Morgunblaðið - 03.07.1987, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1987
Svipmyndir úr borginni/óiafur Ormsson
SÓLRÍKIR
DAGAR
Só.akinsstundir hafa verið
margar hér í borginni það sem
af er sumri. Síðari hluti maímán-
að-'r var sólríkur og enn er sólin
komin eftir örlítið hlé, nú í byijun
júnímánaðar, og flest breytir um
svip, víða orðið gróðursælt og
bo.gin komin í sumarklæðnað líkt
og mannfólkið. Það er líka bjart-
ara yfir fólkinu. Sumarið er sá
árstími þegar flestir gleðrjast sem
geta glaðst á annað borð. Náttúr-
an skartar sínu fegursta, bjartar
nætur, 17. júní og nýútskrifaðir
stúdentar komnir með prófskír-
teini í hendur og hvíta kolla á
höfuðið og allt lífið bíður með sín
fyrirheit. Síðustu daga maímán-
aðar, þegar sól skein í heiði og
hitinn fór allt upp í fímmtán til
tuttugu stig hér í borginni, sáu
ýmsir ástæðu til að fagna góðum
dögum. Tveir piltar og ein stúlka
á að giska sjö, átta ára tóku lag-
ið hér á bletti við hús í Norðurmýr-
inni. Sungu lag þar sem textinn
fjallaði um vorsólina sem skín og
minnist ég þess ekki að hafa heyrt
þann texta fluttan áður. Það var
greinilegt á öllu háttalagi krak-
kanna að þau eru svo til nýlega
búin að uppgötva fegurð lífsins.
Lítill bolti gekk á milii þeirra og
þama á blettinum fóru þau í
margs konar leiki og síðan var
sungið eins og vera ber þegar
sólin sendir geisla sína. Úr glugga
í Sparisjóði Reykjavíkur, á ann-
arri hæð, sá ég hvar tugthúslimír
voru í boltaleik í garðinum við
hegningarhúsið á Skólavörðustíg
9 og einnig þeir voru í boltaleik
eins og krakkamir í Norðurmýr-
inni en athafnafrelsið ólíkt minna.
Ofar við Skólavörðustíginn voru
Óskar Guðmundsson, blaðamað-
ur, og Kristín Ólafsdóttir, borgar-
fulltrúi, á gangi í góða veðrinu,
föstudaginn 29. maí sfðastliðinn,
afslöppuð og frískleg að sjá þrátt
fyrir að Alþýðubandalagið kæmi
lítið sem ekkert nálægt stjómar-
myndunarviðræðum og teldi sig
varla bera nokkra ábyrgð á því
sem framundan kann að vera.
Á Skólavörðustígnum voru
einnig á gangi þennan fagra
föstudag í lok maímánaðar önnur
hjón, Rúnar Georgsson, tenór-
saxafónleikari, og hans kona í
sumarskapi. Engu líkara en að
lögskipaður frídagur hjóna væri
genginn í garð. Ég sá ekki betur
en að Þorsteinn og Hólmfríður
væru að fara inn í búð við Skóla-
vörðustíginn og Nína og Bragi í
einhverskonar erindarekstri neð-
arlega á Skólavörðustígnum.
Kannski voru þetta tvífarar
þeirra? Allavega var töluvert af
hjónum á gangi um Skólavörð-
ustíginn, bæði nafnkunn og
óþekkt.
Ég var ekki fyrr kominn á
Mánagötuna úr rölti um Skóla-
vörðustíginn og næsta nágrenni
að á stéttinni fyrir framan heim-
ili mitt stóðu tveir ungir menn,
líklega eitthvað rétt rúmlega
tvítugir, vel til hafðir, í Ijósum
sumarfötum og með skjalatöskur
í hendi. Ég áttaði mig á því að
þama vom þeir komnir í þriðja
sinn á tæpum hálfum mánuði trú-
boðamir frá Vottum Jehóva,
söfnuðinum með aðalstöðvar inni
á Sogavegi. Þeir voru enn á ferð
að útskýra og túlka ýmislegt úr
hinni helgu bók og völdu til þess
þennan fagra sumardag og var
það bara vel til fundið. Hvers
vegna ekki að ræða trúmál ein-
mitt þegar sólin leikur við
mannfólkið? Þeir fluttu um það
bil tíu mínútna erindi um trúmál
og allt var það svo sem fróðlegt.
Við stóðum í anddyri heimilis
míns og ég keypt af þeim tvo
ódýra bæklinga í tilefni dagsins.
Þegar þeir vildu taka á mér hús
og ræða málin enn frekar, líklega
í von um að ég kæmi einhvem
tímann til liðs við söfnuðinn, benti
ég þeim vinsamlega á að ég væri
í þjóðkirkjunni og hefði mína trú
og hefði alls ekki hug á því að
ganga til liðs við sértrúarsöfnuð.
Eg óskaði þeim gæfu og gengis
og þá hringdu þeir dyrabjöllu í
íbúð hér fyrir ofan í flölbýlishús-
inu. Ég sagði þeim að þar væri
til húsa eldri kona, sem ekki væri
heima, væri úti að ég taldi að
fagna sólinni, þá hurfu þeir von-
sviknir á braut, yfír í næsta hús
þar sem Reykjavíkurborg rekur
dagvistunarheimili fyrir böm.
