Morgunblaðið - 14.07.1987, Side 39

Morgunblaðið - 14.07.1987, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1987 39 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Óskum að ráða nú þegar vanan starfskraft í eftirtalin störf: Bókhald, útfyllingu tollskjala, bankaskjala, tölvuútskriftir o.þ.h. Góð laun í boði fyrir verðugt starf. Varðandi allar nánari upplýsingar, vinsam- lega hafið samband við skrifstofu okkar á Suðurlandsbraut 6. Sími 681180. Georg Ámundason & Co. Matreiðslumaður — framtíðarstarf Matreiðslumaður sem nýlokið hefur fram- haldsnámi erlendis óskar eftir framtíðar- starfi. Upplýsingar í síma 22835 eftir kl. 18.00 þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag. Dagheimilið Hagaborg óskar eftir fóstru og aðstoðarfólki frá 1. sept. nk. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 10268. Kennarar Að Grunnskóla Patreksfjarðar vantar kenn- ara í eftirtalda kennslu: ensku, handavinnu, íþróttir og almenna barnakennslu. Ath! Við greiðum fluttning á búslóð, útvegum húsnæði og greiðum launaauka. Upplýsingar í síma 94-7605. Skóianefndin. Vanur sölumaður óskar eftir starfi sem fyrst. Margt kemur til greina. Góð meðmæli. Lysthafendur leggi inn tilboð á auglýsinga- deild Mbl. merkt: „V — 4043“ fyrir 17. júlí. Kona óskast 6-8 tíma daglega, virka daga, til að vera hjá fullorðinni konu í Smáíbúðahverfi, Reykjavík. Upplýsingar í síma 92-68329. Miátaitf • eo. Sölustarf Fyrirtækið Rolf Johansen & Co. óskar eftir að ráða sölumann í nýtt starf. Starfið felst í sölu á nýrri vöru á markaðnum hérlendis, s.s. kvenundirfatnaði, sportfatnaði og sokkabuxum. Um heimsþekkt merki er að ræða. Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi reynslu af sölu á hliðstæðum vörum eða fatnaði, hafi mjög gott vald á ensku og séu á aldrinum 25-30 ára. í boði er spennandi starf sem krefst skipulagningar og sjálf- stæðra vinnubragða. Vinnutími er frá kl. 9.00-17.00. Umsóknarfrestur er til og með 17. júlí nk. Vinsamlegast athugið að umsóknareyðu- blöð og nánari upplýsingar eru eingöngu veittar á skrifstofu Liðsauka hf. frá kl. 9.00- 15.00. Afleysmga- og rádningaþjónusta Lidsauki hf. 12' Skólavjrdustig la - 101 Reyk/avik — Simi 621355 Viðskiptafræðingar Fræðslustörf, stjórnun og umsjón starfs- þjálfunar, skipulagsstörf o.þ.h. við Sam- vinnuskólann á Bifröst eru laus til umsóknar. Viðskiptafræðimenntun eða önnur sambæri- leg menntun og reynsla áskilin. Mjög góð launakjör, mikil tengsl við atvinnu- lífið, atvinnumöguleikar fyrir maka og fjöl- skylduíbúð á Bifröst fylgja starfi. Umsókn sendist skólastjóra Samvinnuskól- ans á Bifröst og hann veitir upplýsingar í síma 93-50001. Samvinnuskólinn. PÓST- OG SiMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða starfsfólk til sumar- og framtíðarstarfa. Upplýsingar á skrifstofu póstmeistara, Ár- múla 25. PÓST- OG SiMAMÁLASTOFNUNiN óskar að ráða starfsfólk í tímavinnu. Vinnutími frá kl. 17.00 til kl. 21.00. Upplýsingar á skrifstofu póstmeistara, Ár- múla 25. Kennarar Kennara vantar að grunnskólanum á Hellu næstkomandi skólaár. Meðal kennslugreina: Kennsla yngri barna, íslenska og handmennt. Upplýsingar veita skólastjóri í síma 99-5943 og formaður skólanefndar í síma 99-8452. Barnagæsla Barngóð kona óskast til að gæta 7 mánaða gamallar telpu 2-3 daga í viku frá miðjum ágúst á meðan mamma og pabbi eru í vinnunni. Nánari upplýsingar í síma 13674. Afgreiðslustarf Verzlunin 1001 nótt óskar eftir starfskrafti til afgreiðslustarfa. Heilsdagsstarf. Æskilegur aldur 21-30 ára. Upplýsingar í síma 12650 frá kl. 16.00-18.00. Hótelstörf Óskum eftir að ráða starfskraft til afleysinga við tiltekt á herbergjum o.fl. nú þegar. Upplýsingar á staðnum í dag frá kl. 16.00-19.00. Cityhótel, Ránargötu 4A. Nemi í offsetprentun Við óskum eftir að taka nema í offsetprent- un. Góð vinnuaðstaða, fjölbreytt verkefni. PRISMA Noregur — kokkar Kokka vantar á veitingastað í Osló. Upplýsingar í síma 91-52008 þann 14. júlí. Árni Valur Sólonsson. 1. vélstjóri óskast á skuttogara. Upplýsingar í síma 97-3231. | raöauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Verslunar- og skrifstofu- húsnæði — 200 fm Til leigu er í nýju, vönduðu húsi við Skipholt, verslunar- og skrifstofuhúsnæði með inn- keyrsluhurð. Húsnæði þetta er samtals um 200 fm, sem væri þó mögulegt að skipta. Allur frágangur húss og lóðar er til fyrirmynd- ar. Verður þetta húsnæði tilbúið til afhend- ingar 1. ágúst, tilbúið til innréttinga. Upplýsingar eru veittar um þetta húsnæði í síma 82659 á skrifstofutíma. Skrifstofuhúsnæði Til leigu nýinnréttað skrifstofuhúsnæði um 300 fm að stærð við Einholt í Reykjavík. Upplýsingar á skrifstofunni. sumpjúmm u BrynjöllUfJónsson > Nöotún 17 105 Rvik • siml 621315 • Alhhöa raöningahjonusta 9 Fyrirtælgasala 9 Fjármalaraögjöf fyrir fyrirtæki Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að gjalddagi launaskatts fyrir mánuðina maí og júní er 15. júlí nk. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til innheimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík toll- stjóra, og afhenda um leið launaskatts- skýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.