Morgunblaðið - 21.07.1987, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 21.07.1987, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1987 51 "I^RNN DP?EYMDI i NOTT R9 TORRÍk BRNDRI?ÍSK KELLING VÆRI 8UIN í=Æ> THKR rtSTFÓS-TRl Vl& ÍSLENSKR SILDRR3T0FNINN" Þessir hringdu .. . Óviðeigandi uppnefhi ífiréttum Grétar Eirfksson hringdi: „Ég vil koma með smáathuga- semd í tilefni af orðum sem látin voru falla í fréttatíma Stöðvar 2 síðastliðinn fímmtudag. Einhver ungur fréttamaður var að lesa frétt um skákmót í Þórshöfn í Færeyjum. íslendingur hafði att kappi við danskan skákmann og lýsti fréttamaðurinn viðureign þeirra eitthvað á þá leið að baun- inn hefði varist vel eða illa, ég man ekki hvort var. Svona lætur enginn út úr sér á opinberum vettvangi. Ég veit að Dönum sám- ar að heyra þetta og þvf algjör óþarfí að tala um þá með þessum hætti. Mér fannst orðaval manns- ins passa prýðilega við það sem Flosi Ólafsson var að ræða um í Þjóðviljanum í tilefni af fjölmiðla- könnun Félagsvísindastofnunar háskólans." Ferðir strætisvagna of strjálar Kona f Breiðholti hringdi: »Ég er alls ekki nægilega ánægð með það að SVR skuli draga svona mikið úr þjónustu sinni yfír sumartímann. Fólk þarf nú að komast til vinnu hvort sem það er vetur eða sumar. Eftir að þessi nýja tímatafla gekk í gildi hef ég orðið að láta mig hafa það að hírast í lengri tíma á hveijum degi að bíða eftir strætisvagni til að komast niður á Hlemm og þegar ég er kominn þangað þarf ég síðan aftur að bíða lengi eftir næsta vagni. Ekki tekur betra við á leiðinni heim á kvöldin. Mér finnst ekki ná nokkurri átt að láta fólk eyða hálfum deginum í það að ferðast til og frá vinnu þótt einhver vilji spara í rekstri SVR.“ Gullhálsfesti týndist Guðrún hringdi. Hún týndi gullhálsfesti í Hafnarfírði, ein- hvers staðar á leiðinni frá Mjó- sundi, vestur Strandgötu, og að útimarkaðinum fímmtudaginn 9. júlí. Hálsfestin er úr 18 karata gulli og er Guðrúnu mjög kær. Ef einhver hefur rekist á háls- festina er hann beðinn að hringja í síma 51662. Hægt að vana húsdýr Unnur Jörundsdóttir hringdi: „Mig langar að koma svolitlu á framfæri við lesendur blaðsins. Svo er mál með vexti að margt fólk er líklega það gamaldags að það veit ekki að það er hægt að koma í veg fýrir að húsdýr eign- ist of mörg afkvæmi á einfaldan hátt. Ég veit að bæði Dýraspítal- inn og dýralæknar um allt land taka það að sér að vana til dæm- is hunda og ketti og koma þannig í veg fyrir að þeir eignist of mörg afkvæmi. Það vill stundum brenna við að hvolpar og kettlingar séu lfflátnir með heldur óviðurkvæmi- legum hætti ef þeir hafa fæðst í óþökk eigendanna. Það er mun þægilegra fyrir alla að koma í veg fyrir að afkvæmin komi í heiminn með því að vana heimilisdýrin til dæmis eftir að þau hafa eignast fyrstu afkvæmin." Poki týndist í Keflavík Gestur Páll hringdi. Hann hafði týnt poka einhvers staðar í grennd við Vallargötu í Keflavík þriðju- daginn 14. sl. f pokanum voru náttföt, lftil gömul vekjaraklukka og lítið ferðaútvarp. Ef einhver hefur rekist á pokann er hann 7 beðinn að hringja í Gest Pál 1 síma 96-13083. Þakkir til starfsfólks Flókalundar 3940—6160 hringdi: „Ég vil gjaman láta í ljósi ánægju með dvöl mína á Hótel Flókalundi við Vatnsfjörð. Ég dvaldi þar í júní og varð síður en svo fyrir vonbrigðum. Starfsfólkið var hreint frábært og þama var margt við að vera. Fallegt um- hverfí að skoða, hestaleiga sem var með bæði kvöld— og dags- ferðir og hægt að skoða sýningu með málverkum eftir Jón Gunn- minni á þvl að lögreglan skuli vera að fetta fingur út í starfsemi félagsins Frjálsra vegfarenda. Ég hefði haldið að það sem þeir em að gera ætti frekar að hjálpa lög- reglunni við störf hennar en hitt. Handklæði og úr hurfu í Vesturbæjar- lauginni Móðir hringdi. Hún sagði að föstudaginn 10. júlí hefði hand- klæði verið tekið í misgripum í karlaklefanum í Sundlaug Vestur- bæjar. Handklæðið er rautt, hvítt og blátt með mynd af skútu á og merkt með stöfunum JAÓ. í stað- inn var skilið eftir sams konar handklæði en ómerkt. Þriðjudag- inn 14. júlí um 12 leytið hafði síðan einhver tekið svart tölvuúr með tauól, einnig í karlaklefanum. Ef einhver hefur úrið eða hand- klæðið undir höndum er hann beðinn að skila þvi í afgreiðslu sundlaugarinnar. arsson. Svo vil ég líka lýsa yfír furðu Morgunblaöiö/KÖE Kona í Breiðholtinu vill fíölga ferðum strætisvagna. Selfoss — nágrenni Hefi opnað lögfræðiskrifstofu á Tryggvagötu 2a, Selfossi, sími 99-1265. Ingimundur Einarsson, hóraðsdómslögmaður. KAUPFÉLÖGIN j LANDINU límtré sparar fyrir þig Límtré fyrirliggjandi úr furu, eik og brennL Tilvalið efni fyrir þig til að smíða úr sjálfúm þér til ánægju - og svo sparar þú stórfé um leið! Hringdu í síma 621566 og við veitum Auglýsingar & hörmun

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.