Morgunblaðið - 03.07.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.07.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1987 'H Hug-leiðing iirn stríð og frið eftír Ingibjörgu Snæbjömsdóttur Oft er því slegið föstu að stríð hafi alltaf tíðkast og að til þeirra muni alltaf verða gripið ef svo beri undir því að slíkt sé nú einu sinni eðli mannsins. En er það nú svo, að mönnum sé það í blóð borið að eiga í stríði hvorir við aðra? Við sem höfum tilfinningu fyrir hinu gagn- stæða, m.a. vegna langra kynna af litlum bömum sem við vitum að eru friðsöm í eðli sínu, eigum erfitt með að gleypa við þessháttar stað- hæfingum. Kærkomið er því og gleðilegt að rekast á í ræðu og riti hugmyndir, studdar traustum rök- um, sem sýna fram á að fyrmefndar staðhæfingar eru alrangar, enda má augljóst vera ef skoðað er með sanngimi að margar þjóðir hafa ekki háð stríð í hundruð ára og almenningur í iöndum heims er í raun frábitinn því. Þeir sem telja sig hafa hag af stríði þurfa að þjálfa upp hjá hverri kynslóð manna hemaðarhugsun með ströngum aga og heilaþvotti. í bæklingi sem heitir á sænsku „Er krig naturligt", sýnir rithöfund- urinn og friðarsinninn Eva Moberg fram á að samkvæmt rannsóknum vísindamanna sem fást við stríðssögu, hefir tegundin homo sapines (hinn vitibomi maður) iðkað stríðsrekstur gegn eigin tegund, aðeins örskotsstund af aliri tilvem sinni hér á jörðu. Við lestur þessa bæklings fékk ég löngun til að fjalla nokkuð um efni hans og um leið að festa á blað nokkrar hugleið- ingar mínar um stríð og frið. Eva Moberg segir að í nýjustu rannsóknum í fomleifafræði, mann- fræði og öðm er að forsögu lýtur, finnist ekkert sem bendir til stríðs þar til fyrir 10 til 15000 ámm (mað- ur hefur verið á jörðu a.m.k. í milljón ár). Löngu fyrr áttu menn áhöid sem augljóst er að eingöngu vom notuð til veiða. Á akuryrkju- tímabili fara að sjást merki einskon- ar átaka manna á milli en þar var lengi aðeins um trúarathafnir (fóm- ir) að ræða. Þá urðu einnig ýmsar félagslegar breytingar. Bamaupp- eldi fór að einkennast af ströngum aga og uppmnaiegar tilfínningar eins og reiði, sorg, gleði og ástúð fengu síður eðlilega útrás. Þannig fóm ýmsar sálarflækjur að myndast hjá mönnum. Fleira gerðist nei- kvætt. M.a. komst nú á feðraveldi. Það hafði í för með sér réttleysi og niðurlægingu kvenna og áhrif þeirra á uppeldi drengjanna dvínaði. Hugmynd um eignarrétt yfir landi fór að verða til. Eva Moberg vitnar í vísindamenn í stríðssagnfræði, sem m.a. líta á stríðssöguna frá djúpsálarfræðilegu sjónarhomi. Þeir benda á hvemig meðfædd sjálfsbjargarhvöt hefir öfugsnúist og einnig hvemig uppmnaleg þörf mannsins fyrir áskoran, þörf fyrir að reyna á sig til hins ýtrasta, er heft í íjötra vana og tilgangsleysis. Mönnum er gert það æ erfíðara að lifa hamingjusömu hversdagslífi svo að stríð, með öllum þeim lofsöng sem því er sungið og með markviss- um heilaþvotti getur jafnvel sýnst lausn. Vald orða yfir hugsun er lævíslega notað til að tengja vopn og stríð jákvæðum hlutum. Kjam- orkusprengjur — vamir, geimvopn — öryggi o.s.frv. Þannig verður hemaðarsinnum hægara um vik. Eva Moberg vitnar í prófessor í stríðssögu, Sue Mansfíeld, sem seg- ir að sektarkennd og syndarhug- myndir trúarbragðanna eigi einnig sinn þátt í þeim tilfinningaflækjum sem nútímamaðurinn burðast með og sem gerir hann auðveldara fóm- arlamb hinna valdasjúku. Komist er að þeirri niðurstöðu að stríð, þ.e. sem skipulagðar félagslega gildar aðgerðir, er algjörlega tiilært at- hæfi og einnig græðgi sú sem oft