Morgunblaðið - 14.07.1987, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 14.07.1987, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1987 43 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Útlit í dag ætla ég að fjalla áfram um útlit stjömumerkjanna. Greinin í dag verður sú síðasta um það efni í bili. Eins og áður er hafður sá fyrirvari að útlit mótast af öllu korti hvers einstaklings. Erfðaþættir hafa síðan einnig sitt að segja, sbr. hið fræga Bijánsstaðanef. Steingeitin Hin dæmigerða Steingeit hef- ur oft heldur kalt yfirbragð, er stíf á svip og virðist þunglamaleg og alvörugefin. Hún þrammar áfram, djúpt hugsi, og virðist hafa heiminn á herðum sér. Einnig má þekkja hana á íhaldssömum og klassískum klæðaburði. Konur í Steingeitarmerkinu eru oft ljóshærðar og bláeyg- ar. Fegurð þeirra er köld og öguð, a la Grace Kelly frá Mónakó. Karlamir eru oft luralegir og jarðbundnir i vexti, þ.e. þykkir og þéttir. Þó er einnig til grannholda útgáfa af Steingeit, því oft mótar þörfin fyrir aga og sjálfsafneitun útlitið. Vatnsberinn Vatnsberar eru gjaman ljósir yfirlitum. Yfir þeim hvílir ákveðin heiðríkja og ró sem gerir þá all sérstaka. Þeir virka oft kuldlegir og frá- hrindandi á ókunna. Yfirbragð þeirra er samt sem áður vin- gjamlegt og brosmilt. Vatns- berar em almennt grann- vaxnir og frekar fínlegir í útliti og er andlitsfall og líkamsbygging regluleg. Þeir eru því yfírleitt myndarlegir. Til eru tvær gerðir af Vatns- bera, eftir því hvort Satúmus eða Úranus er ráðandi. Þeir fyrmefndu eru venjulegri og hafa oft á tíðum frekar dauf- legt yfirbragð en þeir síðar- nefndu eru rafmagnaðir og oft á tíðum sérstakir, bæði hvað varðar útlit og klæðaburð. Fiskurinn Fiskurinn er mjúkur og fínleg- ur. Líkamsbygging hans er mjúk og er lítið um skarpa drætti sem aðgreina eitt frá öðru. Karlmenn í Fiskamerk- inu eru t.d. sjaldan með áberandi vöðvabyggingu. í einstaka tilvikum fer vöxtur Fisksins í hundana ef svo má að orði komast, þ.e. hann verð- ur ólögulegur í vexti. Augu hans eru oft sérstök, stór, fjar- ræn, syndandi, vingjamleg og draumlynd. Fiskurinn hefur einnig _oft á tíðum góðlegt bros. Áberandi er svífandi göngulag. Brœðingur Ég sagði hér að framan að útlitið mótist af kortinu i heild. Þegar merkin eru mörg beij- ast þau um yfírráðin og útkoman verður einhvers kon- ar málamiðlun eða bræðingur allra þáttanna. Maður með sól í Bogmanni og Tungl í Krabba er kannski hávaxinn (Bog- maður) en Krabbin leggur til ummálið og mýktina, þannig að viðkomandi verður stór og þybbinn I stað þess að vera stór og grannur ef einungis væri tekið mið af Bogmanni. í gær talaði ég um áhrif plán- eta, Júpfters og Satúmusar, á útlit manna. Það er t.d. öruggt að Naut, sem er að upplagi þétt á velli, verður meira um sig ef Júpíter er ( afstöðu við Sólina en grennra ef sam- dráttur Satúmusar heldur nautnasýkinni I skefjum. „Ég veit að þig langar út að borða, að þig langar að fá þér aðra tertusneið. En mundu að þú hefur skyldum að gegna. Þú þarft að vinna í kvöld," segir Satúmus og Nautið bítur á jaxlinn og kílóin safnast ekki