Morgunblaðið - 21.07.1987, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 21.07.1987, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1987 Breiðdalsvík: Samið um fiskverð SAMKOMULAG hefiir tekist á Breiðdalsvik um fiskverð milli sjómanna og Hraðfrystihúss Breiðdælinga og er það nánast það sama og samið v&r um á Fáskrúðsfirði á iaugardaginn var. Verðið miðast við meðalverð á fiskmarkaði i Hafnarfirði að frádregnum 4%, sem er áætlaður kostnaður við sðlu fisksins á markaði. Samið var um ákveðið verð á ýsu, skötusel, lúðu og undirmálsfisk og miðast verð fyrir þennan fisk ekki við mark- aðsverð. Þessi viðmiðun fisk- verðs gildir til 24. ágúst en eftir þann tima er hægt að segja þvi upp með 7 daga fyrirvara. „Það var samið um þetta fisk- verð til reynslu og ég veit ekki hversu raunhæft það reynist í framtíðinni," sagði Heimir Há- varðsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Breiðdælinga hf. Hann sagði að miðað við verðin, eins og þau eru í dag á markaðnum í Hafnarfírði, stæði fískvinnslan undir þessu, því þetta væri svipað verð og búið hefði verið að bjóða sjómönnum, en verðið gæti auðvitað bæði lækkað og hækkað frá því sem nú er. Norðurlandamótið í skák: Islendingar í harðri baráttu um efeta sætið Þ6rsh5fh. Frá Jóhanni V. Ívarssynl blaóamanni Horgfunblaðsina. ALLIR islensku skákmennirnir í úrvalsflokki sigruðu andstæðinga sína í niundu umferð á Norður- landamnótinu í skák i Þórshöfii i Færeyjum sem tefld var í gær. Þeir Margeir Pétursson og Helgi Hannes fílífar og Þröstur í Manilla HANNES Hlífar Stefánsson og Þröstur Þórhallsson unnu báðir fyrstu skákir sínar á Heimsmeist- aramóti unglinga 20 ára og yngri sem nú fer fram f Bagiuo á Filippseyjum. Ekki gekk þeim eins vel í annari umferð, en þá töpuðu þeir báðir. Fyrsta umferð heimsmeistara- mótsins var tefld á sunnudag og urðu úrslit þau að Þröstur Þórhalls- son vann Menghi frá Luxemborg og Hannes Hlífar Stefánsson vann Al- Khater frá Quatar. Úrslit í 2. umferð sem tefld var á mánudag urðu þau að Þröstur Þórhallsson tapaði fyrir Klinger frá Austurríki og Hannes Hlífar tapaði fyrir Blatny frá Tékkó- slóvakíu. Að sögn Guðmundar Sigurjóns- sonar fararstjóra drengjanna er Hannes Hlífar með yngstu keppend- unum á mótinu. Honum var boðin þátttaka eftir að hann varð heims- meistari unglinga 16 ára og yngri á dögunum. Þröstur Þórhallsson vann sér einnig rétt til þátttöku í mótinu. Þriðja umferð verður tefld í dag. Ólafsson eru þvi komnir i barátt- una um efstu sætin, en aðeins tvær umferðir eru eftir. Að sögn Þorsteins Þorsteinssonar mótstióra sigraði Helgi Ólafsson Lars-Ake Schneider frá Svíþjóð. Margeir Pétursso.i sigraði Boga Ciska frá Færeyjum og Jón L. Áma- son sigraði Jonatan Tisdal frá Noregi. Erling Mortensen frá Dan- mörku sigraði Berge Östenstad frá Noregi, Kurt Hansen frá Danmörku og Veiji Maki frá Finnlandi gerðu jafntefli sem og þeir Tom Wedberg frá Svíþjóð og Kimmo Valkesálmi frá Finnlandi. Staðan eftir níundu umferð er því sú að Erling Mortensen er efstur með sex og hálfan vinning, en fast á hæla honum í 2. - 4. sæti koma þeir Helgi, Margeir og Curt Hansen með sex vinninga. Þorsteinn sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðs- ins að Östenstad hefði verið með unna stöðu gegn Mortensen í gær, en hefði þá leikið grátlega af sér með þeim afleiðingum að hann tap- aði. Hefði