Morgunblaðið - 03.07.1987, Blaðsíða 15
"MORGÚNBLAÐIÐ, FÖSTÚDAGUR 3r3ÚLÍ1987
‘15
:2C
Trímm fyrír aldraða
eftirHalldór
Halldórsson
Reglubundin líkamsþjálfun stuðl-
ar best að því að viðhalda unglegu
útliti þótt aldurinn færist yfir og
gagnar því betur því fyrr sem við
temjum okkur hana sem fastan lið
í lífsvenjum okkar. Því miður mun
minna en fjórðungur allra eftirlaun-
þega stunda reglubundna líkams-
þjálfun. Þó er aldrei of seint að
byija.
Athuganir benda eindregið til
mikilvægis líkamsþjálfunar til að
auka hæfni hjarta og öndunarfæra,
draga úr hættu á hjartaáföllum —
sem eru algengasta dánarorsök elli-
lífeyrisþega — og bæta líkamlega
og andlega líðan.
Þjálfun sem styrkir og liðkar
getur dregið úr vanlíðan af bak-
verkjum og gigt svo að fólk getur
betur borið sig um. Með aldrinum
lýma vöðvar og bein og hætta á
beinbrotum eykst en ekkert vinnur
eins vel gegn þessari þróun og
reglubundnar gönguferðir.
Aðrar jákvæðar afleiðingar þjálf-
unar eru að maður léttist — flest
erum við of þung en eigum auðveld-
ara með allar hreyfingar ef við
grennumst — verðum frísklegri í
útliti og hreyfingum, meltingin
batnar og maður sefur betur, öðlast
aukið sjálfsöryggi og veitist léttara
að glíma við Elli kerlingu og sjúk-
dóma ef þeir reynast óhjákvæmileg-
ir. Auk þess er reynslan sú að flest
fólk sem bytjar þjálfun leiðir einnig
hugann að öðrum heilsubætandi
atriðum eins og hollu mataræði,
tannvemd, reglusemi — meðal ann-
ars í lækniseftirliti og lyfjanotkun
— notar ekki lyf að óþörfu og þeg-
ar best lætur hættir reykingum.
Barátta við ellina
Það er einkennandi fyrir eldra
fólk að það situr meira um kyrrt,
borðar meira og er „latara" en áð-
ur, eftir að það hættir störfum. Það
finnur smám saman til þreytu,
stirðleika í útlimum, jafnvægi verð-
ur óöruggt og almennt áhugaleysi
fer vaxandi. Víst er hægt að reyna
einhveija lyflameðferð sem þó því
miður leiðir oft til nýrra vandamála
— aukaverkana. Því er betra að
reyna að hjálpa sér sjálfur, velja
sér einhverskonar líkamlega
áreynslu sem maður hefur ánægju
af og ræður við og verður að föstum
vana. Einnig er gott að velja sér
áhugamál sem viðhalda athygli og
áhuga — „trimma andlega“. Reyna
þannig að vinna gegn bæði líkam-
legri og andlegri hrömun.
Eftirfarandi ráðleggingar miða
að því að eldra fólki, sem fer eftir
þeim, líði betur. Það verður þá einn-
ig virkara, bæði líkamlega og
andlega og finnur til meiri lífsfyll-
ingar. Næstum allt eldra fólk ætti
að geta farið eftir þessum ráðlegg-
ingum nema það sé því meira fatlað.
Þeir sem vita að þeir hafa alvarlega
hjartasjúkdóma, lungnasjúkdóma
eða aðra sjúkdóma sem þeir óttast
að hindri þá í að fara að reyna á
sig ættu að ráðfæra sig við lækna
sem þekkja þá best áður en farið
er af stað.
*
Afram gakk
Fyrsta boðorðið er að byija hægt
og varlega. Areynsluna eða æfing-
arnar á að endurtaka reglubundið
að minnsta kosti tvisvar í viku,
helst þijá daga vikunnar. Fólk má
ekki ofgera sér en á samt að auka
áreynsluna hægum skrefum. Ef það
fínnur til verulegrar mæði, svima-
kenndar, bijóstverkja eða annarra
óþæginda við áreynsluna, er rétt
að ráðfæra sig við lækni áður en
haldið er áfram.
