Morgunblaðið - 21.07.1987, Page 18

Morgunblaðið - 21.07.1987, Page 18
18_________________MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1987_ Að geta lifað af laununum — eru bændur undanþegnir því? eftirÞórð Ingimarsson í sólríkum sumarmánuði fylgd- umst við með því þegar bifreiðaeft- irlitsmenn risu upp gegn því að fjárveiting sem stofnun þeirra hafði verið ætluð dugði ekki lengur til að lialda óbreyttum rekstri. Það yrði að draga verulega saman, sem þýddi meðal annars að yfírvinna félli niður og starfsmenn yrðu fyrir verulegu tekjutapi. Þeir gátu ekki sætt sig við það og hófu samræmd- ar aðgerðir sem beindust fyrst og fremst að þvi að þeir töldu sig eiga rétt á að geta lifað af launum sínum. Þótt deilt hafí verið um Bifreiða- eftirlitið, tilgang þess og tilvist, deila menn ekki um það að eftirlit þurfí að hafa með bflum á fslandi þótt tilhneiging manna til að við- halda ónýtum skijóðum hafí minnkað með stórauknum innkaup- um á ökutækjum til landsins. Fyrir nokkrum árum fjölmenntu lögreglumenn á opinberum bifreið- um, í svörtum og hvítum litum, fyrir utan íjármálaráðuneytið þegar opinberir starfsmenn áttu í erfíðum kjarasamningum sem leitt höfðu til verkfalls. Þar fjölmenntu þeir undir slagorðinu „löggur eru líka menn“. Og víst eru þeir það. Þeir eiga sitt líf, vonir og tilfínningar eins og hveijir aðrir og þurfa einnig fyrir sér og sínum að sjá. Þeir þurfa að geta lifað af launum sínum. Á síðasta vetri hugðust bruna- verðir mæta á fundarstað kjara- samningamanna á embættisöku- tækjum sínum, fylltum vatni og búnum háþrýstidælum og stigum. Menn þurfa einng að geta lifað af því að standa vaktir reiðubúnir að slökkva eld í eigum annarra hvenær sem hann kann að kvikna. Við þessa upptalningu mætti bæta ótal mörgum öðrum atvikum þar sem starfshópar hafa beitt ýmsum ráðum til að vekja athygli og leggja áherslu á þá staðreynd að þeir verði að geta lifað af launun- um. Þó virðist vera ein stétt í landinu sem er undanþegin þessari annars sjálfsögðu staðreynd. Það eru bændur. Samfélagið virðist eiga mjög erfítt með að viðurkenna að þeir þurfí að lifa eins og annað fólk og það sem verra er að þeir virðast ekki alltaf skilja það sjálfír. Við verðum að koma til móts við vandann, hefur oft heyrst úr röðum bænda og ekki síst frá stéttarfor- ystu þeirra. Þetta eru vissulega jákvæð sjónarmið og einstök í kjarabaráttu svo langt sem þau ná á meðan unnt er að fínna einhveija skynsamlega lausn á vandanum. Erfíðleikamir í íslenskum land- búnaði eru miklir á slætti sumarið 1987. En þeir hafa ekki orðið til á einni nóttu. Ekki heldur á síðustu misserum. Heldur í áranna rás ef svo mætti að orði komast. I áranna rás í áranna rás höfðu landsmenn ekki nóg að borða. Allar aðstæður voru frumstæðar og takmarkað hveiju mannshöndin með líkamsafl- ið að baki ásamt dráttarhestinum gat áorkað. í áranna rás urðu einn- ig framfarir og landbúnaðurinn var þar ekkert undanskilinn. Um aldamótin 1800 ollu hjól- börukaup bæjarfélagsins í Reylq'avík byltingu. Menn þurftu ekki lengur að bera alla hluti. Síðar, á þessari öld komu svo mikið stærri tæki til sögunnar. Skurðgröfur og dráttarvélar. í sveitunum þomuðu mýramar og móamir breyttust í slétt tún fyrir tilverknað þessara véla. Steinsteyptar byggingar risu yfír búfénað, mykju og tað. Og framleiðslan óx að sama skapi. Þessa framþróunarsögu þarf