Morgunblaðið - 21.07.1987, Síða 44

Morgunblaðið - 21.07.1987, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1987 Minning: Þorleifur Jónsson, loftskeytamaður Fæddur 6. janúar 1909 Dáinn3.júlí 1987 Það var tekið að halla nóttu og dagrenning á næsta leiti þegar Þorleifur Jónsson, loftskeytamaður, hvarf héðan úr heimi og lagði á úthafíð mikla til fundar við ætt- ingja, vini og samherja, er áður höfðu látið úr höfn hér-vistar. Við sem þekkjum þennan dagfarsprúða drengskaparmann vitum að ekki hefur veðrinu verið fyrir að fara, hann hefur fengið gott leiði og heimkoman verið góð. Þó svo að mér hafí verið falið að minnast þessa fyrrverandi starfsbróður og félaga, þá fínnst mér að Þorleifur hafí mælt best fyrir minni sínu sjálfur, með lífí sínu og starfí. Fátækleg orð frá minni hendi munu því verða harla léttvæg fundin. Þorleifur fæddist í Hafnarfírði 6. janúar 1909. Foreldrar hans voru hjónin Guðlaug, f. 6. júní 1877, d. 26. júlí 1953, Oddsdóttir bónda í Minni-Mástungu í Eystrihreppi, Oddssonar, og Jón Þorleifsson, fæddur í Vatnsholti 14. september 1879, kirkjugarðsvörður í Hafnar- fírði, dáinn 29. nóvember 1954, (af Bergsætt). Þeim hjónum varð 12 bama auðið. Af þessum stóra systk- inahópi eru nú 5 eftirlifandi: Ingibjörg, húsfrú og fyrrverandi handavinnukennari, búsett í Hafn- arfírði, Kristjana Júlía, húsfrú í Hafnarfírði, Margrét, ekkja, búsett í Reykjavik, Oddgeir, iðnverkamað- ur í Reykjavík, og Hjalti, mjólkur- fræðingur og ostakaupmaður, búsettur í Danmörku. Þorleifur ólst upp hjá foreldrum sínum til 5 ára aldurs, en þá var hann tekinn í fóstur af heiðurs- hjónunum Þóm Bjamadóttur og Eyjólfí Vilhelmssyni, togarasjó- manni í Hafnarfírði og síðar í Reykjavík. Það fór víst ekki framhjá strák- unum, sem vom að alast upp á þessum ámm, að með vaxandi tækni var að skapast ný stétt manna á íslandi. Loftskeytatæknin fór að ryðja sér til rúms í heiminum upp úr aldamótunum og var nú farin að sanna tilvemrétt sinn sem mikið öryggistæki fyrir sjófarendur, ekki síst árið 1909, Republic-slysið, og aftur 1912, Titanic-slysið, sem varð þess valdandi að sala á loft- skeytatækjum jókst hröðum skref- um í heiminum, svo framleiðend- umir höfðu vart undan. íslendingar vom nú ekkert að rasa um ráð fram í þessum efnum og flýttu sér hægt. Það var ekki fyrr en Eimskipafé- lag íslands lét smíða sín fyrstu skip, Goðafoss og Gullfoss, að eitthvað raunhæft gerðist í þessa átt. Goða- foss fékk loftskeytastöð í júní 1915 og Gullfoss í nóvember sama ár. Loftskeytastöðin í Reykjavík var vígð 17. júní 1918. Fyrsti íslenski togarinn sem fékk loftskeytastöð var Skallagrímur, en það var í marsmánuði 1920, og fleiri fylgdu brátt á eftir. Á ámnum 1918—20 vom haldin. tvo loftskeytanámskeið, aðallega fyrir skipstjóra og stýrimenn. Nokkrir loftskeytamenn höfðu tekið próf erlendis. Árið 1923 var haldinn fyrsti Loftskeytaskóli á íslandi, og 9. júlí sama ár var Félag íslenskra loftskeytamanna stofnað. Það var mikil eftirspum