Morgunblaðið - 21.07.1987, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 21.07.1987, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1987 ÉG- TINA Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Tina Tumer with Kurt Loder: L Tina Utg. Penguin 1985 Tina Tumer fæddist Anna Mae Bullock, síðla nóvembermánaðar 1939, í Tennessee í Bandaríkjunum. Hún ólst upp við lítið ástríki for- eldra sinna, eftir því sem hún segir í bókinni. Hún virðist hafa verið í nokkrum vafa um, hvað hún ætti að leggja fyrir sig, eins og oft er með ungt fólk. En snemma laðaðist hún að tón- list og þegar hún kynntist hljómlist- armanninum Ike Tumer, var framtið hennar ráðin. Hún hóf að syngja dægurlagamúsík og framan af einkum jazz og blús. Hún aflaði sér mikillar hylli og ferðaðist vítt um Bandaríkin. Einkalíf hennar var heldur rugl- ingslegt og snúið. Innan við tvítugt hafði hún eignazt son, og hafði síðan ekki öllu frekari skipti við bamsföðurinn þann. Ike Tumer var kvæntur maður, þegar þau tóku upp kynni og um hríð var ekki öldungis á hreinu, hjá hvorri hann ætlaði að ílendast. En vegur Tinu fór stöðugt vaxandi og fjöld; laga hennar öðlað- ist vinsældir. Þau Ike eignuðust son, hann skildi við fyrri eiginkonu og giftist Tinu. Eftir frásögnum Tinu að dæma hefur hjónaband þeirra verið hið erfiðasta og Ike var einlægt að lemja hana sundur og saman. Þetta var, að hennar sögn, verulega ömurlegt. Og mjög óheppi- legt og leiðinlegt, þegar hún þurfti kannski að koma fram á hijómleik- um kvöldið eftir. Og erfítt að fela iiwjnnní, ibe rral siuit pf thp bnllrri fetwlr jhpriofrtf r ol Ihf tjjífaiitf 0 MyLifeStory TinaTumer with KurtLoder Kápumynd glóðaraugu og alvarlega áverka. Tina segir frá misþyrmingum eigin- mannsins af furðulegu skeytingar- leysi, ef ég mætti orða það svo. Einhvem veginn snertir það mann ekki og fer fyrir ofan garð og neð- an. Eftir lægðir og hæðir á frama- brautinni, gerði hún hlé á söng um tíma. Hún kvaddi sér hressilega hljóðs á ný með metsöluplötunni Private Dancer kom út upp úr 1980. Þá var hún skilin við Ike og hafði gengið í gegnum sálarstríð. Sem kemst þó ekki alveg til skila vegna þessa einkennilega hlutleysistóns, sem hún hefur lagt sér til í bókinni. Nú um stundir er Tina Tumer hin ókrýnda drottning rokksins - að því er fróðir menn segja mér og lesa má í bókinni. Hún ferðast um og er eftirsótt hvarvetna. Og alltaf er látið fylgja með, hvað hún haldi sér vel, orðin 48 ára. Enda óvenju- legt fyrir söngvara í þessari músíkgrein. Satt að segja verður lesandi furðu litlu nær um Tinu í bók Kurts Loder, sem er að öllu leyti unnin í samvinnu við hana. Einhver hálfkæringur og hræri- grautur í framsetningu gerir að verkum að það er erfitt að fá neina heildarmy nd út úr þessu öllu saman. Hvaða kostur er bestur? lengi og eitt rakvélarblað. plKiirgiiíiSð f Góðandaginn! CO KRISTIN MYSTÍK Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Aurelius Augustinus: Aufstieg zu Gott. Herausgegeben, eingeleitet und úbersetzt von Ladislaus Boros. Hildegard von Bingen: Gott seh- en. Herausgegeben und eingeleitet von Heinrich Schipperges. Meister Eckhart: Einheit im Sein und Wirken.Herausgeben, einge- leitet und zum Teil úbersetzt von Dietmar Mieth. Texte Christlicher Mystik. Piper 1985-86. Agústínus er nú kunnastur fyrir Játningar sínar, sem komu út á íslensku í þýðingu Sigurbjarnar Einarssonar 1962. Agústínus er talinn til merkustu og áhrifamestu kirkjufeðra. Hann lifði frá 353 til 430, tímabil umbreytinga og hruns Rómaveldis. Alarik rændi Róma- borg 410 og sá atburður virtist tákna aðdragandann að heimsendi, í margra augum. Áhangendur hins foma siðar töldu fall Rómar eiga sér orsakir í afrækslu goða Grikkja og Rómveija, sem varð kveikjan að höfuðverki