Morgunblaðið - 14.07.1987, Side 60

Morgunblaðið - 14.07.1987, Side 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1987 FJölsótt ráðstefna endurskoðenda TUTTUGASTA og önnur sumarráðstefna Félags lögg- iltra endurskoðenda var haldin í Hótel Örk í Hvera- gerði dagana 3.-5. júlí. Megin verkefni ráðstefnunnar var umfjöllun um innri málefni félagsins, samskiptareglur, árit- anir og vinnupappíra endurskoð- enda. Frummælandi um samskipta- reglur félagsins var Helgi V. Jónsson, löggiltur endurskoð- andi, en endurskoðunarnefnd, skipuð þeim Rúnari B. Jóhanns- syni, Sigurði H. Pálssyni, Sturlu Jónssyni og Tryggva Jónssyni, löggiltum endurskoðendum, undirbjó umræður um áritanir og vinnupappíra. Að lokinni framsögn fóru umræður fram um þessi mál í sex umræðuhóp- um. Ráðstefnugestir komu til hótel Arkar í Hveragerði að kvöldi föstudags, 3. júlí, en ráðstefnan var sett kl. 9.15 að morgni laug- ardags með ávarpi formanns félagsins, Eyjólfs K. Siguijóns- sonar, löggilts endurskoðanda. Bauð hann sérstaklega vel- komna til ráðstefnunnar frú Margaret Downes, sem er for- seti nýstofnaðs evrópuráðs endurskoðenda, sem aðsetur hefír í Brussel. Hún ávarpaði síðan ráðstefnugesti áður en gengið var til dagskrár ráðstefn- unnar. Komu fram í ávarpi hennar fróðlegar upplýsingar um nýj- ustu viðhorf að því er varðar starfssvið endurskoðenda, fram- kvæmd gildandi reglna og þróunar nýrra með hliðsjón af síauknum alþjóðlegum sam- skiptum. Síðari hluta laugardags fór fram knattspymukeppni milli Debet- og Kredit-liða og vann Debet-liðið, en um kvöldið var stiginn dans af miklu fjöri. Þessi ráðstefna var vel sótt af félögum FLE og mökum þeirra og tókst í alla staði vel. (Fréttatilkynning.) Morgunblaðið/Ámi Sæberg Ferðalangur á vegum Ferðabæjar við rætur Snæfellsjökuls. Dagsferðir á Snæfellsnes FERÐASKRIFSTOFAN Ferða- bær skipuleggur nú dagsferðir á Snæfellsnes i samvinnu við Arn- arflug, Hótel Nes i Ólafsvik og bæjarstjóm Ólafsvíkur. Þessar ferðir verða famar tvisvar i viku og hefur Araarflug bætt við áætlanaflugi á Rif af þessu til- efni. víkur sem er vikan 15.-22. ágúst og að sögn_ Kristjáns Pálssonar bæjarstjóra Ólafsvíkur verður for- seti Islands Vigdís Finnbogadóttir ein af afmælisgestunum. V estmannaeyjar: Morgunblaðið/Sverrir Einar Öra Einarsson (Manni) og Garðar Thór Cortes (Nonni) ásamt Agústi Guðmundssyni leik- stjóra um borð í m/s Örion sem verður heimili þeirra félaga næstu tíu vikurnar. Nonni og Manni valdir úr hópi 200 umsækjenda Tveir islenskir piltar hafa verið valdir úr hópi tvö hundruð um- sækjanda til þess að fara með hlutverk bræðranna Nonna og Manna i sjónvarpskvikmyndinni um Nonna. Þeir heita Garðar Thór Cortes sem fer með hlutverk Nonna og Einar Öra Einars- son sem leikur Manna. NÚ eru að hefjast kvikmynda- tökur á sjónvarpskvikmynd sem byggð er á sögunum um Nonna eftir Jón Sveinsson. Myndin verð- ur unnin í samvinnu fyrirtækja og aðila víðs vegar að úr Evrópu en einn helsti framkvæmdaraðil- inn er norska fyrirtækið Filmeff- ekt a/s í samvinnu við þýska fyrirtækið Taurus Film og breska fyrirtækið Arena Films. Ágúst Guðmundsson leikstjóri myndarinnar sagði í samtali við Morgunblaðið að flest útiatriði myndarinnar yrðu tekin upp á stöðum allt í kringum Breiðafjörð og í Flatey sem hefur að hluta verið breytt í Akureyrarbæ á síðustu öld. Inniatriðin verða öll tekin upp í Noregi. Áætlað er að tökur sumaratriða taki tíu vikur og verður aðalaðsetur kvikmynda- fólksins um borð í norska skipinu m/s Orion þar sem engin leið var að fá hótelpláss fyrir alla aðstand- endur á þessum árstíma. Ágúst sagði að leikarar kæmu frá fimm löndum, íslandi, Noregi, Englandi, Spáni og Frakklandi. Mikið var leitað að Nonna og Manna og voru yfir 200 piltar ffá ýmsum Evrópulöndum prófaðir. Verið var að leita að enskumæl- andi strákum á vissum aldri. Ágúst kvaðst hafa orðið mjög undrandi á þeim fjölda íslenskra pilta sem talaði ensku og jafnvel án þess að hafa nokkum tímann komið út fyrir landsteinana. Þegar Ágúst var spurður að því hvers vegna Garðar