Áreynsla við hæf i
hvers og eins
Gönguferðir em þær æfíngar
sem flestir geta stundað og eru líka
heppilegasta þjálfunarform eldra
fólks. Sund, leikfimi, dans og leikir
með líkamlegri áreynslu koma einn-
ig til greina. Ef við höldum okkur
við gönguferðir þá á að byija rólega
en ganga svo rösklega eina 20—30
metra, ganga svo aftur rólega um
það bil jafn langan spöl og endur-
taka þannig ýmist rösklegan gang
eða hægagang sex til átta sinnum
fyrsta daginn.
Þótt talað sé um að fara varlega
í upphafí skal alltaf stefnt að því
að hveijum einstaklingi fínnist hann
hafa reynt talsvert á sig en þó ekki
erfiðað um of. Öldruðu fólki ber að
varast að leggja svo hart að sér að
það sé að niðurlotum komið, því að
slík þjálfun getur gert meira illt en
gott. Gönguferðir skal endurtaka
eins og fyrsta daginn, en leitast við
að bæta smám saman við sig, bæði
ganga lengra og rösklegar og þeir
sem vilja geta skokkað spölkorn inn
á milli, þegar þeir eru komnir í þjálf-
un. Hin gullna regla er að hver
einstakur reyni þó aldrei meira á
sig en honum sjálfum finnst hann
ráða þægilega við.
Einn eða í hópi
Þjálfun geta menn stundað einir
eða í hópum. Hópþjálfun hefur þá
kosti að veita meira aðhald til að
mæta reglubundið til æfinga, einnig
fær maður uppörvun frá þeim sem
eru með í hópnum og aldrei skyldi
það vanmetið að maður er manns
gaman.
Áhætta
Áhætta við æfíngar eins og að
ofan er lýst er hverfandi. Þær skaða
hvorki hjarta né lungu ef varúðar-
reglum er fylgt. Meiðsli verða helst
ef menn fara of geyst af stað,
misstíga sig eða togna ef þeir ætla
sér um of í byijun. Mikilvægt er
að velja sér heppilega skó sem passa
vel. Gigtsjúklingar verða sérstak-
lega að gæta sín að auka áreynslu
varlega og slaka á ef þeim versnar
gigtin.
Halldór Halldórsson
„ Athuganir benda ein-
dregið til mikilvægis
líkamsþjálfunar til að
auka hæfni hjarta og
öndunarfæra, draga úr
hættu á hjartaáföllum
— sem eru algengasta
dánarorsök ellilífeyris-
þega — og bæta líkam-
lega og andlega líðan.“
*
Arangur
Ef farið er eftir ofangreindum
ráðleggingum á fólk að fínna að
því líður almennt betur eftir fjög-
urra til sex vikna þjálfun.
Þar sem fylgst hefur verið með
fólki fyrir og eftir slíka þjálfun hef-
ur verið sýnt fram á að eftir þriggja
mánaða þjálfun finnur það til minni
spennu, er í betra andlegu jafn-
vægi, ekki eins niðurdregið og
þreytt en hressara og sprækara en
fyrir þjálfun. Þessi jákvæði árangur
helst meðan þjálfuninni er haldið
áfram að minnsta kosti tvo daga
vikunnar. Athuganir hafa einnig
leitt í ljós að það fólk sem stundar
slíka þjálfun reglulega þarf minna
á lyfjum að halda og þarf sjaldnar
að leita læknis. Það notar minna
af lyfjum við þunglyndi og kvíða,
jafnvel eru dæmi þess að blóðþrýst-
ingur hafi lækkað svo að draga
mátti úr lyfjameðferð við háþrýst-
ingi. Eins hefur verið unnt að draga
úr gigtarlyfjanotkun. Alkunna er
að aukaverkunum fækkar við það
að nota minna af lyfjum.
Allir með
Loks er rétt að undirstrika það
að með því að sníða ofannefnda
þjálfun að getu og þörfum hvers
einstaklings er þetta þjálfun sem á
við alla — bæði fullfríska, slappa
og lasburða.
