Morgunblaðið - 19.07.1987, Síða 21

Morgunblaðið - 19.07.1987, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 19897 21 Verðbólga 20-21% á árínu að mati Alþýðusambandsins: Ríkisvaldinu ekki tekist að stýra eftirspurninni - segir Ásmundur Stefánsson, for- seti Alþýðusambands Islands þessari verðbólguþróun við. Eftir ALÞÝÐUSAMBAND íslands tel- ur að hækkun framfærsluvísitölu umfram rauða strikið 1. septem- ber geti orðið um 5,5%. Til viðbótar hækka laun um 1,5% 1. október samkvæmt samningum, þannig að laun ættu þá samtals að hækka um 7%, verði hækkun framfærsluvísitölunnar að fullu bætt. Að mati Alþýðusambands- ins þýðir þetta um 20-21% verðbólgu frá upphafi til loka ársins. Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambandsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að meginskýring- in á þessari verðbólgu væri þenslan í þjóðfélaginu og að ríkisvaldið hafí brugðist því hlutverki að stýra eftir- spuminni. Bæði komi þar til hallinn á íjárlögum og stjóm peningamála. Hann sagði jafnframt að hann teldi að erfitt geti orðið að ná kjarasamn- ingum fyrir næsta ár og snúa því sem verðbólgan yxi yrði erfíðara að halda í aðrar forsendur kjara- samninganna. Ennþá væri til dæmis miðað við óbreytt gengi, en það mætti lítið út af bera til þess að sú forsenda brysti, þegar verðlag innanlands hækkaði um 20-30% á sama tíma og það hækkaði um 4-6% í löndunum í kringum okkur. Asmundur sagði að skattur ríkis- stjómarinnar á matvæli, sem kæmi á um 60% þeirra, þýddi um 1,2% hækkun framfærslukostnaðar og bifreiðaskatturinn 0,3% hækkun. Auk þess kæmu til hækkanir á opinberri þjónustu fyrr á árinu. Morgunblaðið/Bjami Mark Patrick Poivre d’Arvor. „Að minnsta kosti 10 Miss World á íslandi“ - seg’ir franski sjónvarpsmaðurinn Patrick Poivre d’Arvor ÍSLENDINGAR þekkja hann stærstu sjónvarpsstöðvarinn- ekki mikið en eitt er víst að ar þar, TF 1, og hefiir tekið í Frakklandi þekkja hann all- viðtöl við skærar stjömur ir. Hann er fréttastjóri eins og Hófí, Catherine Dene- Húsavík: Stjórn verkamannabú- staða afhendir 6 íbúðir Húsavfk. NÝLEGA afhenti stjóm verka- mannabústaða á Húsavik sex fúllgerðar íbúðir i blokk við Grundargarð 15 og hefúr ungt fólk þegar flutt í þær allar. Það hefur verið markmið stjómar verkamannabústaða að byggja sex íbúðir á ári og hefur svo verið und- anfarin fjögur ár. Formaður stjóm- arinnar er Snær Karlsson. Sótt hefur verið um leyfí til að hefja byggingu sex íbúða á þessi ári. Aðalverktaki við þessar íbúðir hefur verið trésmiðjan Fjalar á Húsavík. Framkvæmdastjóri er Helgi Vigfússon. Fá einbýlishú's hafa verið byggð á Húsavík tvö sl. ár en trésmiðjan Norðurvík hefur undanfarin ár reist á Stórhól sex íbúða raðhús sem seld hafa verið á frjálsum markaði. Framkvæmdastjóri er Sigtryggur Siguijónsson. Fréttaritari uve, Alain Delon, Jean Paul Belmondo og Isabelle Adjani í þætti sínum A la folie pas du tout. „ísland er afskaplega fallegt land og eini ókosturinn við það er hversu allt hér er dýrt,“ sagði Patrick, en hann kom við hér á Akureyri í einkaþotu sinni á leið frá París til Narssarssuaq. „Hann sagði um Hófí að hún væri sérstaklega aðlaðandi og bað fyrir kveðjur til hennar, sem hér er komið á framfæri. „Ann- ars er íslenskt kvenfólk einstak- lega faliegt. Það eru að minnsta kosti tíu „Miss World“ á íslandi, og eina sá ég hér á Bautanum, dökkhærða, sem er „tout ’a fait charmante“,“ sagði Patrick að lokum, og fannst greinilega mik- ið til fegurðar hennar koma. í gærdag skoðaði hann Akur- eyrarbæ og nærsveitir, en í gærkvöldi hélt hann för sinni áfram. BM Mál og menning: Bók í til- efni 50 áraafinælis ÚT ER komin sjötta bókin sem ber afínælismerki Máls og menn- ingar. Þetta er aukahefti af Tímariti Máls og menningar með ýmsu efiii sem tengist hálfrar aldar afínæli