hann ekki misleikið væru þeir Helgi og Margeir í efsta sæti ásamt Curt Hansen. í tíundu umferð í dag mætast þeir Margeir og Mortensen. Allir ís- lendingamir stýra hvltu mönnunum. Helgi teflir við östenstad og Jón L. við Máki. Curt Hansen verður líka með hvftt gegn Válkesálmi. Er eng- inn vafí að nú verður barist til síðasta manns og sérstaklega er skák þeirra Margeirs og Mortensen líkleg til að verða spennandi. Margeir má hrein- lega ekki tapa henni ef íslendingar eiga að hafa raunhæfan möguleika á efsta sætinu í úrvalsflokki. Morgunblaðið/Sverrir Siglingaklúbburinn Brokey: Flotbryggjur fyrir skútur Siglingaklúbburinn Brokey hefiir komið sér upp aðstöðu fyrir seglskútur við Ingólfs- garð í Reykjavík þar sem settar hafa verið niður flotbryggjur fyrir ailt að 25 skútur. „Þetta munar öllu fyrir okkur," sagði Jóhann Gunnarsson, félagi í Siglingaklúbbnum Brokey en hann er einnig formaður Siglinga- sambands íslands. „Við höfum hingað verið með aðstöðu út í Nauthólsvík en þar er ekki hægt að liggja við bryggju heldur verð- ur að fara á smábátum eða kænum út skútumar. Annað er það við Skerjafjörðinn að þar ger- ir oft mikla öldu í vestanáttinni sem gerir að verkum að þar er erfitt að vera með skútur." í Siglingaklúbbnum Brokey eru á um 150 félagar, en alls em nærri 1000 félagar f Siglingasam- bandi íslands að sögn Jóhanns. Hann sagði að það væri flestum siglingafélögum sameiginlegt að vanta alla aðstöðu fyrir skútur sem víðast væm á bólfæmm. „Ég býst við að það verði þröngt setið í þessari nýju aðstöðu okkar," sagði Jóhann. í Nauthólsvfkinni verður Siglingaklúbburinn Brokey með Jíann hluta starfsemi sinnar sem snýr að seglbrettum og kæn- um. Bændur bjartsýnir á komuppskeruna „KORNRÆKTIN gengur nokkuð vel og ég held að uppskera geti orðið góð í haust ef veðrið verð- ur gott það sem eftir er sumars,“ sagði Eggert Ólafsson bóndi á Þorvaldseyri undir EyjaQöllum. Sömu sögu er að segja hjá bænd- um Fljótsdalshéraði og f Lan- deyjum sem Morgunblaðið talaði við. Eggert sagði að á Þorvaldseyri hefði byggið sprottið vel og væri núna hálfskriðið, þ.e. búið að skjóta axi. Hann sagði að útlitið hefði ekki verið gott í vor því mjög blautt hafi verið um þegar sáð var. Eggert hóf komrækt 1961 og sagði hann að uppskemhorfur væm betri nú en oft áður. Bygg er rækt- að á 14 hekturum á Þorvaldseyri. Hjá Magnúsi Finnbogasyni bónda á Lágafelli í Austur Landeyj- um fengust þær upplýsingar að komræktin gengi vel og horfur væm mjög góðar. Hann ræktar bygg á 14 hekturum og sagði hann að komið væri skriðið. Væri það viku tii tíu dögum fyrr en gerðist í meðalári. „Ég sáði frekar í seinna lagi í ár vegna þess að erfitt var að komast um vegna bleytu" sagði Magnús. Bændur í Landeyjum em nú að koma sér upp aðstöðu fyrir kom- Vilhjálmur Þ. Vilhjáimsson borgarfulltrúi um hækkun á símþjónustu: Alvarlegast að skrefatalning sé þurrkun og geymslu, en að sögn Magnúsar er þar nú stunduð kom- rækt á þriðja hveijum bæ. Kom er ræktað á sjö bæjum á Fljótsdalshéraði og hafa sex bænd- anna keypt þreskivél í félagi. Morgunblaðið hafði samband við Eymund Magnússon í Vallanesi. Hann ræktar kom á átta hektumm. Var sömu sögu að segja þar um góðar horfur á komuppskeru í haust. „Mér lfst vel á ástandið," sagði Eymundur. „Ég held að þetta verði besta árið hjá okkur til þessa, þrátt fyrir kulda í vor. Nú er eitt