Af stað um miðjan aldur
Með líkamsþjálfun eins og nú
hefur verið lýst getur maður tæp-
ast vænst þess að bæta hjarta- og
lungnastarfsemi svo að þrekpróf
sýni marktækan mun. Þeim árangri
er hinsvegar unnt að ná með því
að byija reglubundna líkamsþjálfun
fyrr, til dæmis um fimmtugt, og
leggja harðar að sér en umfram
allt stunda þjálfun reglubundið.
Þannig er talið að draga megi úr
líkum á hjartaáföllum, að blóðrás
verði betri til útlima, að lungna-
starfsemi batni, að bein og vöðvar
styrkist og menn verði færari um
að mæta andlegum og líkamlegum
áföllum hvort heldur er af völdum
sjúkdóma eða slysa og þá einnig
fljótari að ná sér.
Lokaorð
Kveikjan að þessum skrifum er
grein sem birtist á þessu ári í mars-
hefti tímaritsins Geriatrics, sem er
amerískt tímarit um öldrunarlækn-
ingar. Þeta eru raunhæfar tillögur
um trimm aldraðra. Ef þeim er
fylgt, batnar andleg og líkamleg
líðan, svo að fólk nýtur ellinnar
betur.
Reglubundin áreynsla árum sam-
an — gönguferðir minnst 10
kílómetra vikulega, stigagöngur
eða íþróttaiðkanir — auka örugg-
lega líkur á heilbrigði og langlífi,
einkum ef einnig er komist hjá
reykingum og offitu.
Skrifað í júní 1987.
Söluskattur á
þj ónustugreinar
Opið bréf til Þorsteins Pálssonar
Hr. ritstjóri,
Vinsamlegast birtið eftirfarandi
bréf til Þorsteins Pálssonar, for-
manns Sjálfstæðisflokksins.
Kæri Þorsteinn Pálsson.
Ég hef með undrun og hryggð
fylgst með stjórnarmyndunarvið-
ræðum. Þær umræður væru út af
fyrir sig þess virði að skrifa þér
bréf, en það skal ógert að sinni.
Ástæðurnar fyrir því að ijúka í
ritvélina eru þær hugmyndir stjórn-
málamanna um að setja söluskatt
á ýmsar þjónustugreinar svo sem
þjónustu arkitekta, verkfræðinga,
innanhússhönnuða og ýmissa ráð-
gjafa.
Við fyrstu sýn virðast þessar
hugmyndir kannski ekki svo fárán-
legar, þó spyr maður sjálfan sig,
af hveiju ekki söluskatt á lögfræði-
þjónustu? Eru e.t.v. of margir
lögfræðingar á þingi?
!Við nánari íhugun á þessum
málum hef ég komist að þeirri nið-
urstöðu að söluskattur á þessar
atvinnugreinar er stórhættulegur,
ekki síst fyrir ríkissjóð. Ástæðurnar
eru eftirfarandi:
Hönnuðir og ýmsir ráðgjafar eru
ósamstæður hópur sem selur þjón-
ustu sem er mjög erfítt að skil-
greina, og því síður unnt að mæla
framleiðslumagn og verðmæti þess.
Hönnunarhópurinn hefur lengi
verið skiptur í það sem ég vil kalla
raunveruleg fyrirtæki, þ.e.a.s. mis-
stór fyrirtæki með mismörgum
starfsmönnum, alvöru bókhald,
húsnæði, áhöld og tæki, og ekki
síst misstór verkefni. Ég geri ráð
fyrir að þessi fyrirtæki hafi verið
heiðarleg bæði gagnvart viðskipta-
vinum og yfirvöldum hvað varðar
innkomnar tekjur. Ákveðin þekking
og kunnátta hefur myndast í
landinu og eru hönnuðir margir
hvetjir nú að reyna að flytja út
þessa þekkingu og þar með afla
tekna fyrir þjóðarbúið.
