Morgunblaðið - 14.07.1987, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 14.07.1987, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1987 Karamellur og kíndakjöt! - eða hvernig sælgætisát og gosdrykkja dregur úr neyslu landbúnaðarafurða Greinin, sem birtist í Tímanum. eftír Kristínn Bjömsson Nýlega birtist grein i Tímanum, þar sem blaðamaður, (HEI) bregður á leik með tölur og tíðindi. Grein þessi er undir fyrirsögninni: „Sæl- gætisframleiðslu í stað kindakjöts — og ropvatnsverksmiðjur í undan- rennumusterin." Blaðamaðurinn sveiflar sér liðlega á milli stað- reynda og hugrenninga og fer létt með. Eins og oft getur að sjá í Tímanum lætur hann í ljós þá skoð- un, að íslendingar borði ekki nóg af kindakjöti. Og ekki drekki þeir heldur nægilega mikið af nýmjólk. Hins vegar eti þeir þjóða mest af sælgæti og drekki kynstrin öll af gosdrykkjum. Þetta séu afleitar neysluvenjur. Blaðamaður vitnar síðan í síðasta hefti Heilbrigðis- mála, þar sem grein birtist um þessi mál. Tilefnið þar voru hugleiðingar um tannheilsu íslendinga. Blaðamanni Tímans fínnst hins vegar miklu merkilegra að bera saman kindakjötsát og nýmjólkur- drykkju annars vegar og sælgætisát og gosdrykkju hins vegar. Ekki skal lagður dómur á skyn- semi slíkra skrifa — né þá heldur hvort þau leiði til góðs eða ills fyr- ir þjóðfélagið. En mikið lifandi skelfing er það hvimleitt og þreyt- andi að sjá og heyra fjallað um mál með þessum hætti. Ekki er nóg með að beinlínis sé farið rangt með staðreyndir í veigamiklum atriðum heldur er hreint og beint verið að fjalla með afar óábyrgum hætti um tvær mjög viðamiklar greinar í matvælaframleiðslu landsmanna, þó ólíkar megi kallast. Annars veg- ar um framleiðslu í nauta- og kindakjöti og mjólkurafurðum, og þá gríðarlegu erfíðleika, sem þar að steðja og kosta þjóðarbúið, og þar með landsmenn alla, hundruð ef ekki þúsundir milljóna króna árlega. Hins vegar um framleiðslu og sölu á sælgæti og gos- og svala- drykkjum, þ.m.t. ávaxtadrykkjum, sem færa þjóðarbúinu hundruð milljónir króna í tekjur árlega, í formi ýmis konar skattheimtu hins opinbera. Skilja má blaðamann með þeim hætti, að flytja eigi framleiðslu á síðamefndu vöruflokkunum frá fyr- irtækjunum og til bændanna. Eða ber kannski að skilja hann svo, að ef íslendingar felldu niður neyslu á sælgæti og gosdrykkjum, þá leyst- ust vandamál landbúnaðarins? Ekki er sagt, hvemig það mætti gerast, en væntanlega yrði það að vera með boðum og bönnum, sem þá tækju einnig til innflutnings þess- ara vömtegunda. Ekki vita allir, að boð og bönn og kvótar verða trauðla á lagðir nema fyrir og með tilstilli Framsóknarmanna. Það liggur ekki í augum uppi af hveiju blaðamaður nefnir þessar framleiðslugreinar og ber þær sam- an. Ástæða er til að undirstrika, að í upplýstu neysluþjóðfélagi eins og á Islandi dugir tæplega lengur að ætla sér að hafa vit fyrir fólki og stýra neyslu þess. Til að boð og bönn eigi rétt á sér, verður að vera um að ræða vöru, sem sannanlega er hættuleg heilsu manna, sé henn- ar neytt. Svo framarlega sem mönnum em kynntar staðreyndir, t.d. með því að segja þeim það, að ofneysla sælgætis geti verið fítandi og að það beri að þrífa tennur vel að neyslu lokinni, á að segja fólki það, að deildar séu meiningar manna um hollustu neyslu á mjög feitu kindakjöti. Þá er nóg