Morgunblaðið - 21.07.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.07.1987, Blaðsíða 21
' !P A JT'ífO'V n,n 21 ri=Fi ’.v h r?- ru'/ <x ir iy<r MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1987 Ben Johnson og Haraldur Júlíusson á kirkjuloftinu á Stokkseyri. Haraldur er ættaður úr þorpinu, þremenningur við Pál ísólfsson. dó 1966 94 ára gamall. Ég byrjaði auðvitað bara að vinna sem strákur við það sem til féll, en á þriðja ára- tugnum fórum ég og bróðir minn að róa saman. Við vorum oftast bara tveir, en vorum stundum við þriðja mann. Ég hef svo róið með öðrum og núna býr bróðir minn í Chicago. Systur mínar tvær eru báðar á lífi og búa á eyjunni. Síðast átti ég 40 feta bát með díselvél og réri með tengdasyni mínum. Hann er smiður og þegar hann vildi taka aftur til við smíðamar hætti ég og fór á eftirlaun 1962. Ég lagði fyrir og ef maður á svolitla peninga í Bandaríkjunum er hægt að hafa smátekjur af vöxtunum. Þess vegna gat ég komið hingað. Pabba lang- aði alltaf að koma hingað en hann átti aldrei fyrir því. Við fórum á fætur á milli fjögur og fimm og fórum út milli fimm og sex alla morgna nema sunnu- daga, ef viðraði. Það tók þetta fjóra til sex klukkutíma að fylla bátinn. Aflanum var svo safnað saman á eyjunni og hann sendur þaðan með feijunni til meginlandsins og svo á vörubíl til Chicago. Um það bil sem ég hætti minnkaði aflinn mikið, en hann hefur glæðst aftur. Þó þeir séu aðeins við veiðar á fímm bátum núorðið, þá hafa þeir meira upp úr veiðunum, en þegar ég var að.“ Ben naut greinilega hverrar mínútu hér, rétt eins og aðrir sam- ferðamenn hans, og þeir voru sammála um að vikudvöl hér væri sannarlega of stutt. A blaði, sem hékk uppi á Loftleiðahótelinu, þar sem hópurinn átti að skila af sér töskunum fyrir heimferðina, hafði einn eyjarskeggja teiknað öfugt brosmerki, andlit með munninn í skeifu. Ben var hrifinn af því sem hann sá hér, fannst gaman að hitta skyldfólk sitt. Það er reyndar svolít- ið ótrúlegt, að hitta fólk, sem er svo greinilega útlendingar, mótað í ólíku umhverfi, en hefur samt svo sláandi ættareinkenni að það mætti þekkja það á götu. Jafnvel endemis ættarrata eir.s og mér finnst það sérkennilega skemmtilegt að spá í svip og takta þessa langt aðkomna frændfólks. Og svo fannst Ben Stokkseyrarkirkja auðvitað há- punktur ferðarinnar. Hreifst reyndar líka af Hallgrímskirkju, sem hópurinn heimsótti. Fannst kirkjan lygilega stór og hlyti sann- arlega að hafa kostað sitt. „En annars finn ég til svo mikils skyld- leika við ykkur hérna, auðvitað vegna uppruna míns, en ekki síður vegna þess að ég var fískimaður," sagði Ben og hefur mikinn hug á að koma hingað aftur við fyrsta tækifæri. Hugsið vel umbakið Bakið ykkur ekki vandræði í tilefni greinar í umsjá Jó- runnar Karlsdóttur, sem birtist í Morgunblaðinu 5. júlí 1987 undir fyrirsögnninni „Hugsið vel um bakið“, viljum við sjúkraþjálf- arar á Endurhæfingarstöð Sjálfsbjargar, koma eftirfarandi á framfæri: í greininni er fólki bent á að sitja með hné ofar mjöðmum. Ef setið er þannig er búið að setja kryppu á mjóhrygginn, samanber þegar setið er í djúpum mjúkum sófum/stólum (mann- vonsku húsgögnum). I þannig stellingum er álag á bijóskþófa og aðra vefi mun meira en þegar setið er með hrygginn beinan. Sýnt hefur verið fram á að minnsta álag er á bak þegar set- ið er með hnén neðar mjöðmum og hryggur er í eðlilegum sveigj- um (samanber mynd). Mörg undanfarin ár hafa verið á markaðnum vinnustólar sem sniðnir eru að þessari þekkingu. I greininni er fólki bent á að sofa á hliðum með hnén kreppt og sofa ekki á maganum, þar viljum við benda á að mjög var- hugavert er að alhæfa með ákveðnar svefnstöður. Þar kem- ur margt til, meðal annars dýnan sem sofið er á og það sem einum hentar getur verið afleitt fyrir annan. Sjúkraþjálfarar Endur- hæfíngarstöð Sjálfs- bjargar SVUNTUR — VINNUFÖT Svuntur verð: Teg. nr. 8860 Teg. nr. 8855 kr. 1550.00 kr. 2100.00 Teg. nr. 7006 kr. 1550.00 Hvítar buxur — kr. 2100.00 Fjölbreytt litaúrval Efni: Bomull/Polyester I>rjár stæröir: S — M — L, Póstsendum Bankastræti 3, s. 13635 Eru ekki allir spenntir? Bílbelti fyrir fram- og aftursæti Barnabílbelti - barnaöryggisstólar Barnabílpúöar - burðarrúmsbelti Öryggið ofar öllu! 26, SÍMI 62 22 62 Stórmarkaður bíleigenda naúst BORGARTÚNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.