Morgunblaðið - 21.07.1987, Page 35

Morgunblaðið - 21.07.1987, Page 35
35 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1987 Minning: Þorsteinn Þor- björnsson bókari Fæddur 1. nóvember 1915 Dáinn 13. júlí 1987 I dag verður hann afí, Þorsteinn Þorbjömsson, jarðaður. Minning- amar reika og það er svo margt sem kemur upp í hugann. Sorgin er þungbær og þeim sem okkur þykir vænt um deyja alltaf of ung- ir. En við megum þó gleðjast yfir því láni að hafa fengið að kynnast jafngóðum manni og afí var. Steini afi vildi ekki láta mikið á sér bera, en hann hafði flesta þá kosti sem einn mann prýða. Aldrei skipti hann skapi þó á móti blési, var glaður í góðum hópi og alltaf var hann tilbúinn að rétta öðrum hjálparhönd. Ekki vildi hann þó láta hjálpa sér á móti, heldur vildi helst gera allt sjálfur. Það var ekki vegna þess að hann væri of hæverskur til að biðja fólk, heldur var orsökin sú að hann vildi ekki vera öðrum byrði og fannst aðrir hafa nóg á sinni könnu. Það var gaman þegar hægt var að hjálpa afa. Hæverskari og lítillátari mann var vart hægt að fínna. Vinnusemi og trúmennska yfír því sem hann átti að hugsa um, var aðdáunarverð og var örugglega metin þar sem hann starfaði um ævina. Margs er að minnast og við þökk- um fyrir þær góðu stundir sem við áttum saman. Yfír hafíð lá leið okkar til annarra landa, en eitt af því sem rak á eftir okkur heim aft- ur var að fá að vera með afa og ömmu. Þeir endurfundir urðu alltof stuttir. Heimsóknir afa og ömmu til útlanda voru þó ógleymanlegar og þar áttum við margar gleði- stundir saman. Fæddur 18. júní 1914 Dáinn 7. júlí 1987 Hann Einar Gunnar Bjamason afi okkar er kominn heim og verður jarðaður í dag hér heima, eftir að hafa búið í Svíþjóð í sautján ár. Hún mamma okkar hefur sagt okkur svo margt af afa okkar þeg- ar hann var með búðina í Blesugróf. Þá var engin byggð, þar sem allt stóra Breiðholtshverfið er núna og stelpumar hans léku sér með Perlu, hundinn sinn, niður við Elliðaárnar og alls staðar þar sem þá var opið svæði, en er núna orðið byggt af stórum húsum og götum. Síðan flutti hann til Norrahamm- ar í Svíþjóð þar sem hann vann í Husquama. Hann fékk góða vinnu við skrifstofustörf og leið vel þar, á fallega heimilinu sínu. Þá fóru Fáein orð geta ekki lýst því hvemig okkur er innanbrjósts núna er við kveðjum afa í síðasta sinn. Okkur langar með fátæklegum orð- um að þakka fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman og þann styrk sem hann gaf okkur. Hann var alltaf sem klettur og við- búinn hvenær sem á þurfti að halda. Tóta, Jón, Guðný Steinunn og Högni Baldvin. Þegar mér var tilkynnt um and- lát Þorsteins Þorbjömssonar að morgni 13. júlí kom það mér ekki með öllu á óvart, því mér var kunn- ugt um að hverju stefndi. Þó leynist alltaf von um að úr rætist og bati sé kannski á næsta leyti. Þess vegna kemur sjálf andlátsfregnin um náinn ættingja eða vin illa við mann. Hún er einskonar undirstrik- stelpumar hans að heimsækja hann þangað og seinna með okkur bama- bömin. Tvær þeirra hafa búið í Gautaborg síðustu 10 árin. Hann kom hingað heim um síðustu jól og við öll áttum yndisleg- ar stundir með honum, sem við erum þakklát fyrir núna. Afi veiktist fyrir 8 ámm, en komst yfír þann sjúkdóm