Morgunblaðið - 14.07.1987, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 14.07.1987, Qupperneq 40
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1987 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Sumarleyfisferðir Ferðafélagsins 15.-19. júli (5 dagar): Land- mannalaugar — Þórsmörk. Gengið á fjórum dögum frá Landmannalaugum til Þórs- merkur. Gist i sæluhúsum F.l. á leiðinni. Biðlisti. Fararstjóri: Hilmar Þór Sigurðsson. 15.-19. júlf (5 dagar): Hvftárnes-Þverbrekknamúli — Hveravellir. Gengið með svefnpoka og mat milli sæluhúsa F.l. á Kjalarsvæö- inu. Skoöunarferöir frá áningar- stöðum. Biðlisti. Fararstjóri: Dagbjört Óskarsdóttir. 17.-24. júlf (8 dagar): Lónsöræfi. Flug eóa rúta til Hafnar f Horna- firöi. ieppar flytja farþega inn á lllakamb. Gist í tjöldum. Farar- stjóri: Egill Benediktsson. 17.-22. júlf (6 dagar): Land- mannalaugar — Þórsmörk. Gengið milli gönguhúsa frá Landmannalaugum til Þórs- merkur. Fararstjóri: Arnar Jónsson. 22. -26. júlí (5 dagar): Land- mannalaugar — Þórsmörk. 23. -26. júlf (4 dagar): Strandir ísafjarðardjúp. Gist tvær nætur á Laugarhóli f Bjarnarfiröi og eina nótt í Reykja- nesi. Ekið norður i Trókyllisvík, farið yfir í Djúp um Steingríms- fjarðarheiði, og suöur til Reykjavíkur um Þorskafjaröar- heiði. Fararstjóri: Sigurður Kristinsson. Farmiðasala og upplýsingar á skrifstofu F.Í., Oldugötu 3. Feröafélag Islands. UTIVISTARFERÐIR Sumarleyfisferð á Homstrandir 17.-24. júlí, 8 dagar Ekið á föstud. um Strandir i Norðurfjörð og siglt í Reykjafjörð á Homströndum. Dvalið. þar til fimmtudags og siglt fyrir Hom til Isafjarðar. Frábærar göngu- leiðir til allra átta frá tjaldstað. Tilvalin fjölskylduferð. Góð farar- stjóm. Sundlaug. Uppl. og farm. á skrifst. Grófinni 1, simar 14606 og 23732. Sjáumst. Otivist. ferðafélag. 1927 60 ára 1987 FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Helgarferð 17.-19. júlí: 1) Kjölur — gönguferð f Kerllng- arfiöllum Ekið til Hveravalla og gist þar í sæluhúsi Ferðafólagsins. Á laugardegi er fariö i Kerlingar- fjöll og gengið þar. 2) Landmannalaugar — Eldgjá Ekið til Landmannalauga og gist þar í sæluhúsi Ferðafélagsins. Farið í Eldgjá ef fært verður, annars farnar gönguferðir á Laugasvæöinu. 3) Þórsmörk — glst f Skag- fiörðsskála/Langadal Gönguferöir um Mörkina. Missið ekki af sumrinu i Þórsmörk. Notfærið ykkur frábæra aðstöðu Feröafélagsins í Langadal og dveljiö lengri tíma. Brottför i allar ferðirnar er frá Umferðamiðstööinni, austan- megin, kl. 20.00 föstudag. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu Ferðafélagsins, Öidu- götu 3. Ferðafélag islands. 1927 60 ára 1987 FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Dagsferðir Ferðafélagsins: Miðvikudagur 15. júlí: kl. 08.00 Þóramörk — dagsferð á kr. 1.000,- Kl. 20.00 Bláfiöll - farlð upp með stólalyftunni (kvöldferð). * Verð kr. 500.- Laugardagur 18. júli: Kl. 08.00 HEKLA 10 klst. gönguferð fram og til baka á Heklutind (1491 m). Ógleymanleg gönguferð. Verð kr. 1.200.