ekki frekar að rekja. Hún er þekkt og það er einnig jafnþekkt að mann- fólkinu fjölgaði ekki í hlutfalli við afurðagetu tæknivædds landbúnað- ar. Það kom að því að landsmenn gátu ekki látið ofan í sig allt sem bændumir skiluðu á brúsapallana og síðar í mjólkurtankana eða þá í sláturhúsaréttimar. Og bændumir hugsuðu ekkert út í þetta sjálfir. Afurðasölustöðvamar tóku þar við forsjá framleiðslunnar bundnar af innri tregðu og forsjá opinbers kerf- is og bændumir tóku lífsnauðsynjar sínar, jafnt sem óþarfa, út í reikn- inginn í kaupfélaginu. í tuttugn og- sjö ár Árið 1960 voru útflutningsbætur „Þeir bændur sem lengst þverskölluðust við augljósum stað- reyndum ogjuku framleiðslu sína, sumir ef til vill fyrir atbeina opinberra klásúla, standa best að vigi á meðan hinir sem reyndu að draga að sér höndina í tíma fá enga aðra umbun fyrir rétt- láta viðleitni sína og framlag til lausnar stóru vandamáli en að nú skal meira þrengt að þeim.“ fyrst ákveðnar á landbúnaðarafurð- ir. Skyldu þær vera 10% af heildar- verðmæti allrar framleiðslu á landbúnaðarafurðum á íslandi. Þessi 10% upphæð dugði í sex ár til að jafna hallann af útflutningi þeirra. Árið 1966 töldu bændur að kjör þeirra væm á bilinu 60 til 70% af launum annarra vinnandi stétta sem nefndust viðmiðunarstéttir í samningum um verð á landbúnaðar- afurðum og kjömm bænda. Offramleiðsla í íslenskum land- búnaði nálgast því þrítugsaldurinn. Það verður að segjast eins og er, bændum og ekki síður ráðamönnum til hins neikvæða, að á þessum málum var alls ekki tekið í tíma. Árið 1972 var lagt fram fmm- varp um landbúnaðarframleiðslu eftir að bændur höfðu bent á að einhverra stýriaðgerða væri þörf ef í óefni ætti ekki að fara. Eins og af sjálfsögðu dagaði þetta frnrn- varp uppi og það er ekki fyrr en Ijórum ámm síðar, eða 1976, að aftur er farið að huga að þessum málum. Þá vantaði aftur uppá að 10% af heildarframleiðsluverðmæt- inu dygðu fyrir því sem greiða þurfti með landbúnaðarvömm ofan í útlendinga. Þá halda bændur víðsvegar um landið fundi og ræða þessi mál af alvöru og þunga eftir því sem þeir treysta sér til. Ósamræmanleg markmið Þótt ýmsir bændur væm famir að átta sig á samhenginu milli fram- leiðslu á búvöm, sölumöguleikum hennar á innanlandsmarkaði og því verði sem fékkst fyrir hana erlend- is nægði það ekki til að neinar úrlausnir kæmu fram. Þær umræð- ur sem áttu sér stað, bæði málefna- legar og ómálefnalegar, skiluðu engum nothæfum hugmyndum af sér. Það var reynt að skilgreina offramleiðsluvandann og skýra hann að einhverju leyti út fyrir þeim sem hlut áttu að máli. Það furðulegasta var að á þessum sama tíma og veraleg umræða átti sér stað héldu allmargir bændur áfram að stækka bú sín af kappi. Þeir byggðu, ræktuðu, keyptu stórvirk- ari vélar. Fjárfestu og urðu síðan að ná meiri framleiðslu til að standa straum af kostnaðinum sem af því leiddi. Af opinberri hálfu var engin til- raun gerð til að spoma við þessu. Heldur ýttu ýmsar reglugerðir und- ir þessa þróun. Það má nefna fjárfestingasjóð landbúnaðarins, stofnlánadeildina sem lánaði ekki út á byggingar undir lágmarks- stærð. Með lögum frá Alþingi var komið á fót jarðanefndum sem skyldu hafa því hlutverki að gegna, að sjá til þess að jarðir í sveitum landsins yrðu helst ekki nýttar til annars en að framleiða mjólk og kjöt. Hefðbundinn landbúnaður skyldi stundaður