Morgunblaðið - 19.07.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.07.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 19897 21 Verðbólga 20-21% á árínu að mati Alþýðusambandsins: Ríkisvaldinu ekki tekist að stýra eftirspurninni - segir Ásmundur Stefánsson, for- seti Alþýðusambands Islands þessari verðbólguþróun við. Eftir ALÞÝÐUSAMBAND íslands tel- ur að hækkun framfærsluvísitölu umfram rauða strikið 1. septem- ber geti orðið um 5,5%. Til viðbótar hækka laun um 1,5% 1. október samkvæmt samningum, þannig að laun ættu þá samtals að hækka um 7%, verði hækkun framfærsluvísitölunnar að fullu bætt. Að mati Alþýðusambands- ins þýðir þetta um 20-21% verðbólgu frá upphafi til loka ársins. Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambandsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að meginskýring- in á þessari verðbólgu væri þenslan í þjóðfélaginu og að ríkisvaldið hafí brugðist því hlutverki að stýra eftir- spuminni. Bæði komi þar til hallinn á íjárlögum og stjóm peningamála. Hann sagði jafnframt að hann teldi að erfitt geti orðið að ná kjarasamn- ingum fyrir næsta ár og snúa því sem verðbólgan yxi yrði erfíðara að halda í aðrar forsendur kjara- samninganna. Ennþá væri til dæmis miðað við óbreytt gengi, en það mætti lítið út af bera til þess að sú forsenda brysti, þegar verðlag innanlands hækkaði um 20-30% á sama tíma og það hækkaði um 4-6% í löndunum í kringum okkur. Asmundur sagði að skattur ríkis- stjómarinnar á matvæli, sem kæmi á um 60% þeirra, þýddi um 1,2% hækkun framfærslukostnaðar og bifreiðaskatturinn 0,3% hækkun. Auk þess kæmu til hækkanir á opinberri þjónustu fyrr á árinu. Morgunblaðið/Bjami Mark Patrick Poivre d’Arvor. „Að minnsta kosti 10 Miss World á íslandi“ - seg’ir franski sjónvarpsmaðurinn Patrick Poivre d’Arvor ÍSLENDINGAR þekkja hann stærstu sjónvarpsstöðvarinn- ekki mikið en eitt er víst að ar þar, TF 1, og hefiir tekið í Frakklandi þekkja hann all- viðtöl við skærar stjömur ir. Hann er fréttastjóri eins og Hófí, Catherine Dene- Húsavík: Stjórn verkamannabú- staða afhendir 6 íbúðir Húsavfk. NÝLEGA afhenti stjóm verka- mannabústaða á Húsavik sex fúllgerðar íbúðir i blokk við Grundargarð 15 og hefúr ungt fólk þegar flutt í þær allar. Það hefur verið markmið stjómar verkamannabústaða að byggja sex íbúðir á ári og hefur svo verið und- anfarin fjögur ár. Formaður stjóm- arinnar er Snær Karlsson. Sótt hefur verið um leyfí til að hefja byggingu sex íbúða á þessi ári. Aðalverktaki við þessar íbúðir hefur verið trésmiðjan Fjalar á Húsavík. Framkvæmdastjóri er Helgi Vigfússon. Fá einbýlishú's hafa verið byggð á Húsavík tvö sl. ár en trésmiðjan Norðurvík hefur undanfarin ár reist á Stórhól sex íbúða raðhús sem seld hafa verið á frjálsum markaði. Framkvæmdastjóri er Sigtryggur Siguijónsson. Fréttaritari uve, Alain Delon, Jean Paul Belmondo og Isabelle Adjani í þætti sínum A la folie pas du tout. „ísland er afskaplega fallegt land og eini ókosturinn við það er hversu allt hér er dýrt,“ sagði Patrick, en hann kom við hér á Akureyri í einkaþotu sinni á leið frá París til Narssarssuaq. „Hann sagði um Hófí að hún væri sérstaklega aðlaðandi og bað fyrir kveðjur til hennar, sem hér er komið á framfæri. „Ann- ars er íslenskt kvenfólk einstak- lega faliegt. Það eru að minnsta kosti tíu „Miss World“ á íslandi, og eina sá ég hér á Bautanum, dökkhærða, sem er „tout ’a fait charmante“,“ sagði Patrick að lokum, og fannst greinilega mik- ið til fegurðar hennar koma. í gærdag skoðaði hann Akur- eyrarbæ og nærsveitir, en í gærkvöldi hélt hann för sinni áfram. BM Mál og menning: Bók í til- efni 50 áraafinælis ÚT ER komin sjötta bókin sem ber afínælismerki Máls og menn- ingar. Þetta er aukahefti af Tímariti Máls og menningar með ýmsu efiii sem tengist hálfrar aldar