Morgunblaðið - 21.07.1987, Page 25

Morgunblaðið - 21.07.1987, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1987 25 Stóraukin aðsókn að breskum óperuhúsum St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgfunblaðsins. AÐSÓKN að óperuhúsum í Bret- 87% miða seldust að jafnaði að landi hefur aukist mjög verulega á siðastliðnu ári. Fleiri sækja nú óperuhús en leikhús á Bretlands- eyjum. Enska þjóðaróperan í Coliseum í Lundúnum valdi verkefni af meiri metnaði en áður á síðastliðnu leik- ári og seldi 85% af sætum jrfír leikárið. Óperan hafði 4,3 milljónir punda (ríflega 260 millj. ísl. kr.) í tekjur af sölu aðgöngumiða, sem var 10% meira en búist var við. 430 þúsund manns horfðu á 219 sýning- ar á 21 óperu, en það er meira en 60 þúsund fleira en nokkru sinni áður. Sú ópera, sem var vinsælust, var Akhnaten eftir Philip Glass, sem hann samdi fyrir þremur árum. Gallabuxnakynslóðin sótti mest þær sýningar, en fólk, sem var að fara í fyrsta sinn á óperusýningu, kom að sjá The Mikado eftir Gilbert og Sullivan. Nánast útilokað var að fá miða á Aidu, Toscu og Don Gio- vanni, en 95% af miðum seldust á þær sýningar. Peter Jonas, framkvæmdastjóri Ensku þjóðaróperunnar, segir, að slík aðsókn að óperum sé óþekkt. Hann segir, að óperunni hafi tekist að ná til svo mikils fjölda fólks með sýningum á óperu Shostakovich, Lady Macbeth of Mtsensk. Fólk hafí flykkst á þær sýningar, og það hafi gefíð vissar vonir fyrir framtíð- ina. Svipaða sögu er að segja af skosku óperunni, sem fjölgaði sýn- ingum um þriðjung á síðastliðnu leikári. Aðsóknin var að jafnaði yfír 80%. Yfír 90% miða seldust á þijár óperur, Carmen, Brúðkaup Fígarós og Madame Butterfly. Yfír welsku óperunni. Aðsókn að Konunglegu óperunni í Covent Garden í Lundúnum hefur verið góð og búist er við, að 87% miða hafí að jafnaði selst á óperu- sýningar þar á síðastliðnu leikári. Til samanaburðar má geta þess, að í tónleikasölum á suðurbakka Tamesár seljast að jafnaði 67% miða. Velgengni Ensku þjóðaróperunn- ar hefur borist víða, og henni hefur verið boðið um víða veröld með sýningar sinar, t.d. bæði til Moskvu og Hong Kong. Óperunni hefur einnig verið boðið að sýna í hálfan mánuð í ríkisóperunni í Vínarborg. Listaráðið breska hefur þá reglu að styðja ekki utanfarir, en hins vegar hefur menningarmálanefnd þingsins viljað styðja menningar- samskipti af þessu tagi. Peter Jonas hefur því skotið þessu máli til breska utanríkisráðherrans, Sir Geoffrey Howe, og farið fram á stuðning hans. Hann segir, að eng- inn vilji bera ábyrgð á, að hætta verði við förina til Vínarborgar. Reuter ísrael: Tveir ísraelar standa aðgerðalausir við eina af jarðýtunum, sem Sharon sendi til vesturbakka Jórdan á sunnudaginn, eftir að lögreglu- menn stöðvuðu þær. Stirð samskipti ráðherra Beita fyrir sig jarðýtum og lögreglu Jórsalaborg, Reuter. Illdeilur og ósamkomulag (sra- elsku stjórnarflokkannna færast sífellt í aukana og sló síðast í brýnu á sunnudag. Yitzhak Rab- Bretland: Svanur yfirbug- ar veiðimenn Reading, Englandi, Reuter. BREZKl stangveiðimaðurinn Ronald Hamblin, sem vegur 127 Krít: Engir elskhugar af ótta við alnæmi Aþenu, Reuter. HÓPUR sænskra kvenna í sum- arleyfi á grísku eynni Krít kvartaði yfir því við lögreglunna þar í siðustu