áfram og ef vænt- anlegir kaupendur jarða gátu ekki sannað að slíkt væri ætlunin með jarðakaupunum gátu jarðanefnd- imar stöðvað viðskipti með jarðir í sveitum. Þessar nefndir em ennþá til þótt herskáir sveitamenn sem stundum áttu sæti í þeim hafí nú að mestu þagnað. Þá má einnig geta þess að heilbrigðisreglugerðir hafa verið eins og ól um háls margra bænda sem ekki hafa tekið þátt í fjárfestingaæði síðustu ára. Þú getur ekki framleitt mjólk í þessu flósi. Þú verður að byggja annað ef þú ætlar að halda áfram. Ég loka gamla fjósinu þínu segir embættismaðurinn úr þéttbýlinu sem hefur bréf upp á vasann um að hann megi loka flósum. Þannig hélt hver í sína áttina og ráðunautar Búnaðarfélagsins héldu Þetta er einnota stjórn, piltar, einnota ríkissljórn eftir Ásgeir Hannes Eiríksson Mannkynið hefur ferðast um margar aldir á leið sinni frá vöggu til grafar: Steinöld og jámöld jafnt sem atómöld og svoleiðis. í dag stendur það svo með tæmar í gátt- inni á nýrri öld: Öld hinna einnota hluta. Við þekkjum vel einnota bleyjur og snýtuklúta. Umbúðir utan um söluvöm em óðum að þróast í þessa átt. í erlendu blaði las ég svo um daginn að von er á einnota mjmda- vél og talsíma. Þetta er alveg makalaus framþróun. En það var ekki fyrr en á mið- vikudaginn síðasta að ég sá að hægt er að mynda einnota hluti víðar en í sjálfum efnisheiminum. Miðstjórn og margarín Sjálfstæðisflokknum hefur ekki gengið allt í haginn upp á síðkast- ið. Til dæmis gengur honum illa að mynda ríkisstjómir sjálfum. Aðrir stjómmálaflokkar hafa orðið að mynda þrisvar sinnum fyrir hann ríkisstjómir á síðustu ámm. Það var fallega gert af þeim. Sjálfstæðisflokknum hefur því ekki tekist að hjálpa sér sjálfur síðan Ólafur heitinn Thors myndaði fræga Viðreisnarstjóm árið 1959 eða fyrir næstum þrem áratugum. Þetta er þokkalegt afspumar fyrir einn stjómmálaflokk af hóflegri meðalstærð. En í síðustu viku kynnti sjálfur Davíð Scheving úr miðstjóm Sjálf- stæðisflokksins þjóðinni nýtt smjörlíkiskók í einnota plastdósum. í sömu viku kynnti formaður Sjálf- stæðisflokksins líka þjóðinni og miðstjóminni nýja ríkisstjóm á sínum vegum. Það dró því til tíðinda í síðustu viku. Einnar nætur nótt Oft er talað um að tjalda til einn- ar nætur. Yfírleitt em þó ríkis- stjómir hugsaðar til fleiri nátta en einnar og jafnvel eittþúsund og einnar eins og í Arabíu. En hin nýja ríkisstjóm þjóðarinn- ar er ekki margra nátta stjóm. Líklega stendur hún varla fleiri nætur en þær andvökunætur sem þurfti til að mynda hana. Þá er alls ekki víst að allir tjaldbúar dvelj- ist næturlangt í tjaldinu ef að líkum lætur. Jafnvel þó að menn tjaldi því sem til er. Þetta er nefnilega fyrsta ríkis- stjóm sinnar tegundar í sögu lands og þjóðar. Hún er af sama toga spunnin og bleyjumar frá Bossa og dollumar hans Davíðs frænda I miðstjóminni. Þrír gegn þremur Áhorfendur hafa átt þess kost að fylgjast með myndun þessarar ríkisstjómar. Úr fjarlægð höfum við séð hvemig stjómarflokkamir hafa rúið hver annan trausti til skiptis og sáð fræjum efasemdar hver í annars garð. Úr Qarlægð höfum við séð hvemig hugsjónir hafa fölnað í ofbirtu ráðherrastóla og frumburð- arréttur vikið fyrir baunadisk. Úr Ijarlægð höfum við séð tortryggna menn og þreytta skrífa undir sátt- mála sem þeir trúa ekki á sjálfír. Við höfum séð fleira. Við höfum séð stjómarflokkana þijá tærast upp í innbyrðis sundurlyndi þegar herfang sáttmálans kom til skipt- anna. Við höfum séð flokkana bijóta sig í mola þegar efablandnir menn vom leiddir til sætis í ráð- herrastóla af handahófí og í engu sérstöku samhengi við reynslu þeirra eða þekkingu eða getu. Við höfum séð leiðandi flokksmenn í heilu kjördæmunum hóta að axla Ásgeir Hannes Eiríksson „En hin nýja ríkisstjórn þjóðarinnar er ekki margra nátta stjórn. Liklega stendur hún varla fleiri nætur en þær andvökunætur sem þurfti til að mynda hana.