félagsins. í frétt frá útgefanda segir: „I heftinu eru fyrst tvær greinar. Jak- ob Benediktsson skrifar minningar frá þeim dögum þegar hann var framkvæmdastjóri Máls og menn- ingar fyrir fjörutíu árum. Og Pétur Gunnarsson birtir grein sem hann nefnir Fjögrablaðasmárinn og eitur- sveppurinn, um samspil sósíalisma og þjóðarvakningar, Fjölnismenn og stofnanda Máls og menningar, Kristin E. Andrésson. Meginefni heftisins eru tvær miklar skrár sem Kristín Björgvins- dóttir, bókasafnsfræðingur, hefur unnið. Önnur er efnisskrá Tímarits- ins frá 1977 til 1986, vandlega flokkuð, og fylgir henni nákvæm nafnaskrá yfír alla sem skrifað hafa í Tímaritið þessi ár og alla sem skrifað hefur verið um. Hin skráin er yfírallar bækur sem út hafa kom- ið á vegum Máls og menningar og Heims- kringlu frá upphafi. Þar má fínna all- ar frumútg- áfur bóka á vegum þessa forlags og líka endurútgáfur, en ekki óbreyttar endurprentanir. Skrá þessi nær til ársloka 1986 og telur hátt í þúsund titla. Þetta aukahefti Tímaritsins er 142 síður, prentað í Odda hf. Kápu- mynd tók Guðmundur Ingólfsson en kápuna hannaði Teikn. Ritstjóri er Silja Aðalsteinsdóttir." Ný bók eftir Magriús Guð- brandsson KOMIN er út ný bók eftir Magn- ús Guðbrandsson. Bókin heitir í léttum dúr og er í þremur köfl- um. Fyrsti kaflinn er sjónvarpsrevía sem heitir í áætlunarbíl samtíðarinnar og er revían ætluð til kvikmyndun- ar. Annar kaflinn heitir Nokkur ljóð og þar má fínna 23 ljóð eftir Magn- ús. Þriðji kaflinn heitir Horft um öxl en þar segir frá ýmsum atriðum úr lífí höfundar. Þar er m.a. frásögn af því þegar erlent knattspymulið keppti í fyrsta sinn við íslenskt lið hér á landi. Kristján hefur skrifað tækifær- isvísur og kvæði frá tvítugsaldri en þetta er önnur bókin hans. Sú fyrri Magnús Guðbrandsson. var ljóðabókin Gamanyrði sem kom út fyrir fáeinum árum. Bókin verður til sölu í Bókaversl- un Sigfúsar Eymundssonar. Höfuðborgarsvæðið: Fyrirtæki um sorpeyð- ingu stofhað á næstunni SVEITARFÉLÖGUNUM á höf- uðborgarsvæðinu hefúr enn ekki tekist að fínna framtíðar- stað fyrir öskuhauga svæðisins. Víða blasir við vandi við losun sorps, til dæmis verða sorp- haugar Reykjavíkur í Gufúnesi orðnir yfírfúllir árið 1990. Á næstunni verður stofnað fyrir- tæki átta sveitarfélaga á höfúðborginni og á fyrirtækið að sjá um sorpeyðinguna. Þórður Þorbjarnarson borgar- verkfræðingur sagði í samtali við Morgunblaðið að nú væri unnið að stofnsamningi þessa fyrirtækis og bjóst hann við að í næsta mánuði yrði það stofnað formlega. Verkefni fyrirtækisins verður að ákveða með hvaða hætti sorpi verður eytt og að sjá um fram- kvæmdina. Þau átta sveitarfélög sem hlut eiga að máli eru Hafnar- fjörður, Garðabær, Bessastaða- hreppur, Kópavogur, Seltjamar- nes, Reykjavík og Kjalarnes- hreppur. Reykjavíkurborg hefur kannað möguleika á sorphaugum á þrem- ur stöðum, í Saltvík og Ásnesi á Kjalarnesi og Selárdal í Krísuvík. Komið hefur fram andstaða gegn sorphaugum á öllum þessum stöð- um og því ekki fyrirsjáanlegt að þar felist. lausn vandans. Þórður sagði að á þessu stigi væri ekkert hægt um þessi mál að segja annað en að tíminn einn gæti leitt í ljós hvemig samning- um fyrirtækið næði við þá aðila sem ættu land er hentaði fyrir urðun á sorpi. Höfum fjölbreytt úrval sumarhúsa í Evrópu á ótrúlega lágu verði, t.d. í Skandinavíu, V-Þýskalandi, Hollandi, Belgíu, Austurríki, Sviss, Ítalíu Frakklandi, Spáni, Ungverjalandi og Júgóslavíu. Ferðaskrifstofa FÍB sér einnig um afgreiðslu flugfarseðla út Allar upplýsingar. um allan heim, svo og pantanir bflaleigubíla, hótelgisting, lestarferða, leikhúsmiða og margt fleira, á afsláttarverði til félagsmanna FÍB. \SLANo Ferðaskrifstofa FIB Borgartúni 33, R. Símar 91-29999 og 28812

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.