að gert. Fólk verður síðan að gera upp hug sinn til þess, hvers það vill neyta. Bollaleggingar eins og þær, hvort karamelluframleiðsla sé að koma í stað kindakjötsQalls og að flytja beri ropvatnsverksmiðjur í undan- rennumusterin, flokkast undir aulafyndni. Það situr sízt á undirrituðum að gera lítið úr gífurlegum vandamál- um landbúnaðar hér á landi. Is- lenskir bændur em duglegt fólk og það er nauðsynlegt fyrir menningu og framtíð þessa lands að byggð haldist sem víðast. íslendingum ber að leysa þessi mál í sameiningu í náinni framtíð. Skrif eins og þau sem birtust í Tímanum hinn 24. júní sl. em þeim góða ásetningi ekki til framdráttar. í Tímanum kom fram, að áætluð sala á sælgæti á íslandi á árinu 1987 væri 4.500 tonn og að salan á árinu 1986 hefði verið 4.200 tonn. Hagstofa íslands gefur upp, að sal- an á árinu 1985 hafi verið 3.235 tonn og á árinu 1986 3.156 tonn. Inn í tölum Hagstofunnar er ekki sala á lakkrís og ekki sala í Fríhöfn- inni í Keflavík. En það skýrir ekki til fulls þennan mun á tölum. Enda skiptir kannski ekki máli, hvort hver íslendingur etur 14—15 kíló eða 18—19 kíló af sælgæti á ári, allavega ekki í þessu sambandi. Því hvort sem við miðum við lægri eða hærri töluna er ljóst, að margar þjóðir neyta töluvert meira magns en við af sælgæti. T.d. í V-Þýzka- landi, Bretlandi, Sviss, Belgíu og Bandaríkjunum. Hvemig tann- heilsu manna þar er komið veit ég ekki gjörla, en hefí þó lesið, að víða í þessum löndum séu fyrirbyggjandi aðgerðir í tannvemdun viðameiri en hér á landi. Ennfremur kemur fram í grein Tímans að á íslandi þurfí hvorki að borga aðflutnings- Kristinn Björasson „Til að boð og börin eigi rétt á sér, verður að vera um að ræða vöru, sem sannanlega er hættuleg heilsu manna, sé hennar neytt. Svo framarlega sem mönn- um eru kynntar stað- reyndir, t.d. með því að segja þeim það, að of- neysla sælgætis geti verið f itandi og að það beri að þrífa tennur vel að neyslu lokinni, á að segja fólki það, að deildar séu meiningar manna um hollustu neyslu á mjög feitu kindakjöti. Þá er nóg að gert.“ gjöld eða söluskatt af sykri. En hvað með sykur, sem er notaður í sælgæti eða gosdrykki? Hugum að þessum hluta greinarinnar dálítið Ný íslandsbók eft- ir Magnús Magn- ússon hlýtur góðar undirtektir eftír Valdimar U. Valdimarsson Ný bók eftir Magnús Magnússon, „Iceland Saga“, hefur hlotið af- bragðs undirtektir í Bretlandi og ágæta kynningu í ijölmiðlum. Magnús Magnússon, hinn víð- kunni og vinsæli sjónvarpsmaður hér í Bretlandi, hefur löngum verið iðinn við kynningu á íslandi, sögu landsins og menningarlegri arfleifð. Auk þess að hafa ritað nokkrar bækur, sem þessu tengjast, hefur Magnús meðal annars staðið að þýðingu nokkurra íslenskra fom- sagna á breska tungu. Einnig fást nú nokkur verk Nóbelsskáldsins Halldórs Laxness í enskri útgáfú fyrir tilverknað Magnúsar. Með hinu nýja riti sínu, „Iceland Saga“ hefur Magnús Magnússon enn lagt lóð sitt á vogarskálamar til kynningar á íslandi með ensku- mælandi þjóðum. Sögusviðið er heimur fomsagnanna, sem Magnús tengir á snilldarlegan hátt þeim staðháttum og kennileitum sem verða á vegi nútímamannsins. Þannig tengir Magnús saman nútíð og fortíð, landið sem blasir við ferðalöngum nútímans og þann heim fortíðarinnar sem miðaldabók- menntimar íslensku veita okkur innsýn í. Og