Morgunblaðið - 14.07.1987, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 14.07.1987, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1987 23 Gissur Pétursson gaf fyrirheit um aukna menntun fyrir fisk- vinnslufólk. Grindavík: Eitt hundrað sérhæfðir fiskvinnshimenn útskrifaðir Grindavík. FYRIR skömmu lauk í Grunn- skóla Grindavikur mánaðarlöngu námskeiðshaldi fyrir fiskvinnslu- fólk bæjarins á vegum sjávarút- vegsráðuneytisins. í kaffisam- sæti sem boðið var til í lokin voru útskrifaðir eitt hundrað sérhæfðir fiskvinnslumenn. Við útskriftina sagði Guðbrandur Eiríksson, en hann bar hita og þunga af daglegu amstri við nám- skeiðshaldið, að sex hópar hefðu verið í gangi þennan mánaðartíma sem námskeiðin stóðu yfir. Alls hefðu eitt hundrað manns sótt nám- skeiðin, 76 konur og 24 karlar, og skiptist hópurinn þannig á milli fyr- irtækja: Fiskanes 18, Gjögur 3, Hrað- frystihús Grindavíkur, 3, Hrað- frystihús Þórkötlustaða 19, Hópsnes 14, Hóp 7, Hælsvík 11, Mölvík 4, Vísir 3 og Þorbjöm 18 manns. Þá tók Gissur Pétursson til máls, en hann stjómar námskeiðshaldinu vítt og breitt um landið á vegum sjávarútvegsráðuneytisins. Hann sagði að fyrirkomulagið væri þann- ig að sjávarútvegsráðuneytið greiddi kostnaðinn við námsgögnin og leiðbeinenduma, en fiskvinnslu- fyrirtækin og verkalýðsfélögin á hverjum stað skipta á milli sín öðr- um kostnaði sem til félli við námskeiðshaldið í hveiju héraði. Hlutur sjávarútvegsráðuneytisins væri nú þegar orðinn 18 milljónir króna vegna þessa fræðsluverkefnis Hluti af eitt hundrað nýjum sérhæfðum fiskvinnslumönnum sem bættust við í Grindavík þetta kvöld. Morgunblaðið/Kr.Ben. Guðbrandur Eiríksson i ræðu- stól. Dagbjartur Einarsson forstjóri Fiskaness afhenti sínu fólki fyrstu skjölin. fyrir fískvinnslufólk og ætti enn eftir að aukast þar sem byijað væri að ræða um gerð framhalds- námskeiða. „Það verður að teljast eðlilegt að menntun fískvinnslufólks verði veigameiri en verið hefur. í engri framleiðslugrein tíðkast að fólk gangi inn af götunni og hefji störf án nokkurrar menntunar nema í fískvinnslu. Ljóst er að þessu verður að breyta með skipulegri fræðslu- starfsemi og ótrúlega stutt er í að fískvinnslufólk setji upp hvítu stúd- entshúfumar sem tákn um mennt- un þeirra í fískvinnslufræðum," sagði Gissur. Að lokum afhentu forráðamenn hvers fyrirtækis sínu starfsfólki útskriftarskjölin sem veita fólkinu titilinn sérhæfður fiskvinnslumað- ur. Kr. Ben. KJÖTMIÐSTÖOIN Laugalsk 2. s. 686III Heildsöluverð á okkar frábæra hangikjöti Hangilæri 420.- kr. kg. Hangiframpartar 321.- kr. kg. Úrbeinuð hangilæri 568.- kr. kg. Úrbeinaðir hangiframpartar 487.- kr. kg. Soðin hangilæri úrbeinuð 720.- kr. kg. London lamb 514.- kr. kg. Lambahamborgarhryggir 337 kr. kg. Lambagrillsneiðar 294.- kr. kg. Lambagrillkótilettur marineraðar 401.- kr. kg. Lambalærisneiðar kryddlegnar 548.- kr. kg. Lambarifjasteik krydduð 171.- kr. kg. Lambaleggir 333.- kr. kg. Lambamjaðmasteik 282.- kr. kg. Lambahryggir 372.- kr. kg. Lambalæri 383.- kr. kg. Lambaframhryggur 480.- kr. kg. MJLimTim Nauta T-bonesteikur 513.- kr. kg. Nautagrillsteikur 378.- kr. kg. Nautabógsteikur 378.- kr. kg. Nautapiparsteik 864.- kr. kg. Nautabuffsteik 783.- kr. kg. Nautafillet 864.- kr. kg. Nautahnakkafillet 491.- kr. kg. Nautainnlærissteik 783.- kr. kg. Svínahnakki úrbeinaður 613.- kr. kg. Svínakótilettur 677.- kr. kg. Svínalærissneiðar 452.- kr. kg. Svínarifjasteikur 562.- kr. kg. Svínarif 267.- kr. kg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.