Morgunblaðið - 03.07.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.07.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1987 Mannfræðiráðstefna í Iowa: — sagt frá þingi íslenskra og erlendra fræðimanna í síðustu viku maímánaðar söfnuðust saman fjórir tugir mannfræðinga, mannfræðinema og áhugamanna í Iowa-borg í Bandaríkjunum, yndislegri borg „í nafla alheimsins'* ef marka má orð Pauls Durrenbergers mannfræðings. Undirritaðri þótti merkilegt hversu margir fræðimenn, bæði innlendir og erlendir, eru að rannsaka okkur íslendinga. Mannfræði er ung fræðigrein á íslandi og ánægju- legt að sjá þann fjölda sem þar er að hasla sér völl. Þessa fjóra daga voru fluttir fyrirlestrar frá morgni til kvölds, en þá tóku við óformlegri viðræður um við- fangsefnin. Þökk sé mannfræði- ráðstefnunni í Iowa-borg í Iowaríki, það eru komnir brestir í ímynd mína af okkur íslending- um. Við erum ekki sú einlita fajörð sem ég hafði gert mér í hugarlund. Strax á fyrsta degi ráðstefnunn- ar, sem helgaður var fomleifafræði og þjóðveldinu, urðu fjörugar um- ræður og deilur spunnust. Fyrirlest- ur Guðmundar Ólafssonar um helstu uppgrefti á þingstöðum vakti upp ýmsar spumingar um stöðu íslenskrar fomleifafræði. Guð- mundur lagði áherslu á að grunn- rannsóknir væm nauðsynlegar áður en hægt er að draga einhveijar ályktanir um samfélagsgerðina. Það dugir ekki að grafa og setja munina á safn. Nær sé að veita meira fé til fomleifafræðirannsókna (sem og skyldra rannsókna), svo að fræðimennimir geti unnið að rannsóknum sínum og látið hlutina varpa ljósi á samfélagið sem þeir tilheyra. Svæðisbundin fomleifafræði gef- ur mannfræðingum kost á að skoða þjóðfélagsbreytingar, og varpaði Kevin Smith ljósi á möguleika fag- legrar samvinnu af því tagi, í fyrirlestri sem hann samdi ásamt kennara sínum Jeff Parson við Mic- higan-háskólann í Ann Arbor. Þeir nota kenningar mannfræðinnar og aðferðir fomleifafræðinnar við rannsóknir sínar á íslandi, í sam- starfí við Guðmund Ólafsson. Kevin og Jeff völdu ísland til rannsókna, vegna ritaðra heimilda eins og fom- sagna, laga og annarra rita sem fomleifafræðingar geta sjaldnast gengið að. William Ian Miller flutti líflegan fyrirlestur um fomsögumar. Miller er sagnfræðingur og lögfræðingur frá Michigan-háskólanum og heill- aður af fomsögunum (Skarphéðinn „SÍS,“ sögðu þau og brostu — ekki af ástæðulausu, þar eð Sambandið styrkti Bandaríkjaför flestra mannfræðinemanna á myndinni. Talið frá vinstri: Dagný Þórgnýsdóttir, Unnur Dís Skaptadóttir, Sigr- ún Hafsteinsdóttir, Heiðrún Dóra Eyvindardóttir, Hallfríður Þórarinsdóttir, Magnús Ómarsson, Helga María Bragadóttir, Þóra Magnúsdóttir, Helga Ómarsdóttir og Jóhanna Gunnlaugsdóttir. Tekið skal fram að Unnur Dís og Hallfríður komu óstyrktar frá New York. June Helm, formaður bandaríska mannfræðingafélagsins. sinni). Því er að mati Millers ekki hægt að tala um að ein fjölskyldu- gerð, það er að segja kjamafj'öl- skyldan, hafi einkennt þetta tímabil. Fleiri erlendir fyrirlesarar töluðu um það að nota fomsögumar sem heimildir. Paul Durrenberger reynir að nýta sögumar til að öðlást inn- sýn í þjóðfélagsgerð þjóðveldis- tímans og menninguna á því tímaskeiði. Hann lítur ekki á íslend- ingasögumar sem „einstakt bókmenntaafrek" og eitthvert sérís- lenskt fyrirbæri. Paul ber þær saman við sagnir þjóðflokka í Tæ- landi og Búrma, sem búa við svipaða samfélagsgerð og ríkti á þjóðveldistímanum. Kenningar Margrétar Her- mannsdóttur um „hið fyrra land- nám“ á ámnum 600 til 1000, sem byggjast í uppgreftri hennar í Her- jólfsdal, vöktu mikla athygli og umræður. Ekki þótti síst athygli vert hversu lítið hefur