viku, að í ár væri þeim ókleift að finna elskhuga. Kenndu þær um ótta við alnæmi. Var fi*á þessu skýrt af hálfii lög- reglunnar í gær. Konumar sögðu, að þær væru fúsar til þess að gangast undir alnæmis- prófun og fóm þess á leit, að þær fengju síðan skriflegt vottorð til þess að sýna verðandi elskhugum sínum, að þær væm heilbrigðar. Lögreglan kvaðst ekki geta hjálpað konunum við að leysa vandamál þeirra. kg, var sagður illa á sig kominn í gær, eftir að svanur hafði ráðizt á hann, þar sem hann var að veiða. „Fyrst héldum við, að hann væri dáinn,“ var haft eftir Colin Wood, sem kom aðvífandi á vélbát, en konu hans, Anne, sem er hjúkrunarkona, tókst að halda lífinu í Hamblin. Samkvæmt frásögn áhorfenda duttu Ronald Hamblin og bróðir hans, Charles, niður í ána Kennett skammt frá Reading í gær, er þeir reyndu að reka af höndum sér svan, sem réðst á þá, er honum fanntt þeir komnir ískyggilega nærri ung- um sínum. Það þurfti heilan hóp bmnaliðs- manna og sjúkrabíl til þess að draga Ronald Hamblin upp úr ánni. Bróð- ir hans var einnig fluttur á sjúkra- hús, en hann hafði fengið tauga áfall. in, varnarmálaráðherra úr V erkamannaflokknum, lét þá vopnaða lögreglumenn stöðva jarðýtur, sem iðnaðarráðherrann Ariel Sharon hafði sent til þess að bijóta land fyrir nýjar byggð- ir gyðinga á vesturbakka Jórdan. Sharon er ráðherra hins hægri- sinnaða Likud-bandalags og þykir herskár í meira lagi, að minnsta kosti ef við araba er að eiga. Rabin og Verkamannaflokkur hans vilja hins vegar reyna að semja við araba, og aðgerðir ráðherranna vom greinilega til þess ætlaðar að ögra flokki hins. Yitzak Shamir, forsætisráðherra og flokksbróðir Sharons, hefur ver- ið undir þiýstingi frá harðlínumönn- um til hægri að hlusta ekki á tillögur Shimons Peres, utanríkis- ráðherra og leiðtoga Verkamanna- flokksins, um fríðarviðræður við araba. Shamir segir að þær yrðu aðeins til þess að hemumdu svæðin við Jórdan og í Gaza gengju Israel- um úr greipum. í siðustu viku tók hann svo þá ákvörðun að halda áfram landnámi gyðinga á hem- umdu svæðunum við Jórdan og i Gaza eftir að nokkurt hlé hefur orðið þar á. Peres reynir nú að koma saman þingmeirihluta til að knýja í gegn þjóðaratkvæðagreiðslu um það, hvort Israelar eigi að taka þátt í friðarráðstefnu með aröbum, en hefur ekki haft árangur sem erfiði. Honum barst óvæntur liðsauki í gær er utanríkisráðherra Egypta- lands, Ahmed Esmat Abdel-Magu- id, kom til ísraels í opinbera heimsókn. Hann hvatti ísraela til þess að sýna friðarvilja sinn í verki og taka þátt í alþjóðlegri friðarráð- stefnu um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann sagði slíka ráðstefnu einu leiðina til að ná sátt- um við araba og skapa varanlegan frið. Egyptar em eina arabaþjóðin, sem hefur undirritað friðarsamning við Israela og átt við þá sæmileg samskipti. Peresi þykir því styrkur að stuðningi þeirra. Kr. 800 ..spor í rétta ótt. Litir: Hvitt, brúnt. Tegnr. 15606. LAUGAVEGI 97, SIMI 624030 á sumarveröi kr.268 þúsund! Við eigum í;l afgreiðsiu STRAX noKkrar LANCiA Skutiur á sérstöku sumarverði, eða kr. 268 púsund. Ennfremur sérstaka afmæiisúígafu t af Skutiunni sérhannaða fyrir LANCjA af BILABORG HF. FOSSHALSt 1, S. 68-1299

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.