Ágústínusar „De civit- ate Dei“. Hann hóf ritun verksins, að ætlað er, um 413 og lauk því 426. Með skrifum sínum ætlaði hann að hrekja þessa kenningu heiðinna manna um ástæðumar að falli Rómar. Verkið varð allsheijar útlistun á andstæðunum: heiminum og kristnum dómi og þar var og er grundvöllur kristinnar sögu- heimspeki. Ágústínus skrifaði fjölda annarra rita. Á síðari árum átti Ágústínus í hörðum deilum við Pelagíus sem urðu til þess að skerpa kenningar hans um náðarútvalningu, synda- fallið og erfðasyndina. Þegar hann var skeleggastur í skrifum sínum um þessi efni talaði hann um mann- kynið sem „massa geccati“ synda- massa. Náðin var Ágústínusi allt, og í nánum tengslum við trúar- reynslu hans, þessara einkenna gætti einkanlega í síðari ritum hans, en hann var svo fijór að síðari tíma guðfræðingar hafa getað aus- ið ótæpilega af þeim mímisbrunni. Útgefandi þessa vals úr ágústí- nskri mystík var Ladislaus Boros, sem setti saman margar merkar bækur um guðfræði. Útgefandinn skrifar ítarlegan inngang og velur síðan úr ýmsum ritum Ágústínusar þá kafla, sem snerta reynslu hans og innlifun í þau efni, sem tæpast verða tjáð með orðum, nema til komi ritsnilld, víðfeðm og djúp þekking og skýr hugsun. Til þess að geta komið reynslu af þessu tagi til skila án þess að úr verði mein- leysis vaðall, þarf einnig þá ögun og innsæi, sem örfáum er gefin. Útgefandinn skipar efninu niður í tíu þætti. Hver þáttur fjallar um guðfræðilegar hugmyndir og hug- tök, svo sem: Líf og verund, upphafning til Guðs, frfall frá Guði, dauðastríðið, nóttin, tilgangur mennskrar tilveru o.fl. Sem dæmi úr vali útgefanda: „Mikill ert þú drottinn og dásamur næsta. Mikill er máttur þinn og speki þín ómælanleg. Og þig vill maðurinn lofa, þetta brot sköpunar þinnar, maðurinn, er ber dauðann með sér, ber vitni syndar sinnar með sér, og vitni þess, að þú stend- ur gegn dramblátum. Samt vill maðurinn lofa þig, þetta brot sköp- unar þinnar. Þú vekur honum yndi af lofí þínu. Því að þú hefur skapað oss handa þér og hjarta vort er órótt, unz það hvílist í þér.“ (Þýðing: Sigurbjörn Einarsson; Játningar 1,1.) Heildarútgáfa verka heilagrar Hildegard von Bingen kom út á árunum 1954—1972, Otto Múller sá um útgáfuna. Þar með má segja að Hildegard hafi risið upp. Hún var vissulega þekkt af guðfræðing- um og miðaldafræðingum, en textar hennar voru fáum öðrum kunnir og áhugi á störfum hennar var hverfandi. Með þessari útgáfu vaknaði þegar mikill áhugi fyrir verkum hennar, hún er meðal merk- ustu guðfræðinga miðalda, auk þess skáld, náttúrufræðingur og læknir. James Bond XVI: Velheppnuð aðgerð Kvikmyndlr Arnaldur Indriðason Logandi hræddir (The Living Dayligths). Sýnd í Bíóhöllinni. Stjömugjöf: ★(-)★(-)★ Bresk. Leikstjóri: John Glen. Handritshöiundar: Richard Maibaum og Michael G. Wilson. Framleiðandi: Albert Broccoli. Kvikmyndataka: Alec Mills. Tónlist: Hljómsveitin A-Ha. Helstu hlutverk: Timothy Dal- ton, Maryam d'Abo, Jeroen Krabbé og Art Malik. Aftur erum við stödd inni í byssuhlaupinu og horfum út 'a grannvaxinn smókinginn beygja sig niður og skjóta á okkur. Blóð- ið lekur niður tjaldið, Bond-stefið setur okkur í réttar stellingar og skemmtunin getur byijað. Svona hefur þetta verið í 25 ár og svona gæti það verið í næstu 25 ár. Eða réttara að segja á afmælisárinu; vonandi verður það svona næstu 25 árin. James Bond XVI. Ekkert annað í kvikmyndasögunni jafnast á við hinar sífelldu vinsældir og langlífi njósnarans. Það má þrefa um ástæðumar fyrir vinsældunum en sú einfaldasta er auðvitað sú að myndimar hafa verið, eru og munu verða bráðskemmtileg kvik- myndaleg afþreying. Það er sama hversu oft okkur er sögð sama sagan um sama fólkið, sömu óþokkana, sömu Bond-stúlkumar, við virðumst aldrei fá