eftir loftskeyta- mönnum á þessum bemskuárum loftskeytatækninnar á íslandi. Því var þessi skóli starfandi á hveijum vetri næstu árin. Þeir Ottó B. Ám- ar, loftskeytafræðingur, og Frið- bjöm Aðalsteinsson, loftskeyta- stöðvarstjóri í Reykjavík, höfðu veg og vanda af þessu skólahaldi og ráku skólann styrkjalaust fyrir eig- in reikning. Ottó var skólastjóri og kennari í rafmagnsfræði o.fl., en Friðbjöm annaðist kennslu í morse, sendingu og viðtöku auk viðskipta, Ottó greip í þá kennslu líka ásamt öðm. Það vom líka ýmsir stunda- kennarar sem hjálpuðu upp á sakimar, svo sem Snorri Amar o.fl. Landssími íslands sá um prófín og gaf út loftskeytaskírteinin. t Alúöarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns mins, föður, tengdaföður og afa, JÓHANNS S. SIGURÐSSONAR, Grænumýri 8, Akureyri. Ester Lárusdóttir, Bragi Jóhannsson, Áslaug Kristinsdóttir, Þóra Ester Bragadóttir, Hanna Björk Bragadóttir, Bergur Már Bragason. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, STEINS INGA JÓHANNESSONAR, Hrafnistu, Reykjavík. Sigurrós Guðbjartsdóttir, Erla Steinsdóttir, Helgi Sigvaldason, Kristin Steinsdóttir, Hjálmar Guðbjörnsson, Valgerður Steinsdóttir, Magnús T ryggvason, Ingibjörg Steinsdóttir, Kristján Björnsson, Svanhvit Hallgrimsdóttir, Einar Óskarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Legsteinar ýmsar gerðir Marmorex Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður Haustið 1924 hófu 30 nemendur nám í Loftskeytaskólanum, þar á meðal Þorleifur, þá aðeins 15 ára að aldri. Kennslan fór fram að þessu sinni í Landsbankahúsinu, á efstu hæðinni. Um vorið 1925 var gengið til prófa. Þorleifur var í hópi þeirra 11 prófsveina sem fengu úthlutað loftskeytaskírteinum þann 14. apríl. 9 nemendur fengu skírteini 27. sama mánaðar, en 8 síðar á árinu. Tveir luku ekki prófí að þessu sinni. Að þessum áfanga loknum axlaði Þorleifur pokann sinn og hélt á sjó- inn, aðeins 16 ára gamall. Hann var ráðinn loftskeytamaður á togar- ann Njörð frá Reykjavík, en það góða skip hafði fengið eldskímina í Halaveðrinu rúmum tveimur mán- uðum áður, en þá var Pétur Brandsson, sem lengst af var loft- skeytamaður á Brúarfossi, loft- skeytamaður á Nirði. Bv. Njörður mátti kallast tiltölu- lega nýtt skip, 341 brúttólest, smíðaður í Beverley árið 1920, en þetta var meðalstærð íslensku tog- aranna á þessu tímabili. Það verður að hafa talist mikið lán fyrir svo ungan loftskeytamann að lenda í skiprúmi hjá Guðmundi Guðnasyni togaraskipstjóra, mikl- um öndvegis- og gæðamanni, enda líkaði Þorleifí vistin vel og sam- komulagið eins og frekast var á kosið. Þorleifur starfaði hjá Njarð- arfélaginu í mörg ár. Þann 3. janúar árið 1930 steig Þorleifur mikið gæfuspor, þegar hann kvæntist unnustu sinni, Guð- mundu Dagbjörtu, f. 20. febrúar 1908, Guðmundsdóttir sjómanns í Keflavík Guðmundssonar, og konu hans, Önnu Sigríðar Sveinsdóttur. Ungu hjónin höfðu búið í óvígðri sambúð um eins árs skeið áður en þau gengu í