af- brigðið skriðið og annað rétt að byija, en við hefðum líklega getað sáð hálfum mánuði fyrr ef fræið hefði ekki verið fast í tolli". Bændumir þrír sögðust allir verða aflögufærir ef svo færi sem horfði og uppskera fengist af ökr- unum sem sáð var f. tekinn upp á kvöldin og um helgar BORGAR- og símamálayfirvöld munu hittast á fimmtudaginn til þess að ræða um hækkanir á símaþjónustu, að meðaltali 9,5%, sem tóku gildi 1. júlí síðastliðinn og ýmsar breyting- ar sem samtimis voru gerðar á gjaldskrá. Ýmsir borgarráðsmenn telja að þessi hækkun komi verr niður á heimilum f Reykjavík en úti á landi og vilja fá upplýst hversu mikil hækkun hefur orðið á sfmakostn- aði á Reykjavíkursvæðinu. „Póst- ur og sími tekur skýrt fram að þama sé um meðaltals hækkun að ræða og það er nú alltaf þann- ig að þá er einhver fyrir ofan og einhver fyrir neðan meðaltalið. Ég held að Reykjavík sé töluvert mikið fyrir ofan meðaltalið. En það sem er að okkar mati alvar- legast er að tekinn er upp skrefa- talning staðarsímtala, þ.e. innanbæjarsímtala, á kvöldin og um helgar. Ég man ekki betur en að því hafí verið lofað, þegar skrefatalningin var tekin upp, að það yrði aldrei gert, enda kæmi það sér afar illa fyrir símnotend- ur, sér f lagi eldra fólk, kom fram í umræðunni á sínum tíma,“ sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borg- arfulltrúi, f samtali við Morgun- blaðið. Hann er einn þeirra sem tekur þátt í viðræðunum fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Innanbæjarsímtöl hafa hingað til verið án tfmamarka á þessum tíma en nú verða talin skref á 12 mínútna fresti frá klukkann 18-08 virka daga og klukkann 18 á föstudögum til klukkann 08 á mánudögum. „Það vekur einnig athygli okk- ar að fjöldi skrefa sem innifalin eru í afriotagjaldi lækkar úr 300 skrefum í 200 á höfuðborgar- svæðinu en á sama tíma lækkar hann utan þess úr 600 skrefum f 400. Við teljum þetta koma verr út fyrir meðalfjölskyldur í Reykjavík en úti á landi. En ekki nóg með það, verð á skrefi þarf að hækka um 10 aura vegna þess- ara breytinga á gjaldskránni. Það er ekki auðvelt að átta sig á þeim reikningsforsendum, sem liggja að baki þessum gjaldskrárbreyt- ingum, er allar leiða til verulegra hækkana. Samkvæmt dæmum frá Pósti og síma mun tveggja mínútna innanbæjarsfmtal á dagtaxta hækkar úr 1,98 krónum f 2,34 krónur eða um tæp 19%. Á þeim tfma sem nú er farið að telja á, en var ekki talið á áður, hækkur verð á samskonar sfmtali úr 1,32 krónum í 1,95 krónu eða um tæp- lega 50%. Ef fólk svo leyfir sér þann munað að tala í 30 mínútur á kvöldin eða um helgar þá lftur dæmið þannig út að áður kostaði slfkt símtal 1,32 krónur en kostar nú 5,46 krónur. Þetta er rúmlega 400% hækkun. Hvemig í ósköp- unum Póst og símamálastjómin fær út að hækkunin sé að meðal- tali 9,5% er eitt af þeim málum sem rædd verða á fundinum." Trilla strandaði við Yiðey SEX TONNA trilla með bilaða vél strandaði við Viðey f gær. Tilkynning um strandið barst Tilkynningaskyldunni þegar klukk- una vantaði fimm mínútur f sjö í gærkvöld. Þrír menn frá Slysa- vamafélagi íslands fóm af stað fímmtán mínútum sfðar á björgun- arbátnum Jóni E. Bergsveinssyni. Tókst þeim að draga bátinn út og koma honum heilum inn f Sunda- höfn aðeins fímmtfu mfnútum eftir að tilkynning barst um strandið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.