Á hinn bóginn eru hönnuðir og
væntanlega líka ráðgjafar sem hafa
unnið sem „harkarar“ — þ.e.a.s.
starfsmenn fyrirtækja sem hafa
selt þjónustu sína sem aukabúgrein
eftir að venjulegum vinnutíma lýk-
ur. Þessi hópur hefur getað selt
vinnu sína „á svörtu" og á mun
lægra veðri en „alvöru" fyrirtækin.
Þar er enginn stjórnunarkostnaður,
fastur kostnaður né gjöld til hins
opinbera.
Með gildistöku væntanlegra laga
um söluskatt óttast ég að það verði
höggvið skarð í raðir ráðgjafa og
hönnunarfyrirtækja. Fyrirtækja
sem hingað til hafa neitað að svíkja
undan skatti, bæði af grundvallar-
ástæðum og einnig vegna þess að
þau hafa engan sérstakan hag af
því. Nú sjá menn hins vegar fram
á það að margir viðskiptaaðilar,
einkum einstaklingar, munu annað
hvort hætta að nota þessa þjónustu
eða leita til „harkara". Á hinn bóg-
inn gæti það verið viss hagur í því
bæði fyrir viðskiptavin og ráðgjaf-
ar- og hönnunarfyrirtæki að gefa
ekki upp viðskiptin. Velta fyrirtækj-
anna minnkar, og það gera einnig
gjöld til ríkisins.
Þegar söluskattshugmyndir á
borð við þessar komu upp fyrir
u.þ.b. tveimur árum, létu viðbrögðin
ekki á sér standa. Stórir viðskipta-
aðilar voru strax búnir að gera
ráðstafanir til að ráða til sín hönn-
Finnur P. Fróðason
uði sem starfsmenn, einmitt til að
losna undan söluskattinum.
Að lokum örfá atriði til um-
hugsunar.
Hingað til hefur hugverk — hönn-
un, list og bókmenntir sem dæmi
ekki verið skattlagt með söluskatti
af þeirri ástæðu að ekki er unnt
að tala um hugverk sem neyslu-
vöru. Ef við nú gefum okkur að
söluskattur verði settur á þjónustu
t.d. arkitekta, hvað þá? Arkitektar
eru löggiltir listamenn, þ.e.a.s. þeir
eru í Bandalagi íslenskra lista-
manna. Þá hlýtur næsta rökrétta
skrefið að vera að setja söluskatt á
myndlistarmenn (málverka- og
grafíklistakaup hafa sem betur fer
mikið aukist síðustu árin) og verk
rithöfunda.
Við getum rétt ímyndað okkur
afleiðingarnar.
Með beztu kveðju,
Finnur P. Fróðason,
innanhúshönnuður FHÍ.
Varðar-
ferð á Snæ-
fellsnes
VARÐARFERÐIN verður farin
á morgun, laugardag. Að þessu
sinni liggur leiðin á Snæfellsnes
og verður lagt af stað frá sjálf-
stæðishúsinu Valhöll, Háaleitis-
braut 1, klukkan 8 um
morguninn en áætlaður heim-
komutími er klukkan 20.00.
Aðalfararstjóri verður Höskuld-
ur Jónsson, forseti Ferðafélags
íslands.
Fyrsti áfangastaður ferðarinnar
verður við Langá og ávarpar þar
Jónas Bjarnason, formaður Varðar,
samkomuna. Síðan verður ekið að
Búðum. Þar verður snæddur hádeg-
isverður og Þorsteinn Pálsson,
formaður Sjálfstæðisflokksins flyt-
ur ávarp. Að þessu loknu verður
ekið yfír Fróðárheiði og til austurs
í Grundarfjörð og í Berserkjahraun
þar sem drukkið verður síðdegis-
kaffí. Sigríður Þórðardóttir, oddviti
í Grundarfirði, mun þar taka á
móti ferðalöngum og flytja ávarp.
Að því búnu verður ekið yfir Kerl-
ingaskarð og sem leið liggur til
Reykjavíkur.
Miðaverð í ferðinni er 1150 krón-
ur fyrir fullorðna en 550 krónur
fyrir börn á aldrinum 5-12 ára.
Frítt er fyrir börn yngri en 5 ára.
Þátttakendum er bent á að þeir
þurfa að hafa allar veitingar með-
ferðis.