Morgunblaðið - 21.07.1987, Side 22

Morgunblaðið - 21.07.1987, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1987 Bátarnir koma inn til hafnar í Sandavogi á sunnudaginn. Morgunbiaðið/Jóhann ívarsson Jens Ingólfsson markaðsstjóri hjá útflutningsráði og fararstjóri í Færeyjum og Guð- mundur Lárusson hönnuður og framleiðandi Sóma-bátanna ræða málin við komu bátanna til Færeyja. Sómabátarnir komnir til Færeyja — Góðar viðtökur í Sandavogum SÓMA-bátamir tveir, sem sýna á í Færeyjum alla næstu viku ásamt ýmsum búnaði til fisk- veiða, komu til hafnar í bænum Eiði á Straumey síðdegis á laug- ardaginn. Hafði ferðin þá varað í 13 klukkustundir. Bátarnir fóru frá Reykjavík sl. miðvikudag, en vegna slæms veðurs urðu þeir að bíða í vari á Höfii í Horaa- firði þar til á laugardag þegar lægði. Tveir menn vora á hvorum bát. Guðmundur Lárusson hönn- uður og framleiðandi Sóma- bátanna sem stýrði öðrum þeirra sagði í samtali við fréttamann Morgunblaðsins við komuna til Færeyja að siglingin hefði tekist vonum framar og bátarnir reynst með afbrigðum vel. Að sögn Guðmundar var lagt úr höfii á Homafírði um fímmleytið að morgni laugardags í súld og rigningu. Þegar þeir hefðu verið komnir 30 sjómílur út hefði sólin brotist fram og skinið látlaust á þá það sem eftir var fararinnar, með hægri golu. „Það var dýrðlegt veð- ur, en nokkuð þung undiralda, sem tafði okkur," sagði Guðmundur, „og það var augljóst af henni að veður hefur verið mjög vont“. Þetta var raunar fyrsti dagurinn í hálfan mánuð sem veður var nógu gott fyrir bátana að sigla þessa leið að sögn Guðmundar, en áhöfnin var einróma um að ferðin hefði tekist mjög vel. Svo gott var veðrið, að sonur Guðmundar, Óskar, sólbrann allnokkuð þegar honum varð það á að sofna á dekkinu svolitla stund. Um 60 mflur undan Færeyjum sigldu bátamir fram á stóra hvala- vöðu. Þeir hægðu ferðina og sigldu hring eftir hring kringum hvaiina sem létu sér ekki bregða og vora frekar forvitnir að sögn leiðangurs- manna. Leiðin sem bátamir sigldu er um 250 sjómflna löng og er mjög óvenjulegt að svo litlir bátar sigli hana, sagði Guðmundur, en Sóma- bátamir era tæplega átta metra langir. Ferðalagið tók 13 tíma með tæplega 20 sjómflna meðalhraða á klukkustund. Sóma-bátar era mjög hraðskreiðir af fískibátum að vera, með 30 sjómflna hámarkshraða á klukkustund, en þung undiralda tafði nokkuð í þessari ferð eins og fyrr sagði. Vélin í bátunum er 220 hestafla frá Volvo-verksmiðjunum. Þeir era engu að síður hugsaðir sem fiskibátar, stöðugir og með gott rými fyrir afla. Að sögn Guðmund- ar era Sóma-bátamir alíslensk hönnun. Eins og fram hefur komið í frétt- um Mbl. er ferð þessi farin til að selja Færeyingum búnað til smá- bátaútgerðar. Þeir eiga líklega fleiri báta hlutfallslega en nokkur önnur þjóð heims og er markaðurinn því nokkuð stór. Hafnir í sérhveijum bæ og þorpi era fullar af smábát- um. En þar sem nokkuð langt er á miðin og straumar era víða geysi- stríðir og hættulegir á hinum mjóu sundum milli eyjanna, era hinir hefðbundu og hægfara bátar Fær- eyinga bundnir við bryggju mestan hluta árs. Þeir sem standa að þess- ari fljótandi vörasýningu um borð í bátunum vonast til þess meðal annars að geta sýnt Færeyingum fram á lausn á þessum vanda þeirra með íslenskum bátum og búnaði til fiskveiða. Góðar undirtektir í Sandavogi Bátarnir vora komnir til eyjanna, en formleg sýningarferð á þeim byrjaði ekki fyrr en á mánudag. Því var ákveðið að heilsa upp á íbúa bæjarins Sandavogs á eynni Vogum á sunnudaginn í tilefni af því að þar héldu menn samkomu um helgina, eða stefnu eins og það er oft kaliað hér í Færeyjum. Sett var ein stutt tilkynning í útvarp samdægurs um heimsóknina, stuttu áður en bátamir renndu inn í höfn- ina. Þótt heimsókn þeirra bæri svo brátt að, höfðu um 140 af um 700 íbúum bæjarins farið í siglingu með bátunum að þremur tímum liðnum, þegar haldið var burt aftur, eða um 20% bæjarbúa. Aðalfundur sýslunefiidar Norður-Múlasýslu: Alyktað gegn mið- stýringu sjóflutninga Geitagerði, Ffy’ótsdal. AÐALFUNDUR sýslunefiid- ar Norður-Múlasýslu var haldinn í Fellabæjarskóla, Fellahreppi, dagana 