Morgunblaðið - 19.07.1987, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 19897
Fornleifauppgröfturinn í Aðalstræti:
Fundu kol úr kol-
Margrét Hallgrímsdóttir heldur á koli
úr kolbogasýningavél Fjalakattarins. A
innfelldu myndinni sjást Margrét og
Theódóra vinna við að teikna snið af
uppgreftrinum í Aðalstræti.
bogasýningavél-
um og* vaðmálsbút
FUNDIST hafa kol úr elstu gerð
kolbogasýningavéla frá fyrri
hluta þessarar aldar í uppgreftr-
inum við Aðalstræti. Kolin
fundust á þeim stað þar sem
gamli sýningarsalur Fjalakattar-
ins var til margra ára. Þá fannst
einnig í gær vaðmálsbútur í upp-
greftrinum.
Að sögn Margrétar Hallgríms-
dóttur fomleifafræðings hafa
komið í ljós þijú mannvistarlög, það
elsta hugsanlega frá miðöldum.
Hún sagði að uppgröfturinn væri
Ný útvarps-
stöð byrjar
um áramót
ÚTVARPSFÉLAGIÐ Rót, en
að því standa ýmsir félagar
úr samtökum á vinstri kanti
stjórnmálanna, hyggst hefja
útsendingar um næstkomandi
áramót.
Gert er ráð fyrir að stofnkostn-
aður stöðvarinnar sé um 3 milljón-
ir króna og verður opnað
hlutafjárútboð á næstunni. Út-
varpsstöðin hyggst einkum út-
varpa töluðu orði og vera
vettvangur fyrir friðar-, verka-
lýðs-, jafnréttis-, umhverfis-, og
menningarmál.
langt kominn og lyki honum endan-
lega um mánaðarmótin. Eftir væri
að gera sniðmyndir og ganga frá
svæðinu, en eins og kunnugt er
verður byggt á lóðinni. „Uppgröft-
urinn er mikilvægur að því leyti að
nú er vitað meira en áður um gamla
sjávarbotninn og landslag á svæð-
inu á landnámsöld. Við vitum
ennfremur að gamli bærinn, sem
fannst við uppgröft í Aðalstræti 18
og 14 hefur ekki teygt anga sína
hingað.
Þetta var fyrst og fremst könn-
unargröftur á vegum Arbæjarsafns
og markmiðið að athuga hvað væri
í grunninum. Uppgröfturinn er jafn-
mikilvægur viðvíkjandi endanlegri
niðurstöðu á útbreiðslu byggðar á
þessu svæði frá fyrstu tíð hvort sem
eitthvað hefði ftmdist eða ekki,"
sagði Margrét.
Morgunblaðið/KGA
Borgardómur í leigribílstj óramálinu:
Aðild að Frama forsenda
fyrir leyfi til leigubílaakstiirs
Fertugnr
amfetamínsali:
Dæmdur í
20 mánaða
fangelsi
SAKADÓMUR í ávana- og fikni-
efnamálum hefúr kveðið upp
dóm yfir fertugum manni fyrir
að hafa í fórum sínum og ætla
að selja i ágóðaskyni rúmlega
160 grömm af amfetamíni. Mað-
urinn var dæmdur í 20 mánaða
fangelsi og 10.000 kr. sekt.
Sakbomingur var handtekinn í
lok nóvember, eftir að húsleit hafði
verið framkvæmd á heimili hans.
Maðurinn er góðkunningi lögregl-
unnar og hefur hlotið þunga dóma
áður, bæði hérlendis og í Danmörku
fyrir sams konar brot. Dómurinn
hefur ekki verið birtur hinum
dæmda, en hann er staddur erlend-
BORGARDÓMUR kvað upp dóm
síðastliðinn föstudag í svokölluðu
leigubílstjóramáli. Dómarinn
komst að þeirri niðurstöðu, að
umsjónarnefnd leigubifreiða
hefði verið heimilt að svipta
leigubílstjóra leyfi sínu, sem neit-
aði að vera félagi i Frama.
Atvik máls voru með þeim hætti
að leigubílstjóri hjá Steindóri var
sviptur atvinnuleyfí af umsjónar-
nefnd leigubifreiða, þar eð hann
neitaði að gerast félagi í Frama,
stéttarfélagi leigubílstjóra.