nóg. Myndimar hafa auðvitað verið misjafnar í gegnum tíðina en sú nýjasta, Logandi hræddir (The Living Daylights), sem frumsýnd hefur verið í Bíóhöllinni, hefur allt það til að bera sem prýða má góða Bond-mynd; hraða, spennu, kímni, sprengju sem Bond gerir óvirka á síðustu sekúndu, bfl sem einn og sér gæti sigrað Varsjárbandalagið, hvert áhættu- atriðið hrikalegra á fætur öðru, stúiku, sem við getum allir öfún- dað Bond af, illmenni sem í þessu tilviki eru aðeins grínfígúmr og ævintýralegan söguþráð sem er nógu óskýr og óskiljanlegur til að skipta engu máli. Myndin er frískleg og hressandi Timothy Dalton í hlutverki James Bonds í Logandi hrædd- ir. eins og Bond sé kominn endur- nærður úr löngu sumarfríi. Hinn nýi Bond hefur orkað eins og víta- mínsprauta á gamla liðið og það hefur lagt alla áherslu á að kynna hann sem best. En það fer ekki hver sem er í smókinginn hans Bonds. Fram- leiðandinn Albert Broccoli hefur valið vel að setja Timothy Dalton í hlutverk meistaranjósnarans í Logandi hræddir. Dalton er fjórði leikarinn sem ber þann kross á herðunum eins og fyrirrennarar hans hafa gjaman viljað lýsa því. Þeir hafa báðir orðið fráhverfír hlutverkinu með ámnum og viljað losna og kannski á Dalton eftir að upplifa eitthvað svipað. Hann er nú einu sinni metnaðarfullur Shakeaspeare-leikari. En í augna- blikinu er hann hinn ódauðlegi Bond og kemur því bráðvel frá sér. Hann á við tvo drauga að etja. Sean Connery var fmmmyndin og í augum margra hinn eini og sanni Bond. Margir eiga aldrei eftir að sætta sig við neinn annan í hlutverkinu. Það er álit manna að hann hafi verið harður, kald- hæðinn og hrokafullur en arftaki hans, Roger Moore, hafí verið sjarmerandi og kíminn en á end- anum næsta litlaus og þreyttur enda orðinn hálf sextugur í síðustu myndinni. Mitt á milli þeirra kom ástralskur sýningar- herra að nafni George Lazenby sem gerði litla lukku. Með Timot- hy Dalton kemur upplyfting sem var löngu orðin tímabær. Ahersl- an hefur aftur færst yfir á Bond eftir að hann hafði næstum orðið undir í einhveijum Grace Jones- Duran Duran sölutrixum. Það er einfaldlega ekkert sem mælir gegn því að Dalton fari með hlutverkið næstu tíu árin eða svo. Hann tekur það mjög alvar- lega og traustum tökum enda veit hann hvað í húfí er. Sem Bond er hann alvörugefinn, traustur, ákveðinn, jafnvel raun- sær og gott ef ekki rómantískur en kímnin er í lágmarki. Dalton er leikari góður og fer létt með Bond-rulluna. Með nýjum Bond hlýtur líka að koma ný „Miss Moneypenny" en annars er 007 umkringdur gömlum kunningjum og fram- vindan er mjög með hefðbundnum hætti þótt handritið sé óvenju óljóst í lýsingu á fyrirætlunum og markmiðum óþokkanna og óþokk- unum sjálfum. Hollenski leikarinn Jeroen Krabbé leikur höfuðóvin Bonds, gerspilltan KGB-foringja, án þess að vera sérstaklega ógn- andi heldur þvert á móti kómísk fígúra; hin gullfallega Maryam d’Abo leikur Bond-stúlkuna og á í miklum erfiðleikum með að leyna hrifningu sinni á draumaprinsin- um og Art Malik leikur afganskan uppreisnarforingja er talar falle- gustu ensku sem frelsissveitimar munu nokkru sinni heyra. Austrið og vestrið mætast í sameiginlegu átaki til að losa heiminn við hinn spillta KGB-mann og jafnvel enn spilltari vopnasölumann sem er grínútgáfa _af amerískum hers- höfðingja. Átakið lendir auðvitað allt á Bond sem fer létt með enda dyggilega búinn ýmsum tækni- undrum frá Q. Eins og venja er berst leikurinn víða um heim og spennandi dirfskuatriðin ná hám- arki þegar Bond og erkióþokkinn slást hangandi í neti aftan úr vöruflutningaflugvél í háloftun- um. Við erum aftur stödd í ævin- týraheimi James Bonds og þrátt fyrir ýmsa galla býður hann uppá ósvikna skemmtun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.