hjónabandið. Þá tóku þau í fóstur son Dagbjartar, Jón Norðfjörð, háspennuvirkja hjá Landsvirkjun um margra ára skeið, hann er kvæntur Svöfu Gunnars- dóttur frá Tobbakoti í Þykkvabæ, þau eiga 7 böm. Á fyrsta búskaparárinu fæddist þeim dóttirin Þóra Eygló, 17. nóv- ember 1929, hárgreiðslumeistari og húsfrú í Garðabæ, hennar maður er Páll Sigurður, rafvirki, f. 15. júlí 1925, Jónsson sjómanns í Brautarholti í Haukadal, Dýrafirði, Pálssonar, þau eiga 4 böm. Þau Dagbjört og Þorleifur ólu upp elsta son Þóm og Páls, Jón Vilhelm, vélvirkja, sem kvæntur er Salóme Kristínu Jakobsdóttur frá Reykjavík, þau eiga 2 böm og búa í Garðabæ. Þorleifur var loftskeytamaður á bv. Nirði fram til ársins 1932, en þá var skipið selt til Hafnarfjarðar og hlaut nafnið Haukanes. Togara- útgerð á íslandi átti í erfíðleikum á þessum árum og það var ekki óalgengt að áhafnir togaranna mynduðu með sér samtök og keyptu togara til að hafa einhveija atvinnu og það var einmitt það sem félagar Þorleifs gerðu. Þeir festu kaup á bv. Draupni, sem var í eigu Njarðar- félagsins, og skírðu skipið Geysi. Þetta mun hafa verið sumarið 1932. Svo óheppilega tókst til að bv. Geysir strandaði við Tomes í Pent- landsfírði þann 21. nóvember 1933 í dimmviðri og ruddabrælu. Skipið sendi þegar út neyðarskeyti, sem strax vom móttekin af Wick Radio og togaranum Rán, sem var þama skammt frá strandstaðnum. Blað Félags íslenskra loftskeytamanna, „Firðritarinn" greinir frá þessu í mars-apríl-hefti 1934. „Þeir sem fylgdust með skeyta-skiptum þeim sem þama fóm fram, höfðu ástæðu til að gleðjast jrfir frammistöðu Þorleifs Jónssonar loftskeytamanns á Geysi, sérstaklega eftir að Wick Radio sendi út eftirfarandi tilkynn- ingu. — Geysir strandaður við Stromnes eða Tom, 2143GMT vél- bátur hefur að því er virðist tekið alla um borð nema skipstjóra og loftskeytamann . . ., og síðar: Skip- t Þökkum innilega auösýnda samúð og hlýhug viö fráfall og útför GUÐMUNDU Þ. EYJÓLFSDÓTTUR, Ásvallagötu 63. Sólveig Eyjólfsdóttir, Þorbjörn Eyjólfsson, Kristin V. Haraldsdóttir, Halldóra Jóhannsdóttir, Eyjólfur Þ. Haraldsson, Jóhanna S. Þorbjörnsdóttir og fjölskyldur. t Alúöarþakkir fyrir vinsemd og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns og fööur, HALLDÓRS GEORGS KRISTJÁNSSONAR. Sigrún Halldórsdóttir og börn. t Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför móður- bróður okkar og vinar, JÓNATANS GUÐNA JÓNATANSSONAR, Litlu-Helöl, Mýrdal. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki Sjúkrahúss Vest- mannaeyja fyrir góða aðhlynningu sem hinn látni fókk þar. Helga Ólafsdóttir, Margrót Ólafsdóttir og fjölskyldurnar frá Litlu-Heiði. t Þökkum innilega auðsýnda samúö og hlýhug við andlát og útför, KRISTJÁNS ERLENDS KRISTJÁNSSONAR, Stigahlíð 4, Botungarvfk. Kristján G. Jensson, Bjarney Kristjánsdóttir, Erling Kristjánsson, Halldóra Kristjánsdóttir, Flosi Kristjánsson. stjóri og loftskeytamaður hafa nú yfírgefíð skipið — (þýð). Þetta sýndi að þessi félagi