Leigubílstjórinn, Sigurður Ármann
Siguijónsson sætti sig ekki við
þessa sviptingu og höfðaði dómsmál
gegn umsjónamefnd leigubifreiða
og ráðuneyti samgöngumála, þar
sem krafist var ógildingar leyfis-
sviptingarinnar.
Sækjandi byggði kröfur sínar
m.a. á eftirfarandi málsástæðum. í
fyrsta lagi taldi hann óheimilt að
skylda menn til þátttöku í félögum;
slíkt væri í andstöðu við 73. gr.
stjómarskrárinnar um félagafrelsi.
í öðru lagi taldi sækjandi að lögin
um leigubifreiðar mæltu ekki fyrir
um það að leigubílstjórar ættu að
vera félagar í Frama. Í þriðja lagi
bæri ráðherra valdið samkvæmt
lögum um leigubifreiðar til að út-
hluta og afturkalla starfsleyfi og
að framsal þessa valds til umsjónar-
nefndarinnar væri ólögmætt. Því
fremur ætti þetta við, þar eð hér
væri um takmörkun á atvinnufrelsi
að ræða, sem lagaboð þyrfti til sam-
kvæmt 69. gr. stjómarskrárinnar.
í fjórða lagi hélt sækjandi því fram,
að sviptingin væri ólögmæt, jafnvel
þó hann væri ekki félagi, þar eð
einfaldlega hefði mátt innheimta
félagsgjöldin.
Veijandi, ríkislögmaður, hafnaði
því að skyldan væri andstæð 73.
gr. Greinin stæði því ekki í vegi að
menn væru skyldaðir til þátttöku í
félagi, fylgdu aðildinni réttindi.
Frama væri með lögum tryggð
ákveðin einokunaraðstaða, þannig
að þeir sem ekki væru í félaginu
nytu ekki réttindanna. Taldi veij-
andi það og ljóst, að samkvæmt
skýringu á lögum um leigubifreiðir,
með hliðsjón af tilgangi laganna og
eðli, væri leigubflstjórum skylt að
vera í Frama. Um brottreksturinn
sagði veijandi að það væri viður-
Félagsmálaráð:
Veitingahúsið Lennon
verði svipt vínleyfi
FÉLAGSMÁLARÁÐ hefúr óskað
eftir því við lögreglustjóra og
dómsmálaráðuneyti að veitinga-
staðurinn Lennon við Austurvöll
verði sviptur vínveitingaleyfi.
„Þetta á sér þann aðdraganda að
veitingahúsið fékk endurnýjun á
almennu vínveitingaleyfi 30. april
sl. efltir að málinu hafði áður ver-
ið frestað um nokkurn tíma, þar
sem menn töldu ýmislegt að-
finnsluvert við starfsemina,“
sagði Árni Sigfússon, formaður
félagsmálaráðs í samtali við
Ólafur ísleifsson efiiahagsráðunautur ríkisstj órnarinnar
um endurskoðaða Þjóðhagsspá:
Skýrslan lýsir góðærinu
mikla sem verið hefiir
Áframhaldandi uppgangs tæplega að vænta
„ÖÐRUM þræði er skýrsla
Þjóðhagsstofiiunar lýsing á því
mikla góðæri sem þjóðin hefúr
notið á síðustu árum,“ sagði
Ólafúr ísleifsson, efinahags-
ráðunautur ríkisstjórnarinnar,
þegar Morgunblaðið innti hann
álits á endurskoðaðri Þjóð-
hagsspá er kynnt var síðastlið-
inn föstudag. „Gangi spá
stofnunarinnar efltir hafa tekj-
ur á mann aukist að raungildi
um nálega þriðjung á þremur
árum.“
„Á hinn bóginn kemur ljóslega
fram í skýrslunni að þenslu gætir
á ýmsum sviðum efnahagslífsins.
Jafnframt kemur fram, meðal
annars í ljósi nýlegrar skýrslu
Hafrannsóknarstofnunar, að tæp-
ast er að vænta áframhaldandi
uppgangs í efnahagsmálum. Það
er brýnt að menn átti sig á þess-
um horfum framundan og taki
mið af þeim svo að takast megi
að veija þann árangur sem áunn-
ist hefur."