Þá var þriðjudagurinn 2. júní
ekki síður sólríkur en fyrmefndur
föstudagur. Jóhann Þórhallsson,
starfsmaður Pósts og síma, var
kominn út á stéttina við
Landsímahúsið árla morguns f
vinnugalla, þegar ég átti leið þar
fram hjá og við vomm sammála
um að ekki þyrfti svo sem að
kvarta yfír veðrinu, fyrstu sumar-
dagar lofuðu góðu. Við ræddum
um sjónvarpskvikmyndina, sem
sýnd var í sjónvarpinu kvöldið
áður og fjallaði um þau tímamót
að í ár em tuttugu ár liðin síðan
tímamótaverk Bítlanna, Sgt. Pep-
per’s Lonely Heart Club Band,
kom út. Þá vomm við báðir ungir
og efnilegir, emm kannski enn,
og í huga okkar viss söknuður
þegar við minntumst þeirra daga.
— Nú lifum við einhvem veg-
inn á andlausum tímum, sagði
Jóhann.
— Og er ekki Reagan orðinn
eitt helsta átrúnaðargoð hægri
manna, spurði hann. Heyrðu ertu
ekki í símaskránni?
Þegar ég sagði svo vera, kvaðst
hann ætla að hringja við tækifæri
og var svo skyndilega horfinn.
Það var að hefjast vinnudagur og
nóg að starfa.
A Snorrabrautinni hitti ég á
fömum vegi góðan vin, Ragnar
Ragnarsson, byggingaverkamann
á fimmtugsaldri, sólskinsdreng
sem var að spóka sig í góða veðr-
inu. Við settumst á grasbalann
við Sundhöllina og horfðum á
ungviðið leika sér á túninu fyrir
framan. Virðulegar húsmæður
lágu í sólbaði, léttklæddar í næsta
nágrenni, og lögreglan á gagn-
legri yfírferð og allir í svona
ljómandi góðu skapi. Það tekur
því nefnilega ekki að vera að hafa
áhyggjur af hversdagslegum hlut-
um þegar sólin skín á borgarbúa.
Þau sem standa að siglingunni eru, frá vinstri: Edda Bergmann, Jón H. Sigurðsson, Erlingur Thor-
oddsen frá Nýa ferðaklúbbnum, Haukur Gunnarsson og Sigurgeir Þorgrimsson.
NiðurHvítá á gúmmíbátum
FÉLAGAR úr íþróttafélagi fatlaðra ætla að
sigla niður Hvítá á gúmmíbátum um næstu
helgi. Siglingin hefst við Bláfell á Kili um
klukkan 9 á laugardeginum og lýkur við Sel-
foss síðdegis á sunnudeginum.
Við siglinguna nýtur íþróttafélag fatlaðra að-
stoðar Nýa ferðaklúbbsins sem leggur til vana
siglingamenn og gúmmíbáta auk hjálma og björg-
unarvesta.
Tiigangurinn með þessari siglingu er að afla
Qár til að reisa íþróttahús við Hátún 12. Fjáröflun-
in verður með þeim hætti að auglýsingar verða
seldar á bátana auk þess sem tekið verður á móti
áheitum hjá íþróttafélagi fatlaðra.
Ferðaþjónusta bænda
með 600 svefnpláss
UMSVIF Ferðaþjónustu bænda
fara hraðvaxandi og nú eru 88
sveitabæir víða um land viður-
kenndir af samtökum ferðaþjón-
ustubænda.
Nú hefur Ferðaþjónusta bænda
600 svefnpláss til afnota í öllum
landshlutum. Starfsemi þjón-
ustunnar hefur vaxið mjög hratt
síðan til hennar var stofnað árið
1981, að því er fram kemur í frétt
frá Ferðaþjónustunni. Starfsemin
einskorðast ekki við sumarið því
einnig er boðið upp á gistingu og
afnot af húsnæði yfir veturinn.
Árlega gefur Ferðaþjónustan út
bækling með nöfnum allra sem
starfa á vegum hennar. Þar er einn-
ig að fínna ítarlegar upplýsingar
um þá möguleika til útiveru sem
viðkomandi staður býður upp á. Þar
er um að ræða gönguferðir, hesta-
mennsku, siglingar, veiðar, nátt-
úruskoðun og fleira eins og segir í
frétt frá Ferðaþjónustu bænda.
Morgunblaðið/Bjami
Gunnar Breiðfjörð, annar eigenda Herrahomsins, í nýju húsnæði
verslunarinnar.
Herrahornið flutt
VERSLUNIN Herrahornið flutti,
í lok júnfmánaðar, í stærra og
bjartara húsnæði að Reykja-
vikurvegi 62 f Hafnarfirði.
Verslunin selur fatnað á karl-
menn á öllum aldri og er hún opin
mánudaga til fimmtudaga frá 9 til
18 en föstudaga frá 9 til 19. í sum-
ar er einnig opið á laugardögum frá
10 til 12.
Eigendur Herrahomsins eru
Gunnar Breiðfjörð og Hulda Ing-
ólfsdóttir.