afínæli félagsins. í frétt frá útgefanda segir: „I heftinu eru fyrst tvær greinar. Jak- ob Benediktsson skrifar minningar frá þeim dögum þegar hann var framkvæmdastjóri Máls og menn- ingar fyrir fjörutíu árum. Og Pétur Gunnarsson birtir grein sem hann nefnir Fjögrablaðasmárinn og eitur- sveppurinn, um samspil sósíalisma og þjóðarvakningar, Fjölnismenn og stofnanda Máls og menningar, Kristin E. Andrésson. Meginefni heftisins eru tvær miklar skrár sem Kristín Björgvins- dóttir, bókasafnsfræðingur, hefur unnið. Önnur er efnisskrá Tímarits- ins frá 1977 til 1986, vandlega flokkuð, og fylgir henni nákvæm nafnaskrá yfír alla sem skrifað hafa í Tímaritið þessi ár og alla sem skrifað hefur verið um. Hin skráin er yfírallar bækur sem út hafa kom- ið á vegum Máls og menningar og Heims- kringlu frá upphafi. Þar má fínna all- ar frumútg- áfur bóka á vegum þessa forlags og líka endurútgáfur, en ekki óbreyttar endurprentanir. Skrá þessi nær til ársloka 1986 og telur hátt í þúsund titla. Þetta aukahefti Tímaritsins er 142 síður, prentað í Odda hf. Kápu- mynd tók Guðmundur Ingólfsson en kápuna hannaði Teikn. Ritstjóri er Silja Aðalsteinsdóttir." Ný bók eftir Magriús Guð- brandsson KOMIN er út ný bók eftir Magn- ús Guðbrandsson. Bókin heitir í léttum dúr og er í þremur köfl- um. Fyrsti kaflinn er sjónvarpsrevía sem heitir í áætlunarbíl samtíðarinnar og er revían ætluð til kvikmyndun- ar. Annar kaflinn heitir Nokkur ljóð og þar má fínna 23 ljóð eftir Magn- ús. Þriðji kaflinn heitir Horft um öxl en þar segir frá ýmsum atriðum úr lífí höfundar. Þar er m.a. frásögn af því þegar erlent knattspymulið keppti í fyrsta sinn við íslenskt lið hér á landi. Kristján hefur skrifað tækifær- isvísur og kvæði frá tvítugsaldri en þetta er önnur bókin hans. Sú fyrri Magnús Guðbrandsson. var ljóðabókin Gamanyrði sem kom út fyrir fáeinum árum. Bókin verður til sölu í Bókaversl- un Sigfúsar Eymundssonar. Höfuðborgarsvæðið: Fyrirtæki um sorpeyð- ingu stofhað á næstunni SVEITARFÉLÖGUNUM á höf- uðborgarsvæðinu hefúr enn ekki tekist að fínna framtíðar- stað fyrir öskuhauga svæðisins. Víða blasir við vandi við losun sorps, til dæmis verða sorp- haugar Reykjavíkur í Gufúnesi orðnir yfírfúllir árið 1990. Á næstunni verður stofnað fyrir- tæki átta sveitarfélaga á höfúðborginni og á fyrirtækið að sjá um sorpeyðinguna. Þórður Þorbjarnarson borgar- verkfræðingur sagði í samtali við Morgunblaðið að nú væri unnið að stofnsamningi þessa fyrirtækis og bjóst hann við að í næsta mánuði yrði það stofnað formlega. Verkefni fyrirtækisins verður að ákveða með hvaða hætti sorpi verður eytt og að sjá um fram- kvæmdina. Þau átta sveitarfélög sem hlut eiga að máli eru Hafnar- fjörður, Garðabær, Bessastaða- hreppur, Kópavogur, Seltjamar- nes, Reykjavík og Kjalarnes- hreppur. Reykjavíkurborg hefur kannað möguleika á sorphaugum á þrem- ur stöðum, í Saltvík og Ásnesi á Kjalarnesi og Selárdal í Krísuvík. Komið hefur fram andstaða gegn sorphaugum á öllum þessum stöð- um og því ekki fyrirsjáanlegt að þar felist. lausn vandans. Þórður sagði að á þessu stigi væri ekkert hægt um þessi mál að segja annað en að tíminn einn gæti leitt í ljós hvemig samning- um fyrirtækið næði við þá aðila sem ættu land er hentaði fyrir urðun á sorpi. Höfum fjölbreytt úrval sumarhúsa í Evrópu á ótrúlega lágu verði, t.d. í Skandinavíu, V-Þýskalandi, Hollandi, Belgíu, Austurríki, Sviss, Ítalíu Frakklandi, Spáni, Ungverjalandi og Júgóslavíu. Ferðaskrifstofa FÍB sér einnig um afgreiðslu flugfarseðla út Allar upplýsingar. um allan heim, svo og pantanir bflaleigubíla, hótelgisting, lestarferða, leikhúsmiða og margt fleira, á afsláttarverði til félagsmanna FÍB. \SLANo Ferðaskrifstofa FIB Borgartúni 33, R. Símar 91-29999 og 28812
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.