“ skinnin þegar kröfumar náðu ekki fram að ganga og engar refjar. Við höfum séð sitt lítið af hveiju. En ekki er allt talið enn. Við sáum sfðustu ríkissfjóm leiða okkur Þórður Ingimarsson áfram að fyrstuverðlauna feitu hrútana, sem að sjálfsögðu gátu af sér feit lömb, þótt löngu væri orðið ljóst að breyta þyrfti ýmsúm eiginleikum lambakjötsins til þess að gera það vinsælt á meðal neyt- enda á nýjan leik. Vandinn, eins og hann birtist, var ekki auðleystur. í raun og vem vom markmiðin ósamræmanleg. Framleiðslan var of mikil. Það varð því að draga úr henni. Tekjur bænda vom of lágar. Það þurfti að auka þær. Bændur urðu að minnka framleiðslu sína og það var ljóst að með því gátu tekjur þeirra ekki aukist. Til þess að svo mætti verða yrði þeim að fækka. Þar var komið upp vandamál, sem ekki var aðeins spuming um peninga heldur einnig og ekkert síður um hinn mannlega þátt: rétt einstaklingsins til að lifa og starfa við það sem hann hefur kosið sér og búið sig undir að gera. Einnig var þama spuming um eigur manna. Hvemig þær yrðu nýttar og jafnvel hvort þær væm yfír höf- uð orðnar einhvers virði. Vandinnað framkvæma í aprfl 1979, á átján ára aftnæli offramleiðslunnar, vom í fyrsta skipti sett lög um framleiðslustjóm- un í landbúnaði. Þar með vom lagaheimildir fengnar og þær síðan afmarkaðar með reglugerðum sem landbúnaðarráðuneytið setti í ágúst á sama ári. Þær leiðir sem valdar vora fólust í því að fullt verð var greitt fyrir ákveðinn hluta fram- leiðslunnar en lægra verð fyrir það út í skuldafen í góðæri. Nú þarf að ræsa fram fenið. Við höfum séð bjargráðin frá stjómarflokkunum þremur og em þau ekki upp á marga físka. Þeir halda sínu striki og leggja fleiri skatta á fólkið sem einkum bitna á ekkjum og munað- arlausum: Þeim dettur ekki í hug að hlífa ekkjum og spara í ríkis- rekstri og draga saman seglin. Þeim dettur ekki í hug að hlífa munaðar- lausum og leita nýrra leiða og senda djarfa menn út af örkinni til að finna nýjar tékjulindir. Þeim dettur ekkert -annað í hug en að auka skattinn. Því miður. Einnota stjórn, piltar Lengi býr að fyrstu gerð, segir málshátturinn og ríkisstjómin nýja er ekki undanþegin þeim sannleika. Bæði aðdragandinn að mjmdun hennar og sjálf handbrögðin bera vitni um skammtíma hugsun. Hér em flokkamir þrír sjálfum sér sund- urþykkir. Hér em ráðherrar teknir af handahófí fram yfír aðra sem telja sig betur að stólunum komna. Hér sitja leiðtogar heilu landshlut- anna í fylu vegna fjarlægðar frá kjötkötlunum. Hér er hver höndin upp á móti annarri og hér tvístíga ráðvilltir kjósendur flokkanna þriggja í þúsundatali og athuga sinn gang. Hér er tjaldað til einnar næt- ur. Lengi býr að fyrstu gerð. Þetta er einnota stjóm, piltar, einnota ríkisstjóm. Höfimdur er verslunarmaður og varaþingmaður Borgaraúokksins ÍReykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.