er undirrót þess. Þetta sannast best á því, segja vísindin, að til hafa verið og em enn heilir þjóðflokkar sem lifa hirðingjalífi og láta ekki greipar sópa og safna en skipta jafnan umframafla milli manna. Þama er svo rakið hvemig stríðsrekstur þróaðist. Goðsögnum um hetjudáðir í stríði er sífellt hald- ið við og jafnan látið í veðri vaka að verið sé að vemda eða bjarga einhveijum gildum svo sem; frelsi, lýðræði, þjóðinni, verkalýð, kyn- þætti, hinni einu réttu hugsjón, eða öðm, þótt víst sé að öll þessi gildi dafni einungis ef friður ríkir en farist í stríði. Vitað er að stríð undir- býr jafnan jarðveg næsta stríðs. Vopnaframleiðendur og valdastéttir hafa hag af þvi að viðhalda stríði og hafa goðsagnimar sér til stuðn- ings. Fjöldanum er haldið í sífelld- um ótta og öiyggisleysi með stigmagnaðri ógn og engir em betri bandamenn í þeim leik en haukam- ir í austri og vestri sem réttlæta eigin athafnir með því að benda á framgang í stríðsrekstri hvers ann- ars á víxl og bent er á að í af- vopnunarviðræðum er þess ætíð gætt að bera fram tillögur sem vit- að er að ekki verða samþykktar, það er þáttur í leiknum. Sálkönnuðurinn Eberhart Rich- ter gefur nútímamenningu sjúk- dómsgreininguna ofsóknarbijálæði (paranoia). Sefjunin gengur svo langt að fólki er talið trú um að betra sé að vera dauður en rauður, AKUREYSKA hljómsveitin Stuð- kompaníið, sem varð hlutskörpust í Músíktilraunum 1987, hefur nú lokið upptökum á fjórum frum- sömdum lögum sem koma út á hljómplötu innan skamms. Hljómsveitln var stofnuð fyrir rúmu ári og hana skipa fimm hljóð- færaleikarar, þeir Örvarr Atli Örvarsson, Karl Örvarsson, Jón Kjartan Ingólfsson, Trausti Már Ing- ólfsson og Magni Friðrik Gunnars- eða blár, eins og það er kallað. Bamalegar áætlanir hafa verið gerðar til skamms tíma, um upp- byggingu eftir kjamorkustríð, t.d. frá miðalda- eða jafnvel steinaldar- stigi. „Menn gera sér ekki grein fyrir að þá ríkti sannkölluð paradís á jörðu, með friði, óspilltri náttúm og fjölskrúðugu dýralífi, þar sem aftur á móti möguleikar manna til að lifa af munu minnka hröðum skrefum eftir kjamorkustyijöld", segir Eva Moberg. Við verðum að breyta okkur eða tortímast ella vegna heimsku okkar, segir hún einnig og bendir á að herþróunar- pólitík hefir aldrei reynst skynsam- leg til varðveislu fríðar. Þegar Nobel fann upp dynamitið var sagt að það kæmi í veg fyrir að stríð yrðu háð framar. Annað varð uppi á teningnum. Sálkönnuðimir kom- ast að þeirri niðurstöðu að innsæis- hæfni og tilfínningaþroski mannsins hafi lotið svo mjög í lægra haldi fyrir geigvænlegri þróun á hagnýtis- og tæknisviði að þar hafi myndast hættulegt ginnungagap og þar verði að jafna metin ef vel á að fara. Þá er spurt hvort raunvemlegur möguleiki sé á því að snúa dæminu við, svo mjög sem stríðsrekstur er orðinn samofinn allri gerð nútíma iðnaðarþjóðfélaga. Það mun vissu- lega reynast risavaxið verkefni en ekki óyfirstíganlegt. Fyrst af öllu þarf mannkyn allt að gera sér ljóst að hemaðarhugsun er röng, áunn- inn ósiður, og þá mun hún leggjast af eins og svo margar aðrar óheilla- siðvenjur sem á sínum tíma þóttu sjálfsagðar og rótgrónar, má þar nefna m.a. mannfómir, blóðheftid, einvígishefð, fjölkvæni, þrælahald, kvennakúgun, o.fl. Eva Moberg telur að í friðar- hreyfingum megi eygja von um að þokict í rétta átt og leggur hún áherslu á að þær láti ekki deigan síga og haldi áfram baráttu fyrir fríði og afvopnun á breiðum gmnd- velli. Nú þegar lqamorkuvopn virðast vera að tapa trúverðurleika sinum og menn em að gera