Morgunblaðið - 21.07.1987, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 21.07.1987, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1987 Þingeyri: Tap af rekstri Kaupfélags Dýrfirðinga — Unnið að skipulagsbreytingum ÞingeyrL Tap varð á heildarrekstri Kaupfélags Dýrfirðinga á síðasta ári þrátt fyrir að verulegur hagnaður hafi verið af rekstri tog- ara félagsins, Sléttanesi og Framnesi. Unnið hefiir verið að skipulagsbreytingum hjá kaupféiaginu tíl að minnka taprekstur- inn. í viðtali við kaupfélagsstjórann á Þingeyri, Bjama Kr. Grímsson, kenndi ýmissa grasa hvað snertir uppbyggingu og rekstur útgerðar- innar og kaupfélagsins ásamt fískiðnaðinum. Kaupfélagið er langstærsta atvinnufyrirtækið í Dýrafirði með langt á annað hundrað manns í vinnu. Er talið barst að útgerðinni kom í ljós að Fáfnir, dótturfyrirtæki kaupfé- lagsins, var gert upp með hagnaði, þ.e. togaramir Framnes og Slétta- nes skiluðu samtals 37 milljónum króna hagnaði. Mestur hluti þess hagnaðar er af Sléttanesinu, því Framnesið var leigt til rækjuveiða frá því í maí 1986 til októbermánaðar og síðan fór það í gagngera „klössun" í Þýskalandi. Hætt var við að breyta því í frystitogara en skipt var um aðalvél, sett nýtt stýri á skipið, skrúfa og ásrafall. Þá var líka endumýjaður allur búnaður til aðgerðar og þvotta á millidekki og jafnframt ýmis tæki í brú skipsins. Heildarkostnaður er áætlaður um 85 milljónir. Kom skipið úr þessari viðgerð í lok mars sl., en hóf veiðar í byij- un apríl. Síðan hafa aflabrögð verið mjög góð, sérstaklega í maímánuði. Á þessum stutta tíma sem Framnesið hefur verið á veið- um var aflinn orðinn 851 tonn Bjarni Grímsson kaupfélagsstjóri á skrifstofii sinni. Morgunblaðið/Hulda þann 18. júní. En frá áramótum í fyrra til aprílloka var aflinn 1151 tonn. Sléttanesið er með 1394 tonn frá áramótum, en það var frá veiðum í hálfan mánuð vegna eftirlits. Á sama tíma í fyrra hafði það landað 1592 tonnum. Eins og árið á undan veiddi Sléttanesið mestan hluta af kvótum beggja togaranna, en auk þess var keypt: ur kvóti og skipt á tegundum. í heild veiddu bæði skipin 5.502 tonn, Sléttanes 4.351 tonn og Framnes 1.151 tonn. Af þessum afla var landað til vinnslu í hrað- frystihúsinu 4.005 tonnum en 1.497 tonn voru flutt út í gámum eða seld annað. Launagreiðslur á árinu námu kr. 45.980 þúsundum og á launaskrá komu alls 65 manns, en voru að jafnaði um 45 manns. Að meðaltali vinna 140—150 manns hjá kaupfélaginu auk 30—40 sjómanna er vinna hjá Fáfni hf. Trilluútgerð eykst ár frá ári og nú eru gerðir út héðan um tuttugu bátar af ýmsum stærðum og all- flestir leggja upp hjá hraðfrysti- húsinu ef undan er skilinn steinbítur, sem ekki var tekinn í húsið síðari hluta maímánaðar. Síðasta ár var tap á fískvinnsl- unni og kaupfélaginu í heild, þar með talið beinaverksmiðja, slátur- hús, verslun, viðgerðarverkstæði og vöruafgreiðslu og tap þetta kallar á skipulagsbreytingar, all- verulegar að sögn kaupfélags- stjóra. Var fyrst brugðið á það ráð að segja upp tveim smiðum með þriggja mánaða fyrirvara og for- orði um endurráðningu ef saman gengi um breytt starfssvið. Nú Gátum ekkí staðist þetta g’óða boð misskilin hollusta við Snæfellsás- inn og bústað hans. En — nei. Þorbjörg segist vel geta tekið undir þessa kenningu enda sé umhverfið fagurt og dul- magnað. Guðrún Svava aftur á móti hafnar hjátrúnni en tekur undir að landslag geti verið dulúð- ugt sé fegurð þess stórbrotin. Þá er að vita hvemig þær tengja Morgunblaðið/Bjöm Guðmundsson Guðrún Svava Svavarsdóttir og Þorbjðrg Hðskuldsdóttir. — segja myndlist- armennirnir Guðrún Svava Svavarsdóttir og Þorbjörg Hös- kuldsdóttir sem dvelja í Ólafsvík í boði lista- og menningarnefnd- ar Ólafsvíkur Óiafevík í VOR ákvað Iista- og menning- amefnd Ólafsvíkur undir forystu Sóleyjar Höllu Þórhalls- dóttur að bjóða Félagi ísl. myndlistarmanna afiiot af íbúð og vinnuaðstöðu I Grunnskóla Ólafsvíkur í