verið §allað um kenningar Margrétar á meðal íslenskra fræðimanna. er uppáhaldssögupersónan hans). Miller segir að við verðum að nota þær heimildir sem fyrir hendi eru. Hann gagnrýndi íslenska fræði- menn fyrir að nota þær ekki meira, hann telur þessa afstöðu hafa vald- ið því að íslenskir sagnfræðingar skrifa nær eingöngu stjómmála- sögu en ekki félagssögu. Miller telur að íslenskir fræði- menn hafi hafnað sögunum sem sagnfræðilegum heimildum og gert þær að bókmenntaverkum, meðal annars vegna þess að þarmeð breyttu þeir forfeðrunum úr rib- böldum og ræningjum í listræna hæfíleikamenn, fræðimenn og rit- höfunda, ekki ósvipað því sem þeir vildu sjálfir vera eða töldu sig vera. Sem dæmi nefndi Miller að hægt væri að nota sögumar sem heimild- ir um samfélagsgerðina og fjöl- skylduna. Þeir sem rituðu sögumar hefðu varla farið að skálda eitthvað um ættar- og fjölskyldutengsl. í fyrirlestrinum fjallaði Miller um Qölskyldugerðir á þjóðveldissöld, en hann telur að þá hafi fjölskyldur tekið sífelldum breytingum (systk- ini skildust að og fluttu saman aftur, fólk skiptist á bömum eins og hagstæðast var talið hveiju Ljósmynd Morgunblaðið/RV íslensku fræðimennimir: Haraldur Ólafsson, Finnur Magnússon, Guðmundur Ólafsson, Halldór Stefáns- son, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, Inga Dóra Bjöms óttir, Margrét Hermannsdóttir og Gísli Pálsson. Deilt í sátt og samlyndi Ferðaskrifstofa ríkisins: Hótelið á Kirkjubæj- arklaustri stækkar NÝ gistiálma hefur nú verið tekin í notkun á Kirkjubæjarklaustri. í henni eru 14 tveggja manna her- bergi, öll með sér baðherbergi. Áður hafði hótelið til umráða 22 tveggja manna herbergi auk svefnpokapláss. Hótelið á Kirkjubæjarklaustri er eign fyrirtækisins Bæjar hf. en reksturinn er leigður til Ferðaskrif- stofu ríkisins sem hefur rekið þar Edduhótel undanfarin ár. í fréttatilkynningu frá Bæ hf. segir að vegna stækkunar hótelsins hafi í vor verið ákveðið að auka hlut- afé félagsins og keypti Þróunarfélag íslands hf. mestan hluta þessarar hlutafjáraukningar. Bygging þessi er sú þriðja sinnar tegundar á Kirkjubæjarklaustri en hún er sérstök að því leyti að bygg- ingartími hennar er óvenju stuttur eða 3 mánuðir. Að sögn Kjartans Lárussonar, framkvæmdastjóra Ferðaskrifstofu ríkisins, kostaði nýja húsið 16 milljónir fullbúið og er gert ráð fyrir að rekstur þess muni standa undir byggingarkostnaði. Kjartan sagði einnig að ferða- mönnum hefði oft reynst erfítt að fá gistingu á Suðurlandi yfir sumártí- mann og því orðið tímabært að bæta úr því. Hann sagði að nýting á Eddu- hótelum um allt land hefði verið góð undanfarin ár og hefði aukist jafnt og þétt. Að sögn Margrétar ísleifsdóttur, hótelstýru á Kirkjubæjarklaustri, er nýting herbergja þar yfírleitt 80-90 % yfír sumartímann og 100% 6-8 vikur af sumrinu. Edduhótelin, sem nú hafa öll ver- ið opnuð, munu starfa með svipuðu sniði í ár og undanfarin ár. Þau eru nú 17 talsins, víðs vegar um landið. Ferðaskrifstofa ríkisins sér einnig um rekstur Hótels Valhallar á Þing- völlum og tekur þátt í rekstri Hótels Hvolsvallar og Hótels Bæjar á Kirkjubæjarklaustri. Hluti stjórnar Bæjar hf. ásamt hótelstýrunni á Kirkjubæjarklaustri og forstöðumanni Edduhótelanna. Talið frá vinstri: Kjartan Lárus- son framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu ríkisins, Jón Helgason stjórn- arformaður Bæjar hf., Margrét ísleifsdóttir hótelstýra, Jafet S.Ólafsson fulltrúi Þróunarfélags íslands hf. í stjórninni, Tryggvi Guðmundsson forstöðumaður Edduhótelanna og Gunnlaugur Sig- mundsson framkvæmdastjóri Þróunarfélags íslands hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.