- Brottför frá Umferðamiðstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bil. Fritt fyrir böm í fylgd fullorðinna. Ferðafélag (slands. Krossinn Auðhrekku 2 — KópavoRÍ Samkoma i kvöld kl. 20.30 i höndum trúboöshópsins frá Biblíuskóla Jimmy Swaggart. Allir velkomnir. ÚTIVISTARFERÐIR Miðvikudagur 15. júlí Kl. 8.00 Þórsmörk. Dagsferð kr. 1000.- Sumardvöl til föstudags eða sunnudags er ódýrt sumar- leyfi. Gist í Básum. Kl. 20.00 Engey. Brottför frá kornhlööunni Sundahöfn kl. 20.00. Verð kr. 400.- Fritt fyrir börn m. fullorönum. Ef veður aftrar landtöku verður farið í Viö- ey. Gengið verður um eyjuna. Helgarferðir 17.-19. júlí 1. Þórsmörk — Goðaland. Gist f Útivistarskálunum Básunum. Brottför föstud. kl. 20.00. 2. Landmannalaugar — Land- mannaleið. Gist í húsi. Brottför kl. 20.00, föstud. Farið í Eldgjá ef færð leyfir. 3. Skógar — Fimmvörðuháls — Básar. Brottför laugard. kl. 8.00. 4. Sprengisandur — Eyvlnda- kofaver. Sunnud. 19. júli kl. 8.00. Uppl. og farm. á skrifst. Grófinni 1, símar: 14606 og 23732. Sjáumst, Útivist. Hilmar Foss lögg, skjalaþýð. og dómt., Hafnarstræti 11, símar 14824 og 621464. Dyrasímaþjónusta Gestur rafvirkjam. — S. 19637. Gistiheimilið Mjóuhlið 2. S. 24030. r raðauglýsingar raðauglýsingar raðauglýsingar Til leigu óskast Til leigu óskast fyrir starfsmann okkar 2ja-3ja herbergja íbúð. Hafið samband í síma 24114. Ásgeir Einarsson hf. ATH! Ung kona, kennari, óskar eftir 2ja-3ja her- bergja íbúð. Reglusemi og góðri umgengni heitið. Þrif koma til greina upp í kostnað á leigu. Upplýsingar á kvöldin í síma 28624 (heima), 79760 (í vinnunni). Brynja. Islandsmót FMÍ í vélflugi verður haldið laugardaginn 18. júlí nk. (til vara 19. júlí) á Hellu. Væntanlegir þátttakendur eru vinsamlegast beðnir að skrá sig sem fyrst hjá formanni viðkomandi flugklúbbs eða „ON TOP“ í gamla flugturnin- um á Reykjavíkurflugvelli. Vélflugdeild FMÍ. Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir júnímánuð er 15. júlí. Ber þá að skila skattinum til inn- heimtumanna ríkissjóðs ásamt söluskatts- skýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið. Orðsending Þeir, sem þurfa að hafa tal af mér, geta náð sambandi við mig í síma 11610 kl. 8.00- 10.00 árdegis alla virka daga. (Góðfúslega sjkrifið niður símanúmer og símatíma). Magni Guðmundsson, Ph.D. hagfr. Ragnar Tómasson Borgartún 29 ^HUSAKAUP Veitingastaður Af sérstökum ástæðum er til sölu einn af betri veitingastöðum borgarinnar. Leigusamningur á húsnæði til langs tíma. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. Beitusíld Til sölu af sérstökum ástæðum úrvals beitu- síld. Upplýsingar í síma 97-5132. Ámi Guðnason, Akranesi - Minning Ami Guðnason, Háholti 18, Akranesi, lést á sjúkrahúsi Akra- ness eftir nokkurra vikna legu hinn 4. júlf. Hann verður jarðsettur frá Akranesskirkju í dag. Ámi var fæddur á Kaldbak í Garði 26. október 1905. Hann var sonur hjónanna Guðna Grímssonar sjómanns og Ragnheiðar Þórðar- dóttur. Þau eignuðust tvö börn önnur, sem bæði eru látin, Þor- björgu er lést ung og Þorgrím er í mínu minni bjó í Klöpp í Garðinum. Guðni Grímsson á Kaldbak og Guð- mundur Grímsson í Réttarholti, langafi þess er 'þessar línur ritar, voru braéður. Nálægð og frændsemi gerðu