Morgunblaðið - 21.07.1987, Side 33

Morgunblaðið - 21.07.1987, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1987 33 Hírðfíflið Khalid Morgunblaðið/Sverrir TRÚÐURINN Rúben, frá Sviþjóð, sem oft sinnis hefur skemmt íslendingnm er nú stadd- ur hér á landi ásamt Indverjan- um Khalid. í dag munu þeir halda tvær sýningar fyrir starfsfólk í álverinu í Straumsvík og siðan skemmta vegfarendum á Lækj- artorgi. Khalid mun síðan á miðvikudag- inn og fimmtudaginn sýna atriði í Kram-húsinu er nefnist „Söngur hirðfíflsins" og hefst sýningin kluk- kann 21 báða dagana. „Söngur hirðfíflsins fjallar um ævi hirðfífls og byggist á hreyfíngum og hljóð- um. Khalid og Rúben Sölufélag garðyrkjumanna; Grænmeti verður selt efitir uppboðskerfí Sambyggðar trésmíðavélar Hversvegna nota tvo þegarEHNN nægir? í'S’IÍMlSÍL.AiI SILPPFEIAGIÐ 'MÍÁxlttittqanoen/zAtHibjcui Dugguvogi 4 104 Reykjavik 01*842 55 NÝIR SÖLUFÉLAG garðyrlg'umanna hefúr ákveðið að koma á fót grænmetismarkaði á næsta ári þar sem afúrðir garðyrkjubænda verði seldar eftir uppboðskerfí. Ja&iframt hefúr Sölufélagið ákveðið að hætta rekstri heild- söludeildar sinnar en beita sér fyrir stofnun hlutafélags um heilsöludreifíngu á grænmeti, ávöxtum og skyldum afurðum í félagi við aðra áhugaaðila. Af þessu tilefni hefúr stjórn Sölufélagsins sent frá sér eftir- farandi fréttatilkynningu: „Á almennum félagsfundi í SFG 29. apríl 1986 var lögð fram tillaga frá stjóm félagsins þar sem segir m.a.: „Stefnt skal að því svo fljótt sem auðið er, og ef hagkvæmt þykir, að koma upp grænmetismarkaði, þ.e. móttöku, flokkun afurða og stórsölu, sem allir framleiðendur grænmetis geti orðið aðilar að, og heildsalar og aðrir stórkaupendur geti verslað við.“ Voru fundarmenn á einu máli um að hraða nauðsynlegum athugunum varðandi slíka markaði og er sú athugun nú það langt komin að stjóm félagsins fannst ástæða til að kveðja til félagsfundar 18. júlí sl. þar sem m.a. eftirfarandi var samþykkt: 1. Stofnaður verði innan SFG „Grænmetismarkaður", þar sem garðyrkjubændur geta lagt inn afurðir sínar og þær seldar eftir uppboðskerfi. Kaupendur á þessum markaði geta orðið allir þeir sem uppfylla skil- yrði markaðarins um lágmarks kaup hveiju sinni og greiðsluskil- mála. Leiðréttíng I minningargrein Magdalenu Thoroddsen um Þórð Jónsson á Hvallátrum í blaðinu sl. laugardag stendur neðarlega í fyrsta dálki: „Eitt óþægilegt spor . . .“, en á . að vera „ógætilegt“. Biðst blaðið velvirðingar á þessum mistökum. /\uglýsinga- síminn er 2 24 80 2. SFG mun hætta rekstri heild- söludeildar sinnar. Jafnframt mun SFG, ásamt þeim sem áhuga kynnu að hafa, beita sér fyrir stofnun hlutafélags um heildsölu- dreifingu á grænmeti, ávöxtum og skyldum afurðum. 3. Skv. 1. gr. þessarar tillögu munu afurðimar seldar samkv. uppboðskefí, sem þýðir að framboð og eftirspum á hveijum tíma ræð- ur söluverði. Jafnframt mun þó verða í gildi lágmarksverð, þar sem tekið er mið af viðurkenndu framleiðslukostnaðarverði, á svip- aðan hátt og gert er í nágranna- löndum okkar. 4. „Grænmetismarkaðurinn" skal taka til starfa vorið 1988. Félagið notar þetta tækifæri til að lýsa yfír þakklæti sínu fyrir þann óvænta stuðning við markaðs- hugmyndina af hálfu Kaupmanna- samtaka íslands, Félags ísl. stórkaupmanna og Verzlunarráðs Islands, sem fram kemur í ályktun þeirra varðandi „grænmetismál" dags. 30. júní sl. og birtist i flestum fjölmiðlum dagana þar á eftir. Hins vegar harmar félagið að hin virðulegu samtök kaupmannastétt- arinnar skuli láta sér sæma að fara í meginatriðum með fleipur eitt í ályktun sinni, þar sem hægur vandi var (og er) að afla réttra upplýs- inga, ekki síst fyrir Verzlunarráð íslands, en þar er SFG félagsaðili. T.d. eru það bein ósannindi, eins og segir í ályktuninni, að verið sé að koma á fót „svonefndum græn- metismarkaði“. Hið rétta er, að á meðan markaðshugmyndin var enn í athugun var í byijun maí sl. ákveð- ið að breyta starfsemi SFG með því að aðskilja afurðadeild og söludeild í þeim tilgangi að veita öðrum grænmetisheildsölum greiðan að- gang að framleiðsluvörum félags- manna SFG á sama grundvelli og til jafns við söludeild félagsins. Eins og fram hefur komið er hér aðeins um bráðabirgðalausn að ræða, sem væntanlega fær farsæl- an endi með stofnun „Grænmetis- markaðar" á vori komanda, enda ekki ónýtt að fá óumbeðið og óvænt fyrirfram stuðning Félags ísl. stór- kaupmanna. Verður honum þakk- samlega haldið til haga þegar þar að kemur.“ MINJAGRIPIR! Höfðabakka 9 Sími 685411 ÞESSIAUGLÝSING OPNAR FYRIR ÞIG DYRNAR AÐ HEIMITUNGUMÁLANNA! er .... \S«f Language Colleges býður þig velkominn í heim tungu- málanna. f meira en 20 ár höfum við kennt tungumál og gefið fólki tækifæri til þess að kynnast menningu annarra þjóða. Við rekum 7 skóla í Englandi og ennfremur höfum við samvinnu við 4 háskóla í Bandaríkjunum. Þú hefur kost á að búa hjá valinni fjölskyldu, í heimavist eða dvelj- ast á hóteli. Byrjenda- og fram- haldsstig. Alþjóðleg tungumála- próf. Lengd námskeiða: 2-50 vikur. Ný námskeið hefjast í hverri viku allt árið. Sendu okkur úrklippuna og við munum senda þér ítarlegan 32. síðna upplýsingabækling varðandi England eða Bandaríkin. m the V.S.A 1087 ef Language Colleges Adligenswilerstrasse 37, CH-6006 Luzem, Switzerland. Já, ég vil kynnast heimi tungumálanna! ISendið mér itarlegar upplýsingar! DEngland DBandaríkin Nafn:.................................. Heimilisfang:.......................... Staður/Póstnúmer:...................... Sendist til:........................... Ief Language Colleges, Adligenswiler- strasse 37, CH-6006 Luzem, Switzerland.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.