fyrir. a r>ni i uAKHUK þOL/EKK/ ANNflO seONA SKOTIVetZÐ AÐ f/NNA L&Ð T/L AÐ STÖÐVA ee/NA OGHfáSt KONONGl G- .FoPTOO C.wefcEK GRETTIR ShAACK ShAACK SMACK DYRAGLENS 01962 Trlbune Company Syndlcete, Inc. UOSKA ~7/^ rta.hbv,- H > MlkllL C TENMIS" S Keppni MÉR LÍPOR EINI5 OG && -_V* R1 UPPTVSiNGAMlD- ^ S1ÖP y. FERDINAND rrrrrrrrrrrrrr:.............................. • ........... ............................. SMAFOLK HERE'S TME W0RLE7 FAMOUS HOCKEV' PLAVER RACIN6 POWN THE ICE,' ® ME KN0UI5 I PON'T HAVE A SLAP5H0T.. Hér æðir heimsfrægi Hann þykist ætla að reyna Markmaðurinn lætur það Hann veit að ég kann ekki isknattleiksmaðurinn nið- skáskot... ur ísinn! ekki á sig fá ... skáskot... BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Mörgum hættir til að spila út einspili gegn litarsamningi bara^- ef þeir eiga það til. Það er mjög misráðið, eins og eftirfarandi spil er gott dæmi um. Vestur gefur; NS á hættu. Norður ♦ Á976 ¥ KD1052 ♦ 4 ♦ 872 Vestur ♦ 83 ¥ Á8764 ♦ 8 ♦ Á10965 Austur ♦ KG4 ¥93 ♦ D1053 ♦ KG43 Suður ♦ K1052 ¥G ♦ ÁKG9762 ♦ D Vestur Norður Austur Suður Pass Pass Pass 3 tíglar 3Jyörtu Pass Pass 3 spaðar 4 lauf Pass 4 spaðar Pass Dobl Pass Athyglisverðar sagnir. Venju- lega opna menn ekki á hindrun- arsögn með flórlit til hliðar i hálit, en suður var í flórðu hendi og vildi ekki hleypa andstæðing- unum of auðveldlega inn á. En vestur vaknaði samt til lífsins og sýndi hjartalitinn. Suður ákvað að sýna fjórlitinn í spaða úr þvi að norður lét það ógert að dobla hjörtum. Og enn var barist upp $ fjóra spaða doblaða. í sjálfii sér góður árangur i sögnum hjá AV, en veatur breytti vænlegum ágóða í stórtap þegar hann valdi að spila út einspilinu í tígli. Sagnhafi á nú tvær vinnings- leiðin Hann getur stungið tígul í blindum og spilað spaðaás og meiri spaða. Eða farið i hjartað og notað það sem tromp á aust- ur. Með laufsókn er spilið hins vegar vonlaust, því sagnhafi ræður ekki við styttinginn heima. Og auðvitað er Iauf rétta útspilið. Einspil lætur maður helst ekki út nema eiga góða möguleika á að makker eigi snögga innkomu á litinn eða tromp, svo stungan náist. Þar sem vestur á tvo ása sjálfur getur hann varla vænst þess að styrkur makkers liggi i ásum. Ennfremur er fráleitt að spila upp í sannaðan hliðarlit sagn- hsrfa. í þessu tiifelli hlýtur dobl austurs að vera byggt á styrk í spaða og tígli. Því ber að sækja sagnhafa þar sem hann er veik-^ astur fyrir, sem líklega er i laufi, úr þvi að makker tók ekki undir hjartað. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Á millisvæðamótinu í Subot- ica í Júgóslavíu sem nú er að ljúka kom þessi staða upp i skák Indveijans Prasad og ung- verska stórmeistarans Sax, sem hafði svart og átti leik. ■ £H ■& ■x iip A II & A SÉt fill m m fjf wm. 1 al Æi 38. - Bxh2!, 39. Hxh2 _ Hxe2 og hvítur gafst upp. Þegar flórar umferðir voru eftir á mótinu leit út fyrir mikinn sigur Englend- inga. Short var efstur og Speelman annar, en næstir komu Ungveijinn Ribli og Mik- hail Tal var enn fjórði þrátt fyrir slæmt tap fyrir Prasad.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.