sér ljóst að stríð með þeim er ekki raunhæft, (hemaðarsinnar hafa jafnvel haft á son. í dag, föstudag, ætlar Stuð- kompaníið að skemmta Reykvíking- um á Lækjartorgi og laugardags- og sunnudagskvöld verður hljóm- sveitin með tónleika í veitingahúsinu Evrópu. í sumar mun Stuðkompaníið gera víðreist um landið og leika á dans- leikjum og tónleikum eins og segir í frétt frá hljómsveitinni. Ingibjörg Snæbjörnsdóttir „Fyrst af öllu þarf mannkyn allt að gera sér ljóst að hernaðar- hugsun er röng, áunn- inn ósiður, o g þá mun hún leggjast af eins og svo margar aðrar óheillasiðvenjur sem á sínum tíma þóttu sjálf- sagðar og rótgrónar. “ orði að skapa þurfi aðstæður fyrir venjulegt stríð) þá verðum við að beina sjónum okkar að svokölluðum hefðbundnum vopnum og eitur- og lífefnahemaði og minnast þess hvílíkar hörmungar stríð með þeim hefír í för með sér. Fylgjast verður grannt með þróun mála á því sviði. Litlar sögur hafa farið af því hver hún hefir verið í skjóli kjamorkuum-' ræðu. Friðammræða má aldrei einskorðast við takmarkaða hug- myndafræði eða heimshluta, eins verðum við að spoma gegn því að mannréttindi séu brotin hvar sem slíkt viðgengst í heiminum. Sagt hefir verið að íslendingar skilji ekki manndrápsvopn, það hafi sannast m.a. í þorskastríðunum. Og vissulega er okkar saga á seinni öldum lýsandi dæmi um hvemig ágreining milli þjóða er best náð án blóðsúthellinga, sjálfstæðisbar- átta, handrita og landhelgismál til dæmis. Þó em þeir til sem virðast furða sig á þessu sinnuleysi og þykir jafnvel miður að við skulum ekki enn dýrka vognaskak svó sem gerðu garpar íslendingasagna. Þetta skilningsleysi okkar á vopn og mannslátmn er sönnun þess hvemig menn geta gersamlega lagt fyrir róða óheillavænlegar siðvenj- ur. Vonandi er að þeir, sem sjá þörf á því að kynna stílsnilld þess- ara gömlu sagna fyrir upprennandi kynslóðum, gæti þess að ekki sé dýrkaður sá hugarheimur sem í þeim birtist. Minnumst þess að af því læra börnin málið að það er fyrir þeim haft og megi hamingjan forða okkur frá því að nokkumtíma takist að rækta upp hjá unga fólk- inu okkar hugsun líka þeirri sem birtist í máli ameríska hermannsins sem kom fram í sjónvarpsmynd um vamarliðið á dögunum, þar sem hann lýsir því yfir að honum muni finnast súrt í broti ef að þjálfun sú sem hann hefir fengið í því að drepa menn kemur ekki að notum og líkir því við þau vonbrigði sem fótbolta- maður muni finna fyrir ef hann fær aldrei tækifæri þrátt fyrir áralanga þjálfun til að sýna snilli sína í kapp- leik. Þvílíkt regindjúp er ekki milli afskræds hugarheimns þessa her- manns og þeirra ungmenna sem nú taka þátt í friðarhlaupi víða um lönd. Oft er því haldið fram að þakkar- vert sé að stríð hefír ekki verið háð í okkar heimshluta í 40 ár og er slíkt einn liður í réttlætingu vopna- kapphlaups. Þá gleymist að margar þjóðir og heilir heimshlutar hafa ekki átt í styijöldum í mikið lengri tíma. í áðumefndum bæklingi eftir Evu Moberg vitnar hún í rannsókn- ir og leiðir fram mörg dæmi sem sýna fram á að menn fæðast ekki með stríðseðli og að til þess að þeir verði hermenn þarf tilfinninga- lega bælingu og stranga þjálfun. Ekki er hægt að gera öllu því sem fram kemur í þessari ritsmíð skil í stuttri blaðagrein, en allt er það mjög í samræmi við það sem ég, og vonandi sem flestir, hafa í huga um stríð og frið. Höfundur situr í miðstöð friðar- hreyfingar ísl. kvenna Hljómplata með Stuðkompaníinu Stuðkompaníið. Hefjiö veiðiferöina hjá Veiöimanninum l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.