þá, en þegar hann tók sig upp núna í vor og vitað var, hvað framundan var, fóm allar dætumar hans fjórar til hans og vom hjá honum, til þess að létta honum síðustu stundimar. Við þökkum afa okkar fyrir allt og vonum að góður guð verði með honum á nýjum leiðum. Dótturbörn un að leiðir séu með öllu sundur skildar. Mín fyrstu kynni af Þorsteini vom þegar hann réðist sem skrif- stofumaður til Sameinaðra verk- taka árið 1952, sem þá er tiltölulega nýstofnað fyrirtæki að tilstuðlan íslenskra stjómvalda, til þess að sjá um verklegar framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli fyrir vamarliðið, en áður var sá háttur á hafður, að erlendir aðilar sáu um allar verkleg- ar framkvæmdir. Fljótlega kom í ljós hæfni Þorsteins til að taka að sér ábyrgðarmeiri störf og var hann því skipaður skrifstofustjóri Sam- einaðra verktaka á Keflavíkurflug- velli og var þar, þar til þeir hættu framkvæmdum þar. A þeim ámm sem Þorsteinn var skrifstofustjóri hjá Sameinuðum verktökum og sá um bókhald og útreikninga á kaupi o.fl. starfaði hjá fyrirtækinu allt að 1.200 manns, þegar mest var og gefur það glögga grein fyrir umfangi starfsins. Eftir að Islenskir aðalverktakar taka við verklegum framkvæmdum þar syðra, ræðst hann til þeirra fyrstu árin, en þegar byggingar- deild Sameinaðra verktaka, Dverg- hamrar sf. var stofnað, þá var hann skipaður forstöðumaður Dverg- hamra og starfaði þar til dauðadags eða sl. 18 ár með mikilli prýði. Þar sem við höfum starfað saman í 35 ár við sömu fyrirtækin ættu mér að vera kunnir þeir kostir sem Þorsteinn hafði til að bera. Hann var mjög vel gefínn maður, minni gott, fróður vel og ekki síst því er að starfínu laut. Hann var ham- hleypa við þau störf sem hann annaðist bæði við skriftir og út- reikninga og frágangur allur með því besta sem maður hefur séð. Þorsteinn var skemmtilegur og góður félagi. Hann var maður vel- viljaður og hjálpsamur ef leitað var til hans, sem æði margir gerðu. Hann gat þess utan verið fastur fyrir ef honum fannst hann mæta ósanngimi í kröfugerð eða hallað var réttu máli. Áður en Þorsteinn fór að vinna hjá Verktökum, þá mun hann hafa unnið við verslunarstörf af ýmsu tagi, var verslunarstjóri um tíma. Einnig rak hann eigin verslun. Þorsteinn Þorbjömsson var fæddur hér í Reykjavík og uppal- inn. Sonur Þorbjöms Þorsteinsson- ar, húsasmíðameistara og konu hans Sigríðar M. Nikulásdóttur. Þau bjuggu lengi á Baldursgötu í Reykjavík. Hann átti þrjá bræður, þá Björgvin, fyrrverandi skrifstofu- stjóra Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, Sveinbjöm, löggiltan endurskoðanda, sem nú er látinn, og Sigurbjöm, fyrrverandi ríkisskattstjóra. Þorsteinn giftist ágætri konu, Guðnýju Jóhannsdóttur, sem var honum samhent í öllu og reyndist honum mjög vel í veikindum hans síðustu árin. Um leið og ég kveð ljúfmennið Þorstein Þorbjömsson vil ég þakka honum fyrir öll árin sem við áttum saman. Ég votta Guðnýju konu hans og hennar venslafólki, bræðr- um hans og ættingjum öllum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ingólfúr Finnbogason t Eiginmaður minn og faðir okkar, GUÐMUNDUR ÓLI ÓLASON prentari, Hraunbæ 112, andaðist laugardaginn 18. júlí. Slgrfður Snorradóttir, Brynja Guðmundsdóttir, Dröfn