að verkum að verulegur sam- gangur var milli bæjanna í Réttar- holti og á Kaldbak og systkinin í Réttarholti og á Kaldbak voru mjög jafnaldra. Kaldbakur, eða Kallbakur eins og sagt var í Garðinum, var ofan vegar í inn-Garðinum, ásamt Móa- koti milli þess þar sem seinna voru Hvammur og Hausthús. Það var meðan hús í Garðinum hétu, en voru ekki bara númer, eins og nú þykir sumum betra. Ungur að árum, innan við ferm- ingu, varð Ámi fyrir þvf áfalli að veikjast af berklum, sem þá voru sá sjúkdómur er fólk óttaðist einna mest og flesta dró jtil dauða. Merki sjúkdómsins bar Árni til æviloka því annar fótur hans varð staur. Það hefur örugglega ekki verið árennilegt á þeim árum að leggja útí lífsbaráttuna þannig búinn. Þjóðfélag þeirra tíma var önnur veröld en við nú þekkjum. En Ámi var þeirrar gerðar að hann lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Ámi nam skósmíði hjá Gunnari Ámasyni, skósmið í Keflavík. Hann mun þó lítið hafa starfað við þá grein eftir að námi lauk, heldur stundaði þá vinnu sem til féll jafnt til sjós og lands í Keflavík, Sand- gerði og Garði( þrátt fyrir stirðan fót og mjöðm. í Sandgerði starfaði Ámi meðal annars hjá Haraldi Böðvarssyni af Akranesi, sem þar hafði þá mikil umsvif. Síðar fluttist Ámi upp á Akra- nes, sjálfsagt í og með vegna starfanna hjá Haraldi. Á Akranesi kynntist hann Ásbjörgu Gróu Ás- mundsdóttur, sem fædd er í Fells- axlarkoti, en alin upp í Litla- Lambhaga. Felldu þau hugi saman og gengu í hjónaband 19. nóvember 1938. Heimili þeirra var fyrst á Laugabraut 26, en síðustu tæp 40 árin áttu þau heima í Háholti 18. Þau eignuðust ekki böm, en það hefí ég fyrir satt að bömum ann- arra hafí þau oft verið betri en enginn. A Akranesi stundaði Ámi sjó- mennsku framan af. Var á síld á sumrum og við vertíðarróðra á vetr- um. Árið 1933 hóf hann störf hjá Haraldi Böðvarssyni á Akranesi, fystu árin til sjós, en svo í landi. Hjá Haraldi og afkomendum hans, sem síðan tóku við stjóm fyrirtækj- anna, starfaði Ámi síðan í rúmlega 40 ár eða til ársins 1975 að hann lét af störfum. Hann minntist oft áranna hjá Haraldi og þá jafnan með miklum hlýhug til stjómend- anna, eldri sem yngri, sem hann taldi alla tíð hafa sýnt sér sérstaka velvild. Frá bamæsku hafði það verið í vitund minni að frændfólk ætti ég á Akranesi. Það var þó ekki fyrr en á fullorðinsárum, þegar leið mín fór að liggja býsna oft um Akranes að ég fór svolítið að reyna rækja frændsemina og það var ævinlega gott að heimsækja þau Áma og Gróu í Háholti 18. Ámi frændi minn kom mér þann- ig fyrir sjónir, að hann hefði verið hamhleypa og víkingur til vinnu, fastur fyrir og fylginn sér. Ömgg- lega var hann skapstór og skapheit- ur, en það var ævinlega grunnt á gamanseminni. Hann var svipsterk- ur og þykkt, grátt hárið gaf honum höfðinglegt yfírbragð. Að leiðarlokum þakka ég frænda mínum samfylgdina, hlýhug og vin- áttu í minn garð og minnar fjöl- skyldu. Gróu votta ég einlæga samúð er hún nú í hárri elli kveður ástvin sinn. Megi sá er öllu ræður veita henni styrk og vernd. Eiður Guðnason
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.