karlsdóttir og Hanna Larsen selja pylsur með öllu. Gerð sjónvarpsþátta og kvikmynda stöðvast ef bandariskir leikstjór- ar fara í verkfall í dag. Bill Cosby og fjölskylda fá þá væntanlega frí frá störfum þar til samningar takast. Verkfall í Hollywood 17. júní í Luxemborg ■ Frá EUnu Hansdóttur í Luxeraborg Islendingar í Luxemborg héldu upp á þjóðhátíðardaginn á laug- ardeginum, 20.júní. Hátíðin var haldin í garðinum í Berdorf eins og undanfarin ár. Þrátt fyrir mikla vætutíð tókst skemmtunin vel og má segja að varla hafi rignt deigum dropa þennan dag og er það til tíðinda, þar sem hér hefur rignt látlaust í sjö vikur. Margt var um manninn og farið var í leiki að hefðbundnum hætti: reiptog, homaboltakeppni, kappát og fótbolta, svo eitthvað sé nefnt. Veitingar voru al-íslenskar; pylsur með öllu auk grillaðs lambakjöts og að sjálfsögðu kaffi og kleinur í eftirmat. Sælgæti var einnig til sölu; lakkrís, bæði í rörum og rúllum svo allir gætu fengið eitthvað við sitt hæfi. Við fengum einnigóvænta gesti í heimsókn, en karlakórinn Þrestir frá Hafnarfirði kom og söng fyrir okkur og setti það sannarlega sinn svip á hátíðina. Við færum þeim okkar bestu þakkir fyrir. Allir sneru glaðir til síns heima og trúlega hafa flestir af yngri kynslóðinni verið háttaðir fyrir framan þvottavélina eftir fótskriður í rennandi blautum garðinum. Kvikmyndaleikstjórar í Holly- wood hafa boðað til verkfalls sem gæti skollið á í dag, föstudag, hafi samningar ekki tekist. Kjara- samningur Leikstjórafélags Banda- ríkjanna, sem í eru 8420 leikstjórar, bæði í kvikmyndum og sjónvarpi, rann út á miðvikudaginn og hafa kvikmyndaframleiðendur lagt nótt við dag til að ljúka forgangsverk- efnum áður en verkfallið skellur á. Vonast er til að takist að ljúka við gerð um 40 mynda, m.a. „Bright Lights, Big City“ með Michael J. Fox, „Sunset" með James Garner og Bruce Willis, „Dying for Love" með Rob Lowe og „Three Men and a Baby“ sem Tom Selleck leikur í, áður en vinna stöðvast. Verkfallið kemur þó fyrst og fremst niður á framhaldsmyndaflokkum í sjón- varpi, t.d. mun gerð þáttanna „Fjölskyldubönd" og „Fyrirmyndar- faðir“ stöðvast ef til verkfalls kemur. Ekki voru taldar miklar líkur á að samningar tækjust í tæka tíð en meðal þess sem deilt er um eru greiðslur til leikstjóra fyrir endur- sýningar mynda og seld myndbönd en sala kvikmynda á myndbands- spólum nam sem svaraði tveimur miljörðum íslenskra króna á síðasta ári. Kvöldverður í Viðey Eigendur veitingastaðanna American Style í Skipholti, Bleika pard- Viðc-y í síðustu viku. Þar var grillað og kveiktur varðeldur og sungið ussins og Pítuhornsins í Bergþórugötu buðu starfsfólki sínu út í fram á nótt. Jackie Gleason í ýmsum hlutverkum Bandaríski kvikmyndaleikar- inn Jackie Gleason sem lést nú fyrir skömmu gat brugðið sér í líki hinna ólíkustu persóna. Hér sést hann í hlutverkum Buford T. lögreglustjóra í myndinni „Smokey and the Bandit“, lengst t.v., Gigot í samnefndri mynd, Izzy í „Izzy og Mole“ og Ralph Kramden úr framhaldsmynda- flokkunum „The Honeymooners" (Brúðkaupsferðalangar). Gleason, sem varð 71 árs gamall lést nú í júní á heimili sínu í Flórída.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.