og Einar Óm hefðu verið valdir sagði hann að það væri fyrst fremst vegna þess að þeir hefðu sýnt góða leik- hæfileika. Ungu leikaramir Garðar og Einar Öm sögðu í samtali við Morgunblaðið að þeir hefðu mik- inn áhuga á leiklist og hefðu áður leikið í skólaleikritum. Garðar sagðist tala ensku vegna þess að mamma hans væri ensk og var hann eitt ár í skóla á Englandi. Einar Öm hefur verið í enskum skóla í Tanzaníu undanfarin fjög- ur ár og talar því ensku jafnvel og móðurmálið. Hvorugur piltanna hefur áður komið til Flateyjar en þeir sögð- ust hlakka mikið til þess að hverfa hundrað ár aftur í tímann. Einar Öm sagði að Clint East- wood væri uppáhaldsleikarinn sinn og sagðist hann stefna að því að verðá eins góður leikari og hann. Uppáhaldsleikari Garðars er um þessar mundir grínleikarinn Mel Brooks en hann sagði að líklega yrði Einar Öm í uppáhaldi eftir sumarið. Reiknað er með að sjónvarps- kvikmyndin Nonni verði frumsýnd um jólin 1988. Hótel Þórshamar opnað Hótel Þórshamar í Vestmannaeyjum. ------- Morgunblaðið/Guðl. Sig. Að sögn Inga Sverrissonar hjá Ferðabæ kom hugmyndin að þess- um ferðum fram í vor. Var þá strax haft samband við Amarflug og bæjarstjóm Ólafsvíkur og höfðu báðir aðilar áhuga á samstarfinu. Ingi sagði að flogið yrði með Amarflugi á Rif á mánudags- og föstudagsmorgnum kl. 8.00. Þá yrði ekið með rútu í kringum Snæ- fellsjökul og með sérstökum fjallabíl, sem Ólafsvíkurbær hefur fest kaup á, inn á jökulinn. Fólk getur sfðan valið um það að fljúga til Reykjavíkur síðdegis eða að ganga á jökulinn með leiðsögu- manni og fara til Reykjavíkur næsta dag. Herbert Hjelm formaður bæjar- ráðs Ólafsvíkur sagði í samtali við Morgunblaðið að bæjarstjóm Ól- afsvíkur hefði verið sammáta um að bæta þyrfti aðstöðu þeirra ferða- manna sem vildu heimsækja bæinn. Herbert sagði að bærinn ætti 300 ára verslunarafmæli í ár og því ekki úr vegi að bjóða ferðamönnum til veglegrar veislu. Verið er að vinna að gerð heim- ildamjmdar um Ólafsvík og verður hún sýnd í sjónvarpinu um miðjan ágúst. Ýmislegt annað verður til skemmtunar á afmælisviku Ólafs- NÝTT glæsilegt hótel, Hótel Þórshamar, var opnað í Vest- mannaeyjum um helgina. Hótelið er staðsett í hjarta bæjarins, við Vestmannabrautina, og i því eru 16 tveggja manna herbergi og að auki tvær íbúðir. Setustofa með vönduðum húsgögnum er fyrir gesti og salur þar sem morgun- verður er borinn fram. Síðar i haust verður opnaður fullkominn matsölustaður á jarðhæð hótels- ins. Hótel Þórshamar er í eigu fyrir- tækisins H. Sigurmundsson hf. sem er fjölskyldufyrirtæki hjónanna Heið- mundar Sigurmundssonar og Guð- rúnar Jóhannsdóttur og bama þeirra. Hótelstjóri verður Jóhann Heið- mundsson. Húsið teiknaði Ólafur Á. . Kristjánsson fyrrum bæjarstjóri en Siguijón Pálsson teiknaði innrétting- ar. Hótelið var byggt á grunni gamla Þórshamarshússins þar sem fyrrum var Nýjabíó, en það skemmdist mikið í gosinu 1973. Húsið var innréttað og öllum búnaði þar fyrir komið á 100 dögum. Verkið var allt unnið af iðnaðarmönnum úr Eyjum og öll hús- gögn og innréttingar eru íslensk framleiðsla. „Við vonum að þetta hús eigi eftir ,að hýsa marga góða gesti og það verði bæjarfélaginu til sóma,“ sagði Heiðmundur Sigurmundsson f sam- tali við Morgunblaðið. Hann sagði að markmiðið með byggingu þessa hót- els væri viðleitni til þess að auka ferðamannastrauminn til Vest- mannaeyja og reyna að fá ferðamenn til að dvelja þar lengur. „Þess vegna fórum við út í það að byggja upp gott hótel með góðum þægindum. Hér eru 18 herbergi, tvær íbúðir en hin herbergin eru tveggja manna, öll með baði. Á öllum her- bergjum er sjónvarp, sfmi, morgun- hani, og ísskápur. Hér munum við reyna að láta gestum líða vel, þannig að þeir fari með góðar endurminning- ar frá Vestmannaeyjum," sagði Heiðmundur Sigurmundsson. Heiðmundur sagði ennffemur að Vestmannaeyjar væru virkileg perla að koma til, þar væri náttúrufegurð mikil og upp á margt væri að bjóða fyrir ferðamenn. „Þessi rekstur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.