Morgunblaðið. „Samkvæmt upp-
lýsingum frá unglingadeild
Félagsmálastofiiunar og eftirlits-
mönnum vínveitingahúsa hefúr
margt farið úrskeiðis í starfsem-
inni, og hefúr verið okkur veru-
legt áhyggjuefiii."
Á þessum sama fundi tók félags-
málaráð ákvörðun um að rýmka
reglur um úthlutun vínveitingaleyfa
þannig að staðir sem sækja um al-
mennt vínveitingaleyfi fái það,
uppfylii þeir þær kröfur sem settar
eru. Að undanfömu hafa vínveitinga-
leyfi verið nær einskorðuð við léttvín
með mat, konfak og ýmsa kaffílí-
kjöra. „Sé eitthvað athugavert við
aðstæður áskiljum við okkur rétt til
þess að takmarka leyfin og um leið
og þessi rýmkun á sér stað erum við
að herða eftirlit og aðgerðir gagn-
vart þeim sem fara ekki að settum
reglum," sagði Ámi Sigfússon
„Þannig fylgir aukin ábyrgð auknu
valfrelsi."
Annríki hjá
lögreg’lunni
MIKIL ölvun var I miðbænum
aðfararnótt laugardags og hafði
lögreglan í mörgu að snúast.
Fjöldi unglinga safnaðist í mið-
bænum eftir tónleika A-ha og voru
fímm rúður brotnar. Voru fanga-
geymslur lögreglunnar yfirfullar.
Nóttin var hins vegar óvenju róleg
í Haftiarfírði og Kópavogi.
kennd brottrekstrarástæða sam-
kvæmt félagarétti að menn borguðu
ekki félagsgjöld. Um hið ólögmæta
valdframsal benti veijandi á að þeg-
ar hin gamla úthlutunameftid var
við lýði, hafi Hæstiréttur ekkert
haft við slíkt valdframsal að athuga.
Dómarinn í máli þessu var
Steingrímur Gautur Kristjánsson
borgardómari. Hann sýknaði um-
sjónamefnd leigubifreiða af öllum
kröfum stefnanda. í dómnum var
fallist á það með stefnda að skýring
á 73. gr. sijómarskrárinnar eftir
orðanna hljóðan leiddi ekki til þeirr-
ar niðurstöðu að félagsaðild stefn-
anda að Frama teldist ólögmætt
skilyrði fyrir atvinnuleyfí honum til
handa og að ekki væri efni til ann-
ars konar skýringar á ákvæðinu.
í dómnum var talið að í 10. gr.
laga um leigubifreiðar fælist heim-
ild til handa ríkinu til að setja eðlileg
og sanngjöm skilyrði fyrir veitingu
atvinnulejrfa og þegar gætt væri
ákvæða laganna og forsögu, yrði
að telja inngöngu í stéttarfélag
bflstjóra meðal þeirra.
Dómarinn taldi ekki eftii til að
bflstjórinn héldi leyfí sínu áfram,
enda hefði hann lýst því yfir að
hann sæktist ekki eftir aðild að
félaginu. Einnig var komið inn á
69. gr. stjómarskrárinnar í dómn-
um, en sú grein mælir fyrir um að
ekki megi leggja höft á atvinnu-
frelsi manna nema með lögum.
Dómarinn taldi, að með hliðsjón af
forsögu þessa ákvæðis og fordæmi
Hæstaréttar, væri ekki unnt að líta
öðm vísi á en að takmarkanir þær
á atvinnufrelsi, sem fælust í lögum
um leigubfla væm samþýðanlegar
69. gr.
Ekki var fallist á það að vald-
framsalið til umsjónamefndarinnar
væri ólögmætt, enda væri það við-
horf ríkjandi í stjómsýslurétti, að
þar sem hinum æðstu valdhöfum
væri heimílað vald í lögum, mætti
skýra það ákvæði sem svo að heim-
ilt væri að framselja það vald lægra
settum stjómvöldum með reglu-
gerð, nema annað kæmi ljóslega
fram í viðkomandi lögum.
Haraldur Johannessen fulltrúi
ríkislögmanns flutti málið fyrir
hönd stefndu, en Jón Steinar Gunn-
laugsson hrl fyrir hönd stefnanda.
Jón Steinar taldi, í samtali við
Morgunblaðið, að fullvíst væri að
málinu yrði áfrýjað til Hæstaréttar.