það er óhætt að segja MAGNIJS MAGNUSSt >N Kápumynd bókarinnar að Magnúsi bregðist ekki bogalistin fremur en fyrri daginn. Honum veitist auðvelt að hrífa lesendur með sér og vart er unnt að hugsa sér betra veganesti fyrir enskumæl- andi ferðalanga, sem sækja ísland heim. Er bókin vafalaust í farteski margra þeirra Breta sem gera sér ferð til íslands um þessar mundir. Sá sem hefur þessa bók með í för um ísland, stórbrotna náttúru þess Magnús Magnússon hlýðir á Olaf Egilsson, sendiherra íslands í London, flytja ávarp 1 hófi, sem haldið var í sendiherrabústaðnum í tilefni af útkomu bókarinnar. og helstu sögustaði, er nefnilega ekki aðeins á ferðalagi um landið sjálft heldur einnig um þá sögu sem þetta land á að baki sér, þá sögu sem Iandið hefur skapað í sambýli við íslenska þjóð í 11 aldir. , Hinir fjölmörgu sögustaðir sem Magnús fjallar um fá ljóslifandi yfírbragð í meðförum höfundarins og bók þessi hlýtur að koma eins og sending af himnum ofan fyrir breska ferðalanga, sem hyggja á íslandsför. Um leið er „Iceland Saga“ ómetanleg landkynning eins og Ólafur Egilsson, sendiherra ís- lands í Bretlandi, drap á í hófi, sem haldið var í íslenska sendiherrabú- staðnum í Lundúnum í tilefni af útgáfu bókarinnar. í hófí þessu voru meðal annars samankomnir fulltrúar bókaforlagsins, Bodley Head, fjölmiðlamenn, sem um bæk- ur fjalla, og fulltrúar nokkurra stórra bókaverslana hér á landi. Og vitanlega lét Magnús sjálfur sig ekki vanta. Eins og aðrir gestir hlýddi hann á ávarp Olafs Egilsson- ar sendiherra, sem sagði meðal annars í tilefni af útgáfu hinnar nýju bókan „Það getur ekki farið fram hjá neinum að Magnús Magn- ússon er gæddur óhemju viðamikilli þekkingu á íslandi og öllu því, sem íslenskt er, hvort sem um er að ræða íslenska landafræði, þjóðina sjálfa eða þær bókmenntir sem hún hefur alið af sér í aldanna rás. Þessi yfirgripsmikla þekking Magn- úsar og reynsla hans sem rithöfund- ar veldur því að vandfundinn er einstaklingur, sem betur er í stakk búinn til að kynna ísland meðal enskumælandi þjóða.“ Magnús sýndi það raunar og sannaði í hófínu hjá sendiherra að ekki var þetta ofmælt hjá Ólafi. í stuttu ávarpi gerði Magnús á snilld- arlegan hátt grein fyrir efni bókar sinnar, hreif gesti eina örskotsstund með sér aftur til fyrstu alda íslands- byggðar áður en nútíminn tók við á ný í sendiherrabústaðnum við Park Street í Lundúnum. Óhætt er að segja að „Iceland Saga“ hafi hlotið afbragðs kynn- ingu hér í landi og ýmsir fjölmiðlar hafa rætt við Magnús í tilefni af útgáfunni. Þarf vart að taka fram að slík viðtök eru ekki aðeins ágæt auglýsing fyrir bókina sjálfa heldur einnig prýðileg landkynning fyrir ísland, til þess fallin að vekja áhuga á þessu landi norður við heim- skautsbaug og því fólki, sem þar býr, menningu þess og sögu. Annað er að minnsta kosti ekki að sjá af þeim undirtektum og áhuga sem bókin hefur vakið. Er skemmst frá því að segja að „Iceland Saga“ hef- ur selst mjög vel og meðal annars komist á lista nokkum í Times yfír söluháar bækur. Þannig hefur Magnús Magnússon enn einu sinni lagt dijúgan skerf til kynningar á íslandi, enn á ný á hann heiður af ómetanlegri landkynningu, semtrú- lega verður seint metin til fjár. Höfundur er fréttarítarí Morgun- blaðains íLondon.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.