12. og 13. júní. Að venju voru af- greidd um 100 erindi um margvísleg efiii. Hér á eftir er greint frá helstu sam- þykktum. Ný Qallaskilareglugerð Sýslufundur leggur til að fjalla- skilareglugerð Norður-Múlasýslu verði endurskoðuð og í þeim til- gangi verði kosin þriggja manna nefnd sem starfa skal milli funda sýslunefndar. Sérstaklega skal end- urskoðun flallaskilareglugerðarinn- ar taka mið af breyttum aðstæðum í sveitahreppum með tilliti til þeirr- ar fólksfækkunar sem þar hefur orðið og erfíðra Qallaskila vegna þess. Aðalfjallvegur Snæfellsleið Sýslufundur felur sýsluráði að kynna fyrir alþingismönnum og samgöngunefnd Sambands sveitar- félaga á Austurlandi tillögu sem sýslunefnd Norður-Múlasýslu ályktaði um árið 1986, um aðalfjall- veg um Snæfell, Brúaröræfí og Krepputungu sem nefndin gerir að tillögu að fái nafnið Snæfellsleið. Hér er mjög mikilvægt mál að því er varðar þróun ferðamála á há- lendi íslands. Gegn miðstýringu sjóflutninga Sýslufundur vill vara við miðstýr- ingu Reykjavíkursvæðisins á beinum sjóflutningum til landsins og fagnar þeim auknu beinu flutn- ingum á vamingi til Austurlands, sem átt hefur sér stað síðustu árin. Fundurinn bendir á lægra vöraverð sem beinlínis má þakka þessu aukna frelsi í sjóflutningum. Jafn- framt ítrekar sýslunefndin áskoran á Alþingi og dómsmálaráðherra að staðsettur verði tollvörður á Aust- urlandi með aðsetur á Seyðisfírði. Varaflugvöllur á Egilsstöðum Sýslufundur vill beina því til sam- gönguráðherra að varaflugvöllur sá sem talað er um að byggja hér á landi verði byggður á Egilsstöðum og bendir á í þessu sambandi að margir að reyndustu flugmönnum þjóðarinnar hafa lagt það til í grein- um, sem birst hafa eftir þá undan- farin ár. Er f þessu sambandi bent á góðar aðstæður og einnig þá stað- reynd að á Egilsstöðum er yfírleitt annað veðurfar en á Reykjavíkur- svæðinu. Jafnframt er bent á þá miklu þýðingu sem slíkur völlur muni hafa fyrir alit athafnalíf á Austurlandi. Aukið fé sýsluvega til dreifbýlisins Sýslufundur vill enn og aftur skora á Alþingi, samgönguráð- herra, vegamálastjóra og sam- göngunefnd SSA að gangast fyrir breytingu á reglugerð nr. 62/1964. Sýslunefndin vill að fellt verði úr reglugerðinni ákvæði um óakfæra vegi merkta bókstafnum „Ó“ en í þess stað verði haldið eftir 25% af ríkisframlaginu til ráðstöfunar fyrir ófyrirséð. Að öðru leyti verði reglan óbreytt svo og önnur ákvæði reglu- gerðarinnar. Aðalstöðvar Skóg- ræktar ríkisins Sýslufundur tekur undir fram- komna tillögu á Alþingi síðastliðinn vetur varðandi flutning aðalstöðva Skógræktar ríkisins á Hallorms- stað. Lögreglustöðvar Sýslufundur gerir kröfu til þess að lögreglustöðvar með fanga- geymslum verði reistar á Vopnafírði og Egilstöðum, en úrbætur í þessum málum era óhjákvæmilegar. Rækjuvinnsla á Austurlandi Sýslufundur skorar á athafna- menn, Alþingi, stjómvöld og sveit- arfélög á Austurlandi, að fylgja fast eftir að hingað fáist keypt skip til rækju- og botnfískveiða svo og að komið verði á fót öflugri skelfisk- vinnslu á Austurlandi. Þetta sé gert í ljósi þess sem komið hefur fram í rannsóknum Hafrannsóknastofn- unar, að fyrir Austurlandi séu mjög góð botnfísk- og rækjumið. Jafn- framt, samhliða verði unnar nauðsynlegar kannanir á markaðs- og sölumálum. Nýting háhitasvæðis í KverkQöllum Sýslufundur vill beina því til Orkustofnunar að hún kanni mögu- leika á nýtingu háhitasvæðisins í Kverkfjöllum með tilliti til ferða- mannaiðnaðar, fiskiræktar og að flytja jarðvarmann til byggða. Nytjaskógur á Fljótsdalshéraði Sýslufundur fagnar niðurstöðum þeirra kannana sem benda til að hér á landi megi rækta nytjaskóga með arðbæram hætti. Skorar fund- urinn á Skógrækt ríkisins og landbúnaðarráðherra að sérstak- lega verði gert ráð fyrir að slíkum nytjaskógi verði komið á fót á Fljótsdalshéraði. Vakin er athygli á þeim árangri sem þar hefur náðst í skógrækt. Fundurinn leggur til að kosin verði sérstök nefnd til að kanna þennan möguleika og hvar helst beri að gera stórátak og jafn- framt að vinna arðsemisútreikn- inga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.