sumar. Tilgangur- inn var sá að stuðla að þvi að norðanvert SnæfeUsnesið fengi meiri athygU myndUstarmanna en hingað til. Þótti hugmynd þessi vel við hæfi á 300 ára af- mæU Ólafsvíkur sem löggilts verslunarstaðar, hins fyrsta á íslandi. Verður haldin sýning um miðjan ágústmánuð í hátíð- arviku Ólafsvíkinga. Mun þá verða sýnt mikið af þeim verk- um sem tíl verða vegna komu listamannanna. Nokkrir myndlistarmenn hafa þegar þekkst boð nefndarinnar og dvalið nokkra daga hér við iðju sína. Fréttaritari fór á stúfana á dögunum og knúði dyra í grunn- skólanum. Þar voru þá fyrir þær Guðrún Svava Sævarsdóttir og Þorbjörg Höskuldsdóttir. Þrátt fyrir annríki vikust þær ekki und- an stuttu spjalli. Þær kváðust ekki hafa staðist þetta ágæta boð um að koma og nú væru þær búnar að dvelja hátt í viku. Reyndar hefðu þær fyrir nokkrum árum talað um að ráðast saman í eitthvað þessu líkt. Það þurfí svo líklega afmæli úti á landi til að af verði hjá fólki. Þorbjörg segir þær báðar vera aðdáendur Snæfellsness og hefðu báðar málað hér, reyndar aðallega að sunnanverðu. Báðar hafí farið um nesið að vetrarlagi sömuleiðis og Guðrún Svava segist þar að auki hafa kennt myndmennt í skól- anum á Lýsuhóli einn vetur. Nú stenst fréttaritari ekki mátið og fer að físka eftir áliti þeirra á kenningum Þórðar á Dagverðará og fleiri náttúrubama um orku- geislun frá Snæfellsjökli og aflgef- andi áhrif á andann og mannsins kenndir í nærvistum við hann. Þær brosa góðlátlega og líta hvor á aðra. Spyijandi fer að ótt- ast að líklega sé almennt brosað að okkur Snæfellingunum fyrir að halda þessu fram, þetta sé bara saman landslag og list. Spyrill reynir nú að haga orðum sínum gætilega enda ekki sterkur á svelli listrænnar umræðu. Guðrún Svava segist leita eftir að lýsa tengslum fólks og lands, samruna lands og manneskju. Það hafí ekkert með atvinnulíf eða sögu viðkomandi landsvæðis að gera. Ekki sé alltaf um að ræða að mála mynd stórbrotins lands- lags heldur kannski að lýsa því lítt sýnilega sem tengir fólk við landið. Þorbjörg segist vera meira fyrir formið og skoði landslag og móti myndir af því út frá sjónarhóli byggingarlistarinnar. Hér á Snæ- fellsnesi séu nægar samlíkingar sem og víðast hvar. Þær stöllur segjast hafa haft gott gagn af dvölinni. Guðrún Svava segist raunar hafa notað fyrstu tvo dagana tit að njóta kyrrðarinnar og anda vel að sér tæru lofti. Amstur við einkasýn- ingu á dögunum lagði þörfína til. Þær segjast nú birgar af efniviði til næstu vikna og myndu reyna að sýna nokkur verkanna á sýn- ingunni í ágúst. Þær minnast aftur á það hve kærkomið boð Ólsaranna hafí ver- ið og meira mætti gera af slíku til að örva myndlist í landinu. Einnig mætti hugsa sér að áhuga- söm ungmenni víðsvegar fengju tækifæri til að umgangast lista- mennina með eigin myndsköpun í huga. Já, þetta er snjöll hugmynd segja þær og mætti útfæra á ýmsa vegu. Við höfum fengið yndislegt veð- ur, segja þær og gott vinnusvæði. Mannlífíð virðist rólegt hér og gott að aðlagast því. Við erum strax orðnar málkunnugar konum sem við höfum t.d. verslað við. En hvemig er það hjá ykkur eigin- lega? Er hvergi hægt að fá keyptan nýjan físk? Farið þið bara á bryggjuna eða í frystihúsin og komið ykkur vel við menn þar er eina svarið sem hægt er að veita þeim. Nýr fískur er nefnilega ekki nýr nema hann sé nýr — eða þann- 'g- Það er orðið kvöldsett. Þær Þorbjörg og Guðrún Svava búast við að hverfa af nesinu næsta dag. Miðnætursólin á að fá at- hygli þeirra áður en lagst er til hvíldar. Þær ætla að aka innfyrir bæinn og virða fyrir sér hvemig sólin notfærir sér léttar skýjaslæð- ur til að gefa haffletinum hina ýmsu bláu og rauðu liti. Það er allsterk hafgola. Sé heppnin með er hægt að sjá frá ákveðnu sjónarhomi að aldan get- ur virst svo rauð að líkast sé að blóði sé varpað upp í íjöruborðið. Var ekki einhvem tíma ort um roðagullinn sæ? - Helgi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.