Morgunblaðið - 21.07.1987, Side 19

Morgunblaðið - 21.07.1987, Side 19
19 sem umfram tiltekið magn fór. Á grundvelli þessara laga og reglu- gerða hefur framleiðslustjómunin í landbúnaði farið fram í megin drátt- um síðan. Það varð fljótt ljóst að þessar aðgerðir voru fyrst og fremst til að létta byrðum af hinu opinbera og að því leytinu til, varð af þeim nokkur árangur. Þær voru hins vegar ekki þess megnugar að rétta lqor bænda. Framleiðslustjómunin tókst heldur ekki sem skyldi. Of- framleiðslan hélt áfram að vera til og stundum jókst hún á einstökum tímum og svæðum. Starfsmenn landbúnaðarráðuneytis, fram- leiðsluráðs og stéttasambands sátu við að reikna. Heitum framleiðslu- magns sem greiða átti fullt verð fyrir var breytt og aftur breytt. Fyrst var það framleiðslukvóti. Síðan var reiknaður nýr fram- leiðsluréttur á lögbýli og kallaður búmark. Bændur vom að byija að átta sig á því að reyna að aðlaga sig eftir þeim fyrirmælum sem þar vom gefin þegar þriðja framleiðslu- réttinum var dembt jrfir þá og kallaður því illframberanlega nafni „fullvirðisréttur". Stafsetning þess minnir einna helst á heiti og orð í mállýsku eskimóa. Eskimóarétturinn Framleiðsluskerðing hvers bónda eftir reiknireglu fullvirðisréttarins gekk lang lengst í þá átt að tak- marka framleiðsluna. Hún gengur það langt að mörgum bændum er ýtt aftur á það efnahagsstig sem ómögulegt er að lifa af í nútíma- þjóðfélagi á íslandi. Bændum er með þessu skipað á efnahagslegan bekk miðað við aðra landsmenn að líkja má við lífskjör margra inn- fæddra á meðal danskra innflytj- enda í landi Eiríks rauða og hefur það hingað tii ekki beinlínis verið talið til fyrirmyndar. Þótt vandamál innfæddra Grænlendinga og íslenskra bænda séu á engan hatt sambærileg er það samt í fleiri til- fellum en hinu stafsetningarlega sem kalla mætti fullvirðisréttinn eskimóarétt. Eskimóarétturinn dæmir bændur ekki eingöngu hart heldur einnig allmisjafnlega. í sumum tilfellum gengur það svo langt að um hreint ranglæti er að ræða. Hann er reikn- aður út eftir tveimur tilteknum framleiðsluárum og þótt skárra árið sé notað til viðmiðunar skiptir engu hvort þama var um gott ár að ræða eða erfitt fyrir viðkomandi bónda. Þeir bændur sem lengst þversköll- uðust við augljósum staðreyndum og juku framleiðslu sína, sumir ef til vill fyrir atbeina opinberra klás- úla, standa best að vígi á meðan hinir sem reyndu að draga að sér höndina í tíma fá enga aðra umbun fyrir réttláta viðleitni sína og fram- lag til lausnar stóru vandamáli en að nú skal meira þrengt að þeim. Mun réttlátara hefði verið að nota fleiri ár til viðmiðunar, leggja framleiðslu þeirra saman og deila í með fjöldanum. Það hefði fengist næstum sama heildarútkoma fyrir þjóðarbúið en samdrátturinn komið mun réttlátar niður á einstaka bændur. í framhaldi af þessu mætti spyija hvort starfsmenn opinberra landbúnaðarmála kunni ekki að deila. Að geta lifað af laununutn Það er deginum ljósara að fram- leiðslurétturinn sem kemur bænd- um á kjör sem líkt hefur verið við þá sem útundan hafa orðið í græn- lensku samfélagi leysir ekki vanda landbúnaðarins einn og sér. Það þarf margt fleira að koma til. Með tilliti til forsögu málsins, því sem gerst hefur í áranna rás, er ljóst að það þarf nokkuð langan aðlögun- artíma til að koma landbúnaðar- framleiðslunni í það magn sem hentar innanlandsmarkaðnum. Sá aðlögunartími er vissulega dýr og dýrari fyrir þá sök hversu lengi var trassað að taka á vandanum. Þenn- an herkostnað er ekki unnt að leggja á herðar einnar fámennrar starfsstéttar sem á þá ekki nema að hluta til sök á honum. Þetta er mál sem snertir allt þjóðfélagið. Það MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1987 snertir búsetu, byggðaskipan, fram- færslumöguleika fleira fólks en þess sem býr á sveitabæjum og einnig eignaskiptingu. Það snertir rétt ein- staklingsins, tilfinningu hans og virðingu fyrir sjálfum sér. Með nýjum búgreinum hefur þeg- ar nokkur vandi verið leystur í atvinnulegu tilliti. Þær leysa ekki þann lanndfræðilega vanda sem við er að etja, að halda sveitum og landsbyggðakauptúnum í byggð. Þessar nýju búgreinar eru heldur ekki hreinn landbúnaður heldur eins konar millistig milli landbúnaðar og iðnaðar. Svína- og lqúklingabú eru frá hagkvæmnissjónarmiði best staðsett á hafnarbakka í þéttbýli. Þau nota innflutt kom til fóðurs og markaðurinn er þá einnig innan seilingar. Loðdýrabúin em best staðsett í sem mestri nálægð við fiskvinnslustöðvamar þaðan sem þær fá sitt fóður. Þaðan er yfirleitt einnig stutt í útflutningshafnir. Sveitir landsins em misjafnlega vel