vor hafði ekki bmgð- ist skyldu sinni, heldur setið við lykilinn meðan þess var þörf og farið samhliða skipstjóranum síðastur frá borði. Það er á þessum hættunnar augnablikum sem ábyrgðartilfínning loftskeyta- mannsins er svo rík, og enn hefur enginn íslenskur loftskeytamaður bmgðist skyldu sinni," segir blaðið að lokum. Bv. Geysir var 287 brúttólestir að stærð, smíðaður í Beverley árið 1908, hann var einn af elstu togur- um íslendinga. Þegar Njarðarfélag- ið keypti skipið af Englendingum hét það Macfarlane, en hlaut nafnið Draupnir við komuna til landsins. Í skipinu var 500 w. M.P. Peders- en-sendir og viðtækið af Philipsgerð með stuttbylgju- möguleikum. Geys- ir náðist ekki út af strandstaðnum og bar þama beinin. Skipshöfnin fékk útborgað vátryggingarfé skipsins, en treysti sér ekki að leggja í útgerð að nýju. Þorleifur dvaldist ekki lengi í landi því að skömmu síðar varð hann loftskeytamaður á bV. Kóp (ex. Þorgeir Skorageir) 269 bmttó- lesta togara sem smíðaður var í Gestemunde árið 1915. Þávarhann um tíma loftskeytamaður á bv. Hafsteini 313 brúttólesta togara sem smíðaður var í Selby árið 1919. Þá sagði Þorleifur skilið við togar- ana í bili. Fluttust þau hjónin norður á Akureyri og höfðu búsetu þar um tveggja ára skeið, 1938 og 1939. Þorleifur réð sig á flutningaskipið Snæfell, 751 brúttólesta skip, sem var í eigu útgerðarfélags KEA. Snæfejlið var í vömflutningum á milli íslands og Evrópulanda og flutti einkum vömr fyrir Kaupfélag Eyfirðinga og Samband ísl. sam- vinnufélaga, bæði þungavöm í heilum förmum og stykkjavöm. Farmennskan var ekki að skapi Þorleifs, þeim hjónum þótti fjarvist- in of löng og hann kunni betur við lífíð á togumnum. í byijun stríðsins var bmgðið á það ráð að flytjast aftur búferlum til Reykjavíkur. Þó að þau hjónin hafí alla tíð verið mesta ráðdeildar- og reglu- fólk, sem lifðu ekki um efni fram, buðu ráðstöfunartekjur millistríðs- áranna ekki upp á það, að setið væri í aðgerðarleysi svo framarlega að nokkra vinnu væri að hafa. Góð- ur loftskeytamaður var eftirsóttur starfskraftur, Þorleifur var því ekki lengi atvinnulaus eftir komuna til Reykjavíkur, hann réðst því strax loftskeytamaður á bv. Kára, 344 brúttó lesta togara, sem byggður var í Beverley árið 1920 (ex. Kári Sölmundarson) og var í eigu All- iance hf. Þorleifur sigldi á þessu skipi öll stríðsárin og einu ári betur. I ófriðarbyijun áttu íslendingar 36 togara, siglingar með físk á Englandsmarkað vom stundaðar af kappi. í fyrstu gekk allt stór- slysalaust. Með haustnóttum árið 1940 þyrmdi yfir íslenska sjó- mannastétt, vígahrammur styijald- arinnar greiddi henni þung högg og stór. Islenskir sjómenn urðu að greiða vopnaskattinn, hann féll of- an á skattinn til ægis, manntjón fór sívaxandi, fómin var mikil og átak- anleg, sárari en támm taki. Blómastofa Fridjinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavtk. Sími 31099 Opiðöllkvöld tll kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.