Guðmundsdóttir. t Faðir okkar, GUNNAR KRISTÓFERSSON, fró Gfslabae, andaðist ó Sólvangi 17. þessa mónaöar. Börn hlns lótna. Einar G. Bjarna- son - Minning t Móðir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, KRISTÍN G. NÍELSEN, Dalbraut 27, lést í Landakotsspítala 10. júlí sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar lótnu. _ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug. Sérstakar þakkir til starfsfólks ó Dalbraut 27 og starfsfólks Landakotsspít- ala, deild 3B. Hulda N. Giordan, Emilia N. Bjarnason, Guðrún N. Sigurðsson, Guðmunda Nfelsen, Marfa N. Penko, Þorsteinn Bjarnason, Sigurður Sigurðsson, Hreinn Nfelsen og barnabörn. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaöir og afi, ÁRNI GARÐAR KRISTINSSON, Melabraut 55, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn fró Dómkirkjunni, fimmtudaginn 23. júlí kl. 13.30. Ragnheiður Kristónsdóttir, Marfa Árnadóttir, Rfkarður Jónasson, Hörður Arnason, Aðalheiður Benediktsdóttir, Vera Björk Einarsdóttir, Hjalti Kristjónsson, Elísabet Árnadóttir, Jón Sigurösson, Bolli Árnason, Dfana Skafte, Gunnhildur Árnadóttlr, Guðbjörn Þorsteinsson, Iris Huld Einarsdóttir, Bjöm Baldvinsson og barnabörn. t Útför JEAN JÓHANN LE SAGE DE FONTENAY, Útgörðum, Hvolhreppl, fer fram fró Stórólfshvolskirkju fimmtudaginn 23. júlí kl. 14.00. Ólöf Kristófersdóttir, Guðrún Eirfksdóttir de Fontenay, Kalman J. de Fontenay, Guðrún J. de Fontenay, Inglmundur Sveinbjarnarson, Kristófer Frank J. de Fontenay, Þórunn J. de Fontenay, Guðrún Birna Inglmundardóttir og systkini hins látna. r, + Eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaðir og afi, JÓHANNES F. JÓNSSON kennarl, Grænukinn 22, Hafnarfirði, verður jarðsunginn fró Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 24. júlí kl. 13.30. Helga Jóhannesdóttir, Halla Jóhannesdóttir, Þórhallur Jóhannesson, Þorleifur Jóhannesson, Börkur Jóhannesson, Pótur Bolli Jóhannesson, Grótar Anton Jóhannesson, Guðrún Þórhallsdóttlr, og barnabörn. Hans Jacob Neumann, Einar Þórðarson, Anna Halldóra Þórðardóttir, Sjöfn Sigurðardóttir, Sólveig Guðjónsdóttir, Rut Indriðadóttir, Brigitte Konradsson + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA (JÓNA) ÞORKELSDÓTTIR, Snorrabraut 58, Droplaugarstöðum, óður Bergþórugötu 20, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju miðvikudaginn 22. júlí kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Þorkell Samúelsson, Valdfs Samúelsdóttir, Guðrún Samúelsdóttir, Sigurður Karlsson, Guðfinna Karlsdóttir, Ester Karlsdóttir, barnabörn Sigrfður Þórisdóttir, Friðjón Jónsson, Alda Ólafsdóttlr, Gelr Kristjánsson, Guðmundur Sveinsson, barnabarnabörn. og + Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúö og vinarhug við fráfall og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdafööur og afa, ÁSGRÍMS HÓLM KRISTJÁNSSONAR, Pálmholtl 8, Þórshöfn. Helga Haraldsdóttlr, Auður Ásgrfmsdóttlr, Angantýr Elnarsson, Guðrún Ásgrímsdóttir, Kristján Ásgrfmsson, Ingunn Arnadóttir, Henrý Ásgrfmsson, Guðrún Helgadóttlr, Sverrir Ásgrfmsson, Borghlldur Stefánsdottir, Erla Ásgrímsdóttir, Gfsll Marinósson, Linda Ásgrfmsdóttlr, Bessl Bjarnason, Kári Ásgrfmsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.