fallnar til beitar og skepnuhalds. Sum stijálbýl og landmikil hémð em mjög vel fallin til sauðfjárrækt- ar og framleiðslu Qallalamba þótt kúabúskapur geti tæpast orðið þar hagkvæmur. Sömu sögu er að segja um aðrar sveitir, þéttbýlli og land- minni. Þar á sauðkindin síður heima og alls ekki ef framleiða á kinda- kjötið sem villibráð. Ef verðjöfnun- arstefnan væri lögð niður og farið að greiða mismunandi verð fyrir afurðir, eftir því hvort þær væm framleiddar í sveitum sem vel væm til þess fallnar, myndi verða unnt að beina þessari framleiðslu í betri farvegi. Hvers vegna em þekktar sauðfjáijarðir, þar sem dugmiklir bændur urðu eins konar þjóðsagna- persónur fyrr á tímum, í eyði á meðan rollur em að bíta tún og mjólka feitum lömbum í landlausum sveitum. Þetta er einn þeirra þátta sem taka verður með í reikninginn þegar endurskipuleggja á íslenskan landbúnað. Það liggur í augum uppi að slík endurskipulagning má ekki dragast lengur. Eftir því sem hún dregst á langinn vex sá skattur sem þjóðin verður að greiða. En þetta verður ekki gert með því einu að setja bændur landsins á ólífvænleg sult- arlaun, gera þá að einskonar sérstökum þjóðflokk sem ekki nýtur jafnréttis við aðra borgara. Þeir verða einnig að geta lifað af launum sínum. Ef við tækjum að flytja inn land- búnaðarafurðir, eins og sumum malbikssinnuðum höfuðborgarbú- um hefur stundum dottið í hug, yrði vandinn aðeins stærri að ógleymdum þeim þætti að við færð- umst ijær því að vera sjálfum okkur nógir. Það þyrfti að finna mörg atvinnubótatækifæri til að leysa þá bændur frá búskap sem með góðri skipulagningu og markaðssetningu landbúnaðarvara á innlendum markaði eiga fullt starf fyrir hönd- um í sveitum landsins. Og hvað ætti að gera við það fólk sem vinn- ur á malbikinu við iðnað og viðskipti sem af landbúnaðarframleiðslunni skapast? Það er ódýrara að flytja þetta inn, segja malbiksmennimir og horfa þá til þess eins að láta útlendinga niðurgreiða mat ofan í okkur á meðan þeir skammast yfir því að við séum að niðurgreiða bita ofan í eitthvert fólk í öðrum lönd- um. Er þá ekki einnig ódýrara að ráða bifreiðaeftirlitsmenn frá Pól- landi, lögreglumenn frá Tyrklandi og slökkviliðsmenn frá Suðaustur- Asíu. Ætli þeir réðu sig ekki fyrir lægri laun. Höfundur starfar við blaða- mennsku og útgáfustörfí Reykjavik og tekur þáttí búskap fjölskyldu sinnar í EyjaSrði. Um ættarnöfh og erlend mannanöfn í íslensku - Nýtt rit eftir IngólfPálmason cand. mag. ÚT er komið ritið „Um ættamöfh og erlend mannanöfo í islensku1' eftir Ingólf Pálmason cand. mag. í íslensku við Kennara háskóla íslands. Ritið, sem er 52 bls., Qall- ar einkum um beygingu eða beygingarleysi ættarnafoa og er- lendra mannanafoa í íslensku á síðari árum. Höfundur hefur kannað íjölda blaða tímarita, og bóka frá seinni hluta 19.aldar og þeirri 20. og einn- ig tekið dæmi úr útvarpi. Han telur áberandi að ættamöfn séu nú mun sjaldnar beygð en áður; á 19. öld fá þau t.d. yfirleitt eignarfallsendingu, en nú er mjög algengt að ættamöfn séu endingarlaus í öllum föllum. Tínir hann til mikinn fjölda dæma máli sínu til stuðnings. Einnig er fjöldi dæma um meðferð erlendra mannanafna í íslensku. Þar virðist sama tilhneiging vera á ferð- um; nöfnin em iðulega höfð óbeygð, jafnvel þau, sem eiga sér beinar sam- svaranir i íslenskum mannanöfnum. Höfundur telur þetta beygingar- leysi ættamafa og erlendra manna- nafna mjög varhugavert; það muni fyrr eða síðar smita út frá sér og veikja beygingarkefi málsins. Hann hvetur íslendinga til að vera á verði og snúast gegn þessum háska. Ritið er því öðmm þræði leiðbeiningakver um góða meðferð móðurmálsins, en jafnframt fræðileg greinargerð um uppkomu og notkun ættamafna á íslandi. Karlmannaföt kr. 5.500 og 7.500. Stakir jakkar kr. 4.500. Terylenebuxur kr. 1.395,1.595 og 1.895. Sumarblússur kr. 1.700. Regngallar kr. 1.265. Skyrtur, nærföt, sokkar o.fl. ódýrt. Andrés, Skólavörðustíg 22A, sími 18250. £ I | J/f RÖNNING S RAFMOTORAR Flestar stærðir og gerðir fyrirliggjandi. Fljót afgreiðsla. RÖNNING Vnim m Með einu handlaki er hœgt að skipta um spólu, en hún er rennd úr áli sem tryggir styrk og léttleika. Ambassadeur 800 _ Abu Garcia Með Ambassadeur800 línunni sannarAbu Garcia að þeir standa öðrum framar í hönnun og smíði kasthjóla. Ambassadeur 800 hjólin eru ótrúlega létt og sterk en samt gædd einstökum eiginleikum. Tæknileg hönnun Abu Garcia kasthjólanna eykur þægindi og öryggi við veiðarnar. Hjá okkur fást Abu Garcia veiðihjól við allra hœfi. 'llUMP HAFNARSTRÆTI 5 SÍMAR 16760 og 14800

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.